Morgunblaðið - 16.06.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.06.1961, Blaðsíða 10
MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 16. júní 1961 Hátíöasýning í tilefni af 150 ára fæðingar- degi Jóns Sigurössonar í bogasal Þjóð- Jón Sigurðsson, forseti. Á ÞJÓÐHÁTÍÐARDEGI fslend- inga í sumar eru liðin 150 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar för- seta. Af því tilefni hafa Þjóð- minjasafn íslands og Félag ís- lenzkra fræða efnt til minningar sýningar þessarar um Jón Sig- urðsson. Hverju mannsbarni á íslandi er kunn saga hinnar heilladrjúgu forystu Jóns Sigurðssonar í sjálf- stæðisbaráttu íslendinga á 19. öld og á þessari sýningu er brugð ið upp sýnishornum af verkum Jóns í þágu þeirrar baráttu. Hitt er mörgum miður kunnugt hversu mikið starf Jón Sigurðsson innti af höndum í þágu íslenzkra fræða. Einnig þar bar hann í sannleika höfuð og herðar yfir samtíðarmenn sína, hratt af stokkunum mörgum mestu útgáfustórvirkjum íslenzkum, sem efnt hefur verið til, vann ósleitilega að þeim útgáfum alla ævi og varð brautryðjandi um vísindaleg vinnubrögð við slík störf að nútíðarhætti. Enn var Jón Sigurðsson mestur handrita- safnari íslenzkur annar en Árni Magnússon. Er sérstök ástæða til að vekja athygli á fræðastarfi og handrita söfnun Jóns Sigurðssonar ein- mitt á þessum tíma, er upp á af- mæli hans ber ákvörðun um lausn handritamálsins og séð þykir fram á endurheimt hinna íslenzku handrita úr vörzlu Dana. Á þessari sýningu er reynt að veita hugmynd um hin ótrúlegu afköst Jóns Sigurðssonar á sviði vísinda og stjórnmála, en gestir verða að hafa í huga, að hér get- ur þó aðeins að líta nokkur sýnis- horn verka hans. Ef sýna ætti verk Jóns öll, t. d. eiginhandar- rit hans, bréf og handritasafn, þyrfti margfalt meira húsrými en hér er til umráða. í sýnipúlti við inngöngudyr eru ýmsir smáhlutir úr eigu Jóns Sigurðssonar, þ. á. m. stækkunar gler það, sem hann notaði við handritalestur, pennastöng, úr, þrjú signet o. fl. í horni salarins eru innan- stokksmunir úr búi Jóns Sigurðs- sonar, Tryggvi Gunnarsson bankastjóri keypti flesta þessa muni eftir lát þeirra hjóna, Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur, og afhenti þá land- inu til eignar 12. júlí 1881. Við vesturvegg eru þrjú sýni- púlt. f hinu fremsta, undir mynd af fæðingarstað Jóns, Rafnseyri við Arnarfjörð, eru sýnd gögn frá æsku- og uppvaxtarárum Jóns, svo sem fermingar- og bólusetn- ingarvitnisburður (prestsverka- bókin, þar sem skráð hefur verið skírn Jóns Sigurðssdnar, er glöt- uð); glósubók og latneskir stílar, leiðréttir af föður Jóns, séra Sig- urði Jónssyni; elzta fræðileg upp skrift Jóns (Tímaríma) og stú- dentsprófsvitnisburður Stein— gríms biskups Jónssonar um Jón. í miðpúltinu, undir mynd af bú- stað Jóns í Kaupmannahöfn, eru sýndar fyrstu vísindalegar útgáf ur Jóns Sigurðssonar, og er elzt íslendingasagnaútgáfan frá 1843. í þriðja púltinu, undir Reykja- , víkurmynd úr eigu Jóns, eru sýn- ishorn hinnar umfangsmiklu út- gáfu hans fyrir Hið íslenzka bók- menntafélag, þ. á. m. stórvirki eins og íslenzkt fornbréfasafn, Biskupa sögur, Safn til sögu fs- lands, Skýrslur um landshagi á íslandi O. fl. Við bogavegginn stendur borð Og forsetastóll Hins íslenzka bók- menntafélags. í þeim stóli sat Jón Sigurðssön, er hann gegndi störfum fyrir Bókmenntafélagið, en forseti þess var hann frá 1851 til dauðadags, og er forsetanafn- bót hans runnin frá því starfi. Yfir borðinu er málverk af Jóni eftir danska málarann H. A. G. Schiött, og er það í eigu Alþingis. Við hlið borðsins er ræðustóll úr hátíðasal Lærða skólans í Reykja vík, sem var alþingissalur í tíð Jóns Sigurðssonar. Fyrir miðjmn boga er brjóstmynd Jóns úr mar- mara eftir norska myndhöggvar ann B. Bergslien, eign Alþingis. í bókaskáp úr eigu Jóns Sigurðs- sonar eru sýnd nokkur útgáfurit hans, þ. á. m. Lovsamling for Island, en Jón sá um útgáfu 17 binda þess verks. Við hlið skáps- ins er ferðaskrifpúlt Jóns. Við austurvegg verða fyrst fyr- ir þrjú sýnipúlt. f hinu innsta eru ýmis rit, er Jón gaf út eða hafði mikil afskipti af, svo sem Almanak 1849—74, fslenzk forn- kvæði, Annálar, Þjóðsögur Jóns Árnasonar, ljóðmælaútgáfur o. fl. í miðpúlti eru sýnishorn stjórn- málagreina og ritgerða Jóns, þ. á. m. handrit greinar, sem fékkst ekki birt í dönsku blaði. í þriðja púltinu eru sýnd Ný fé- lagsrit og ýmis önnur þjóðmála- rit Jóns og prentuð bréfasöfn hans. Þá verður fyrir skrifborð og skrifborðsstóll Jóns Sigurðs- sonar. Loks eru í sýnipúlti við dyr ýmis rit, sem samin hafa ver- ið um Jón Sigurðsson, og ber þar hæst hið mikla rit Páls Eggerts Ólasonar. Yfir púltinu er ljósmynd af jarðarför Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar, konu hans, í Reykjavik 4. maí 1880. Á miðju gólfi eru fjögur sýni- púlt. í tveimur hinum fremri eru bréf frá Jóni Sigurðssyni og til hans, þ. á. m. bréf frá Konrad Maurer, Jacob Grimm, Svend Grundtvig og föður Jóns. í þriðja púltinu eru sýnishorn eig- inhandarrita Jóns (fræðirit og vísindalegar útgáfur). Loks eru Halldóri Jónssyni frá Þjóðminja« safninu og þeim Þórhalli Vil» mundarsyni, Jóni Aðalsteini Jónssyni og Árna Böðvarssyni frá Félagi íslenzkra fræða. , í fjórða púltinu nokkur sýnis- horn úr hinu mikla handrita- safni Jóns Sigurðssonar, sem varðveitt er sem sérstakt safn í Landsbókasafni, alls 1432 hand rit, þar af 60 skinnblöð og forn- bréf á skinni. Sýnd eru m. a. W'' ■ r 1 mam e$n}k. v ******** ' t *y I I«»* '#**►*■ $*£]&+£$ittXyrÍ'y** <firiXr4+. i ¥ i * *" . > ..: #7v A «, < ft. *« * , „ . * *k & jS£Á rfft , %'***<>&&}*£* i} ‘i, é* i ; iíi'ý i , , o' . ^ f: tý#y< |: ”jý tr WJ&j u. rv « ,.r ý m-**T*AítPs*úT’ «« Zrn*l<*k , *iju ***&<**$> - ^ •i xtmtJ , „ f ' * * f & *** tw jhp***' r y •*,4n ' ' • fZ'yyJyJxff'£»$*.*"•** tf,4* ■#£ \ J*4 \rjl Blaðsíða úr Passíusá.lmum Sýnipúlt á gólfi skoðuð skinnblað úr Guðmundar sögu góða eftir Arngrím ábóta, frá lokum 14. aldar, skinnbréf Bjarn ar ríka frá 1439, eiginhandarrit Eggerts Ólafssonar, séra Jóns á Bægisá og Jónasar Hallgríms- sonar. Rétt er að vekja sérstaka at- hygli á tveim merkustu sýningar gripunum. Uppskrift Jóns af ís- lendingabók, en það er elzta forn ritaútgáfan eftir ströngustu nú- tímakröfum. Hitt er handrit Hall gríms Péturssonar af passíusálm unum frá 1659, en það sendi Hall- grímur Ragnheiði Brynjólfsdótt- ir, biskups, að gjöf í maí 1661. Handritið eignaðist síðan Bryn- jólfur biskup, sem gaf Dana- konungi Flateyjarbók. Eigendur handritsins eftir hann voru í réttri röð Sigríður Halldórsdóttir, séra Jón Torfason, sonur hans Björn, sönur hans Jón, Hálfdán rektor Einarsson, Ragnheiður Ólafsdóttir, stiftamtmanns, Jón bókbindari Jóhannesson í Leirár- görðum Og Jón ritstjóri Guð- mundsson, sem sendi það Jóni Sigurðssyni að gjöf. Árið 1877 keypti alþingi allar bækur Og handrit Jóns og þannig eignaðist Landsbókasafnið hand- ritið. Handrit þetta er tvímæla- laust mesti kjörgripur Lanksbóka safnsins. Þetta er í fyrsta skipti, sem það er almennii^i til sýnis og óvíst er hvort það verður oftar. Sýning þessi er að mestu undir búin af þeim Gísla Gestssyni og Munir sýningarinnar, aðrir en bækur og handrit, eru flestir úr Minjasafni Jóns Sigurðssonar, sem Tryggvi Gunnarsson banka- stjóri stofnaði árið 1881 og varð« veitt er í Þjóðminjasafni. Að« standendur sýningarinnar standa £ þakkarskuld við íslendinga, Landsbókasafn, Þjóðskjalasafn, Háskólabókasafn og Minjasafn Reykjavíkur fyrir lán á bókum, handritum og munum. Sýningin verður opnuð hátíð. lega í dag kl. 5 með ávarpi menntamálaráðherra, en fyrir al» menning kl. 6. Hún stendur til 25. þ.m. og er opin daglega milli kl. 2 og 10. Aðgangur er ókeypis. Moskwitch statioo ekinn 10 þús. km, vel með farinn, er til sölu og sýnis að Holtsgötu 29, Ytri-Njarðvík. Sími 2127. Hárgreiðslustofur Ung stúlka óskar eftir að kom ast að sem hárgreiðslunemí. Búin með tvo bekki í iðn- skúla. Uppl. í síma 50801 eftir kl. 8 á kvöldin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.