Morgunblaðið - 14.06.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.06.1961, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Miðvik'udagur 14. Júní 1961 JMtfvgpmtirífofrife Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Franikvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalotræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjuld kr. 45.00 á mánuði innanland' 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. STJORNARANDSTAÐAN VILL STOFNA TIL 540 MILLJ. KR. ÚTGJALDAAUKNINGAR ■'ramsóknarmenn og komm-^ * únistar halda því nú fram dag hvern, að ekki þurfi annars en lækka útlánsvexti viðskiptabankanna lítillega til þess að atvinnuvegirnir séu einfærir um að taka á sig þau auknu útgjöld, sem þessir flokkar vilja nú leggja á þá. Reyna þeir þá í lengstu lög að dylja menn þess, hve gífurleg hækkun- aráhrif kaupkröfur þeirra hafa á útgjöld atvinnuveg- anna, og samtímis reyna þeir að mikla vaxtagjöld þeirra sem mest. Samanburður á þessu tvennu gefur góða mynd af því, hversu fjarstæður mál- flutningur þeirra er. Aðeins 1% almenn launa- hækkun er talin jafngilda 30 millj. kr. auknum útgjöld- um hjá atvinnuvegunum, en samningur SÍS og Dagsbrún- ar gerir raunar ráð fyrir 18- faldri þeirri prósentutölu. Er þar um að ræða 14% beina kauphækkun, breytingu á eftirvinnukaupi, sem nemur u. þ. b. 2% hækkun, hækk- un orlofsfjár 1% og 1% af kaupi á SÍS að greiða í málflutning sem þennan. — „styrktarsjóð“ félagsins. Að vísu má segja, að síðast- ma nefnda upphæðin renni ekki beint til verkamanna sem hækkuð laun og reyndar má fullvíst telja,'að komm- únistar hyggist nota það fé, er þannig næst, til áróðurs- starfsemi sinnar. En hvert sem það rennur og hvernig sem það á endanum verður notað, yrðu það auðvitað ný útgjöld atvinnuveganna. — Yrði nú almennt samið á þessum grundvelli, eins og framsóknarmenn og komm- únistar stefna að, mundi út- gjaldaaukning atvinnuveg- anna vegna kjarasamning- anna nema sem svarar 18% launahækkun, eða 540 millj. kr. — Heildarupphæð árlegra út- lána viðskiptabankanna nem ur nú 3.500 millj. kr. Vaxta- tekjur þeirra af þessum út- lánum eru u. þ. b. 300 millj. kr. Þó að atvinnuvegirnir fengju þannig öll rekstrar- lán sín í viðskiptabönkunum vaxtalaust, mundi sú upp- hæð ekki gera betur en rétt hrökkva fyrir helmingi út- gjaldaaukningarinnar! Auð- vitað dettur engum í hug, að þeir fái lán sín vaxta- laust, og því skal ekki hald- ið fram, að framsóknarmenn og kommúnistar hafi nokk- urntíma krafizt þess. — Af málflutningi þeirra verður ekki annað skilið en að þeir telji ca. 2% vaxtalækkun mundu nægja til þess að vega á móti útgjaldaaukn- ingu atvinnuveganna vegna kauphækkananna. — Væri vaxtafóturinn þá kominn niður í það, sem hann var fyrir viðreisnarráðstafanir ríkisstjórnarinnar á sl. ári. Mundi það jafngilda 70 millj. kr. útgjaldalækkun, eða aðeins tæpum 13% af útgjaldahækkuninni. — Og þetta er sú upphæð, sem framsóknarmenn og komm- únistar ætla til þess að jafna kauphækkanirnar. Mismun- urinn, 470' miHj. kr., er ekki til í þeirra augum! Það er auðvitað þarflaust að fara mörgum orðum um Staðreyndirnar tala sínu máli og kveða upp réttlát- asta dóminn yfir honum. En almenningur, sem skemmdar starfsemi framsóknarmanna og kommúnista kemur harð- ast niður á að lokum, dæmir hann einnig, og sá dómur verður ekki vægari. MÁLAKENNSLA CJkýrt hefur verið frá því, ^ að menntamálaráðuneytið danska hafi ákveðið að leggja fram 50 þús. danskar krónur til kaupa á bókum og öðrum kennslugögnum til notkunar í íslenzkum skól- um. — Þetta er höfðingleg gjöf, sem ber mjög að þakka. En sérstaklega mun hún reyn- ast okkur mikilvæg, ef hún verður til þess, að upp verði tekinn árangursríkari mála- kennsla en verið hefur í skólunum. Mjög mikill tími fer í málakennslu hér á landi. — Óárennilegir andsfæðingar þurfa að takast á við slíka bardagamenn heldur en vel vopnum búna hermenn — því að þeim hefir varla þótt for- svaranlegt að beita skotvopn-l um sínum gegn þeim, þótt hin| ir innfæddu geystust hins vegar fram í mikilli bardaga- fýsn, með hakana reidda til höggs og æpandi heróp sín. EFTIR fregnum að dæma að undanförnu, er nú tiltölulega rólegt og kyrrt í því rótlausa og sundraða ríki, Kongó. — í>egar ástandið var verst, lentu hermenn Sameinuðu þjóðanna oft í átökum við ýmsa flokka innfæddra, semj voru meira og minna stjórn-J lausir — og búnir hinum frum stæðustu vopnum, ef vopn skyldi kalla. — Hér sést einn slíkur hópur orrustufúsra Katangamanna í Elisabeth- ville. Þeir eru vopnaðir hök- .* M ' ^ ■ um, kyifum, sveðjum, hnifum — einkuiii i vanprouðum Sosid “ og öðru „dóti“, sem þeim hef- •■•^ -m • • um, er mikio aliyggjuemi r ■■ Or fólksf jölgun ir tekizt að grafa einhvers stað ar upp. Hermönnum Sameinuðu þjóðanna hefir þótt verra að ÖR FÓLKSFJÖLGUN í heim- inum, einkum í þeim löndum, Fyrst er það okkar eigið mál, sem erfitt er að læra til hlítar. Enda er námið gert óþarflega erfitt með smásmugulegum eltingarleik við ýmis minni háttar af- brigði varðandi byggingu málsins. Á hinn bóginn geta menn verið við nám í tvo áratugi í íslenzkum skólum án þess að nokkur alvarleg tilraun sé gerð til að kenna þeim að leita gagna og skrifa læsilegar ritgerðir. — Hvað þá að kennt sé að halda stuttar ræður. Það er mikill misskilning- ur, að það séu aðeins stjórn- málamenn og trúarleiðtogar, sem þurfa að vera færir um að koma fyrir sig orði. Fjöl- mörg störf krefjast nokkurr- ar æfingar á þessu sviði, jafnframt því sem sjálfs- traust manna eykst við það, að geta látið skoðun sína í ljós. Á kennslu erlendra tungu- mála þarf einnig að verða breyting. Námið kemur ekki að hálfu gagni, ef nemend- urnir geta ekki stunið upp nokkru orði að því loknu. Dönskuna verðum við að læra vegna þeirra tengsla, sem við viljum halda við hin Norðurlöndin, og sér- staka áherzlu ber að leggja á enskuna vegna hins mikla hagnýta gildis hennar. Þessi tungumál verða að nægja þeim sem ekki hyggja á langskólanám, en hinir ættu að bæta við einu erlendu tungumáli, og fá þá að velja um nokkur mál. Að læra fleiri en þrjú erlend tungumál, svo að nokkru gagni sé, er öllum þorra fólks algerlega ofvax- ið. Aðeins sérstöku hæfi- leika fólki til tungumála- náms ætti að vera leyft að reyna sig við fleiri mál meðan það stundar almennt skólanám. Það er svo margt sem þarf að læra, á þessari öld, sem við lifum, að okkur verður að skiljast, að út úr skólakerfinu verður að taka námsgreinar, sem segja má að engum komi að neinu gagni. Annars munu fram- farimar vissulega láta á sér standa. þar sem lífskjörin eru hvað bágbornust, er sífellt áhyggju efni þeirra, sem bezt fylgjast meff þróuninni. — Eugene Black, forstjóri Alþjóðabank- ans, drap nokkuð á þessi mál í hinni árlegu skýrslu sinni til Efnahags- og félagsmálaráðs « Sameinuðu þjóðanna, sem i hann lagði fram nýlega — og | var hann mjög áhyggjufullur vegna þeirrar offjölgunar fólks, sem hann telur eiga sér stað í hinum fátækari löndum lieims. * * * — Hin gífurlega fólksfjölg- un getur hæglega gert að engu allar tilraunir okkar til þess að bæta lífskjörin í vanþró- uðu löndunum, sagði Eugene Black í ræðu er hann lagði fram skýrslu sína. — Þetta er svo alvarlegt mál, að ef við getum ekki takmarkað fólks- fjölgunina með einhverjum ráðum er ekki annað sýnt en við neyðumst til að gefa upp alla von um að geta bætt lífs- kjör þeirrar kynslóðar, sem nú lifir, í hinum þéttbýlu lönd- um Asíu t. d. * * * Black sagði í skýrslu sinni, að vissulega bæri að fagna þeim árangri, sem náðst hefir í baráttunni við ýmsa skæða sjúkdóma, og að það skuli jafnvel hafa tekizt að ráða niðurlögum sumra. — En um leið skapast ný vandamál, sem krefjast úrlausnar, sagði hann. Um leið og mönnum tekst að lækka dánartöluna af völdum sjúkdóma verulega í hinum þéttbýlu löndum, verður hin Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.