Morgunblaðið - 13.06.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.06.1961, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 13. júní 1961 MORCVTSBLAÐIÐ 23 Hollenzk flugvél fórst í lendingu við Kairo brotnuðu og dreifðust úr víða, mörg þeirra skemmd. Vegna þessa sló egypzka lögreglan hring utan um slyssvæðið og leitaði auk þess á morgum sem komið höfðu á slysstaðinn. Flugstjórinn á vélinni var enskur að nafni Kenneth Reyn- olds. Hann komst iífs af, en brot inn á báðum fótum. Móðir okkar . ÞÖRUNN GUÐJÓNSDÓTTIR Skólavörðustíg 15 andaðist í Landakotsspítala 8. júní sl. Jarðarförin er ákveðin fimmtudaginn 15. júní kl. 13,30 frá 5’ossvogs- kirkju. — Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim er vildu KAIRO í Egyptalandi, 12. júní (Reuter). — Nítján manns fórust i dag, þegar hollenzk farþega- flugvél frá KLM flugfélaginu féll niður í sandöldu um þrjár mílur Utan við Kairo-flugvöll. Þetta var f jögurra hreyfla flug- vél af tegundinni Lockheed Eleetra. Hún hafði meðferðis 29 farþega og 7 manna höfn. Ferð- Inni var heitið til Singapore og var Kairo einn af mörgum við- komustöðum. Sprenging! Flugvélin var að því komin að lenda á flugvellinum og flugum- ferðarstjórnin hafði sent henni boðin: „Gangi ykkur vel lending- in . Allt virtist í bezta lagi og menn sáu flugvélina lækka flug- ið og nálgast brautarendann. Skyndilega heyrðu menn spreng ingu og sáu að eldur stóð út úr flugvélinni. — Kalda sfríðið FrarriH af bls. 'T grundvelli rússneskra tillagna um frarntið BerKnar er taiið lík- legt að jtú^sar kíiili sarr/an al- þjóðaráðstelnú til að géra iriðar- samninga við Austur-Þýzkal'and. Eftir að slíkir friðarsamningar hefðu verið undirritaðir gætu flutningar til Vestur-Berlínar að eins farið fram með samningi við austur-þýzk yfirvöld. / Árangurslaus ráðstefna Frá Genf herma fréttir að í dag hafi allt bent til þess að ráð- Stefnan um bann við kjarnorku- tilraunum sé að fara út um þúfur. Tsarapkin fulltrúi Rússa á ráð- stefnunni las í dag upp skriflega orðsendingu sem Krúsjeff afli. Kennedy á Vínarfundinum og kvaðst ekki hafa annað að segja en það. En það þýðir blátt áfram, að Rússar eru ekki til viðtals um neina samninga. Þeir semja ekki nema fallizt sé í einu og öllu á tillögur þeirra og kröfur. Umrædd orðsending Krúsjeffs til Kennedys hefur enn ekki ver- ið birt, en það er orðið ljóst að aðalefni hennar er að Rússar vilja ekki semja um neitt við Vesturveldin, — aðeins að þau gangi að öllum kröfum Rússa, t.d. að þau viðurkenni yfirráð Rússa yfir leppríkjunum, fallist á endurskipulagningu Samein- uðu þjóðanna svo Rússar hafi neitunarvald í allri starfsemi þeirra og loks að Bandaríkja- menn flytji allt herlið heim frá Evrópu og ofurselji Vestur- Berlín í hendur austur-þýzkum kommúnistum. / Ástandið svart í skeýti Reuters í gær er það haft eftir stjórnmálafréttaritaran um Walter Trohan, að ástandið sé miklu verra en skuggalegt. Það er svart, — eins svart eins og hugur Krúsjeffs. Rússar hafa gert Vesturveldunum það ljóst, að þeir hyggjast ekki semja um eitt einasta deiluatriði kalda stríðsins, hvað þá að gefa eftir. Krúsjeff lét það og í ljósi, að hann myndi ekki einu sinni vilja ræða við fulltrúa Vesturveldanna nema hann sæi sér hag í því. Kennedy og ráðunautar hans létu sem þeir gerðu ráð fyrir því að óbreytt ástand fengi enn að haldast í Berlín. Þegar Kenne- dy fór þess á leit við Krúsjeff, snerist hann öfugur gegn því og kom með úrslitakosti sína um þýzka friðarsamninga. Trohan segir að lokum, að Evrópumönnum finnist að mistök vesturveldanna, er þeim hefur ekki tekizt að kveða niður ógnunina frá Krúsjeff líkist að- gerðarleysi þeirra gegn hótunum Hitlers á sínum tíma. Hún kom niður í sandöldu, brotnaði í sundur í miðju og köst uðust huutarnir tveir um 300 meira" eftir eyðimerkursendin- um áður en þeir gátu stöðvazt. Föt, skór, farangur og barnaleik föng dreifðust yfir stórt svæði. Maður einn fannst lifandi um 200 metra frá aðalflakinu, við hlið hans lá andvana barn. Gullstengur og úr Flugvélin hafði borið með sér 300 gullstengur. Flestar stengucn ar fann lögreglan. Einnig var með flugvélinni farmur af arm- bandsúrum. Kassar utan um þau — Gullpeningar Framh af bls. 24. sló 10 þús. kr. lán út á gull- peningana, meðan verið væri að kanna til hlýtar verðgildi þeirra. — .Og atvinnudeildin hefur staðfest að peningarnir séu úr 16 karata gulli. Sveinn Sæmundsson sagði að það væri búið að fá staðfestingu á frásögn mannsins af fundi pen ingánna. Eimskipafélagið væri nú að athuga hvort hægt sé með öruggri vissu að finna uppruna- höfn röranna. Að vísu er nærri því öruggt að rörin hafa verið sett um borð í Gullfoss í Leith, en rörin þurfa þó ekki að vera þaðan. Sennilegt er að úti í lönd um hafi einhver ætlað að nota rörið sem felustað fyrir pening- ana, en rörið verið tekið í milli- tíðinni. Það er nærri því óhugs- andi að hér sé um að ræða smygl- tilraun hingað inn í landið, því þá hefði betur verið búið um rörendann. Við vitum að enn vantar nokk- uð af peningum og óskum við eftir því sagði Sveinn að þeir sem hafa þá undir höndum, gefi sig fram. Við munum geyma pen- ingana hér við embættið unz tek izt hefur, ef það þá tekst, að rekja slóð þeirra erlendis og hafa þá samband við lögregluyfirvöld in í viðkomandi landi. Það er viýað að verðgildi þess ara rússnesku gullrúblna, er eink um fólgið í því að myntsafn- arar kaupi þá, og er skráð verð- mæti þeirra 15 bandaríkjadalir stykkið, Og eru þá þessir 134 pen ingar að verðgildi um 96.380 krónur. Víkingur vann t LEIK í 2. deild í gærkvöldi vann Víkingur UMF. Breiða- blik í Kópavogi með 3 gegn 2. Þróttur vunn Keilovík 4:2 LEIKUR í annari deild milli Keflavíkur og Þróttar fór fram á grasvellinum í Njarðvík á sunnu dag Og lauk honum með sigri Þróttar 4:2, staðan í hálfleik var 1:1. - íbróttir Framhald af bls 22. 4 landa keppnin í Ósló 12.—13. júlí verður valið að afloknu 17. júníroótinu. Er því þýðingar- mikið að þeir sem hug hefðu á utanlandsferðum keppi þar — og nái sínum bezta eða góðum ár- angri. Síðar koma svo meistaramót- in hér heirna' fyrir alla árganga og verður vikið að því síðar. En fagna ber þeirri góðu áætlun sem fyrir liggur í frjálsíþróttum. Sagði Jóhannes að mikið væri um góð efni bæði hér í Reykjavík og úti á landi. Minnti hann einnig á íþrótta- vikuna sem nú stendur fyrir al- menning og getið er annars stað- ar á síðunni. — Handritin Framh. af bls. 1 viljið skrifa undir þá sendið strax símskeyti til Poul Möll- er, Þjóðþinginu. Á Á miffvikudag Samkvæmt stjórnarskrá Dan merkur hafa andstæðingar af- hendingarinnar þrjá virka daga frá samþykkt laganna til að safna undirskriftum þriðjungs þingmanna undir áskorun til konungs. Þar sem lögin voru sam þykkt fyrir hádegi á laugardag, rennur frestur þeirra út á mið- vikudag, en ekki er útkljáð um hvort það er á miðvikudagsmorg- un eða kvöld. A bls. 17 er mynd af at- kvæðagreiðslunni í danska þing inu. — Hinar innilegustu þakkir til allra þeirra skyldra og vandalausra, sem glöddu mig á 65 ára fæðingardegi mín- um 6. júní sl. — Sérstaklega vil ég þakka vinnuveitend- um mínum og starfsfólki þeirra fyrir hlýjar kveðjur og góðar gjafir. Megi eining og gifta fylgja ykkur öllum. Margrét Runólfsdóttir, Laugavegi 28 D Innilegar þakkir færi ég öllum nær og f jær, sem heiðr- uðu mig með heimsóknum og gjöfum, ásamt öðrum, sem sendu mér skeyti og ljóð á níræðisafmæli mínu 7. júní sl. — Lifið heil. Pálína Jóhannesdóttir frá Hamarshjáleigu Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför föður og tengdaföður okkar RUNÓLFS RUNÓLFSSONAR frá Vík í Mýrdal. Sérstaklega viljum við þakka vinum hans, sem heim- sóttu hann og sýndu honum hlýjan hug i veikindum hans. Vilborg Sigurbergsdóttir, Guðni Runólfsson. minnast hennar skal bent á Krabbameinsfélagið. Börnin Húsfrú RÓSA JÖNSDÓTTIR andaðist að heimili sínu, Ingólfsstræti 3, Reykjavík 2. júní. Jarðarför fór fram frá Fossvogskirkju 9. júní. — Þökkum auðsýnda samúð. Eiginmaður og sonur Sigurjón Jónsson, Gestur Sigurjónsson Móðir okkar GUNNHILDUR ÁRNADÓTTIR Skólavörðustíg 38 andaðist á sjúkrahúsi Hvítabaridsins sunnudaginn 11. þ.m. Ester Sigurjónsdóttir, Ólafur Jóhanncsson Móðir okkar JÓNA VALDIMARSDÓTTIR andaðist að heimili sínu Gilsbakka Miðdölum 11. júnx. Jarðarförin ákveðin síðar. Björg Sigurðardóttir, Guðmundur Signrðsson Maðurinn minn B. M. SÆBERG bifreiðastöðvareigandi, Kirkjiivegi 20, Hafnarfirði andaðist á Landspítalanum aðfaranótt mánudagsins 12. júní Fyrir mína hðnd og annarra vandamanna. Jóhanna Sæherg Jarðarför GUNNARS ÞÓRÐARSONAR Aðstandcndur Jarðarför fósturmóður minnar SIGRÍÐAR JÖNSDÓTTUR fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 15. júní kl. 3 síðdegis. Fyrri hönd vandamanna.- Ingólfur Ásmundsson Faðir okkar ÁRNI ÁRNASON fyrrum Dómkirkjuvörður andaðist 11. júní. Jarðarförin .ájiveðin síðar. Börn hins látna Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför brðður míns JÓNS ÁRNASONAR prentara Fyrir mína hönd og vandamanna. Sigurður Árnason Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS GUNNARSSONAR skrifstofumanns, Stórholti 22. Sérstaklega viljum við þakka heildverzlun Sig. Skjald- bergs og öllu samstarfsfólki hans. Marta Þorsteinsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd, við andlát og jarðarför ELÍSABETAR ÞORLEIFSDÓTTUR frá Fagranesi Sérstakar þakkir færum við læknum, hjúkrunarkonum og starfsfólki s júkrahúss Héraðshælisins Blönduósi, fyrir góða umönnun, og öllum öðrum er glöddu hana í veikindum hennar. Guð blessi ykkur öll. Börn, tengdabörn og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.