Morgunblaðið - 16.06.1961, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.06.1961, Blaðsíða 4
4 r MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 16. júni 1961 Gleraugu töpuðust sl. sunnudag. — Finnandi geri vinsamlega aðvart í síma 33582. Keflavík — Húseigendur Óska eftir góðri 3—4 herb. íbúð til kaups. Útb. ca. 50—70 þús. kr. — Uppl. í síma 1819. Myndavél Til sölu 35 mm ljósmynda- vél, Ijósop 1:2,8—1/500 sek. innb. fjarlægðarmælir. — Hagstsett verð. Sími 37161 eftir kl. 5 í dag. Telpa 10—12 ára óskast til barnagæzlu Vestmannaeyjum. Uppl. srma 35118. Garðeigendur Tek að mér að úða garða. Fljót og góð afgreiðsla. — Hagstætt verð. Uppl. símar 23627 og 34238. Barnarúm 3 gerðir. Verð frá kr. 55,00. Húsgagnavinnustofa Sighvatar Gunnarssonar Hverfisgötu 96. Sími 10274. Trillubátur óskast Vil taka á leigu 3 til 5 tonna trillu. Tilboðum verð ur svarað í síma 50520. Tvær stórar telpur 10 og 12 ára vantar sumar- vinnu. Uppl. í síma 18118. Til sölu Overlock verksmiðjuvél — Þórsgötu 21, 1. hæð. Einnig orgel til sölu á sama stað. 1—2 herbergi óskast á góðum stað í bæn- um fyrir hárgreiðslustofu. Tilb. merkt: „Hárgreiðslu- stofa sendist afgi*. blaðsins fyrir 20. þ. m. Ungur bóndi á Norðurlandi óskar eftir ráðskonu á aldrinum 20 til 30 ára. Má hafa með sér eitt barn. Sími 16154. Vantar skipstjóra, vélamann og háseta á góð- an snurvoðabát. Uppl. í síma 24613. Fornsala á góðum stað í bænum til sölu. Lítil vörulager. Uppl. í síma 22959 eftir kl. 7. Óska eftir vinnu Við kaffihitun hjá skrif- stofufólki eða hreingern- ingar á skrifstofum. Tilboð sendist blaðinu fyrir laug- ardag, merkt: „Vinna 1423 Hárgreiðslustofan Hátúni 6. — Sími 15493. í dag er 167. dagur ársins. Föstudagur 16. júní. Árdegisflæði kl. 07:20. Síðdegisflæði kl. 19:39. Slysavarðstofan er opin allan sólar- hringmn. — Læknavörður L.R. (fyrir vitjaniri er á sama stað frá kl. 18—8. Sími 15030. Næturvörður vikuna 10.—17. júní er í Vesturbæjarapóteki, nema sunnud. í Austurbæjarapóteki. Holtsapótek og Garðsapótek eru opin alla virka daga kl. 9—7, laugar- daga frá kl. 9—4 og helgidaga frá kl. i—4. Kópavogsapótek er opið alla vlrka daga kl. 9,15—8, laugardaga frá kl. 9:15—4, helgid. frá 1—4 e.h. Sími 23100. Næturlæknir í Hafnarfirði 10.—17. júní er Eiríkur Björnsson, sími 50253. FRETTIR Eldri kvenskátar: — Áríðandi fund- ur seniordeildar, yngri og eldri svanna, stjórnar og deildarforingja K.S.F.R. í Skátaheimilinu (nýja saln- um) mánudaginn 19. júní kl. 8:30. Allir eldri skátar 1 K.S.F.R. velkomn- ir. Fjölmennið.--Undirbúningsnefnd- in. Sjómannakonur er stóðu fyrir kaffi- sölu í Sjálfstæðishúsinu á Sjómanna- daginn þakka innilega öllum þeim er lögðu þeim lið, með gjöfum og vinnu. Ennfremur forstjóra Sjálfstæðishúss- ins fyrir lán á húsinu endurgjalds- laust á hverju ári. — Nefndin. 19. júní fagnaður Kvenréttindafélags íslands verður í Tjarnarkaffi uppi, 19. júní kl. 20:30. Allar konur vel- komnar. Thorvaldsensfélaginu hafa nýlega borizt vinagjafir. I>ann 8. júní sl. í tilefni af afmæli Magnúsar V. Jó- hnanessonar, framfærslufulltrúa, af- henti eftirlifandi kona hans frú Fríða Jóhannesdóttir og dóttir þeirra Svala Magnúsdóttir 10 þús. kr. að gjöf. Skal upphæðinni varið til kaupa einhverra Tekið á mófi tilkynningum í Dagbók frá kl. 10-12 f.h. nytsamra hluta fyrir vöggustofu fé- lagsins að Hlíðarenda, sem nú er 1 byggingu. Ennfremur afhenti frök- en Hulda Þórðardóttir félaginu 4000 krónur að gjöf til minningar ujn móð- ur sína, frú Rannveigu Sverrisdóttur. Með innilegu þakklæti — Thorvald- senfélagið. Leiðrétting: — Þegar sagt var frá skógræktarstarfi í Kjós, um síðustu helgi, var sagt frá því, að gróðursett- ar hafi verið um 500 plöntur, en átti að vera 5000. Þjóðræknisfélag íslendinga: — Gesta mótið verður í Tjarnarcafé n.k. sunnudagskvöld og hefst kl. 20:30. Sam eiginleg kaffidrykkja, gestakynning, ný Islandskvikmynd o. fl. Vinsamleg- ast látið þetta berast til allra þeirra Vestur-Islendinga, sem hér eru á ferð, því að þeir eru sérstaklega boðnir. Að öðru leyti er öllum heimil þátt- taka, eftir því sem húsrúm leyfir. Aðgöngumiðar verða við innganginn. Byggingamenn: — munið að ganga þrifalega um vinnustaði og sjáið um að umbúðir fjúki ekki á næstu götur, lóðir eða opin svæði. Þessa eg lengsta lifði nótt, ljótir eru flóar, að mér hafa alltaf sótt armir vætukjóar. Neðan ormar nöguðu mig og nörtuðu fætur mjóar, en mér á höfuð settu sig saurugir vætukjóar. Þó að mjög sé Ijótt og leitt að lenda í sortaflóum, verra í heim eg veit ei neitt en verða fyrir kjóum. (,,A reið um flóann um nótt“ eftir Gísla Brynjólfsson). Söfnin Listasafn íslands er opið daglega frá kl. 13,30:—16. Listasafn Einars Jónssonar er opið daglega kl. 1:30 til 3:30. Ásgrlmssafn, Bergstaðastræti 74 er opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga frá kL 1.30—4 e.h. Árbæjarsafn er opið daglega kl. 2—6 e.h. nema fnánudaga. Þjóðminjasafnið er opíð daglega frá kl. 1:30—4 e.h. Ameríska bókasafnið, Laugavegi 13, er opið kl. 9—12 og 13—18, lokað laug- ardaga og sunudaga. Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla MENN 06 = miEFNI= Páll S. doktor í heimspeki við Edinborgar- háskóla 7. jií/í NÝLEGA var hér í Morgun- blaðinu sagt frá Fáli S. Árdal lektor og doktorsprófi hans í heimspeki við Edinborgarhá- skóla. Hefur blaðið nú fengið fyllri fréttir af þessu. Ritgerð eftir Pál hefur ver- ið tekin gild til doktorsnafn- bótar við háskólann í Edin- borg' og þykir svo góð, að doktorsefnið þarf ekki að verja hana. Verður Páll S. Ár- dal sæmdur lærdómstitlinum Ph. D. (Doctor of Philosophy) föstudaginn 7. júlí næst kom- andi. Ritgerðin heiti „David Hume’s Theory of Value“. Fjallar hún að mestu um sið- fræðikenningar þessa merk- asta heimspekings, sem Skot- land hefur alið. Þar er einkum bent á, að efni einnar af þrem- ur bókum „Treatise of Human Nature“ hafi grundvallarþýð- ingu fyrir skilning á siðfræði Humes. I ár er liðin hálf þriðja öld frá fæðingu Humes, og efndi Edinborgarháskóli af því til- efni tii fjögurra opinberra fyr- irlestra. Var Páll fenginn til að flytja einn þeirra, og var gerður að honum góður róm- ur, að því er Mbl. hefur séð í fréttagrein úr The Scotsman frá 9. maí sl. Páill S. Árdal er sonur hjón anna Hallfríðar heitinnar | Hannesdótlur frá Siglufirði og Steinþórs Pálssonar Árdals. Hann er fæddur á Akureyri 27. júní 1924, lauk stúdents- prófi frá menntaskólanum þar 1944 og meistaraprófi (M.-A.- honours-prófi) í latínu, frönsku og heimspeki frá Ed- inborgarháskóla, var síðan tvö ár (1949—51) latínu- og frönskukennari við Mennta- skólann á Akureyri, hlaut þá styrk úr sjóði Hannesar Áma- sonar til framhaldsnáms í heimspeki og varð 1954 að- stoðarkennari (tutor) og 1958 skipaður lektor í siðfræðilegri heimspeki við Edinborgarhá- skóla. Var það eitt síðasta verk hins fræga heimspeki- prófessors Macmurrays, áður en hann lét af embætti fyrir aldurs sakir, að bjóða Páli lektorsstöðuna, og má af því ráða, hvaða álits hann nýtur. Páll er kvæntur Hörpu Ás- grímsdóttur frá Akureyri. Heimilisfang þeirra er 26, Lauriston Place, Edinburgh, 3. túni 2, opið daglega frá kl. 2—4 e.h. nema mánudaga. Bæjarbókasafn Reykjavlkur: — ASal safnið, f>ingholtsstræi 29A: Útlán: 2—10 alla virka daga, nema laugardaga 1:4. Lokað á sunnudögum. Lesstofa: 10—10 alla virka daga, nema laugardaga 10 —4. Lokað á sunnudögum. — Útibú Hólmgarði 34: 5—7 alla virka daga, nama laugardaga. — Utíbú Hofsvallaa götu 16: 5,30—7,30 alla virka daga, nema laugardaga. Tæknibókasafn IMSf í Iðnskólahús- inu Skólavörðutorgi er opið virka daga frá kl. 13—18, nema laugardaga Bókasafn Dagsbrúnar, FreyjugötU 27, opið föstud. 8—10 e.h„ laugard. og sunnud. 4—7 eh. JUMBO í INDLANDI + + + Teiknari J. Mora 1) Þegar Júmbó lagði hreykinn af stað yfir kaðalbrúna sína, höfðu hon- um hreint ekki komið neinar krókó- dílaófreskjur í hug. 2) En hann fékk nú brátt smá- vegis kynni af þeim. Þessar fólsku- legu skepnur syntu þarna tugum saman fram og aftur, gláptu eftir- væntingarfullar á Júmbó og sleiktu græðgislega út um. 3) Vesalings Júmbó varð svo taugaóstyrkur við þessa óhugnan- legu sjón, að honum skrikaði fótur, Þá varð tígrisdýrsunginn skelkaðup og læsti klónum í Júmbó —> en við það missti hann alveg jafnvægið og f éll.... Jakob blaðamaður Eítir Peter Hoffman — Scotty, ég ætla að svipast hér um!.... Þú skalt vera-hér við eld- inn! — M-með ánægju! Gg stuttu síðar.... — Ó, ertu komínn aftur svona fljótt?..., Fannstu..,. JAKOB!!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.