Morgunblaðið - 16.06.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.06.1961, Blaðsíða 5
Föstudagur 16. júní 1961 MORGVNBLAÐIÐ 5 IhM Aldrei fyrr getað málað í bjortu um hánótt DÖNSK kona, Grethe Am- mundsen listmálari, dvelur hér á Islandi um mánaðartíma og hanga nú 16 myndir eftir hana uppi í Mokkakaffi til sýnis fyrir gesti þar. Frúin er vel kunn listakona í heima- landi sínu og víðar. T.d. eru alltaf myndir eftir hana á „Den Permanente" í Kaup- mannahöfn, sem flestir íslend ingar kannast við. Auk þess hefur hún sýnt víða, t.d. á haustsýningu listamanna í Danmörku 1953—1954, á páska sýningunni í Árhus 1955 og í ár sýndi hún í listasafninu í Ábo í Finnlandi. Myndir henn ar hafa verið seldar til ým- issa landa: Ameríku, Svíþjóð- ar, Marokko, Þýzkalands, Finn lands og Noregs og tvær hanga uppi í skemmtiferða- skipinu „Stokkholm“. Við hittum frúna snöggvast að máli fyrir nokkrum dög- um. Hún kom hingað ekki í þeim tilgangi að sýna verk sín heldur aðeins í heimsókn til frú Þóru Einarsdóttur, framkvæmdastjóra stofnunar- I innar Vernd, en eiginmaður frú Ammundsen er framkvstj. upptökuheimila og unglinga- verndarstofnana í Kaupmanna höfn, þar sem Þóra var til að búa sig undir þess háttar störf. — Starfið þér nokkuð með manni yðar? spyrjum við. — Eg tala aðeins um starf hans við hann, en blanda mér annars ekki í það. — Þér hafið sennilega nóg á yðar könnu, með málara- listina og heimilið? — Já, ég held heimili og á tvö börn, sem nú eru að kom- ast upp. En ég á svo elskuleg- an mann, sem segir mér bara Sað láta húsverkin eiga sig, ef mig langar til að mála, svo það rekst ekkert á. Frú Grethe hefur málað síð an hún var 16 ára gömul. Hún stundaði nám í Rannaus mál- araskólanum, en sneri sér síð- an um skeið að leirkeragerð hjá konunglegu postulínsverk- smiðjunni. 1939 tók hún svo aftur að mála og hefur gert það síðan, auk þess sem hún hefur unnið nokkuð að því að þrykkja á léreft. — En hand- verkið tekur langan tíma og er erfitt í meðförum, þegar maður hefur heimili líka, seg- ir hún. Fyrst þarf að þvo og sjóða burtu öll aukaefni úr léreftinu, skera síðan mynstr- ið sjálfur, blanda litina og smyrja þeim á og loks að hand þrykkja mynstrið. Þar með er þetta ekki búið. Nú á efnið að fá bað, fara í gegnum þrjár skolanir, sjóðast o. fl. Að vísu er hægt að vinna sér þetta létt ara. En eigi þrykkingin að vera reglulega fín, verður ekki komizt hjá mikilli vinnu við það. — Mér hefur fundizt svo dásamlegt að mála hér, segir frúin seinna í samtalinu. Eg hefi aldrei fyrr upplifað það að geta málað í björtu á nótt- unni. Og nú er ég að fara í hálfsmánaðar ferðalag út á land og hlakka mikið til að mála þetta hrikalega landslag. — Svo þér málið þá ekki abstrakt? — Nei, ekki svo að skilja að mér geðjist ekki að ab- strakt ef hún er vel unnin. En maður verður að þróast yfir í hana, getur ekki allt i einu tekið stökk á listabraut- inni. — Finnst yður teljandi mun ur á málaralist hér og i Dan- mörku, þar sem landslag er svona ólíkt i löndunum? — Nei, það held ég ekki, á báðum stöðum eru til góð og léleg málverk. Eg er ákaf- lega hrifin af sumum íslenzk- um listamönnum, eins og Kjarval og Júlíönu Sveins- dóttwr, sem ég þekki í Kaup- mannahöfn og sem er mjög dáð þar. í dag verða gefin saman í hjóna band Edda Scheving, danskenn- ari, og Heimir Guðjónsson, vél- virki. Heimili ungu hjónanna verður að Reynimel 54. í gær voru gefin saman í hjóna band á Akureyri Sólveig S. Guð- bjartsdóttir, Holtagötu 6, Akur- í GREIN, sem birtist í blaðinu á dögunum um Borgarf jarðar ferð Ólafs V. Noregskonungs, var sagt svo frá, að á meðan þjóðhöfðingjarnir, konungur og forseti íslands renndu fyr- ir Iax í Norðurá, „stóð einn og veiddi fagurt landslag Borg arfjarðar í pensilinn sinn“. — Þetta var Eyjólfur Eyfells, list málari og var þessi mynd tek- in af honum við „veiðarnar“. eyri og Jón Ellert Guðjónsson, Barðavogi 22, Reykjavík. Guðmundur Kr. Guðjónsson, trésmiður, Skeiðarvogi 35 verður 70 ára á morgun, 17. júní. í dag verða gefin saman í hjóna band af séra Þorsteini Björns- syni, ungfrú Sigfríður L. Marinós dóttir, fóstra, Fossvogsbletti 7, og Sigurgísli Árnason, húsasmíða nemi, Skaftahlíð 25. — Heimili þeirra verður að Skaftahlíð 25. í gær voru gefin saman í hjóna band í Dómkirkjunni af séra Jóni Auðuns, ungfrú Guðfinna S. Þor- steinsdóttir, Víðimel 37 og Harry W. Green. Heimili ungu hjón- anna verður í New York. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Hlín Ein&rsdótt- ir, Húsavík og Sigurður Sigurðs- son, skipstjóri m.s. Smára, Húsa- vík. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína Ríkey Ríkharðsdóttir, hjúkrunarkona, Eiríksgötu 11 og Kári Eiríksson, stud. oecön. Sá, sem fullnægir hugmynd sinni um mikilmennsku, hlýtur að hafa sett markið mjög lágt. — J. Ruskin. Sannleikurinn fer aldrei neinar krókaleiðir. — Sofokles. Tungubroddurinn er mesti háska- staður heimsins. — H. Redwood. Vonin er þau einu gæði, sem eru sameign allra. Þeir, sem eiga ekkert annað, eiga þó vonina. — Þales. Vizka er að vita, hvað er mest virði að vita, og gera það, sem mest er um vert að gert sé. — Humphrey. AÐSEND VÍSA Ein er hrund af elli gri, ónýt brand að hrista. Framsókn f-reyið Ieggjalág leikur við kommúnista. Sumarbústaður til leigu Viljum leigja 2ja herbergja sumarbústað við Álftavatn í sumar. Uppl. í síma 50833 milli kl. 5 og 7 föstudaginn 16. júní. Akranes Hús til sölu strax á góðum stað í bænum. Lítil útb. — Kirkjubraut 6; Akra- nesi. Uppl. á sarna stað. Nýtízku dragtir Alullar-klæði. Verð 1170,- kr. — Verzl. Hlíð Hlíðar- vegi 19, Kópavogi. — Sími 19583. Til leigu rúmgott skrifstofuhúsnæði á 1. hæð í húsi innarlega við Laugaveg. Tilboð send- ist afgr. blaðsins, merkt: — „1422“ íbúð til leigu 4 herbergi og eldhús í stein húsi við Laugaveg. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins, merkt: „1421“. A T H U G I Ð að borið saman ð útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu, en öðrum blöðum. — Ný bók: Hrafnseyri Fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar forseta Höfundur rits þessa er séra Böðvar Bjarnason, sem var prestur á Hrafnseyri í 40 ár. Ólafur Þ. Kristjánsson skólastjóri hefur buið bókina undir prentun. Höfundur segir í eftirmála: ,Það er von mín, að margur hafi ájnægju af því að kynnast þáttum þessum úr sögu Hrafnseyrar, og það er ósk mín, að kynning sú verði þeim og þjóðinni til blessunar“. Bókin er gefin út í tilefni af því að 150 ár eru liðin liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar. Þar er bernskustöðvum forseta lýst rækilega og ýmis- legt sagt frá foreldrum hans og öðrum ættmönnum. Bókin er 200 bls. að stærð. Verð kr. 140.00 í bandi. Bókaútgdfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins Cölutjöld 17. júní Afgreiðum hraðfrystu ís- formin til sölutjalda 17. júní. Leggjum til ein- angraða sölukassa. Hafið samband við okkur strax. við Miklatorg. Sími 17277. Til sölu Glæsileg 1. hæð við Grettisgötu (136 ferm.), 5 herb., eld- hús og bað ásamt herbergi í risi. Sérinngangur. Sérhita- veita. 1. veðréttur laus. Mjög vönduð efri og neðri hæð í sænsku húsi við Skólabraut til sölu. Á 1. hæð: 3 stofur, eldhús, herbergi, forstofa og W.C. Á efri hæð: 3 svefnherbergi, stór stofa, bað og svalir. Flatarmál hæðanna er 118 ferm. Harð- viðarhurðir og karmar. Tvöfalt gler. Sérinngangur. Bíl- skúr. Útb. kr. 250.000,00. Til greina kemur að lána eftir- stöðvar kaupverðs til 5 ára. Glæsileg 2. hæð (116 ferm.) 4 herb., eldhús, og bað í nýju húsi við Dunhaga. Bílskúr getur fylgt. Allir veð- réttir lausir. Upplýsingar gefur: SKIPA & FASTEIGNASALAN (Jóhannes Lárusson, hdl.) Kirkjuhvoli, símar 14916 og 13842.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.