Morgunblaðið - 15.06.1961, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.06.1961, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FimmtudagUr 15. júni 1961 1 ^ \ , * riitafréttir iHcfyyhítíaLu'ná " y( Pressuliöið vann verö- skuldaöan sigur 4:2 Heimír markvörður og Akur- eyriugamir settu svip á leikinn ÞAÐ voru fótfráir og kænir knattspyrnumenn Akureyrar ásamt ágætri öftustu vörn KR sem í pressuleiknum í gær sýndu liðinu er burst- aði Skotana, í tvo heimana. Akureyringarnir sáu um 3 af 4 mörkum er pressuliðið skoraði hjá „landsliðinu“ og aftasta vörn pressuliðsins varðist sókn framherjanna vel og Heimir markvörður „pressuliðsins“ átti fráhæran leik. Veðrið var mjög óhagstætt, en miðað við aðstæður var leikur- inn ágætur lengst af. Og sigur „pressuliðsins" var fyllilega verðskuldaður. 'N Landsliðsnefnd í vanda ~ og þó Landsliðsnefndin kemst í verulegan bobba — og þó. Það yrði hróplegt ranglæti að ganga fram hjá Heimi mark- verði eftir frammistöðu hans. Og ef Akureyringamir Kári Árnason innherji og Stein- grímur Björnsson fá ekki stöður í landsliðsframlínunni, þá er ekki vaiið í hana eftir frammistöðu heldur ein- hverju öðru. Fleiri „pressu- Iiðmenn" koma vel til greina. Má þar til nefna Bjama Felix- son og Hörð Felixson sem báðir sýndu ágætan vamar- leik gegn þeim sem beztan sóknarleik hafa sýnt islenzkra manna í ár. Að Hörður Felix- son er sterkur kom vel í ljós meðan hans gætti við. En enn- þá meir áberandi var það þeg- ar hann varð að hverfa af velli um miðjan síðari hálf- leik. Þá losnuðu varnarbönd- in í ,,pressuliðinu“ vemlega. Þegar það skeði var staðan 1:4. — ir Háttvísi? Blaðamenn / urðu svartsýnir fyrir leikinn. Landsliðsnefndin sýndi það tillítsleysi við val blaðamanna að vera að reyta af liði þeirra fjaðrirnar fram yfir hádegisbilið í gær. Ellert hafði boðað forföll í landsliðinu. Lands liðsnefndin sýndi þá háttvísi (!!) að biðja um mann úr pressutið- inu í hans stað. Að slíkt eigi sér stað er einsdæmi þar sem pressu lið eru valin. Val í liðið er gert eftir samstöðu manna og samæf- ingu. Nú var einum Akureyringi kipp'. úr miðjutríói pressuliðsins. í landsliðinu sýndi hann góðan ileik — en hvað hefði hann gert með sínum eigín mönnum? — Svona „rifrildi" á ekki að eiga sér stað. Pressuliðið lék móti skávindi í fyrstu. í>að átti fyrstu tvö upp- hlaupin — án skothættu. Garðar átti fyrsta markskotið. Heimir varði örugglega. Og þá kom að mörkunum. 1-0 Eftir 6 mín leik er hornsp. á landsl. I>að myndast þvaga við markið. Orm ar fær knöttinn út við vítateig og sendir spyrnu með jörðu ekki fasta, sem hafnar í netinu. Þetta mark má skrifa á reikning Helga Dan. Á 20. mín. sækir landsliðið upp miðj- una. Garðar leggur inn til Gunn- 2-1 1-1 3-1 Dómarinn í landsleikrrum er írinn O’Neil. Hann hefur læmt millirikjaleiki í 4 ár, ar Felixsonar sem afgreiðir fljótt. Knötturinn fer með jörðu í blá- horn marksins. Upphlaupið var fallegt og vel unnið af mörgum. Á 30. mín hefur Orm- ar framvörður upp- hlaup á miðju. Gefur fram og yfir á vinstri kant. Guðjón leik- ur inn að vítateigslínu og gefur til Kára og Steingríms sem mis- skildu hvor annan og höfðu misst af knettinum. En landsliðs- vörnin er stöð. Steingrímur snýr við krækir í knöttinn og sendir hann laglega í fjarlægara horn marksins. Helgi Dan stóð og reyndi ekki að verja. Pressuliðið k<jm á- kveðið til leiks úr hléi. Eftir 33 mín er dæmd auka- sp. á landsl. Ormar sendir í átt að marki, það er skallað nær markinu og Steingrímur fylgir vel og skallar í netið af mark- teig. Laglega gert móti reyndri landsliðsvörn. ^_T Tveim mín síðar sæk * ir pressuliðið enn. Helgi á vanhugsað úthlaup. Það verður skallapressa að landsliðs- markinu og Kári er harðskeytt- astur, skallar af stuttu færi í markið. 10 mín fyrir íeikslok, kemst Þórólfur auð- veldlega gegnum vörn pressuliðs ins á miðjunni. Það tekst þó að stöðva hann út við vítateiginn, en hann nær að krækja til sín knett inum og er einn fyrir markinu. En Heimir ver meistaralega. Þór- ólfur fær knöttinn aftur, en er nú þvingaður. Skot hans lendir 4-2 Heimir varði af stakri prýði. í stöng og hrekkur fyrir markið og út á völlinn. Jón Leosson kemur aðvifandi. Knötturinn hrekkur í fætur hans og í mann- laust markið — sjálfsmark. ic Tækifæri Fyrir utan þessi mörk — Og örugga sigur, sem að vísu fékkst að nokkru fyrir slaka markvörslu Helga Dan., þá átti pressuliðið öllu fleiri hættuleg tækifæri. Stundum sköpuðu úthlaup Helga slíka hættu — markið eftir mann laust og hann í mikilli tvísynu að elta knöttinn. Þá var oft naum- lega bjargað við landsliðsmarkið einkum strax eftir 2. mark pressu" liðsins og loks síðast í leiknum er Árni bjargaði á línu. Landsliðið sótti einnig fast, einkum er á leið, en mark pressu liðsins var ekki eins oft í yfirvof andi hættu. Kom þar og mikið til öryggi Heimis í markinu. Hann var allt á sínum stað, átti aldrei rangt úthlaup en fylgdist vel með og greip fallega inn í leikinn. Þetta er einn af hans beztu leikjum — og hver ent verðlaunin? Það er landsliðs- nefndar að úthluta þeim. ★ Ltðin Bjarni Felixsson stóð sig með stakri prýði. Hann sýndi enga hörku, en bar Ingvar ofurliði að- eins af styrkleika og greip inn í fyrir samherja sína. Hörður batt vörnina föstum böndum og náði fullkomnum tökum á Þórólfi og Gunnari er skammt var af leik. Jón bakvörður átti í mestum brös um, en Þórður bar hann aldrei ofurliði. Jón Leósson var mjög virkur vörninni til aðstoðar, en þrívegis setti hann eigið mark í mikla hættu og uppbyggingu sýnir hann litla. Dugnaðurinn er hins vega ótæmandi. Ormar vann mjög vel að vanda og sýndi oft ágætan leik, — traustur maður í hverju liði. ★ Góðir framherjar Steingrímur og Kári báru af í framlínunni og þeir gáfu henni lit — voru með í öllu sem skapað var. Það er gam- an að sjá hvernig þeir standai að knettinum — þeir leika alltaf með þegar annar maður er með knöttinn — ólíkt hin um. Þeir hika ekki við að reyna þó eltingaleikur sé von lítill — ólíkt hinum. Þeir sýna meiri ákveðni, meira auga fyr ir leik en flestir aðrir okkar manna. Þeir unnu sig í lands lið núna ef landsliðið er valið eftir frammistöðu manna. Á Björgvin, Guðm. Óskarsson og Guðjón voru mun daufari. Þeir höfðu ekki sama baráttuvilja —• þó þeir smituðust á köflum. Það vantar ákveðni, það vantar vilja og það vantar hraða og dálítið upp á tæknina. ★ Landsliðið átti heldur slæman dag. Það mætti ákveðnara liði. Oft náði þó landsliðið spili á miðjunnj sem var ákveðnara en pressuliðsins en það vantaði herzlumuninn. Vörnin átti eink- um slæman dag. Garðar og Sveinn voru einna jafnastir. Þó tapaði Sveinn oft fyrir Kára. Og betur má ef duga skal ef þarna er ennþá kjarni landsliðsins. — A.St. 0*0 4 nýliðar í landsliði Hollands Yngsti maðurínn á flesta leiki að Liðið kemur á baki suneMidag i HOLLENZKA landsliðið kem- ur á sunnudag, leikur lands- leik hér á mánudagskvöld. Það verður 30. landsleikur ís- lands. I förinni hingað til lands verða 24 menn. Þar af eru 4 sem hollenzka knatt- spyrnusambandið tekur með aukalega og greiðir allan kostnað fyrir. Meðal þeirra er læknir hollenska knattspyrnu sambandsins. Dómari i leiknum verður írskur O’Neil að nafni sem dæmt hefur milliríkjaleiki síðan 1957. Hollenzka liðið leikur hér tvo aukaleiki. Verður hinn fyrri gegn íslandsmeisturun- um frá Akranesi. Hinn siðari verður 23. júní gegn KK. Sama lovöld verður liðið kvatt og heldur utan laugardaginn 24. júní. GOTT LIÐ Hollenska liðið sem hingað kemur er lið áhugamanna Hollendinga. í Hollandi er hins vegar mikið um atvinnu- menn. Þetta er því engan veg inn sterkasta lið Hollands. Hins vegar hefur þetta áhuga mannalið náð athyglisverðum árangri gegn áhugamannalið- um Evrópu. Á þessu ári hefur það t. d. sigrað áhugamanna- lið Frakka en tapað fyrir enska áhugamannaliðinu með 3 mörkum gegn 2. 1 þeim löndum þar sem at- vinnumennska er tíðkuð verð- ur oftast allmikið bil milli áhugamanna og atvinnumanna hvað getu snertir. Stafar það að verulegu leyti af því að ef einhver áhugamaður skarar verulega fram úr er hann þeg- ar keyptur af einhverju at- vinnumannaliði. Hins vegar er all eftirsótt að komast að sem atvinnumaður og komast venjulega færri en vilja og samkeppnin skapar góða áhugamenn á okkar mæli- kvarða. LIÐ HOLLANDS Á mánudaginn verður lið Hollendinga skipað þessum mönnum. Markvörður Jochem van Zanten, 25 ára. Hann hefur aldrei leikið í landsliði. H. bakv. Willem Quaedack- ers, 23 ára. Hann hefur leikið 2 landsleiki. V. bakv. Adrian Hersche, 22 ára. Á tvo landsleiki að baki. H. fram. Matthijs Lie- breghts, 20 ára. Hann er reynd astur landsliðsmannanna, þó yngstur sé. Hefur leikið 7 iandsleiki. Miðvörður er Cornelis Mol- enaar, 32 ára. Hann á 1 lands- leik að baki. V. framv. er Hans Zinne- mers, 20 ára. Nýliði í lands- liði. H. útherji er Marinus Brand, 21 árs. Hann hefur leikið 1 Iandsleik. H. innherji er Bartele Hainje, 21. árs. Hann hefur leikið 5 landsleiki. Miðherji er Fritz Kerens, 26 ára og leikur venjulega innherja. Hann hefur aldrei fyrr verið í landsliðinu. V. innherji er Jan Rose- boom. Hann er 26 ára og leik- ur v. útherja. Hann hefur tví- vegis verið í landsliðinu. V. útherji er Gerard Weher, tvítugur að aldri. Hann hefur einn landsleik að baki. Sumir af þessum mönnum leika með „hálf“-atvinnulið- um. Þ. e. a. s. liðum sem ekki eru atvinnulið að öðru leyti en því að sumir leikmanna þeirra fá þóknun fyrir leiki, sigra o. þ. u. 1. íslenzka liðið hefur enn ekki verið valið, en til stóð að velja það í gærkvöldi eða á morgun. ★ MÓTTÖKUR Móttökunefnd KSÍ skipa Sveinn Björnsson form., Jón Ragnarsson, Jón Jónsson, Vil- berg Skarphéðinsson og Her- mann Hermannsson. Nefndin hefur skipulagt heimsóknina vel. M. a. býður menntamála- ráðuneytið til ferðalags og bæj arráð til hádegisverðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.