Morgunblaðið - 14.06.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.06.1961, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikuáagur 14. júní 1961 Mary Howard: Lygahúsiö (Skdldsaga) — Eins og þú veizt var ég þj úkrunarkonan hans pabba þíns í ófriðnum, sagði Ann Cameron. — Þannig hittumst við fyrst. Hún leit á Stephanie. — í>að er eitt, sem þú þarft að vita strax: Pabbi þinn er bundinn við hjóla- stólinn ennþá. — Já, ég heyrði, að hann hefði særzt mikið, flýtti Stephaine sér að svara. — Hann getur unnið heima, sagði Ann. — Við komumst furð- anlega vel af með því móti. — Ég vildi, að ég hefði skrifað íyrr, sagði Stephanie. — Já, það var nú enginn leik- ur að taka þá ákvörðun að láta l>ig í fóstur. En hann var svo mikið veikur þessi fyrstu ár, og frú Courtney hélt að það mundi gera honum ofmikið ónæði að bafa þig hjá sér, eða fyrir þig að frétta af honum. Og hún sagði, að þú kynnir svo vel við þig hjá sér. Stephanie sagði: — Þú hefur verið honum svo dásamlega góð. Og hún sá, að hinni vöknaði um augu. — Það er hann sem er svo dá- samlegur. Ég er svo fegin, að þú skulir loksins vera komin til okkar. Hann varð óskaplega hrif- inn þegar hann fkkk bréfið frá þér. Þú ert svo lík henni mömmu þinni, og það veit ég gleður hann meira en nokkuð ■ annað hefur gert, öll þessi ár. Stephanie var þögul. Þetta var þá afbrýðissama stjúpan, sem pabbi hennar hafði metið meira en hana sjálfa! Þessi vingjarn- lega og góða kona! Þær staðnæmdust nú fyrir framan húsið og Stephanie fann til kvíða, er hún gekk á eftir Ann inn í rúmgóða setustofuna. Þar sat maður í hjólastól, lag- legur, miðaldra maður, hvítur fyrir hærum og leit upp úr bók- inni sem hann var að lesa. —- Hérna er hann, sagði Ann. §j|KELVINATOR kæliskápsins +|vmu ojf^ífsleibinni | stliÍ þér a<f|aupa keliskipM •þa<5 tcr aS varjda vaí hans.$. . Austursl ____ __ á> Kelvinator ksliskáourinn Þegar Stephanie leit á föður sinn sá hún gleðiglampann í aug- um hans, og um leið vissi hún, að lygahúsið, sem Karólína hafði byggt upp af svo mikilli ikost- gæfni, var hrunið fyrir fullt og allt. Nokkrum dögum síðar steig Bill út úr flugvallarvagninum og sá Stephanie brosa til sín gegn um mannþröngina. Hann gekk til hennar, en þá urðu bæði snögg- lega feimin. — Hvernig gaztu vitað með hvaða flugvél ég kæmi? — Claude símaði til mín frá Nice. Hún hikaði. — Bill....ég fékk ekki bréfið frá þér fyrr en í gær. Það var....það var verst, að ég skyldi ekki bíða.... Bill vafði hana örmum. — Ó, Stevie, nú er öllum þessum raun- um lokið. Tárin runnu niður kinnar hennar, er hann kyssti hana. — Við getum ekki talað saman í næði hér, sagði hann. — Við skulum koma í íbúðina mína. íbúð Bills var á efstu hæð í háu, mjóu húsi f London. Bill horfði á rykið og óreiðuna, sem hann hafði skilið við fyrir sex vikum, og sagði hálf-kindarlega: — Finnst þér ekki dáindis snyrti- legt hér inni?! En sem betur fer, ætlum við að búa hérna þegar við erum gift. — Þegar við erum gift.... Allt í einu setti grát að Stephanie — Æ, elskan mín, vertu ekki að gráta. Er þetta svona slæmt? — Maðurinn minn hefur talað svo mikið um yður — upp úr svefninum! Hún lagði höfuðið á öxl hans. — Það var það allt þangað til ég fékk bréfið þitt innan í bréfinu frá Claude. Og þá fannst mér það verst af öllu, að ég skyldi hafa látið Karólínu takast að spinna þenna lygavef utan um okkur. — Það bítur ekkert á kvendi eins og Karólínu nema sannleik- urinn einn, sagði Bill hóglega, — og eins og á stóð gat ég ekki sagt þér sannleikann. En ég skal segja þér hann núna, ef þú vilt lofa mér að gleyma honum. Því að þetta er ennþá leyndarmál. Hún horfði á hann með eftir- tekt og forvitni, og hann greip hendur hennar. — Þegar ég var í New York, kom mér mjög vel saman við Charles Jerome. Hann var að vinna fyrir stjórnina, og honum datt í hug, að ég gæti tekið að mér vandasamt erindi fyrir hann. Mikilsverðar upplýs- ingar um málma, í sambandi við eldflaugar voru að koma til A- Berlínar í höndum stúlku, sem var vísindamaður á þessu sviði, og þessa stúlku þekkti ég. Ég hafði kynnzt henni, þegar ég var í hernum. — Karólína sagði, að þú hefðir farið að hitta einhverja þýzka stelpu sagði Stephanie. -— Já, en hún vissi bara ekki í hvaða erindum, svaraði Bill hörkulega. — Charles vissi, að, ég gat hitt Gerdu án þess að nokkurn grunaði neitt og enn- fremur, að ég hafði nægilega vís- indalega kunnáttu til þess að geta lagt upplýsingar hennar á minnið. Hann kynnti mig því njósnurum stjórnarinnar. Jæja, ég hafði ekkert annað sérstakt að gera og þetta var vel.bborgað, svo að ég sló til. Ég komst til Berlínar, en þá var Gerda myrt. Augnaráð Bills var kuldalegt. — Það var ekið á hana vörubíl beint fyrir augunum á mér. Það var áreiðanlega viljaverk. En það nægði til þess, að nú var ég ein- beittari en nokkru sinni áður að Ijúka erindi mínu, hvað sem það kynni að kosta. Mér var skipað að fara úr landinu og bíða frek- ari fyrirskipana. Ég skildi svo eftir símanúmerið í Villa Chryst- ale í Suður-Frakklandi. Og þar hitti ég þig, en því hafði ég aldrei reiknað með! Hann greip hendur hennar föstu taki. — En ég var bundinn eftlr sem áður og gat ekki snúið við, enda þótt ég vissi vel, að ferðin gæti kostað mig lífið. Hinsvegar gat ég ekkert sagt þér. Ég gat heídur ekki beðið þín. Ég gat ekki annað en aðeins vonað það bezta. — Ó, Bill... .hefði ég aðeins vitað það. Lofaðu mér, að ef þú ferð aftur í svipaða sendiferð, að segja mér það fyrirfram. — Ég fer aldrei framar í svona ferð sagði hann blíðlega. Og nú skal ég segja þér, að Charles Jerome hefur boðið mér stórt verk, sem þarf að framkvæma í Kanada. Af einhverjum ástæðum er nú öllu lokið milli hans og Karólínu, svo að það er ekkert því til fyrirstöðu að ég taki til- boðinu. Segðu nú, að þú viljir giftast mér og koma með mér, og þá lofa ég því, að öllum svona leyndarmálum skal verða lokið. — Ég er fegnust, að Jerome skuli vera laus við hana. Og auð- vitað vil ég koma með þér. Hann kyssti hana og fann nú til friðar, sem hann hafði ekki áður haft af að segja, og sá friður var ástríðulaus, enda þótt ástríð- an væri þarna líka, en sem fal- inn eldur. Bill kyssti hana og sagði svo: — Hvað eigum við að gera í kvöld? Eigum við að borða ein- hversstaðar saman? Eða vildirðu byrja á því að kynnast fjölskyld- unni minni? Við skulum hringja mömmu upp og segja henni, að við séum trúlofuð. Fauré sagðist gjarna vilja lána okkur fjalla- kofann sinn yfir hveitibrauðs- Óskum eftir Vélritunarstúlku til starfa á skrifstofu vorri kl. 3—5 e.h. * + Iþróttasamband Íslands Sími 14955 dagana. Heldurðu, að þú vildi* fara þangað? — Það vildi ég gjarna. En svo er bara eitt. Ég er ekki ennþá orðin tuttugu og eins árs, svo að við verðum að fá samþykki hana pabba míns. — Hann neitar vonandi ekki um það? spurði Bill og varð allti í einu órólegur. — Stephanie brosti. — Ég hugsa, að það sé lítil hætta á því. En við skulum fara og komast eftir því. Hún hringdj síðan 1 númer föður sins. — Ann? sagði hún í símann, og brosti síðan til Bills. — Allt er í frægasta lagi. Segðu pabba, að ég ætli að koma með hann Bill í kvöldmatinn. (Sögulok). ÍHÍItvarpiö 8:00 12:00 12:55 15:00 18:30 18:55 19:20 19:30 20:00 20:15 20:40 21:05 21:30 22:00 22:10 22:30 23:00 8:00 12:00 12:55 15:00 Miðvikudagur 14. júní Morgunútvarp (Bæn: Séra Jóit Þorvarðsson. — 8:05 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfregnir). Hádegisútvarp. (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilk.). „Við vinnuna": Tónleikar. Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfréttir). Tónleikar: Operettulög. Tilkynningar. Veðurfregnir. Fréttir. Frá Sibeliusarvikunni í Helsinkl 1960: „Aubade" hljómsveitarverlc eftir Erik Bergman (Borgar^ hljómsveitin 1 Helsinki leikur; Jussi Jalas stjórnar). „Fjölskylda Orra", framhalds« þættir eftir Jónas Jónasson. Att* undi og síðasti þáttur: „Tengda* sonurinn". — Leikendur: Ævaf H. Kvaran, Guðbjörg Þorbjarn- ardóttir, Kristín Anna Þórarins* dóttir, Steindór Hjörleifsson og Ríkarður Sigurbaldursson. Höf« undurinn stjórnar flutningi. Einsöngur: Licia Albanese syng« ur við undirleik hljómsveitar Leopolds Stokowskis. a) „Bréfsöngur Tatjönu'* úr óper unni „Eugene Onegin“ eftir Tjaikovsky. b) „Bachianas Brasileiras" nr. 5 fyrir sópran og átta knéfiðl* ur eftir Villa-Lobos. Tækni og vísindi; I. þáttur* Beizlun kjarnorkunnar (Páll Theódórsson eðlisfræðingur). Tónleikar: Fiðlukonsert í a-moll op. 53 eftir Dvorák (Nathan Mil- stein og sinfóníuhljómsveitin I Pittsburgh leika; William Stein- berg stjórnar). Fréttir og veðurfregnir. Kvöldsagan: „Þríhyrndi hattur* inn" eftir Antonio de Alarcón; III. (Eyvindur Erlendsson). Úr djassheiminum: a) Art Tatum leikur á píanö. b) Pete Hugolo og hljómsveit hans leika. Dagskrárlok. — Eg vona að þér trúið því frú Woodall að ég hafði alls ekki í hyggju að eyðileggja sælgætis- sölu yðar. Það eina sem fyrir mér vakti var að koma auglýsinga- spjöldunum burt úr náttúrufeg- urðinni! — Afsakið, Markús . . . Það er einhver að hringja dyrabjöll- unni! Ó, Alex, komdu inn fyrir . . . Þú kemur alveg mátulega í kaffið! — Sæl, Jessie . . . Eg vissi ekki að það væru gestir hjá þér! 18:30 18:55 19:20 19:30 20:00 20:30 20:50 21:15 21:40 22:00 22:10 22:30 23:10 Fimmtudagur 15. júní Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tói% leikar. —• 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfregnir)* Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilk.). „A frívaktinni", sjómannaþáttuf (Kristín Anna Þórarinsdóttir). Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:01 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfregnir). Tónleikar: Lög úr óperum. Tilkynningar. Veðurfregnir. Fréttir. Kórsöngur: Karlakórinn Svanir á Akranesi syngur. Söngstjórif Haukur Guðlaugsson. Einsöngv* arar: Jón Gunnlaugsson og Bal<| ur Ölafsson. Við hljóðfæriðf Fríða Lárusdóttir. (Hljóðritað á tónleikum á Akranesi 14. f.m.)* a) „Æskuóður", lag frá Vínar- borg. b) „Kvöldljóð", rússneskt lag, c) „Siglingavísur" oftir Jóm Leifs. d) „Manúela" eftir Ernst FischeF. e) „Smávinir fagrir" eftir Jón Nordal. f) „Nina“ eftir Pergolesi. g) „Söngur prestanna" efttr Mozart. Erlend rödd: Danski rlthöfund- urinn Tom Kristensen talar un% Pár Lagarkvist (Sigurður A, Magnússon blaðamaður). Organsláttur: Martin Gunther Förstemann leikur á orgel Hafn« arfjarðarkirkju tvö verk etfif Bach. a) Partíta yflr sálmalagið „Sei gegrusset, Jesu gútig". b) Konsert í G-dúr um stef eftlf Vivaldi. Erindi: Sahara (Eiríkur Sigup* bergsson viðskiptafræðingur). Tónleikar: Caprice Italien of*, 45 eftir Tjaikovsky (Columbíu** hljómsveitin leikur; Sir Thomaf Beecham stjórnar). Fréttir og veðurfregnlr. Kvöldsagan: „Þríhymdi hattuFp inn" eftir Antonio de Alarcóii| IV. (Eyvindur Erlendsson). Frá tónlistarhátfðinnl í Búdar pest ieikur; János Ferencsill stjórnar). Dagskrárlok

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.