Morgunblaðið - 16.06.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.06.1961, Blaðsíða 1
24 síður wMábifo 48. árgangur 132. tbl. — Föstudagur 16. júní 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsittt Danslta stjórnin segir: Frestar samt afgreiðslu handrita- málsins Kaupmannahöfn, 15. júní. Einkaskeyti frá Páli Jónssyni. DANSKA stjórnin ákvað á síðdegisfundi að verða við kröfum 61 þingmanns um að fresta afgreiðslu hand- ritamálsins. Ákvað stjórnin þetta þrátt fyrir það að hún telur afhendinguna ekki eignarnám. En jafnframt lýs- ir stjórnin því yfir að hún muni strax að loknum næstu þingkosningum leggja málið fyrir nýkjörið þing til sam- þykktar. Andstæðinga afhendingar- innar og ríkisstjórnina grein- ir á um það hvort hér sé um eignarnám að ræða, en lagasérfræðingar eru ekki á einu máli um hvort svo sé. Eitt dagblaðanna í Kaup- mannahöfn telur að þrátt fyrir frestunina eigi að vera unnt að gefa íslendingum nú þegar Flateyjarbók og önnur skinnhandrit í Konunglega bókasafninu, en annað dag- blað segir að þar sem fram- kvæmd laganna í heild hafi verið frestað, sé þetta ekki mögulegt. YFIRLÝSING STJÓRNAR- INNAR Danska ríkisstjórnin ákvað á síðdegisiundi í dag að beygja sig fyrir kröfum 61 þjóðþíngs- manna um að leggja ekki laga- frumvarpið um afhendingu hand ritanna fyrir konung til stað- festingar á morgun. Endanlegri afgreiðslu málsins er því frestað þar til eftir nýjar þingkosning- ar og eftir að nýtt þing hef-1 ur tekið það til umræðu. Eftir ríkisstjórnarfundinn var gefin | út svohljóðandi yfirlýsing: Það er áframhaldandi skoð I un ríkisstjórnarinnar að á- kvæði lagafrumvarpsins feli ' ekki í sér eignamám. Ríkis- stjórnin ætlar sér hins vegar ekki að láta frestunarbeiðn- ina verða tilefni deilna og hefur því ákveðið að leggja frumvarpið ekki fram til stað Framhald á bls. 14. Áætlanir og útgjöld bæjar- ins standast nákvæmlega Skuldir lækka — greidslujöfnuöur mjög hagstæður — eignaaukn- ing 58,4 millj. REIKNINGAR Reykjavíkur- bæjar voru til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi í gær. Borgarstjóri, Geir Hallgríms- son, hafði framsögu um reikn ingana. Þakkaði hann sér- staklega þeim þrem mönnum, sem aðallega hafa unnið að frágangi reikninganna, þeim Gunnlaugi Péturssyni, borg- arritara, Guttormi Erlends- syni, aðalendurskoðanda, og Karli Á. Torfasy/ni, aðalbók- ara. Hér verða rakin nokkur at- riði úr ræðu borgarstjóra. Tekjur bæjarsjóf f fjárhagsáætlun fyrir áirið 1960 voru rekstrartekjur áætlað- ar kr. 261.882.500,00, en urðu skv. reikningi kr. 270.624.494,03, eða aðeins kr. 8,7 millj. hærri en gert var ráð fyrir í áætluninni. Eru þetta nokkru lægri um- framtekjur en árið áður, en þá urðu rekstrartekjurnar alls kr. 270.8 millj., en höfðu verið áætl- aðar kr. 249.5 millj. Þessi mun- ur stafar eingöngu af því, að nú eru burtfelldar eftirstöðvar út- svara færðar til frádráttar þeim teknamegin í reikningnum í stað þess að áður voru þær ávallt Mynd þessi, sem var símsendl til Mbl. í gær, er tekirr þegarl verið var að afhenda áskoruni um frestun afhendingar hand.j ritanna. — Á myndinni séstj Johannes Thorborg skrifstoful stjóri Þjóðþingsins taka viðj mótmælaskjöluHum af jhalds-j þingmannimim Poul Möller] (til vinstri) og vinstriþing- manninum Ib Thyregod. Geir Hallgrímsson, borgarstjóri færðar sem sérstakur útgjalda- liður. í svari mínu á bls. 294 í reikningnum tek ég fram, að rekstrartekjur ársins 1960 séu ekki sambærilegar við tekjur ár- anna á undan. Er þetta f yrirkomu lag nú tekið upp til þess að sem bezt mynd fáist af raunveruleg- um tekjum bæjarsjóðsins. Framh. á bls. 17 Vopnahlé PARÍS, 15. júní (Reuter) — Frakkar framlengdu í dag vopna hlé það í Alsír, er þeir settu einhliða áður en viðræður við útlagastjórnina hófust í Evian. Vopnahléið átti að standa í mán- uð og hefði runnið út n. k. þriðju dag, en er nú framlengt um ó- ákveðinn tíma. Vonir standa nú til að viðræðurnar í Evian hefj- ist fljótlega að nýju. , ÁKVÖRÐUN þessi var tekin á ríkisstjórnarfundi undir forsæti de Gaulle. Einnig var ákveðið að láta f leiri pólitíska f anga lausa í Alsír, en 6000 fangar áttu að hafa hlotið frelsi áður en vopna- hléið rann út. Franska stjórnin óskaði s.l. þriðjudag eftir frekari umhugs- unarfresti í Evian og hafa við- ræður legið niðri síðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.