Morgunblaðið - 14.06.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.06.1961, Blaðsíða 6
6 MORGUIVBLAÐIÐ Miðvikudagur 14. júní 1961 Vetrarmávar Jón úr Vör: Vetrarmávar. Ljóð. 60 bls. Bókaskemm- an, Reykjavík 1960. JÓNI ÚR VÖR er rík í huga gengisfelling orðanna og hugsjón- anna, og er sem hann yrki 1 samræmi við það. Ljóð hans eru létt í sér, næstum fislétt, svo maður hefur á tilfinningunni að minnsti andvari mundi blása þeim út í buskann. Skáldið stígur sjaldan fast til jarðar, heldur læðist á tánum með sinn fis- létta varning, sem lætur svo lít- ið yfir sér við fyrsta tillit, en á samt þær eigindir dúnsins að ylja manni þegar frá líður. Ég kann ekki aðra betri líkingu um ljóð Jóns úr Vör, nema það væri þá samlíkingin við smámyntina sem hann notar um hugsjónir samtímans.. Ljóðin láta jafnlítið yfir sér og fimmeyringarnir á biðstöðvum strætisvagnanna, en tíni maður þau upp í skjóðu sína eins og bóndinn úr Flateyjardal fimmeyringana í „Auðhumlu", þá er ekki að vita nema maður standi uppi efnaðri eftir en áð- ur. Að minnsta kosti eru nokk- ur Ijóð í „Vetrarmávúm“ ósvik in mynt sem halda mun gengi sínu óskertu. Bókinni er skipt í þrjá megin- kafla, og er hinn fyrsti, „Rót- gróið sem þöllin", að nokkru leyti bergmál frá „Þorpinu", ef mér misheyrist ekki. Fyrstu tvö Ijóðin í kaflanum bera af, þau búa yfir þessum tæra táknræna ein- faldleik sem Jóni tekst á stund- um að gæða Ijóð sín. Þriðja Ijóðið, „Gömul ferðasaga", er klénn skáldskapur þó orðaleik- urinn með Lúðvík og Maríu eigi að gefa því nýja vídd. „Ham- ingja jarðar“ er dæmigert „þorps ljóð“ og líkingin í endann mjög í anda ,,Þorpsins“: Berfætt í grasinu standa börnin, stráin vaxa milli moldugra tánna, krossfest hamingja jarðar með grænum nöglum. „Gamlir sjómenn" og „Vetrar- kvöld“ eru í sama dúr, það síð- arnefnda mjög hjartnæmt: Titrandi höndum heldur örþreytt móðir áfram að sauma fegurstu draumum ný líkklæði. Annað í fyrsta kafla bókar- innar er léttvægt og mundi sennilega talið til einseyringa samkvæmt ströngustu gengis- skráningu. Næsti kafli, ,,Þeli í jörð“, kem ur inn á vettvang dagsins. Þar eru mælskar og stundum hvass- ar ádrepur á hið margrædda „'hernám", hrollvekjur um hern- aðaranda og kjarnageislun („Draumurinn", „Á föstudaginn langa 1954“), þrumandi „Páska- ræða“ gegn hræsni og spillingu, og óður til einfeldninnar og auð- mýktarinnar (,Kom þú“, „Auð- mjúkur skaltu ganga“). Loks er í þessum kafla hið fræga og mmm Jón úr Vör forðum umdeilda ljóð ,Lítil frétt í blaðinu", sem er méð því bezta í kaflanum, ekki vegna efnisins fyrst og fremst ,heldur vegna hins hógláta og íróníska tóns og umfram allt vegna hinna snjöllu mynda: Vinur okkar hefur talið daga sína í fangelsi vegna sannleika og kastað orðum sínum gegnum járngrindur yfir fangamúrinn eins og eld- fuglum.... eða á þá ekki lengur orð að mæta orði og tveir sannleikar að heilsast eins og ókunnir menn á götunni fyrir utan fangamúrana til þess að ræðast við? eða og forsíðan heyrði ekki hjartslátt í jarðneskum fanga- klefa. Tónninn í „hernámsljóðun- um“ er hins vegar beiskari og stólræðulegri, og líkingarnar margar flatar og útjaskaðar: En framhjá gleði yðar, með harm í augum, gengur Fjallkonan með betlistaf. „Á föstudaginn langa 1954“ er annað bezta ljóð kaflans. Þar er þetta erindi: Gegnum píslarhjarta frelsara vors, sem dó á kiossi, svo við mættum lifa, synda inn í ljóð mitt geislavirkir fiskar hina löngu leið frá ströndum Japans, og breyta andakt minni í ótta. Þriðji kafli, „Meðan við lif- um“, er eins konar ruslakista þar sem nobkur djásn hafa lent eins og af tilviljun: „Fangelsi", ,Svar“ „Hár þitt“, „Hvíl þú væng þinn“ og „Meðan við lif- um“. „Hár þitt“ er svona: Einu sinni var hár þitt net til að veiða í augu mín. Og ennþá geymir það blóðbergsilminn frá liðnum dögum. Nú eru hendur þínar hreiður fyrir tvö dröfnótt egg, hjörtu okkar brothaett að vaka yfir til langrar elli. Orðfæri Jóns úr Vör er ein- falt og hispurslaust, en of mörg ljóð hans bera sterkan svip a£ prósa — eins og hann geti ekki lyft þeim frá jörðinni. Það er engan veginn spurning um há- stemmdara orðalag, heldur um hrynjandi, byggingu, myndvísi. Eins og kunnugt mun vera, er' smámynt ómissandi í viðskipta- lífinu, og „smámynt" Jóns í ljóð listinni er ekki síður þörf, þvi það er svo margt í lífinu og list- inni sem ekki verður keypt við stórum seðlum. Þröstur Pétursson hefur gert mjög smekklega kápu á „Vetr- armáva". Sigurður V. Magnússon. Fermingabarnamót VÍÐA UM land verða ferminga barnamót haldin aðra helgi í júní. Koma þá prestar saman með fermingarbörn sín frá vorinu og margt er gert til uppbyggingar og skemmtunar. Ákveðið umræðu efni er á þessum mótum og nú verður talað um kirkjuna, hlut- deild æskufólksins í henni, þátt töku þess í starfi hennar og þjón ustu. Á laugardagskvöldið verður kvöldvaka, en messað á sunnu- dagsmorgni. Vinnubúðir. 16. júní hefjast vinnubúðir að Görðum á Álftanesi. Mun þá hópur innlendra og erlendra æskumanna og kvenna hefjast handa við að endurreisa Garða- kirkju. Þann 7. júlí kemur svo 20 manna hópur, skozkra stúlkna Og pilta og heldur að Núpi í Dýra firði, þar sem málningarpenslar og trjáplöntur bíða þeirra. Munu hvorar vinnubúðir standa í þrjár vikur og eru allar nánari upplýs- ingar gefnar af séra Braga Frið- rikssyni, framkv.stj. Æskulýðs- ráðs Reykjavíkur og séra Ólafi Skúlasyni, æskulýðsfulltrúa þjóð kirkjunnar, Biskupsskrifstofu. Ættu þau ungmenni, sem áhuga hafa á þátttöku í vinnubúðunum að hafa samband við þá sem allra fyrst. Framh. á bls. 15. • Sígaunabaróninn og hljómsveitin Einar Magnússon, mennta- skólakennari, sendi Velvak- anda eftirfarandi bréf á fimmtudag í sl. viku: Það á sjálfsagt ekki við að ólærðir menn séu að skrifa um leiklist eða hljómlist nema þeir séu þá til þess skikkaðir af dagblöðunum. En það erum þó við, sem verðum að borga fyrir aðgöngumiðana okkar, sem berum kostnaðinn af þess ari menningarstarfsemi og því mættum við kannski einstöku sinnum láta vita um okkar áiit. Ég fór í gærkvöldi að hlusta á Sígaunabaróninn, Og ég skemmti mér ágætlega — svona yfirleitt. Kórsöngurinn er alveg ágætur og einsöngv- ararnir gætu verið góðir, ef þeir fengju að njóta sín fyrir hljómsveitinni. En svó til í öllum söngleikjum, sem sýnd ir hafa verið í Þjóðleikhúsinu, hefur hljómsveitin yfirgnæft söngvarana, Og svo var það í gærkvöldi, Og sýndist mér hljómsveitin þó ekki ýkja fjöl menn í það skiptið. Jafnvel þrumurödd Guðmundar Jóns- sonar varð að láta í minni pok ann fyrir hávaðanum í henni. Þó ber þess að geta, að þegar hin austurríska söngkona Christine von Widmann, sem hefur yndislega framkomu — en ekki ýkja mikla en mjög viðfeldna rödd, söng einsörig, virtist mér draga mjög úr hávaðanum í hljóðfærunum, svo að söngur hennar naut sín oft mjög vel. Það var engu líkara en hljómsveitin gerði sér ljóst að okkur, sem höfum borgað fyrir aðgöngumiða langaði til að heyra svolítið í henni og leyfði Okkur af greið vikni að gera það í þetta skipti. En hún var líka sú eina, sem nokkuð verulega heyrðist í, því að jafnskjótt og hún hætti, byrjaði hávað- inn að nýju. Nú hef ég auðvitað ekkert vit á músik, en þyki bara gam an upp á alþýðumanna vísu að heyra fagran söng, og svo hygg ég að sé með flesta þá, sem borga fyrir aðgöngumiða sína. • Hljómsveitin spili undir Músikfróður maður sagði mér einhvern 'tíma, að spil- verkið í hljómsveitinni væri höfuðatriðið í óperum. En við hinir ólærðu erum á öðru máli. Fyrir okkur er söngur- inn í söngleik aðalatriðið. Hljómsveitin á bara að vera til uppfyllingar. Við lítum svo á að hljómsveitin eigi að spila undir, en ekki yfir sönginn. Ef söngvararnir hafa veika rödd, finnst okkur þessvegna að hljómsveitin eigi að taka tillit til þess og spila veikara, eins og hún líka gerði í gær- kvöldi, þegar sú austurríska söng ein. En hljómsveitin í Þjóðleikhúsinu virðist yfir- leitt vera á öðru máli, eða þá ekki gera sér grein fyrir, hvað hún er hávaðasöm. Ég hef alloft heyrt óperur og óperettur í nokkrum höf- uðborgum Evrópu, en minnist ekki annars en að ég hafi alltaf heyrt sæmilega í söngv- urunum. í hittifyrra heyrði ég „Don Giovanni" í ríkis- óperunni í Vínarborg. Söngv- ararnir sungu flestir fallega, w FERDIIM AIMR ■1 A IJ I ■% l.íllíw.ll * \ VoSTo4 mm ■ i > i V ■•■'i Bfp V'í' 1 rfiT'|Lr'Ti*'Í-i fannst mér, og þó að þeir beittu engri þrumurödd, mátti greina hvert orð, sem þeir sungu, að svo miklu leyti sem ég skildi útlenzkuna (Hér er það viðburður, ef nokkurt orð skilst) Og hljómsveitin, sem líklega hefur verið þrisvar sinnum fjölmennari en Þjóð- leikhúshljómsveitin, hafði eitt hvert lag á að yfirgnæfa þá ekki. • Hljómsveitin illa staðsett? Einhvern tíma heyrði ég því fleygt að hljómsveitin í Þjóð- leikhúsinu væri svo illa stað- sett þarna niðri í gryfjunni, að söngvararnir á sviðinu heyrðu ekki almennilega i henni, ef veikt væri spilað, og því yrði að spila Svona hátt til þess að þeir færu ekki út af laginu. Nú, en einhvern veginn tókst þeirri austur- rísku að halda laginu í ein- söngslögunum sínum í gær- kvöldi, þó að hljómsveitin spilaði veikt. Kannski mætti treysta því, að hinir íslenzku söngvarar geti líka lært lög- in sín svona vel. — Og ef gryfj an er of djúp eða eitthvað vit- laust við hana, er þá ekki hægt að laga það einhvern veginn? En hvað sem að er, finnst mér rétt, að þess sé getið, að flestir þeir sem ég hef heyrt minnast á þetta, eru „irriter- aðir“ yfir hávaðanum í hljóm sveitinni og hvernig hún í flestum tilfellum yfirgnæfir söngvarana uppi á sviðinu. Ef þessi óánægja okkar hinna ólærðu skyldi bara stafa af fáfræði okkar og skorti á músikþekkingu þætti okkur vænt um að fá fræðslu um þetta hjá þeim lærðu. Og ef svo skyldi vera. að hávaðinn í hljómsveitinni eigi að’ vera höfuðatriði í söng leik en söngvararnir auka- atriði upp á punt, væri fróð- legt að vita af hverju verið er að þýða textann á íslenzku, þegar svo til ekki heyrist eða skilst nokkurt orð, sem söngv- ararnir eru að reyna að syngja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.