Morgunblaðið - 16.06.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.06.1961, Blaðsíða 13
Fðstudagur 16. Júnf 1961 MORGUNBLAÐIÐ Meaf islenzkum stúdentum í Miinchen. — Prófessor Einar Ól. Sveinson situr fyrir horðsenda og frú Kristjana við vegginn honum á vinstri hönd. íslendingasögurnar mjög vinsælt efni r Rætt við Einar Ol. Sveiiisson um fyrirlestrarför til Þýzkalands og Sviss PRÓFESSOR Einar Ól. Sveinsson kom á dögunum heim úr fyrirlestraferð til Þýzkalands og Sviss, en í ferðinni flutti hann alls 7 fyrirlestra við háskóla í löndum þessum. Tíðindamaður Mbl. gekk á fund prófessorsins í gær og leitaði hjá honum fregna af ferðinni. Varð hann góðfúslega við óskum um að segja lesend- um blaðsins frá helztu atriðum í sambandi við hana. Háskólar og félög lslandsvina — Mér höfðu borizt boð frá ýmsum háskólum í þessum lönd um um að koma og flytja þar fyrirlestra, sagði próf. Einar Ólafur. — í f>ýzkalandi annaðist Deutscher Akademischer Aus- tauschdienst milligöngu farar- innar. Þar að auki stóðu að henni íslandsvinafélög á mörg- um stöðum, en þau virtust mér vera með töluverðum blóma. Tíminn var nokkuð stuttur og lágu til þess sérstakar ástæð- ur. Þeir í Hamborg töldu ekki æskilegt að ferðin byrjaði fyrr en vika væri af mai, því að fyrr yrðu stúdentar ekki búnir að koma sér fyrir. En kennslu- misseri hefst þá um mánaðamót in og þurfa þá margir þeirra að leita fyrir sér Um húsnæði. Á hinn bóginn var hvítasunnu- leyfi sem í Þýzkalandi stendur I heila viku. Varð að reyna að klemma fyrirlestrana á milli í þessara tveggja tímamarka. Til I hafði staðið, að ég flytti sér- staka fyrirlestra fyrir Islands- ÍSLENZKA skógræktarfólk- ið, sem dvalizt hefur í Nor- egi frá mánaðamótum á veg- um Skógræktarfélags íslands, kom aftur heim í fyrradag. Eins og skýrt hefur verið frá áður í blaðinu vann 53 manna hópur norsks skóg- ræktarfólks við gróðursetn- ingu trjáplantna á fjórum stöðum hér á landi undan- farinn hálfan mánuð og voru þessar skiptiferðir liður í samstarfi íslands og Noregs á sviði skógræktarmála. — Hafa nú alls 280 íslendingar tekið þátt í þessum ferðum. Islendingarnir, 60 talsins, dvöldu allir á Sunnmæri og í Raumsdal og störfuðu í fjórum hópum, sem fluttu sig svo á milli staða. Helmingi dvalartím ans vörðu Islendingamir til skógræktar en himrna helmingn- um til ferðalaga og fóru þeir víða og fengu hvarvetna beztu viðtökur. Þáttakendur voru frá flestum skógræktarfél. landsins, á aldrinum 15—67 ára, og greiddu þeir sjálfir kostnað við ferðir til og frá Noregi, auk vasapeninga, en uppihald og ferðalög í Noregi voru þeim að kostnaðarlausu. Jón Helgason, kaupmaður, sem var fararstjóri, skýrði fréttamönnum frá því að allur undirbúningur ferðarinnar og móttökur í Noregi hefu verið eins og bezt verður á kosið. — Hefði hópurinn fengið gott tseki vinafélögin, en vegna lítils tíma, var að því horfið, að fé- lögin og háskólarnir stæðu að fyiirlestrunum saman. í Þýzkalandi og Sviss — Hvernig var svo förinni hátt að? — Við hjónin fórum héðan 5. maí til Kaupmannahafnar og vor um þar einn dag um kyrrt. Svo komum við hinn 7. til Hamborg- ar, og 8. um kvöldið, þegar vika var af misserinu, flutti ég þar fyrsta fyrirlestur ferðarinnar. Næst flutti ég fyrirlestur í Kiel, þá. í Köln, þar á eftir í Giessen og loks í Múnchen. Beiðnir komu úr fleiri áttum, Dortmund og Stuttgart, en of seint og tíminn skammur. í Sviss voru það tveir háskól- ar, í Zúrich og Basel. Þar voru menn, sem höfðu haft veður af þessari ferð og mælzt til að ég kæmi þangað. íslendingasögurnar vinsælt efni — Um hvaða efni rædduð þér? — Efnið á öllum stöðunum var það sama: íslendingasögur. Virt- ust þær vera mjög vinsælt efni. — Hvað um áheyrendur og undirtektir? — Aðsókn var slík, að ég hefi ekki í annan tíma haft hana meiri. Allsstaðar var mikið af ungu fólki sem hlustaði. Ég gizka á, að stúdentunum hafi þótt gott að heyra um þær rann- sóknir, sem hér hafa verið gerð- ar. Það var einu sinni svo, að það sem hér hefur verið skrifað, hef- ur ekki komið að nema takmörk uðu gagni ytra, þar sem þekking á íslenzku er víða ekki mikil. Stúdentarnir hafa sjálfsagt tal- ið sig fá þarna fræðslu, sem ann- ars hefði ekki fengizt nema eftir krókaleiðum. Mér var alls staðar vel tekið ög allt var þetta mjög ánægjulegt. Bersýnilega er þarna ríkjandi frá fornu fari vinátta og hlýhug ur til Islendinga, kemur það færi til að kynnast hinu dag- lega lífi Norðmanna, atvinnu- ingarnir sel uppi til fjalla, en þau eru nú orðin fremur fáséð og telur almenningur í Noregi það viðburð að fá tækifæri til selferðar. Auk þess gerðu gest- gjafarnir sér far um að kynna þátttakendum iðnaðinn í land- inu, og var þeim m. a. boðið að skoða mjólkurbú, sögunar- verksmiðju og fataverksmiðju. Þeir, sem eru lítt kunnir staðháttum í Noregi, kunna ef til vill að reka upp stór augu þegar minnzt er á þörfina fyrir að gróðursetja tré í landi, sem er frægt fyrir víðáttumikil skóg lendi. Sannleikurinn er aftur á móti sá, að í Noregi eru víða fram í félögunum og eins hjA háskólunum. Ánægjuleg ferð — Hvað er annars um rerða- lagið að segja? — Það gekk prýðilega. Járn- brautarferðin upp með Rín var ákaflega skemmtileg. Þar um slóðir er landslagið ánægjulegt, snotúr fjöll og vínekrur. í Sviss töfðumst við svolítið; notuðum tímann til að skreppa til Genfar og fara upp í fjöll. Það hefði mátt vera hlýrra, en ágætt ferða veður. Að þessu loknu fórum við svO vestari leiðina heim, um París og Lundúnaborg, þangað sem alltaf er gaman að koma. Nóg að sýsla — Og hvað tekur nú við? — Mér þykir ákaflega gott að þurfa nú ekki lengur um sinn að pakka niður í töskur annan hvern morgun. Það er þreytandi til lengdar. Mig langar nú mikið til að vera í ró og næði heima, vinna eitthvað. Nóg er að sýsla, ýmislegt hefur safnazt fyrir með an á ferðinni stóð. ★ í sambandi við þessa nýaf- stöðnu fyrirlestrarferð próf. Einars Ól. Sveinssonar er fróð- legt að drepa á hinar mörgu ferðir hans utan undanfarin ár til kynningar á íslenzkum bók- menntum. Hann hefur farið aftur og aftur til Norðurlandanna, og flutti í einni ferðinni fyrirlestra við norrænu háskólana alla. Þá má nefna fyrirlestraferð um Eng- land, aðra til Ameríku, einnig ír- landsför, fyrirlestra í París, að ógleymdri fyrirlestraferðinni til Kína á síðasta ári. — Er vissu- lega ánægjulegt að vita til svo umfangsmikillar kynningar á eldri bókmenntum okkar íslend- inga, ekki sízt þegar í hlut á slík- ur afburða fyrirlesari og fræði- maður sem hér. — Ól. Eg. berir landflákar og telja Norð- menn að með aukinni ræktun geti þeir aukið þjóðartekjurnar til muna. I samræmi við það hafa um 100 milljónir plantna verið gróðursettar þar á hverju ári 'að undanförnu og hafa ein- stakir aðilar notið styrkja frá ríkinu til skógræktarfram- kvæmda. Þátttakendur í ferðinni létu mjög vel yfir móttökunum og minntust í því sambandi sér- staklega á Hans Berg, héraðs- skógræktarstjóra í Örsta, Nils Ringset og Ivar Grövik, sem hefðu allir sýfit íslendingunum frábæra velvild og áhuga á að gera þeim ferðina sem eftir- minnilegasta. vegunum og náttúru landsins. Meðal annars heimsóttu íslend- Framsókn biður um 12% kjaraskerðingu! Stefna Framsóknarflokksins I kjaramálunum er túlkuð svo- felldum orðum í forystugrein Tímans í fyrradag: „Það var afstaða Framsókn arflokksins 1958, að ekki væri hægt að bæta Iaunakjörin þá, en það ætti að vera hægt að tryggja launakjörin eins og þau voru. Þetta er afstaða Framsóknarflokksins enn í dag. Hami vill vinna að því, að launakjörin komist nú aft- ur í svipað horf og þau voru 1958. Meira telur hann ekki fært að sinni.“ Framsókn kveðst sem sagt vilja sömu kjör og 1958. Af þessu tilefni er fróðlegt að at- huga, hvað það í raun og veru er, sem hún er að biðja um, en það má bezt sjá af saman- burði á kjaravísitölunni 1958 og nú. I maímánuði s. I. var kjara- vísitalan 155.5 stig á móti 139.2 stigum 1958, þ. e. hún hefur hækkað um hvorki meira né minna en 16.3 stig, sem þýðir, að kjörin hafa batnr að um 12% síðan 1958. Yfir- lýsing Tímans þýðir því, að Framsóknarflokurinn vilji skerða núverandi kjör um 12%! ,,Meira telur hann ekki fært að sirmi“! Má með sanni segja, að bar átta Framsóknar fyrir þessari hugsjón sinni hafi verið mark- viss að undanförnu, því að flokkurinrr hefur barizt harðri baráttu fyrir því við hlið kommúnista, að ný verðbólgu alda ríði yfir þjóðina, sem stórhætta er á, að gleypi þær kjarabætur, er fengizt hafa. Það er því ekki með öllu úti- lokað, að Framsókn eigi eftir að sjá þan óskadraum sinn rætast, að kjörin komist niður í það, sem þau voru 1958! l—**0*0+t*m*m !■ Einn hópur íslenzku skógræktarmaimanna við Búnaðarskól- ann GjermurdnesL íslenzka skógræktarfólkiö komið heim frá Noregi Lætur mjog vel af forinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.