Morgunblaðið - 14.06.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.06.1961, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐ1Ð Miðvikudagur 14. júní 1961 Byggöatrygging í Austur-Kúnavatnssýslu NÝLEGA tók til starfa nýtt tryggingarfélag í Húnavatns- sýslu, sem nefnist Byggðatrygg- irig h.f. Hefur það opnað aðal- skrifstofu á Blönduósi. Stofnendur þessa nýja trygg- ingarfélags eru 60 víðs vegar úr Húnaþingi. Það nýmaeli er tekið upp í sambandi við stofnun Byggða- trygginga h.f. að þeim, sem tryggja hjá félaginu er gefinn kostur á að kaupa hlutabréf í fé- laginu 500 kr. bréf fyrir hverja 50 þús. kr. tryggingu og 1000 kr. bréf fyrir 100 þús. kr. tryggingu o.s.frv. Kallast þessi híutabréf hlutdeildarhlutabréf. Jafnframt eru gefin út stofnhlutabréf. Má enginn eiga meira í stofnhluta- bréfum en 5000 kr. Atkvæðisrétt ur fylgir báðum tegundum bréf- anna eitt atkvæði hverjum 500 kr. hlut. Félag þetta er því eins konar almenningshlutafélag. Það meginsjónarmið réði við stofnun Byggðatrygginga að halda sem mestu af því fjár- magni, sem héraðsbúar þurfa ó- hjákvæmilega að greiða fyrir alls konar lögboðnar tryggingar eftir í héraðinu. í stað þess að allur á- góði af þeim rennur nú burt úr ihéraðinu. Byggðatrygging h.f. leggur á- herzlu á að veita tryggjendum sem hagstæðust kjör og getur nú þegar í byrjun boðið jafn hag- stæð kjör og önnur trygginga- félög. Telur félagið að það hafi mikla möguleika á er fram líða stundir, að veita greiðari og betri þjónustu miðað við aðstæður úti á landi en félög með aðalskrif- stofu í Reykjavík. Byggðatrygging h.f. leitaði eft ir samningum við tryggingafé- lögin í Reykjavík um endur- tryggingar og tókust samningar við Tryggingarmiðstöðina h.f. um endurtryggingu á öllum tryggingum, sem félagið tekur upp nema bifreiða- og dráttar- vélatryggingum. Um endurtrygg ingu á þeim var samið við Vá- tryggingarfélagið h.f. Aðstoð við endurtryggingarsamninga veitti Guðjón Hansen tryggingarfræð- ingur. Hefur Tryggingarmiðstöð in h.f. veitt Byggðatryggingu margháttaða og góða aðstoð m.a. sent fulltrúa sinn til Blönduóss, til að skýra helztu atriði trygg- ingastarfseminnar fyrir starfs- mönnum Byggðatrygginga h.f. og veita þeim aðstoð þegar starfsem in hófst. Byggðatrygging mun nú þeg- ar í upphafi taká að sér eftirtald ar tryggingar. Brunatryggingar á lausafé og innanstokksmunum, heimilistryggingar, ábyrgðatrygg ingar, slysatryggingar. ferða- tryggingar einstaklinga og hópa, Starfsstúlka óskast sem fyrst til afleysingar í sumarleyfum Vífilsstaðahæli íbúð óskasf Tveir ungir og reglusamir menn óska eftir að leigja tvö herbergi, bað og eldhús sem fyrst. Helzt ekki mjög langt frá Miðbænum. Upplýsingar í síma 19620. -............... ~ : : Wmmmm 0TKER r Þér getið framleitt ís þegar yður þóknast á, einfaldan hátt í yðar eigin kæliskáp, með þessu tilbúna ötker- ísdufti með Vanillu eða Mokka-bragði. sjó- og flutningstryggingar á vör um, sem fluttar eru með bifreið- um, flugvélum og skipum. Á- byrgðartryggingar bifreiða og dráttarvéla ásamt kaskótrygging um. Aðalskrifstofu félagsins veit ir Sigurður Kr. Jónsson forstöðu. Umboðsmaður félagsins á Skagaströnd er Björgvin Brynj- ólsson sparisjóðsstjóri og á Hvammstanga Ingólfur Guðna- son hreppstjóri. Formaður Byggðatrygginga er Stefán Á. Jónsson Kagðarhóli, en aðrir í stjórn eru Bergur Lárus- son Skagaströnd, Jóhannes Björnsson Laugabakka, Jón Karls son Blönduósi og Sigurður Tryggvason Hvammstanga. Almennur áhugi virðist meðal Húnvetninga fyrir að sameinast um þetta tryggingarfélag sitt. sem mun vera einstakt í sinni röð. í fyrsta lagi vegna þess að það er eina tryggingarfélagið úti á landi og það er í öðru lagi eina tryggingarfélag hérlendis, sem veitir tryggjendum rétt til þess að kairpa hlutabréf í því að sækja aðalfund þess, sem ræðir árlega og ákveður starfsemi félagsins. Það er því nokkur trygging fyrir að hagsmunir tryggjenda sitja jafnan í fyrirrúmi. Má því með sanni segja að þetta sé félag trygjendanna sjálfra. Menn skilja nú orðið nauðsyn þess að stöðva fólks- og fjár- flótta byggðanna til þéttbýlisins og byggja upp heilbrigða starf- semi og atvinnurekstur og veita aðra þjónustu úti um byggðir landsins. Það er bæði dreifbýli og þéttbýli til varanlegra hags- bóta. Þetta er mynd af stóni rækj unni, sem nú veiðist á nýjum miðum undan Ingólfsfirði á Ströndum. Á rækjumiðunum í Djúpinu, þar sem rækjan hef ur undanfarið verið veidd, er hún miklu minni og hefur far ið smækkandi með síauknum veiðiskap. Fréttaritari blaðsins á ísafirði segir að þetta muni vera sama rækjan og sú stóra, en hún virðist ekki þola veíð ina vel, engu sé líkara en hún nái ekki fullum þrozka. Ljósm.: Árni Mattliíasson. Guðiiý Kristjáns- dóttir frá Skammbeinsstöðum d. 7/5 1961 — 85 ára. Lífið boðar lán um síð lík á beð við stólinn. Mitt í vetrarmyrkri og hríð mætir fögúr sólin. Feigðarboð nú finnst á leið fljóð og halur líða, er falla lauf af minni meið, mér það vekur kvíða. Sorgin einatt svífur um hána sameinaðir stöndum vér Enn má líta líknarfána lagðan mitt á tré. Þórarinn Kristjánsson (bróðir hinnar látnu). Minkur unninn BJJÐARDAL, 15. maí. — Margt virðist benda til þess að minkur sé meiri nú en undanfarin ár hér í Laxárdal. Að beiðni Benedikts Jóhannessonar, oddvita, Saurum, fóru bræður tveir, þeir Skúli og Ingi Jónssynir frá Gillastöðum í minkaleit föstudaginn 12. maí s.l. Gengu þeir með sjó, frá Lax- árósi að mynni Haukadalsár, síð- an upp með ánni, þar til merki skilja Haukadals og Laxárdals- hrepp, á þeim stað er Gálghamar heitir. Á leið þessari, sem er um 8—10 km. löng, veiddu bræðurn- ir 10 minka, þar af eina læðu, sem var rétt ógotin sex hvolpum. Sér til aðstoðar höfðu þeir tvo fjárhunda, er þeir hafa kennt að finna minka og tófugren. Eru þetta góðir og tryggir heimilis- vinir, enda ómissandi Jóni bónda, sem mun vera með fjár- flestu bændum í Dalasýslu. Þess má og geta, að hundar þessir hafa lagt tvær tófur að velli án nokkurrar hjálpar. 5 herb. hœð Til sölu er 130 ferm. hæð við Miðbraut á Seltjarn- arnesi tilbúin undir tréverk. Bílskúrsréttur. — Sér þvottahús á hæðinni. Hagstætt verð og skilmálar. ÁBNI STEFÁNSSON, hrl., MáJflutningur — Fasteignasala Suðurgötu 4 — Sími: 14314. 6 herb, íbúð í Norðurmýri Höfum til sölu 6. herb. íbúð í Norðurmýri. íbúðin er á 2 hæðum. Allt sér. MÁLFLUTNINGS- OG FASTEIGNASTOFA Sigurður Beynir Pétursson, hrl. Agnar Gústafsson, hdl. Björn Pétursson, fasteignaviðskipti. Austurstræti 14 — Sími 22870. Þórarinn Guð- mundsson frá Ólafsvík - miiming HINN 19. marz s.l. lézt í Lands« spítalanum í Ólafsvík Þórarinri Guðmundsson verkamaður I Ólafsvík eftir langvarandi van- heilsu. Hann var fæddur í Ólafsvik 6. marz 1897 sonur Ólínu Ólafs« dóttur og Guðmundar Illugason. ar en þau hjón voru ættuð úr Fróðárhreppnum. Alla ævi átti Þórarinn heimili í Ólafsvík. Hann var kvæntur Fanneyju Guð mundsdóttur sem einnig var. fædd og uppalin í Ólafsvík og áttu þau 6 börn og eru 5 þeirra á lífi öll uppkomin og gift. Þórarinn var um langan tíma sjómaður eða allt til þess að hann missti heilsuna fyrir um það bil 25 árum og eftir það var oft erfitt í búi og þröngt. Hann tók sínu heilsuleysi með stakri ró. Léttlyndi hans bætti það upp og var einstakt hversu hann gat oft hafið sig upp úr veikindun- um, en þar var á bak það afl sem hann treysti í öllu lífi sínu og fól alla framtíð. Hann var jafnan ákveðinn I skoðunm og heill í hverju máli. Hann tók tryggð við skoðanir Sjálfstæðismanna að vinna þeim fylgi. Hann eignaðist marga góða vini um ævina sem nú með þakk- læti efst í huga kveðja hann og þakka fyrir alla góðvild á liðn- um samverustundum. Blessuð sé minning hans. Vinur. Útför Gíslínu Valgeirsdóttur, Steinstúni GJÓGRI, 2. júnl. — í gær fór fram frá Árneskirkju útför Gísl- ínu Valgeirsdóttur, Steinstúni, Norðurfirði. Gíslína heitin veikt ist mjög skyndilega af hjarta- sjúkdómi fyrir nokkrum vikum og var flutt í sjú'krahús á Akur« eyri. Þar í bæ andaðist hún svo 20. maí sl., á heimili Guðrúnar Melsteð, en þangað var hún kom in tveimur sólarhringum áður og ætlaði að koma heim hinn 23. maí með „5kjaldbreið“. Gíslína var dugmikil og mesta kjarkkona, höfðingi heim að sækja og heimili hennar orðlagt fyrir myndars'kap og snyrti- mennsku í hvívetna. Veit ég ekki annað en hún hafi hvarvetna ver ið vel kynnt, og öllum var hún góð, sem áttu bágt og voru minni máttar í lífinu. Gislína var gift Gísla Guðmundssyni og áttu þan 4 syni, sem allir eru miklir og góðir þjóðfélagsþegnar, Gunn- steinn, framkvæmdastjóri hér I hrepp, Guðlaugur, stýri-maður á „Heklunni“, Ólaifur, búsettur f Grafarnesi og Ágúst, sem verið hefur fyrirvinna foreldra sinna. Fjölmenni var mikið við út« för Gíslínu og voru þar tíu syst. kin henniar, öll þau núlifandl nema eitt, sem liggur i sjúkra- húsi í Reykjavík, mörg langt að komin, til þess að fylgja hinni látnu systur sinni til grafar. GuS mundur Valgeirsson, bróðir henn ar, talaði við gröfina og fluttl þakkir systkinanna fyrir þá miklu velvild og hjálp, sem hún hefði veitt þeim, en Gíslína heit« in var næstelzt af 14 systkinum, sem upp komust. — Séra Andréa Ólafsson, prófastur, jarðsöng. Að útförinni lokinni var öllum þeim, er viðstaddir voru útför- ina, boðið til kaffidrybkju í fé« lagsheimili Ámeshrepps og var þar veitt af mikilli rausn og myndarskap. — Regína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.