Morgunblaðið - 16.06.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.06.1961, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 16. 3úní 1961 Jtsttfrfðfóft Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Fraxukvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Steíánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 ó mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. FRESTUN HANDRITAMALSJNS t'NDA þótt danska stjórn- in líti ekki svo á, að lög- in um afhendingu handrit- anna feli x sér eignarnám, ákvað hún á fundi sínum í gær að beygja sig fyrir 61 þingmanni, sem skrifað hafa nafn sitt undir frestunar- beiðni. Jörgensen mennta- málaráðherra lagði jafn- framt áherzlu á, að 110 þing- menn stæðu á bak við lögin og forsendur undirskriftanna orkuðu tvímælis, því ekki væri um að ræða eignar- nám. Islendingar taka undir orð Ólafs Thors, forsætisráð- herra, sem hann viðhafði þeg ar fréttist að 60 danskir þing- menn hefðu fengizt* til að skrifa undir áskorunarbeiðni ixm frestun á afhendingu handritanna. Forsætisráð- herra sagði: „Þessi tíðindi koma Islendingum á óvart og valda sjálfsagt miklum vonbrigðum, en skipta að því leyti ekki aðalmáli að danska þjóðþingið hafði með 110 at- kvæðum gegn 39 tekið þá göfugu ákvörðun, að afhenda íslendingum handritin. Þeirri ákvörðun breyta áreiðanlega engar kosningar. Biðina, sem mest gæti orðið rúm þrjú ár, hörmum við auðvitað, en Is- lendingar hafa beðið lengur.“ Engin breyting — Engum íslendingi dettur í hug, að réttlætiskrafa þeirra til handritanna verði for- smáð. Þeim dettur ekki ann- að í hug, en sú ákvörðun danska þjóðþingsins, að handritin skuli send til ís- lands, nái fram að ganga. Við íslendingar lítum svo á, að frestunin geti að- eins tafið fyrir endanlegri lausn handritamálsins, en engu breytt um yfirlýstan vilja danska þjóðþingsins. — Kristilegt Dagblad bendir réttilega á í rit- stjórnargrein í gær, að varla geti til þess komið, að undir- skriftasöfnunin hindri af- hendingu handritanna og Politiken segir í forystugrein sinni um handritamálið, að enda þótt ílla hafi til tekizt, þá geti undirskriftirnar ekki breytt framvindu málsins, eins og blaðið kemst að orði. Blaðið segir, að engin á- stæða sé til að ætla, að breyt ing verði á málinu og bend- ir á, að eftir nýjar kosning- ar gefist nýtt tækifæri til að koma því í höfn. Eftir fund sinn í gær lýsti danska stjórnin yfir því, að það yrði gert. Það kemur líka fram af um mælum Poul Möllers, þing- manns danska Ihaldsflokks- ins, sem mest hefur beitt sér fyrir undirskriftasöfnuninni, að hann hefur fyrst og fremst verið óánægður með undirbúning málsins og máls meðfer&ina, og því krafizt þess að „framkvæmd lag- anna verði frestað þar til kosningar hafa farið fram til þjóðþingsins", eins og hann komst að orði í fyrradag. Enn fremur þótti honum rétt að leggja áherzlu á, að undirskriftasöfnuninni hefði „ekki á neinn hátt (verið) beint gegn íslandi og hinni íslenzku þjóð, og hún er ein- göngu sprottin af þeirri að- ferð, sem menntamálaráð- herrann hefur beitt“. Af þessum orðum þing- mannsins er augljóst, að hann telur ekki að nein- ar breytingar verði á af- greiðslu handritamálsins, sem yrðu íslendingum í óhag, að öðrum kosti hefði hann ekki getað tekið svo til orða, að aðgerðunum „hefði ekki á neinn hátt verið beint gegn íslandi og íslenzku þjóðinni“. Það kemur ekki heldur fram af ummælum ýmissa þeirra, sem studdu handritafrum- varpið í þinginu, en undirrit- uðu frestunarbeiðnina af ýms um ástæðum, að þeir líti svo á, að breyting verði á af- greiðslu málsins þó því hafi verið frestað, heldur teljá^eir frestunina aðeins réttari að- ferð við lausn málsins. Þann- ig sagði Ole Björn Kraft í samtali við fréttamann Morg unblaðsins um málið: Eg er eindregið fylgjandi því, að handritin verði afhent . . . Það hefur ekki úrslitaþýð- ingu, hvort málið leysist ör- lítið fyrr eða seinna, heldur að það leysist þannig að það njóti almenns stuðnings í báð um löndum? Hanna Budz sagði: Eg harma málsmeðferð ina og hve lítill tími var til að ræða málið. Eg álít að handritin eigi að vera á ís- landi. . .“ og Ravn, dýralækn ir sagði: „í grundvallaratrið- um hef ég alltaf verið fylgj- andi því, að handritin verði afhent íslendingum, en ég vil sem mesta einineu um afhend inguna“. Af þessum og fleiri um- mælum má sjá, að frestun- in breytir engu um ákvörð- unarstað handritanna, kjarni málsins er hinn sami og áð- ur: Að hancfritin koma heim til íslands. Þó íslendingar séu óánægðir með frestun láta þeir hana ekki á sig fá. Þeir hafa beðið lengur en Hvað gerist í Kóreu? FRÉTTIRNAR frá Suður- Kóreu gerast nú aftur fá- breyttari, eftir því sem lengra líður frá herforingja- byltingunni, sem enn einu sinni beindi kastljósum fréttastofnananna að þessu Asíulandi. Virðist nú ríkja nokkuð óákveðið millibils- ástand í Suður-Kóreu, svo að ekki er auðvelt að átta sig á því, hvert stefnt verð- ur í nánustu framtíð. — Við vitum, að hinir 32 herfor- ingjar þyltingarráðsins, menn irnir, sem hrifsuðu völdin hinn 16. maí sl., hafa setzt að í húsnæði fulltrúadeildar þingsins og rekið þjóðkjörna þingmenn heim til sín — og að Chang Do Yung, hers- höfðingi, leiðtogi byltingar- manna og forseti byltingar- ráðsins, hefur hreiðrað um sig í skrifstofum hins brott- rekna forsætisráðherra, John M. Changs, og ráðuneytis hans. — Frá þessum valda- stólum hafa herforingjarnir Svo verið að glíma við það vandamál, sem blasir við öllum byltingarmönnum, þeg ar skothríðinni er lokið — hvernig á að beita fengnu valdi til raunhæfra stjórnar- aðgerða. ■ár Gamalkunn yfirlýsing Herforingjarnir lýstu því yfir, er þeir höfðu náð völdum, að stjórn landsins yrði á ný fengin borgaralegum yfirvöld- um í hendur, svo fljótt sem unnt reynist, eða jafnskjótt og tilgangi byltingarinnar hefði verið náð. Yfirlýsing, sem menn kannast við frá herforingjabylt- ingum í öðrum löndum — yfir- lýsing, sem hefur reynzt mis- jafnlega haldgóð í framkvæmd. —■ En samkvæmt skilgreiningu Chang Do Yungs og fylgifiska hans, var tilgangurinn með byltingunni þessi í megindrátt- um: Að efla hina andkommún- ísku stöðu landsins; að upp- ræta pólitíska spillingu og hvers konar óheiðarleika í op- inberum störfum; og að styrkja efnahagslegan grundvöll ríkis- ★ Boð og bönn Tilraunir byltingarráðsins til þess að ná þessum markmiðum sínum komu helzt fram í því fyrstu vikurnar, sem það var við völd, að gefin var út hver tilskipunin af annarri, þar sem ýmis borgaraleg réttindi voru skert eða numin úr gildi, stjórn málaflokkar voru leystir upp, svo og ýmis verkalýðssamtök og sambönd bænda og sjó- manna — og loks var blaðaút- gáfa bönnuð að mestu. Mjög hefur og verið hert á refsingum fyrir ýmis afbrot. Sem dæmi má nefna það, að sl. miðvikudag gaf byltingarráðið út ný lög, þar sem dauðarefsing er lögð þrjú ár, eins og Ólafur Thors, forsætisráðherra sagði, og þeir eru staðráðnir í að bíða þangað til draumur þeirra um afhendingu handritanna hefur rætzt. Það er í senn vilji Islendinga og yfirlýst ósk danska þjóðþingsins. íslendingar þakka öllum þeim ágætu mönnum, sem hafa stuðlað að lausn hand- ritamálsins. EITT PRÓSENT TIL VERKA- MANNA EÐA KOMMÚNISTA ? C'jaldan hefur eðli og inn- ^ ræti kommúnistaleiðtog- anna komið betur í ljós en þegar þeir í fyrrinótt gerðu það að ágreiningsatriði í samningaviðræðunum við vinnuveitendur, hvort verka- menn ættu að fá 1% meiri kauphækkun eða hvort þetta 1% skyldi renna til áróðurs- starfsemi kommúnista. Höfðu vinnuveitendur fallizt á að ganga að sömu samningum og SlS að öllu öðru leyti en því, að í stað herkostnaðarins til kommúnista skyldi kaup- hækkunin til verkamanna vera 1% hærri en samning- urinn við SlS gerir ráð fyrir. Það er auðséð af kommún- istablaðinu í gær, að undir niðri skammast það sín fyr- ir þetta hátterni manna sinna. Það forðast eins og heitan eldinn að minnast á það einu orði, á hverju samn ingaviðræðurnar raunveru- lega strönduðu, en lét þá „skýringu“ nægja, að vinnu- veitendur hafi ekki viljað ganga að kröfum um „þýð- ingarmikil atriði“, eins og blaðið kallar það, þó aðeins hafi verið um þetta eina ágreiningsatriði að ræða. — Því skal að sjálfsögðu ekki neitað, að það sé þýð'ingar- mikið fyrir kommúnista að fá sem svarar 12 millj. kr. á ári til áróðursstarfsemi sinn- ar, en ekki verður séð, að það geti talizt brýnir hags- munir verkamanna. — Og hvort ætli óbreyttir verka- menn meti meira, framlag í baráttusjóð kommúnista eða meiri kauphækkun sjálfum sér til handa? Það er auðvitað ekkert nýtt, að kommúnistar setji flokkshagsmuni sína ofar hagsmunum verkamanna, það gera þeir alltaf. Enn einu sinni hefur það áþreif- anlega sannazt, sem einn úr þeirra hópi ljóstaði upp fyr- ir nokkru, að kommúnistar líta aðeins á verkalýðinn sem tæki til þess að lyfta sér til áhrifa og valda. Nú reynir á það, hvort verkalýðshreyfingin er til vegna verkalýðsins og hags- muna hans eða á aðeins að vera tæki til þjónustu komm únistum. Chang Do Yung. — Eru völdin sæt? • við því að gefa rangar upplýs- ingar um eignir sínar, svo og við skjalafölsun! — Flestar ráð-. stafanir byltingarmanna hafa ó- neitanlega virzt nokkuð handa- hófskenndar og einkennzt. mest af hvers konar bönnum og ein- ræðislegum yfirlýsingum og ráð stöfunum. Er því von, að menn spyrji, hvort nokkrar líkur séu til þess, að þessir menn eigi eftir að klæðast kápu lýðræðis og frelsis. Einræði í stað lýðræðis Fyrir skömmu gaf bylting- arráðið út enn eina tilskipun- ina, sem gerði slíkar spurningar enn áleitnari. Með umræddri tilskipun, sem var í 24 liðum, var stjórnarskrá lýðveldisins raunverulega numin úr gildi og algert einræði hersins staðfest — að sjálfsögðu með því fororði af hálfu byltingarmanna, að slík ráðstöfun væri nauðsynleg vegna nokkurra lagabreytinga — einkum að því er kosninga- lögin varðar — sem gera þyrfti áður en borgaralegri stjórn verði afhent völdin, til þess m. a. að fyrirbyggja kosningasvik, sem átt hafi sér stað æ ofan í æ í Suður-Kóreu á undanförn- um árum. — 1 augum þeirra, sem líta atburðina úr fjarlægð, mun þessi róttæka tilskipun hins vegar yfirleitt hafa styrkt vaxandi grun um það, að her- foringjastjórnin hyggist sitja lengi á valdastóli — og muni að líkindum aldrei, af frjálsum vilja, koma aftur á borgara- legri stjórn í landinu. Að gamla byltingarsagan endurtaki sig —. að óbilgjarnt einræði komi f stað þess endurfædda lýðræðis, sem lofað var. ★ Vesturveldin uggandi Vesturveldin horfa greinl- lega uggandi augum til Suður- Kóreu þessa dagana, en Banda- ríkin þó líklega öðrum fremur. Þau voru andvíg byltingunni, en létu að mestu kyrrt liggja, í von um að byltingarráðið tæki varkára og hógværa stefnu —. enda vart um annað að gera, eftir að það hafði endan- lega náð völdunum í landinu. Bandaríkin eru bundin Suður- Kóreu á ýmsan hátt, bera þar nokkra ábyrgð og hafa hags- muna að gæta. Bandaríkin stóðu í fylkingarbrjósti í Kór- eustyrjöldinni (1950—’53), sem háð var x nafni Sameinuðu þjóðanna, vegna kommúnista- innrásarinnar í Suður-Kóreu. Herstöðvar Bandaríkjamanna f landinu eru mikilvægir hlekkir í varnarkerfi vestrænna ríkja á Kyrrahafs-svæðinu. Bandaríkin hafa veitt S-Kóreu drjúga efna- hagsaðstoð, og þannig mættf áfram telja. Loks má svo geta þess. að her Suður-Kóreu er Framh. á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.