Morgunblaðið - 16.06.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.06.1961, Blaðsíða 11
Fos’tu'dagur 16. júní 1961 MORCZJNBLAÐIÐ 11 Leðjan i Mývatni getur orðið V'iðtækar rannsóknir um kisilgúr- vinnslu hafa farið fram MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt skýrsla um möguleika á kísilgúrvinnslú við Mývatn, er samin hefur verið á vegum Raf orkumálastjóra og Rannsóknar- ráðs ríkisins. Hafa margir tek- ið þátt í þessum rannsóknum, m. a. þýzkir sérfræðingar, sem eindregið mæla með áframhald- andi athugunum, svo að end- anlega fáist úr því skorið, hvort um arðvænlegt fyrirtæki getur vejið að ræða. En aðalhöfund- ur skýrslunnar, og sá sem mest hefur unnið að þessum rann- sóknum, er Baldur Líndal, efna verkfræðingur. Lögð er á það áherzla, að um álitsgerð sé að ræða, en ekki lokaáætlun, því að í mörgum atriðum hefur ekki enn reynzt unnt að framkvæma fullkomna áætlun. Hins vegar bendir álits- gerðin til þess að kísilgúrverk- smiðjá við Mývatn, sem fram- Ieiddi 10 þúsund tonn af kísil- gúr á ári, myndi kosta um 100 milljónir króna og fram- leiðsluverðmæti hennar myndi nemg um 35—45 millj. kr. á ári, miðað við lauslegar mark- aðsathuganir. Ætla má, að ár- legur hreinn hagnaður gæti orðið um 8 millj. kr. og gjald- eyristekjur um 30 millj. kr. Eins og fyrr segir er þó nauð- synlegt að láta frekari rann- sóknir og athuganir fara fram áður en lokaáætlun er gerð. Fyrsti hluti verksmiðjunnar er „Norsk hagebruks- leksikon44 „NORSK hagebruksleksikon" er nýtt stórverk, tvö bindi, nærri 1100 bls. með um 8 þúsund upp- eláttarorðum. Þessi mikla garð- yrkjuhandbók er nýlega komin út hjá H. Aschehoug forlagi í Osló. Ritstjórar eru ríkisráðunaut ur Oddvar Lund, prófessor Arne Thorrud og R. S. Castberg rektor. Á annað hundrað sérfræðingar haifa lagt til efni. Þetta er fyrsta norska garðyrkju-alfræðibókin, þar sem tekið er til meðferðar flest hugsanlegt á sviði garðyrkju. Þarna er fræðsla um blómarækt úti og inni, trjárækt og runna, matjurtir, gróðurhúsajurtir, blóm bindingiu, jurtasjúkdóma, garð- yrkjuverkfæri o. s. frv. Þarna eru greinar um grasfleti og gerð þeirra, skipulag garða, yfirlit yfir afskorin blóm og meðferð þeirra, jurtir sem þola skugga o. fl. o. fl. Lýst er miklum fjölda blóma, trjáa og runna og sagt hvar í Noregi tegundirnar þríf- ast. Verkið er fallega bundið og pappír góður, letur fremur smátt. 64 heilsíðu litmyndir og um 1500 Ijósmyndir og teikningar. Hvert bindi kostar 165 kr. norskar. Lexikonin eru gefin út í sam- vinnu við norska garðyrkjusam- bandið og garðafélagið og efnið er hagkvæmt jafnt fyrir garð- yrkjumenn, áhugamenn í garð- rækt og fyrir húsmæðurnar. Er útkoma ritsins okkur fslending- um fagnaðarefni. Allvíða í Nor- egi eru ræktunarskilyrði talsverð svipuð því sem gerist hér heima. Þess vegna getur reynsla og leið- beiningar Norðmanna komið okk ur að góðum notum. Ingólfur Davíðsson. nokkuð frábrugðinn því sem tíðkast í kísilgúrverksmiðjum erlendis. Þau óhreinindi, sem hér verður að hreinsa eru önn- ur en vanalegt er, og hvergi mun jarðhiti notaður fyrir frumþurrkun. Gera verður til- raunir með þennan hluta verk- smiðjunnar. Einnig kom í ljós, að ekki var unnt að gera ná- kvæmar markaðsathuganir fyrr en sýnishorn liggja fyrir, sök- um þess, að kísilgúr skiptist í marga verðflokka eftir gæð- um. Einnig er talið æskilegt að leita nú aftur álits erlendra sérfræðinga um þau atriði, sem að ofan eru rakin og ef til vill fleiri. Til fróðleiks má geta þess, að kísilgúr er samsafn af skeljum örsmárra þörunga, sem lifa í vatninu. Hann skiptist í þrjá meginflokka eftir gæðum og vinnslu. Óglæddur kísilgúr er í lægsta verðflokki. Þessi gúr er lítið sem ekkert hreinsaður og er fyrst og fremst notaður í blönd- un í tilbúinn áburð til þess að fyrirbyggja, að áburðurinn dragi í sig vatn. Ekki er talið líklegt, að við getum framleitt slíkan kísilgúr og selt á erlendum markaði með hagnaði. Lágglæddur kísilgúr hefur verið hitaður upp í að minnsta kosti 7—800 gráður og hreins- aður að verulegu leyti. Þessi gúr skiptist í marga gæðaflokka og er verðlægsti gúrinn notað- ur í tilbúinn áburð, eins og óglæddur kísilgúr, en sá verð- meiri notaður í síur, t. d. við bjórframleiðslu og annan efna- iðnað og sem fylliefni í alls konar framleiðslu, eins og t. d. málningu og lökk, pappír, hreinsivökva, krít, dynamít og margt fleira. Við ættum að geta framleitt ágætan lágglæddan kísilgúr og selt á erlendum markaði. Efnaglæddur gúr hefur verið hitaður upp í að minnsta kosti 1100 gráður og fullhreinsaður. Þessi kísilgúr er hvítur og verð mestur. Hann er einkum not- aður í síur í alls konar fínni efnaframleiðslu og sem fyllir, t. d. í alls konar lyf, málningu, púður og margt fleira. Talið er, að við getum framleitt ágætan kísilgúr í þessum verðflokki. Verðmesti og þekktasti kísil- gúrinn er framleiddur í Kali- forníu af tveimur stórum amer- ískum fyrirtækjum, sem flytja mikið magn út til Evrópu. ís- lenzki kísilgúrinn virðist að mörgu. leyti sambærilegur þess- um gúr, hins vegar er fram- leiðslan að því leyti frábrugðin, að þar er kisilgúrinn í þurrum námum, en hér er hann undir vatni. Leðjunni dælt af vatns- botninum Gert er ráð fyrir að leðjunni verði dælt úr Mývatni upp í geyma, er stæðu við Helgavog, en hann er skammt sunnan við Reykjahlíð. Þar færi fram Leggja yrði hitaveituleiðslu frá hverunum að Mývatni, er flutt að verksmiðju, sem yrði staðsett nálægt hverunum aust- frumvinnsla, en síðan yrði efnið an Námafjalls, þar sem aðal- vinnslan færi fram. flytti allt að 10 1/sek., bæði r x / M % i í V. Q C V Q / /jc/f/roríl 2 (y&y'-nS/L/p/ar? 3 þur/zort JT CXf ofriO/* 4 S//oar 5 &/c&b/ofriOr S (S&yms/í* fyr/r- fct//ur»no rörts 7 Æar^nsoénci^/o/ié r~ •S kr/fs fofts/- r*v&fcrrjc*yf/ M/ S iL&VKWA/NSL A V/D AjYVA TA/ Aða/vr/nrrs/us tö i ur í Reykjahverfi til þess að auðvelda flutninga til Húsavík- ur, þar sem útskipun færi fram. En gert er ráð fyrir, að reisa þyrfti stórt geymsluhús í Húsa- vík fyrir kísilgúrinn. Að lokum má geta þess, að með þvi að koma upp kísilgúr- verksmiðju við Mývatn, er framleiddi 10 þúsund tonn á ári, er sannarlega ekki tjaldað til einnar nætur hvað hráefnaöfl- un snertir. Talið er, að í vatn- inu séu milljónir tonna af kisil, sem ætti þyí að endast um ald- ir og þar að auki munu mynd- ast þar þúsundir tonna árlega. Og þrátt fyrir dælingu á leðj- unni er ekki talið að neitt muni draga úr heildarveiðinni í vatninu né að fuglalífið muni bíða tjón af. vegna frumvinnslunnar og eins til upphitunar íbúðarhúsa. En gert er ráð fyrir að um 70 men fengju vinnu vegna fram- leiðslunnar, þar af 40-—50, sem ynnu allt árið. Myndi þá rísa dálítið þorp austan Reykjahlíð- ar. — Svo þyrfti að leggja allt að 400 kw. rafstreng frá Laxár- virkjun að verksmiðjunni og leggja veg frá Reykjahlíð nið- norsk mótmœli FORMAÐUR norsk íslenzka félagsins, Hallvard Mageröy, hefur nýlega gefið út yfirlýs- ingu þar sem hann ber til baka þær fréttir að norskir vísinda- menn hafi mótmælt því að fs- lendingum verði afhent hand- ritin. í yfirlýsingunni segir Mageröy m. a.: í norskum blöðum hafa ver ið birtar fréttir frá Danmörku um að norskir vísindamenn eigi að hafa lýst sig andvíga afhendingu íslenzku handrit- anna fró Danmörku til fs- lands. Við höfum nú rann- sakað málið hjá þeim er ættu að hafa beztu vitneskju um það, og getum slegið því föstu að ekki hefur verið um að ræða nein samtök norskra vís- indamanna til stuðnings and- stöðunni gegn afhendingu. Ekki hefur okkur heldur tek- izt að finna nokkurn þann vís indamann, sem hefur lýst sig andvigan afhendingunni. íslenzku þátttakendurnir fyrir utan æskulýðsheimiiið í Mözen, þar sem dvalizt var um skeið í mjög fögru umhverfi. Á myndina vantar Hauk Sigtryggsson, sem tók hana. Vel heppnuð Þýzka• landstör ÆSÍ Nýlega er lokið hópferð ís- lenzkra æskulýðsleiðtoga til Þýzkalands, sem farin var á veg- um Æskulýðssambands fslands en í boði æskulýðssambandsins í Slésvík-Holstein. Þátttakendur í förinni voru frá 9 félagasam- tökum innan Æ. S. í., en auk þess nokkrir starfsmenn Æskulýðs- ráðs Reykjavíkúr og fulltrúi frá Æskulýðsnefnd þjóðkirkjunnar. Fararstjóri var Guðmundur Gils- son frá Selfossi. Er þetta í fyrsta skipti, sem slík hópferð er farin á vegum heildarsamtaka íslenzks æskulýðs. í Þýzkalandi var dvalizt i fé- lags- og gistiheimilum þýzikra æskulýðssamtaka og einnig dvöld ust nokkrir þátttakendur um skeið hjá þýzkum fjölskyldum. Farið var í kynningar- og skemmtiferðir allvíða og sérstök áherzla var lögð á að kynna starf semi og stefnumál þýzkra æsku- lýðssamtaka. Hinum íslenzku gestum var margvíslegur sómi sýndur. Sátu þeir m. a. boð borgarstjórnarinn ar í Kiel og menntamálaráðherr- ans í Slésvík-Holstein. Þá átti Hamborgarútvarpið viðtal við fararstjórann Guðmund Gilsson. Dvölinni í Þýzkalandi lauk í Hamborg 30. maí s. 1„ en kvöldið áður var haldið skilnaðarhóf þar sem bæði gestir og gestgjafar lýstu ánægju sinni yfir vel heppn aðri ferð og mæltust til frekari kynna íslenzks og þýzks æsku- lýðs. (Frá Æskulýðssambandi íslands.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.