Morgunblaðið - 14.06.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.06.1961, Blaðsíða 1
20 siður ^0»ito!^ 48. árgangnr 130. tbl. — Miðvikudagur 14. júní 1961 Frentsmiðja Morgnnblaðsins Poul Möller segir v/ð fréttaritara Mbl. 5 nðfn komin - 5 orðnir tæpir Urslitastundin á miðnætti I»AÐ ætlar að muna mjóu í handritamálinu, segir Páll Jónsson í skeyti frá Kaup- mannahófn í gærkvöldi. Menn bíða nú í ofvæni eft- Ir því, hvort andstæðingum handritaafhendingar tekst að safna undirskriftum 60 þing; Hillary — ekki yfir 5 þúsund metra i KATMANDU í Nepal, 13. júní. (Reuter). — Læknar hafa ráð' lagt Sir Edniund Hillary, hinl um fræga f jallagarpi sem fyrstur sigraði Mount Everest, að kliíra héðan í frá aldrei hærra í f.jrill en 16 þúsund fet eða rúma 5 þúsund metra hæð. Læknisráð þetta er gefið eftir að Hillary fékk hjarta- áfall í misheppnaði tilraun til að komast upp á 6 þúsund metra tind, Mjakalu í Nepal. Eftir þetta læknisráð er tal- ið sennilegt að Hillary snúi sér meir en áður að pólferð- um, aðallega á Suðurpólsland inu, en þar hefur þessi Nýsjá- lenzki f jallagarpur einnig stað ið sig vel. manna undir áskorun um frestun handritamálsins. £f þeir leggja slíkt skjal með 60 undirskriftum fram fyrir miðnætti á miðviku- dagskvöldið, þá getur Frið- rik konungur ekki staðfest handritalögin. Páll Jónsson segir: — í morgun (þriðjudag) átti ég tal við íhaldsþingmanninn Poul Möller, sem mest beitir sér fyrir undirskriftasöfnun- inni. — Þá sagðist hann hafa fengið 53 undirskriftir og reiknaði þá með að fá undir- skriftir þriggja til fjögurra þingmanna til viðbótar úr Vinstri flokknum. Virtust andstæðingar afhendingar þá vera svartsýnir um afhend- ingu. En seint í kvöld átti ég aítur samtal við Poul Möll- er og var hann þá orðinn borubrattari. Sagðist hann þá hafa fengið 55 undirskriftir og fimm til viðbótar væru orðnir tæpir. Frh. á bls. 19 Lent í Prestwick á þrem hreyflum — eftir baráttu upp á líf og dauða MYNDIN sýnir hollenzka DC-7 farþegaflugvél er hún var að lenda á Prestwick flug- vellinum í Skotlandi á sunnu- daginn. f flugvélinni eru 73 farþegar og átta manna áhöfn. Eins og myndin sýnir vant- ar einn hreyfilinn á vélina, þar sem ririri bendir á. Það eru hin ytri merki þeirrar baráttu upp á líí og dauða sem áhöfn flugvélarinnar háði í nærfellt stundarfjórðung. Meðan á henni stóð var vistin í farþega klefanum mjög óþægileg fyrir farþegana, flugvélin kastaðist til og frá, bögglar og töskur úr farangursgrind hentust um og allt lék á reiðiskjálfi. Far- þegarnir vissu um lífshætt- una sem þcir voru í. En þeir voru allir rólegir og biðu þess sem koma skyldi. Mest hugar- hægð var þeún í framkomu og hughreystingarorðum flug- freyjunnar Maria Corbie, sem gekk róleg'fram og aftur um klefann, hjálpaði farþegunum með stillingu og bað þá aldrei æðrast. • DC-7 flugvél þessi er eign KLM- flugfélagsins hollenzka. Hún var í leiguflugi fyrir bandarískan siglingaklúbb var að flytja bandaríska skemmtiferðamenn til Evrópn og átti að lenda í Amsterdam. En þegar hún var stödd norð- ur af írlandi kom upp eldur í öðrum vinstra hreyflinum. Flugmaðurinn gat ekkert ráð- ^MI^MWWVIMtWWII SfS getur ekki staðið undir kauphækkuninni — IMettóhagnaður fyrirtækislns aðeins V-jP?n af veltu EINS og öllum landslýð er nú ljóst orðið, hefur Samband íslenzkra sam- vinnufélaga tekið saman höndum við kommúnista til að reyna að koma af stað hinni válegustu verð- bólguskriðu. Hef«r SÍS samið við verkalýðsfélög- in um 18% kauphækkanir, sem miða að því að setja allt efnahagslíf landsins úr skorðum. Kemur eng- um til hugar, að atvinnu- vegirnir hafi nokkra mögu leika til þess að standa undir slíkum kauphækk- unum sjálfir. Þjóðviljinn segir að vísu sl. sunnudag, að „SÍS hafi lýst því yfir, að afkoma fyr irtækja samvinnumanna sé svo góð, að þau geti borið ákvæðd hinna nýju samninga algerlega af eig- in rammleik". Ekkert bend ir þó til, að hér fari Þjóð- viljinn rétt með, og svo mikið er víst, að þess sjást ekki nein merki á skrifum Tímans, að svo muni vera. Reyndin er líka allt önnur, og það kemur fram í ársskýrslu SÍS, sem lögð var fram á aðalfundi þess í gær, að SÍS getur ekki frekar en önnur fyrirtæki landsins borið þessar byrð ar af eigin rammleik. — Enda mun aldrei hafa ver ið til þess ætlazt af SÍS- herrunum, heldur tilgang- urinn með kauphækkun- um sá að koma af stað nýrri verðbólgu, er auð- veldaði SÍS að bera hin- ar gífurlegu skuldir sínar og að færa efnahagskerfið úr skorðum. Kemur í ljós í skýrsl- unni, að tekjuafgangur SÍS 1960 varð nær því hinn sami og árið áður, eða að- eins rúml. 700 þús. hærri. Árið 1959 varð hann kr. 5.225.000, en 1960 5.958.000. Velta Sambandsins er hins vegar yfir 1.000 millj. kr., svo að tekjuafgangur nem Framh. á bls. 19 ið við eldinn, slökkvitæld verk uðu ekki og skrúfan hélt áf ram að snúast, þar sem hann gat ekki stillt hana vegna bil- unar. Eldurinn magnaðist skjótt og var nú ekki um annað að ræða en að reyna að steypa flugvélinni til að freista þess að slökkva eldinn með snöggum loftstraumi. Flugvélin hafði verið í um 5000 metra hæð. Farþegunum var gert aðvart um, hvað til stæði og þeir bundu sig við sætin. Síðan steypti Wilhcl.ni Bellink f lugstjóri vélinni þver- hnýpt niður í 400 metra hæð. Steypan gekk vel, að öðru leyti en því að ekki tókst að slökkva eldinn. Nú voru 200 mílur til næsta flugvallar, Frestwick í Skotlandi og héldu menn varla nokkra von að flugvélin gæti komizt alla leið þangað. En björgunarflug bátur frá Prestwick var kom- inn á móti flugvélinni og vorn farþegar undir það búnir að þurfa að satjast á sjónum. um. • En þá gerðist það að stór eldhnöttur losnaði frá flug- vélinni og féll kraumandi í sjó inn fyrir neðan. Hreyfillinn hafði dottið af, — hann hcnt- Framh. á bls. 19. '**l»*«**i^fi|i—m»<^»»^»%^^M^%^M>»w^%^<M»MMW%«*W^%^^*w*W^<M»w<«»W^* Kennedy af- lýsír blaða- mannafundi j WASHINGTON, 13. júní (NTB). — Kennedy forseti hefur aflýst hinum vikulega blaðamannafundi sínum á ' morgun. Hann hefur einnig boðað forföll á hinum árlega fundi bandarískra borgar- stjrira sem halda átti nú í vik- unni. Engar ástæður eru gefn- ar fyrir þessu, en enginn vafi talinn leika á því að bak- meiðsli Kennedys valda þessu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.