Morgunblaðið - 13.06.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.06.1961, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 13. júní 1961 MORGIJTSBL AÐIÐ 17 MYND frá atkvæðagreiðsl-, unni í danska þinginni sl. laug- ardag. Þeir sem samþykkja ] afhendingarfrumvarpið, rísa* úr sætum. — Vaxfaíækkun Framh. af bls. 1 istar vilja, mundi sú hækkun hafa í för með sér 540 millj. kr. útgjalda- aukningu atvinnuveganna í láunagreiðslum. Allar ' vaxtatekjur viðskiptabank anna nema hins vegar að- eins u.þ.b. 300 millj. kr. Er þannig ljóst, að enda þótt atvinnuvegirnir fengju öll rekstrarlán sín vaxtalaust, mundi sú út- gjaldalækkun ekki vega nema rétt til hálfs á móti útgjaldahækkunum vegna launagreiðslna einna. Sjálfsagt kemur fram- sóknarmönnum og komm- únistum nú ekki til hug- ar, að útlánsvextir bank- anna verði algerlega af- numdir. Má búast við, að með lækkunartali sínu eigi þeir við 2% vaxtalækkun, sem jafngilti aðeins 70 millj. kr. útgjaldalækkun fyrir atvinnuvegina. Mis- muninn, eða 470 millj. kr., eiga atvinnuvegirnir svo áð bera sjálfir, eh það er þeim auðvitað gersamlega um megn, og hlyti hann því að lenda á almenningi. Menn eru orðnir því svo vanir, að skrif framsókn- armanna og kommúnista um efnahagsmál séu ekki sem gáfulegust, en sú full yrðing, að 70 millj. kr. útgjaldalækkun vegi upp á móti 540 millj. kr. út- gjaldahækkun slær þó sennilega öll fyrri met þeirra á þessu sviði. Og a.m.k. er hætt við, að menn treysti þeim ekki betur fyrir stjórn efna- hagsmálanna eftir að hafa kynnzt þessum síðustu kenningum þeirra í þess- um efnum. Skólanemar Iserðu á híl með skéíanáminu Magnús Thorlacius hæstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Ifiíroi 1-1875. — Daufur lelkur Framhald af bls. 22. má segja um Magnús framvörð. Sigurjón framvörður frá Hafnar- firði komst og vel frá leiknum. ísfirðingurinn Björn Helgason vakti og athygli, en virðist þó ekki í sömu þjálfun og t. d. er hann sást hér í fyrra. Mörk utanbæjarmanna skor- uðu Steingrímur Björnsson (Akureyri) sem var h. útherji og Ásgeir (Hafnarfirði) sem var v. útherji. Sýndu þeir báðir á köflum lagleg tilþrif. Sama má segja um Skúla Ágústsson innherja. En á milli kenndi þess mjög hve óreyndir leikmenn eru saman, enda úr sitt hvoru lands- horninu. Ac Frjálsar íþróttir í hléi var keppt í 4x200 m boð- hlaupi. Sveit Ármanns sigraði á 1.34.6 mín, sveit KR 1.38.2 og unglingasveit ÍR 1.39.4. í 800 m hlaupi sigraði Kristleifur Guð- björnsson KR á 2.01.8. 2. Agnar Levy KR 2.03.9 3. Reynir Þor- steinsson KR 2.05.8. í 800 m hl. unglinga sigraði Friðrik Friðriks son ÍR á 2.10.5. 2. Valur Guð mundsson ÍR 2.12.1. ★ Kaffisamsæti í Sjálfstæðishúsinu voru verð laun afhent fyrir kappleikinn en það var silfurbikar er vallar- stjórn hafði gefið og lendir í vörzlu KSÍ. Þá hlutu allir sigur vegarar verðlaunapening. Gísli Halldórsson stjórnaði hóf- inu. Hann minntist afmælisins og þýðingar vallarinar fyrir íþrótta- lífið. Aðrir sem töluðu voru Geir Hallgrímsson borgarstjóri, Birgir Kjaran alþm., Björgvin Schram form. KSÍ, Benedikt Jakobsson íþróttakennari, Jóhannes Sölva- on form. FRÍ, Guðmundur Hof- dal og Ben. G. Waage foreti ÍSÍ. Var hófið hið ánægjulegasta og vel í anda þeirra stemningar sem oft hefur verið á Melavell- — Alvarlegt ásfanc Framh. af bls. 8 Fleirri moinnar að fæða Sérfræðingar telja að Kína gæti náð sér aftur á tveimur ár- um eftir þessi áföll, ef skipulag atvinnulífsins kemst í lag og ef árferðið batnar. Hins vegar gæti enn einn harður vetur haft geig- vænleg áhrif og fært með sér hungursneyð, en sem fyrr segir, þá er ekki beinlínis um hungurs- neyð að ræða enn sem komið er. Að lokum segir Observer, að ástandið sé ekki svo slæmt vegna þess að heildarframleiðslan hafi minnkað. Telur blaðið að korn- framleiðslan hafi t.d. staðið í stað síðan 1957 eða 185 milljón tonn. En vandamálið er, að engin aukn ing hefur orðið, en á þessum fimm árum frá 1957 fjölgar munn unum sem þarf að fæða í landinu um 60 milljónir. Innanfélagsmót ÍR og Á gangast fyrir innanfé- lagsmóti í sundi í Sundhöllinni á fimmtudagskvöld n.k. kl. 6:45. Keppt verður í: 50 m bringusundi karla 200 —• bringusundi karla 50 •— skriðsundi karla 100 — flugsundi karla 50 — baksundi kvenna 100 — skriðsundi kvenna 200 — bringusundi kvenna STAÐ, Hrútafirði, 12. jún: — Skólaári Reykjaskóla í Hrúta- firði er nú lokið en í vetur var 101 nemandi í skólanum. Hæsta einkunn á landsprófi, sem nýlega er lokið, hlaut Guð- bjartur Gunnarsson frá Hjarðar- felli, 8,94. í II. bekk hlaut hæsta einkunn Ragnheiður Jóhanns- dóttir Hvammstanga, 8,42 og í 1. bekk var með hæsta einkunn Jónína Þórarinsdóttir frá Tálkna firði, 8,83. Kennarar veittu nemendum sínum bókaverðlaun og í II. bekk skólans tók sami pilturinn þau öll, en hann er Jón Hilmar Jóns- son frá Melum í Hrútafirði. Um miðsvetrarpróf var Jón Hilmar í hópi fimm nemenda sem fluttur var milli bekkja vegna prýðis frammistöðu. Veitt voru verð- laun fyrir umsjónarstörf Og fé- lagsstörf í skólanum og hlaut þau Sigurður Kristófer Pétursson frá Grafarnesi. Við skólaslit ávarpaði skóla- stjórinn Ólafur H. Kristjánsson nemendur og við það tækifæri var guðsþjónusta haldinn í skól- anum af sóknarprestinum, séra Yngva Þ. Árnasyni og sungu nemendur og kennarar. Haldin var sýning á handavinnu nem- enda, hannyrðum og smíðisgrip- um pilta Og vakti óskipta athygli en kennarar eru frú Sólveig Kristjánsdóttir og Gunnlaugirp Sigurðsson. Ólafur H. Kristjáns'-on skóla- stjóri tók þá nýbreytni upp fyrir nokkrum árum að gefa nemend- um Reykjaskóla kost á því að læra á bíl með skólanámi. Nokkru áður en landspróf hófst gengu nemendurnir undir bílpróf, stúlkur og piltar alls 19, og stóð- ust öll prófið. Kennarar eru þeir Jón Jónsson í Stóra Dal og Jón Ólafsson frá Hrútatungu. Skólaslitum í Reykjaskóla lauk með því að skólastjórahjónin buðu nemendum og gestum til kaffidrykkju í skólahúsinu, en þar hafa ráðið í vetur fröken Ragna Helgadóttir frá Guðlaugs- vík og Guðrún Guðjónsdóttir frá Kjörvogi. í sumar verður unnið að marg- háttuðum endurbótum við skól- ann og þar er t. d. í smíðum mjög fullkomið íþróttahús. — mgg. Lætur af störf um FRÚ Helg® Sigurðardóttir hef- ur sótt um lausn frá skólastjórn Húsmæðrakennaraskóla íslands, og samkv. nýútkomnu Lögbirt- ingablaði verið fallizt á beiðni hennar frá 1. któber n. k. að telja. Jafnframt hefur staðan verið auglýst laus til umsóknar með fresti til 25. júní n. k. Færeysku skúturnar á Akureyrarhöfn. — Ljósm. St. E. Sig). Færeyingunum þófti 17,250 kr. sektir heldur hóar AKUREYRI, 12. júní. — Dómur gekk í dag í máli þriggja færeyskra skipstjóra, sem teknir voru að veiðum í landhelgi á föstudaginn. Þeir fengu hver um sig 17.250 króna sekt. Veiðar- færi og afli voru gerð upp- tæk og þeir verða að greiða sakarkostnað. Ekki var enn vitað í gærkvöldi, hvort skip stjórarnir ætluðu að áfrýja dóminum til hæstaréttar. Þeir kváðust hafa orðið fyr- ir miklum vonbrigðum yfir því bæði að sektirnar hafi orðið hærri en þeir bjuggust við og svo vegna þess að þeim fannst Islendingar beita talsverðri hörku að vera að taka þá fasta þó þeir væru að skaðlausum færaveiðum norður við Kol- beinsey, sem þeir kváðust alls ekki hafa reiknað með að nein landhelgi væri útfrá. Skipstjórarnir, sem dómana hlutu, heita: Viggo Dan, 62 ára, á Sjóborginni frá Vest- mannahöfn, Simon David Karl- saa, 50 ára, á Fimm systrar frá Klakksvík og Jakob Haraldsen, 44 ára, á Reyodin frá Saur- vogi. Réttarhöld hófust í máli þeirra á laugardag og héldu áfram fram á mánudag. Tóku þau alllangan tíma, því að hér var um að ræða þrjú sjálfstæð mál. Framkoma skipstjóranna í réttarsal var óaðfinnanleg. Þeir viðurkenndu strax að hafa ver- ið á þeim stað skammt frá Kol- beinsey, sem sagði í kæru land- helgisgæzlunnar. Tveir skip- stjóranna sögðust ekki hafa gert sér grein fyrir að fisk- veiðilandhelgi væri mæld út frá Kolbeinsey, sem þeir töldu ð- byggt sker langt fyrir norðan ísland. En þegar þeir sáu upp- drátt með landhelgislínunum, sáu þeir hvernig lá í málinu og vissu eftir það að ekki yrði hjá því komizt að þeir fengju dóm. Þriðji skipstjórinn vildi ekki svara spurningu um það hvort hann hefði vitað að land- helgi mældist frá Kolbeinsey. Færeyingarnir báru sig illa út af þessu. Þeir höfðu verið á sjó frá því á unglingsárunum og skipstjórar á færeyskum bát um við ísland í langan tíma, en þetta var í fyrsta skipti sem þeir hafa verið teknir fyrir veiðar í landhelgi. Friðjón Skarpliéðinsson bæjar fógeti á Akureyri kvað upp dóm inn, en meðdómsmenn voru Þor steinn Stefánsson, hafnarstjóri og Bjarni Jóhannesson skipstj. Verjandi skipstjóranna var Jón- as G. Rafnar. (St. E. Sig.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.