Morgunblaðið - 15.06.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.06.1961, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 15. júni 1961 Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. ÁHRIF KAUPHÆKKANANNA Á AFKOMU ATVINNUVEGANNA Blöð, st j órnar andstöðunnar halda áfram að hamra á þeirri kenningu sinni, að lítilsháttar vaxtalækkun mundi gera atvinnuvegunum kleift að standa undir 18% kauphækkunum, og Tíminn gengur meira að segja svo langt í gær að fullyrð«a, að liði. Með aðgerðum sínum til þess að koma efnahagslífinu úr skorðum á nýjan leik eru framsóknarmenn og komm- únistar hins vegar að koma í veg fyrir frekari vaxta- lækkun. Tal þeirra um vaxta lækkun atvinnuvegunum til hagsbóta er því ekki nema skinhelgi ein. Á undanhaldi fyrir farmsókn Pathet Lao — hermenn hægri stjórnarinnar í Laos og fátækt flóttafólk ... LAOSMALID piófsteinn á framtiðarsambúð /\ustur og Vesturs „vaxtalækkunin ein myndi leysa allan vanda“. Verði nú almennt samið um sömu kjör og SÍS samdi við Dagsbrún, yrði útgjalda- aukning atvinnuveganna vegna kjarasamninganna einna u. þ. b. 540 millj. kr. Allar vaxtatekjur viðskipta bankanna nema hins vegar aðeins um 300 millj. kr., svo að jafnvel algerlega vaxta- laus lán til atvinnuveganna myndu ekki vega nema til hálfs á móti kauphækkunun- um. Nú gera ekki einu sinni stjórnarandstæðingar sér vonir um, að unnt væri að lækka vextina um meira en 2%. Við það mundu útgjöld atvinnuveganna aðeins lækka um 70 millj. kr. Eftir standa því 470 millj. kr., sem fram- sóknarmenn og kommúnist- ar hafa ekki gert neina til- raun til þess að benda á, hvernig afla ætti, eins og kannske er ekki von til, þegar þeir halda því blákalt fram, að 70 millj. kr. „vaxta- lækkunin ein myndi leysa allan vanda“, sem stofnast af 540 millj. kr. útgjaldahækk- un atvinnuveganna! Því skal auðvitað ekki neitað, að vextirnir séu atvinnuvegunum töluverð byrði eins og alltaf hlýtur að vera. Vaxtahækkunin á sl. ári var hins vegar nauð- synleg ráðstöfun til þess að koma á jafnvægi í efnahags- lífi landsins. Árangur henn- ar lét heldur ekki á sér standa, og um síðustu ára- mót var unnt að lækka vext- ina nokkuð, og með sömu þróun efnahagsmálanna mátti gera ráð fyrir, að aft- ur hefði verið unnt að lækka vexti áður en mjög langt um LÆKKUN FISKV ERÐSINS Ukki hefur Tíminn treyst sér til þess að svara einu orði upplýsingum Morgun- blaðsins um tilraunir ýmissa frystihúsa á Norður- og Austurlandi til þess að fá lækkað fiskverð það, sem þau hafa greitt til sjómanna og útvegsmanna. Hafa til- raunir í þessa hátt komið mönnum þeim mun meira á óvart fyrir þá sök, að kaup- félögin, er standa að rekstri flestra þessara frystihúsa, hafa gengizt fyrir stórfelld- um kauphækkunum að und- anförnu, sem óhjákvæmilega hljóta að hafa í för með sér stóraukinútgjöld þeirra. Enda er það höfuðröksemd stjórn- enda frystihúsanna, að þau fái ekki risið undir hinum nýju kauphækkunum nema með lækkuðu fiskverði og á nokkrum stöðum hafa fram- sóknarmenn notfært sér ein- okunaraðstöðu sína til þess að knýja þessar lækkanir fram. Hefur það vakið sér- staka athygli, að einmitt sömu menn og stóöu að kauphækkununum á Húsavík beita sér nokkrum dögum síð ar fyrir samtökum allra frystihúsa á Norðurlandi til þess að fá fiskverðið lækkað og draga enga dul á, að það sé gert til þess að standa undir kauphækkununum, sem þeir sjálfir hafa komið af stað! í orði hefur verið látið að því liggja, að fyrirtækin sjálf gætu staðið undir kaup hækkununum, en í verki er þannig ótvírætt viðurkennt, að þeim sé það algjörlega um megn og að þær muni því þegar í stað verða tekn- ar aftur í hækkuðu verð- lagi, og geti jafnvel valdið stöðvun framleiðslunnar. Þ E G A R Kennedy Banda- ríkjaforseti greindi þjóð sinni frá viðræðum þeirra Krús- jeffs, forsætisráðherra Sovét- ríkjanna, í Vínarborg í byrj- un mánaðarins, lét hann svo um mælt, að Laosmálið hefði raunverulega verið hið eina af þeim málum, sem þeir ræddu, þar sem sjónarmið þeirra hefðu verið nokkuð svipuð. — Báðir hefðu þeir lýst fylgi sínu við þá stefnu, að Laos þyrfti að vera hlut- laust og óháð — og báðir hefðu lagt áherzlu á nauðsyn algers vopnahlés í landinu, meðan verið væri að ræða leiðir til þess að tryggja framtíð þess á fundum ríkj- anna 14 í Genf. — ★ — Það má segja, að Kennedy hafi varla sleppt orðinu, þegar her- flokkar Pathet Lao og vinstri- manna í Laos, sem búnir eru sovézkum vopnum að mestu, réð ust að liðssveitum hægri-stjórn- arinnar í Vientiane, sem Banda- ríkin hafa veitt stuðning, og hröktu þær úr hinni mikilvægu framvarðarstöð skammt frá f jalla þorpinu Padong við suðurjaðar „Krukkusiéttunnar“ svonefndu. Þegar eftir þetta gerðist það svo á ráðstefnunni í Genf, að sendi- nefndir vesturveldanna neituðu að sækja fundi, í mótmæiaskyni við þetta „svívirðiiega brot“ á vopnahléinu — og jafnframt til þess að fá tóm til þess að ræða síðustu atburði við ríkisstjórnir sinar. • Vestrið á í vök að verjast Þessi sjólfhelda í Genf endur- speglaði hið stjórnmálalega og hernaðarlega ástand í sjálfu Laos þar sem Vestrið á í vök að verj- ast. — Síðastliðinn vetur tókst Pathet Lao-mönnum og vopna- bræðrum þeirra, sem ýmist eru kenndir við hlutleysis- eða vinstri-stefnu (fylgjendur, Souv- anna Phouma, fyrrverandi for- sætisráðherra, sem er höfuðfull- trúi hlutleysisstefnunnar), að ná yfirhöndinni í átökunum við liðs- sveitir andkommúnista. — Fyrir forgöngu vesturveldanna kom ekki til vopnaðrar íhlutunar af hálfu Suðaustur-Asíubandalags- ins (SETAO). Voru aðalröksemd- irnar þær, að bein íhlutun mundi aðeins vexða til þess, að Sovétrík- in, Norður-Vietnam og Kína ykju aðstoð sína við uppreisnaröflin í Laos - - og væri jafnvel eins víst, að Pekingstjórnin stigi skref ið til fulls og sendi hersveitir sín- ar til Laos, ef SEATO hæfist handa. Eftir mikið þóf var loks lýst yfir voonahléi í landinu hinn 3. maí sl., tn þá höfðu vinstri öflin yfirráS í um það bil tveim þriðju hlutum Laos — og voru hvarvetna í sókn. • Kærur » báða hóga Síðan vopnahléi var lýst, hefir svo ekki linnt kærum á báða bóga um brot á samkomulaginu. Þar hefir þó verið um einangrað- ar skærur að ræða, en ekki sam- ræmdar hernaðaraðgerðir — og hefir það sjálfsagt #verið ein ástæðan til þess, að ráðstefnan í Genf hélt áfram nokkurn veginn hindrunarlaust um þriggja vikna skeið. önnur ástæðan mun hafa verið ótti vesturveldanna við það að andkommúnistar í Laos mundu, ef ráðstefnan færi út um þúfur og hernaðarátök kæmust í algleyming á nýjan leik, bráðlega verða gersigraðir, ef þeir fengju ekki rækilegan liðstyrk erlendis frá. Ástandið er alvarlegt, þótt kommúnistar ráði aðeins fjalla- héruðum Laos, en í augum leið- toga vesturlanda stendur þó þá fyrst eindregin ógn af þeim, er þeir ná yfirráðum yfir hinum frjósama dal suður með Mekong- fljótinu — þar sem þeim opn- uðust þá hlið til Thailands og Kambodíu, og til Suður-Vietnam þar sem kommúnískir skærulið- ar hafa sig stöðugt allmikið í frammi. • Vonir Vesturveldanna . . . Vesturveldin gengu til ráð- stefnunnar í Genf í þeim tilgangi að reyna að koma á málamiðlun, sem kæmi í veg fyrir algeran sigur hinna kommúnísku afla í Laos. Nokkrar tvíræðar orðsend- ingar frá Rússum höfðu hlúð að tveim vonablómum vesturveld- anna. Annað var það, að þau þótt ust mega vænta þess, að unnt reyndist að sætta að nokkru hina þrjá höfuðaðila átakanna í Laos (Pathet Lao, fylgjendur Souv- anna Phouma og hægrimenn), svo að komið yrði á samsteypu- stjórn þeirra, undir forustu hlut- leysissinna. Hin von Vestursins var sú, að Genfarráðstefnan mundi veita alþjóða eftirlits- nefndinni með Laos (Indland, Kanada og Pólland) raunveru- legt vald til þess að tryggja frið- inn í landinu og hindra utanað- komandi íhlutun í mál þess. • Vonir sem brugðust En þessar vonir hafa ekki rætzt. — Unnið hefir verið að því lengi að koma á fundi hinna þriggja prinsa, sem hafa forustuna fyrir aðilum átakanna í Laos — Pathet Lao-fOringjans Souphanouvong, Souvanna Phouma, hálfbróður hans, sem er hlutleysisforinginn, og Boun Oum, forsætisráðherra hægri-stjórnarinnar í Vientiane verið haldinn, og er ekki ljóst, — en sá fundur hefir ekki enn verið haldinn, og er ekki ljóst hvað úr verður, þó að stutt sé nú orðið milli þtssara þriggja „stóru“ í Laos. Hálfbræðurnir komu nefnilega til Genfar um síðustu helgi (eftir heimsókn til Krúsjeffs í Moskvu), og Boun Oum hefir að undanförnu dvalizt í Nice í Frakklandi. Hvað eftirlitsnefndinni í Laos viðvíkur hefir hún dvalizt í land- inu um rúmlega mánaðarskeið, og varla haft völd til eins eða neins — nema veita viðtöku kvörtunum um brot á vopnahlés- samkomulaginu. — Á meðan hef ir það gerzt í Genf, að kommún- istar hafa raunverulega krafizt tvöfalds neitunarvalds í Laos- málinu. Annars vegar neitunar- valds fyrir Rússa, sem hafa for- sæti á ráðstefnunni, ásamt Bret- úm — og hins vegar neitunar* valds fyrir Pólland í sjálfri eftir- litsnefndinni, þar sem þeir heimta, að allar aðgerðir nefnd- arinnar verði að byggjast á ein- róma samþykki allra þriggja að- ilanní' • Prófsteinninn Þrátt fyrir alla þessa erfið- leika, og enda þótt vestrænu Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.