Morgunblaðið - 15.06.1961, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.06.1961, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 15. júni 1961 Geymslupláss 30—40 fermetra til Ieigu í Kópavogi. Uppl. i síma 1-55-77. Opel Capitan óskast í skiptum fyrir Chevrolet ’55 fólksbifreið. Til greina kemur einnig Volga fólksbifreið. — Uppl. í síma 32984. Timbur til sölu Notað mótatimbur til sölu. Uppl. í síma 34777 eða Glaðheimum 20, 1. hæð. íbúð óskast Óska eftir 2ja herbergja íbúð sem allra fyrst. — Tilboð endist blaðinu fyr- ir föstudagskvöld merkt, „Strax — 1309“. Hjón með tvær telpur óska eftir að fá leigða 2ja—4ja herb. íbúð strax eða 1. sept. — Uppl. í síma 13456. fbúð óskast Tveggja til þriggja herb. íbúð óskast til kaups, eng- in börn. Uppl í síma 24914. Akranes Húseign mín Kirkjúbraut 49, er til sölu strax. Semja ber við eigenda. Magnús Sigurðsson Kirkjubraut 49, Akranesi. Stúlka óskast í vefnaðarvöruverzlun hálf an daginn. Tilb. merkt: „1. júlí“ sendist Mbl“. Báðskona óskast á rólegt heimili í Reykja- vík. Þrír fullorðnir í heim- ili. Tilboð merkt: „Ráðs- kona — 1417“ sendist Mbl. fyrir 19. þ. m. Góður svefnsófi til sölu. Uppl. í síma 33499. Tvö herbergi aðgangur að eldhúsi og baði til leigu. Sími 11312. Vörubíll Vil kaupa Austin vörubíl eldri gerð. Ógangfær kem- ur einnig til greina. — Hringið í síma 37234. Keflavík Sjómaður óskar eftir 2ja herbergja íbúð í Keflavík. Uppl. í síma 2286. FaXabar Heitar pylsur allan daginn. Gosdrykkir, tóbak, sæl- gæti Faxabar, Laugavegi 2. Keflavík Herbergi með húsgögnum óskast. Tilb. sendist Mbl. merkt: „Strax — 1561.“ í dag er 166. dagur ársins. Fimmtudagur 15. júní. Árdegisflæði kl. 06:41. Síðdegisflæði kl. 19:00. Slysavarðstofan er opin allan sólar- hringinn. — Læknavörður L.R. (fyrir vitjaniri er á sama stað frá kl. 18—8. Sími 15030. Næturvörður vikuna 10.—17. júní er í Vesturbæjarapóteki, nema sunnud. í Austurbæjarapóteki. Holtsapótek og Garðsapótek eru opin alla virka daga kl. 9—7, laugar- daga frá kl. 9—4 og helgidaga frá kl. 1—4. Kópavogsapótek er opið alla virka daga kl. 9,15—8, laugardaga frá kl. 9:15—4, helgid. frá 1—4 e.h. Sími 23100. Næturlæknir í Hafnarfirði 10.—17. júní er Eiríkur Björnsson, sími 50253. FREIIIR Farfuglar! — Ferð á Tindafjallajökul um helgina. Athugið að farið verður á föstudagskvöld. Þátttaka tilk. í kvöld. Þjóðræknisfélag íslendinga: — Gesta mótið verður í Tjarnarcafé n.k. Yfir 40 liföu á einni glerkúlu FYRIR nokkium dögum var Helgi Gíslason verkamaður, Stigahlíð 6 á gangi austur á Hraunsfjöru rétt fyrir aust- an Þorlákshöfn, en það er frístundagaman hans að fara í gönguferðir víða um sveitir og einkum þó með ströndinni. Þarna sá hann einkennileg- an hlut, hvítan á lit í fjörunni og fór að athuga hann nánar. Hann kom svo með hann nið- ur á Morgunblað til að sýna blaðamönnum hann og held- ur á honum hér á myndinni. Þetta var venjuleg netakúla, sem hrúðurkarlar höfðu fest rætur á. — Allir hafa séð hrúður- karla á ýmsum munum, sem rekur á land, sagði Helgi, — en ég hef aldrei séð þvílíka mergð af þeim á einum hkit. Þeim hefur fundizt glerkúlan álitleg. Við töldum nú hrúðurkarl- ana með Helga. Þeir höfðu nærfellt þakið alla kúluna. Nú stóðu 20 þeirra heilir á henni og til viðbótar flögur eftir 22 sem af höfðu brotnað. Stærstu hrúðurkarlarnir voru nærri tvær tommur í þvermál, en þeir minnstu metri. rúmur senti- sunnudagskvöld og hefst kl. 20:30. Sam eiginleg kaffidrykkja, gestakynning, ný Islandskvikmynd o. fl. Vinsamleg- ast látið þetta berast til allra þeirra Vestur-Islendinga, sem hér eru á ferð, því að þeir eru sérstaklega boðnir. Að öðru leyti er öllum heimil þátt- taka, eftir því sem húsrúm leyfir. Aðgöngumiðar verða við innganginn. Látið ekki safnast rusl eða efnis afganga kringum hús yðar. Söfnin Listasafn íslands er opið daglega frá kl. 13,30—16. Listasafn Einars Jónssonar er opið daglega kl. 1:30 til 3:30. Asgri/nssafn, Bergstaðastræti 74 er opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga frá kl. 1.30—4 e.h. Árbæjarsafn er opið daglega kl. 2—6 e.h. nema mánudaga. Þjóðminjasafnið er opið daglega frá kl. 1:30—4 e.h. Ameríska bókasafnið, Laugavegi 13, er opið kl. 9—12 og 13—18, lokað laug- ardaga og sunudaga. Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla túni 2, opið daglega frá kl. 2—4 e.h. nema mánudaga. Bæjarbókasafn Reykjavíkur: — Aðal safnið, Þingholtsstræi 29A: Utlán: 2—10 alla virka daga, nema laugardaga 1:4. Lokað á sunnudögum. Lesstofa: 10—10 alla virka daga, nema laugardaga 10 —4. Lokað á sunnudögum. — Utibú Hólmgarði 34: 5—7 alla virka daga, nema laugardaga. — Utibú Hofsvalla- götu 16: 5,30—7,30 alla virka daga, nema laugardaga. Tæknibókasafn IMSf í Iðnskólahús- inu Skólavörðutorgi er opið virka daea frá kl. 13—19, nema laugardaga Bókasafn Dagsbrúnar, Freyjugötu 27, opið föstud. 8—10 e.h., laugard. og sunnud. 4—7 eh. Gengið Sölugengl 1 Sterlingspund .... 1 Bandaríkjadollar ..... 1 Kanadadollar ..... 100 Danskar krónur.... 100 Sænskar krónur ... 100 Finnsk mörk ...... 100 Norskar krónur ... 100 Belgískir frankar 100 Svissneskir frankar 100 Tékkneskar krónur . 100 Gyllini ......... Kr. 106,42 — 38.10 -- 38,58 — 549,80 — 738,35 — 11,88 — 533,00 — 76,25 .. — 881,30 » — 528 45 .. — 1060,35 Tekið á móti 1 tilkynningum í Dagbók trá kl. 10-72 f.h. Vita menn þetta ? EFXIRFARANDI greinarstúf- ur er þýddur úr norska blaðinu „Farmand": „Það er fróðlegt að leiða hugann að því, hvað gerast myndi, ef meirihluti kjós- enda gerði sér ljósar nokkrar óhagganlegar staðreyndir, sem þeir læra ekkert um í skólan- um. Við skulum taka t. d.: velmegunar er ekki fleiri peningar, heldur aukin framleiðsla. 2) Ríkisstjórnin getur ekki gefið fólkinu neitt, sem hún hefur ekki áður tekið frá fólkinu. 3) Hugtakið „opinber stuðn- ingur“ merkir pólitíska skiptingu framleiddra verð mæta, og sé of mikið tekið frá framleiðendunum, minnkar framleiðslugeta þeirra. 4) Hallafjárlög, sem stuðla að verðbólgu, og virðast létta skattabyrðina, eru í raun- inni versta og illþolanleg- asta tegund sköttunar. 5) Kauphækkanir, sem stuðla að verðbólgu, koma engum að gagni nema um afar takmarkaðan tíma, en skaða alla — þar á meðal launþegana sjálfa. 6) Ekkert fjárhagskerfi — ekki heldur hið allra heil- brigðasta — er ónæmt fyr- ir hinum skaðvænlegu á- hrifum verðbólgunar. Væru þessar grundvallar- staðreyndir almennt þekktar, hefðum við sloppið við hinn örlagaríka misskilning (sem haldið hefur verið að okkur síðustu 30 ár), að vinnuafl og f jármagn séu beinar og ósætt- anlegar andstæð«ur“. JUMBO í INDLANDI Teiknari J. Mora 1) Þegar leið á daginn komu þau að fljóti nokkru. En svo virtist sem hinn flýjandi glæpamaður — þ. e. a. s. „fílamaðurinn“ — hefði eyðilagt einu brúna yfir fljótið til þess að tryggja undankomu sína. Og hvernig áttu þau þá að komast leiðar sinnar? 2) Hinir sveru kaðlar, sem haldið höfðu brúnni uppi, höfðu verið kubbaðir sundur og lágu nú niðri í ánni. En Júmbó tókst að strekkja á einni línunni og hugðist nú feta sig eftir henni yfir fljótið. 3) — Þetta er eins auðvelt og það getur verið! hrópaði hann sigri hrós- andi, þegar hann lagði af stað. — " Varaðu þig, Júmbó! kallaði hr. Leó í viðvörunartón, — fljótið er fullt af krókdílum! Jakob blaðam aður m Eftir Peter Hoffman — Og hvar er fólkið? Hér er að- eins deyjandi eldur umkringdur klettum! — Sá sem kveikti eldinn hlýtur að vera að sækja meira brenni. Hann getur ekki verið langt undan, Scotty!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.