Morgunblaðið - 16.06.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.06.1961, Blaðsíða 8
8 MORCVTSBLAÐIÐ Föstudagur 16. júní 1961 Mennfaskólanum sagt upp í gær Á meðal 99 nýstúdenta er iiðlega fimmtug kona SKÓLAUPPSÖGN fór fram I Menntaskólanum í Reykjavík í gær og voru brautskráðir 99 Stúdentar, og er það átta stúdcnt um færra en í fyrra. Má til tíð- inda teljast að meðal nýstúdent- anna, sem brautskráðust í gær, var 51 árs kona, Aðalheiður Eleníusardóttir, Hjarðarhaga 64 hér í bæ. Lauk hún prófi utan skóla, en var ekki viðstödd skólauppsögnina í gær. Aðalheið ur mun hafa tekið prófin í á.föng Um undanfarin ár. Mbl. náði tali af Aðalheiði í gær, en hún kvaðst sem fæst um prófið viija segja, *g hefði hún ekki áhuga á þvi, að mikið yrði um það sagt. Skólauppsögnin hófst með því, að Kristinn Ármannson, rektor, flutti yfirlit um starfsemi skól- ans á árinu. Minntist rektor fyrr verandi starfsmanna skólans, sem létust á árinu, þeirra Jó- hannesar Áskelssonar yfirkenn- ara, síra Friðriks Friðrikssönar, sem kenndi kristin fræði og latínu við skólann um árabil, Björns Jakobssonar skólastjóra, sem kenndi leikfimi, Þorkels Þor- kelssonar veðurstofustjóra, sem ásamt dr. Ólafi Daníelssyni átti frumkvæðið að stærðfræðideild skólans og kenndi þar um hríð, ©g löks Karls Kristjánsson, hús- varðar, sem starfaði við skólann í þrjú og hálft ár. HÚSNÆÐISVANDRÆÐI í yfirlitinu gat rektor þess, að með sama áframhaldi yrðu nem- endur skólans orðnir um eitt þús- und að þremur árum liðnum, en í upphafi þessa skólaárs hefðu þeir verið 687, eða um 100 fleiri en í fyrra. Sæju allir, hvílík fjarstæða það væri, að ætla þess- um fjölda vist í húsi, sem tekur 2—300 nemendur. Með sömu fjölgun yrði þegar í haust ömögu legt að taka við öllum nemend- U*n í þessi húsakynni, og yrði því annað hvort að synja allmörg um um skólavist, eða fá viðbót- arhúsnæði úti í bæ. ÁRSPRÓF OG EINKUNNIR 571 nemandi gekk undir árs- próf, þar af 12 utan skóla. Próf- inu luku 532 og stóðust 462. Hæstu einkunnir við árspróf Wutu Þorkell Helgason, ág. 9.14, Baldur Símonarson, ág. 9.08, Kristín Gísladóttir 8.96, Jón Ögm. Þórmóðsson 8.72, Ólafur Davíðs- son 8.66, Kristín H. Jónsdóttir 8.66 og Einar Már Jónsson 8.82. STÚDENTSPRÓF Undir stúdentspróf gengu 107 nemendur. Af þeim luku prófi og stóðust 99, en átta utan skóla frestuðu nokkrum hluta prófsins til hausts. Hæstu einkunnir hlutu: í máladeild: Þorsteinn Gylfa- son, ág. 9,16, Þuríður Jónsdóttir 8,69, Ragnheiður Hansdóttir 8.58 og Kristján Eyjólfsson 8.58. f stærðfræðideild: Þorgeir Páls son, ág. 9.20, sem var hæsta eink- unn við stúdentspróf og jafn- framt hæsta einkunn yfir allan skólann, Gunriar Benediktsson, ág. 9.10, Eggert Briem 8.87 og Guðni Sigurðsson 8.65. MENNTUN ARÐBÆR FJÁRFESTING Að yfirlitinu um skólaárið loknu, afhenti rektor nýstúdent- um prófskírteini sín, flutti síð- an ræðu og ávarpaði hina ungu stúdenta. Fórust honum m. a. svo orð: „f fyrirlestri, sem þekkt ur hagfræðingur, sem starfar við alþjóðastofnun uppeldismála, hélt nýlega, staðhæfði hann, að út- gjöld til uppeldismála væru ekki „consumption“, ekki eyðslufé, heldur „investment", fjárfesting, og það mjög arðbær fjárfesting, er gæfi háa vexti .... Segja má með réttu, að lítið þjóðfélag eins og okkar, hafi mjög takmarkaða möguleika til fjárfestingar, og þá líka til skólamála. Vissulega eru þar mörg ljón á veginum. Jöfnuður er góður, en þó eins og annað í hófi, og þegar ungir menn, sem varið hafa miklu erf- iði og fé til þess að afla sér menntunar, geta með réttu kvart að yfir því, að þeir beri skarðan hlut frá borði samanborið við aðra þegna þjóðfélagsins, þá er vissulega hætta á ferðum. ís- lenzkir „akademikarar", sem margir hverjir verða að vinna á við tvo starfsbræður sína er- lenda hver, til þess að framfleyta sér og sínum, mega ekki verða ein af útflutningsvörum okkar; fyrr verða íslenzk stjórnarvöld að gera einhverjar úrbætur ..." Að lokinni ræðu rektors fór fram verðlaunaafhending, en verðlaunalistinn er of langur, til birtingar í blaðinu. Elzti stúdentinn, sem viðstadd ur var athöfnlna í gær, var Hall- dór Júlíusson, fyrrv. sýslumaður, en hann varð stúdent 1896. Elzti núlifandi stúdentinn er Árni Thorsteinsson, tónskáld. Var hann viðstaddur s. 1. ár á 70 ára stúdentsafmælinu, en ekki nú. — Fulltrúi 50 ára stúdenta, Stein- dór Gunnlaugsson lögfræðingur tók til máls og afhenti skólanum peningagjöf til Bræðrasjóðs. Tómas Guðmundsson, skáld, mælti fyrir 40 ára stúdentum, skáldabekknym fræga, og færði skólanum einnig peninga í Bræðrasjóð. REKTOR ÁVARPAÐUR Á LATÍNU Þá tók til máls fulltrúi 25 ára stúdenta, Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, og ávarp- aði rektor á latínu. Þess má geta að rektor og Gylfi fengu báðir 10 í latínu á stúdentsprófi. Færði Gylfi skólanum málverk af rekt- or, málað af Sigurði Sigurðssyni, listmálara, en rektor þakkaði á latínu. Loks tók til máls Aðal- steinn Guðjohnsen verkfræðing. ur. fulltrúi 10 ára stúdenta, og færði skólanum smásjá að gjöf. Rektor þakkaði síðan hlý orð og góðar gjafir og sagði skólan um slitið. Þorsteinn Gylfason Heil fjölskylda „júbileraði64 í gær l ÞESS má geta í sambandi við skólaslitin í Menntaskólanum í gær, að þá átti Vilmundur Jónsson, fyrrum landlæknir, og kona hans Kristín, bæði 50 ára stúdentsafmæli. Tengda- sonur þeirra hjóna, Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráð- herra, átti 25 ára stúdentsaf- mæli, og sonur hans, Þor- steinn Gylfason, fékk stúdents húfuna í gær. Þá átti Þórhall- ur, sonur Vilmundur og Krist- ínar, 20 ára stúdentsafmæli, Og kona hans, Ragnheiður, fimm ára stúdentsafmæli. Loks má geta þess, að Þor- steinn Gylfason fékk nú ná- kvæmlega sömu einkunina á stúdentsprófi Og frændi hans Þórhallur fyrir 20 árum. Ekki er ólíklegt að glatt hafi verið á hjalla hjá fjölskyld- unni í gær. Breytt vinnu — og greiðslu fyrirkomulag —hefir gefið góða raun i Vefaranum FYRIR skömmu hitti frétta- maður blaðsins norskan vefn aðarfræðing, sem hér er staddur á vegum teppagerð- arinnar Vefarans, Erling Larsen að nafni. Með honum var Sveinbjörn Jónsson í Ofnasmiðjunni, en hann er ásamt syni sínum aðaleig- andi Vefarans. Við spurðum Sveinbjörn fyrst ofurlítið um þetta tiltölulega unga fyrirtæki. Vefarinn var stofnaður fyrir nær 9 árum með norskri aðstoð, sem bæði fólst í útvegun vefstóls, sér- fræðings og láns. Forráðamönn- um fyrirtækisins fannst nú kominn tími til að fá hingað norskan sérfræðing til þess að líta á fyrirtækið og gefa holl ráð um rekstur þess. Erling Larsen mun heim- sækja fleiri fyrirtæki og verða þeim til ráðuneytis um skipu- lag, kaup nýrra véla, hagkvæm- ari vinnunýtingu og aukna framleiðslu. Við snúum okkur nú til vefn- aðarfræðingsins og spyrjum hann hvað sé hið helzta er hann telji að megi verða ís- lenzkum iðnfyrirtækjum til bóta. — Markaðurinn hér á Islandi er svo takmarkaður að öll end- urskipulagning iðnaðarins verð- ur að miðast við það. Mikil fjárfesting getur ekki átt sér stað nema aukinn markaður komi til. Þá er að athuga mögu- leika íslenzks iðnaðar á útflutn- ingi. Við höfum gert athugun á þessu hjá Vefaranum. Þar er, eftir aukin afköst, hægt að framleiða gólfteppi úr íslenzkri ull, sem mundu verða sam- keppnisfær á erlendum mark- aði hvað verð og gæði snertir. Ég vil í þessu sambandi benda á að við Norðmenn seljum úr landi ýmsar iðnaðarvörur, sem eru sérstæðar og fyrst og fremst keyptar af því þær eru norskar og bera einkenni norsks iðnaðar. Ef við höldum okkur við vefnaðinn þá eru norsk mynztur þek,kt víða um heim. íslendingar gætu á sama hátt unnið sér slíka markaði. Stúdentar brautskráð- ir frá MR í gær Máladeild: A. Elízabet Erlingsdóttir Erla Ófeigsdóttir Guðrún Guðjónsdóttir Guðrún Hapsdóttir Guðrún Pálsdóttir Helga Hauksdóttir Helga Ölafsdóttir Ingibjörg Björnsdóttir Ingibjörg Guðmundsdóttir Jóhanna Borgþórsdóttir Lilja Asbjarnardóttir Málfríður Konráðsdóttir María, Geirsdóttir Perína Þorsteinsdóttir Ragnheiður Hansdóttir Ragnheiður Asta Pétursdóttir Rósa Aðalsteinsdóttir Sigrún Björnsdóttir Sigurlaug Sigurðardóttir Sigurveig Sveinsdóttir Svala Lyngdal Véný Lúðvíksdóttir Vigdís Fjeldsted t>óra Johnson Þórhildur Jóhannesdóttir Þuríður Jónsdóttir Arni Eymundsson Asgeir Jónsson Baldur Björnsson Björn Ól. Gíslason Gestur Ólafsson Guðjón Albertsson Guðjón Guðjónsson Haraldur Magnússon Helgi Gíslason Ingólfur Arnason Jón Gunnar Benediktsso Kristján Eyjólfsson Páll Eiríksson Pétur Olafsson Rúnar Guðjónsson Sigurður Bjarnason Sveinn Björnsson Sverrir Tómasson Þorleifur Hauksson Þorsteinn Gylfason Þorsteinn Skúlason t>órir Oddsson t>ráinn Eggertsson Utan skóla: Aðalheiður Eliníusardóttir Oskar G. Óskarsson St.ærðfræðideild: X. Asgeir Leifsson Guðni Sigurðsson Guðni Þorsteinsson Gunnar Benediktsson Gunnar V. Guðmundsson Gylfi Thorlacius Hrafn Vestfjörð Friðriksson Ingólfur Hjaltalín Hákonarson Ingvar Pálsson Jóhannes Jónsson Jón H. Magnússon Jónas Gústavsson Kristján Þ. Stephensen Olafur Ragnarsson Páll Gústavsson Sigurður Bjömsson Sveinn Valfells Sverrir Norðfjörð Vífill Magnússon Þorgeir Pálsson Þorkell Erlingsson Þórarinn Stefánsson Örn X. Agla Marta Marteinsdóttir Albert H. N. Valdimarsson Anna Kristjánsdóttir Arsæll Jónsson Eggert Briem Eggert Jónsson Elín Jafetsdóttir Gísli Sigurkarlsson Guðmundur Magnússon Guðrún Hallgrímsdóttir Gunnar Rósinkranz Gylfi Guðmundsson Halldór Armannsson Halldór Kjartansson Hlédís Guðmundsdóttir Jón Björnsson Ölafur I. Rósmundsson Olafur Þ. Sigurjónsson Rúnar Sigmarsson Sigurður I. Kristinsson Sigurður E. Þorkelsson Sólveig Guðmundsdóttir Svandís Pétursdóttir Utan skóla: Svavar Armannsson — Er íslenzka ullin góð til gólfteppagerðar? —. Já, hún er ágæt. — En mér skilst að vinnu* skipulagið sé ekki þýðingar-* minna atriði? — í sex vikur höfum við nú unnið með nýrri vinnutilhögun í Vefaranum og fellt niður næp alla yfirvinnu. Menn vinna saman í afkastahópum. í>eir hafa hver* sín ákveðnu vikulaun, en fá svo framleiðsluuppbót fyrir aukin afköst. Við höfum spurt starfsmennina að því hvort þeir kæri sig um að taka upp gamla skipulagið á ný, en þeir j^rling Larsen hafa neitað þvl. Ég verð a9 segja að þesi stilraun hefur tek- izt betur en við gerðum ráð fyrir og starfsmennirnir bjugg- ust við. Þeir hafa aukið afköst- in meira en nokkur gerði ráð fyrir. í hlutfalli við það hafa menn svo fengið hærri laun, Hér hefur verið um að ræða bæði vinnuhagræðingu og auk- in afköst starfsfólksins. Verk- stjórn hefur svo verið breytt f samræmi við þétta. Annað vinnst með þessu skipulagi, fólk vinnur jafnar og er glað- ara við verk sitt. Þar sem um starfshópa er að ræða, sem sam- eiginlega fá greiðslu fyrir auk- in afköst, er öllum í mun að vinnan gangi sem greiðast hjá öllum. —. Nokkuð sem þér vilduð segja að lokum? — Aðeins það að landið ykk- ar er fagurt og fólkið hlýlegt í viðmóti, en ég er ekki viss um að það viti í raun og veru hvað því getur liðið hér vel, Misjafn afli við Grænland FÍRSTI togarinn, sem veitt hef- ur í salt siðan verkfallið hófst, kom til hafnar hér í Reykjavík í fyrradag og hefur nú stöðvazt, því ekki er hægt að skipa upp úr honum vegna verkfallsins. Þetta er Ingólfur Arnarson, sem er með um 150 tonn, er hann veiddi á heimamiðum. Flestir eða allir aðrir togarar, sem veiða r salt, eru nú á Grænlandsmiðum. Afli þeirra hefur verið misjafn. Þegar síðast fréttist var Þorkell máni búinn að fá 240 tonn, Þor- móður goði 150 tonn, Þorsteinn Ingólfsson 20 tonn og Pétur Hall- dórsson 210 tonn. Apríl úr Hafnarfirði hefur veitt í ís við Grænland að undanförnu, en selur í Grimsby á mánudag- inn, um 300 tönn. Ágúst er ný- kominn úr söluferð, tók olíu, ía og vistir ytra og fer í dag frá Hafnarfirði til veiða. sennilega á Grænlandsm í«

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.