Morgunblaðið - 16.06.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.06.1961, Blaðsíða 22
18 MORGVNBLÁÐIÐ Föstudagur 16. júní 1961 Frá pressuleikn um Og ef miðjutríóið á að leika vel saman — á þá bara að lofa Steingrími að „dingla“ út á kanti? Taka hann í liðið bara upp á punt — en nýta ekki hans góðu hæfileika? — Hvort ekki hefði verið viturlegra að taka eina innherjann (Kára), sem staðið hefur sig vel í öllum sínum leikjum í sumar — ekki kannski sízt til að tengja miðj- una og kantinn. Nei — það er óþarfi að hafá fleiri orð um þetta. Landsliðs- nefndin hefur ekki valið eftir frammistöðu manna. Einhver önnur sjónarmið ráða. í ógildu langstökki Igor Ter-Ovanesian, rússneski langstökkvarinn, er kannski mesti íþróttamaður heimsins í dag. Hann setti á sunnudaginn var nýtt Evrópumet í langstökki, stökk 8.17 m. Nálgast hann nú óðfluga heimsmetið. Hann er ann ar maðurinn sem stekur yfir met Owens 8.13 m. Á dögunum átti Ovanesian stökk sem mældist 8.45 m. Hann steig rétt fram fyrir plankann svo stökkið er ógilt. En það sýnir hvers má vænta. Hann er Armeni — segja Svíar og bæta við — þei»a geta stundum gert það ótmlega. í vetur hefur hann æft betur en nokkru sinni. Hann er fljótari og hefur meiri stökkkraft. í>að skyldi engum koma á óvart þó þessi Rússi bæti nýsett heimsmet Bostons 8.24 m. Rúnar meiddur FRAM lék í gærkvöldi leik gegn ÍBK á Njarðvíkurvelli og vann 4—1. I leikslok vildi það óhapp til að Rúnar Guðmannsson ný valinn miðvörður landsliðsins fékk spark í ökla sem bólgn- aði upp. Var hann smeykur um að ekki yrði heillt fyrir mánudag, en þá hafði læknir ekki skoðað sárið. SSÍi MYNDIR úr pressuleiknum. Þær sína tvö af mörkum leiks ins og eru Akureyringarnir Steingrímur Björnsson og Kári Árnason að reka enda- hnútinn á góð upphlaup þar sem vörn landsliðsins hefur verið leikinn grátt Á efri myndinni má sjá hve ranglega Helgi Dan. hljóp út er f jórða markið kom. Kári og Björgvin eru einir fyrir innan og Helgi markvörður er á hlaupum eftir Kára eins og hver annar útiverjandi. En Kári sendi rólega í mannlaust markið. Kári komst í þetta færi eftir að Steingrímur og hann höfðu unnið á landsliðs- vörninni með skallaboltum að marki. Hvar er landsliðsvörn- in? — Neðri myndin sýnir 3. mark leiksins. Steingrímur er kominn í færi — nú er Helgi á sínum stað, en Stein- grímur skallar og Helgi fær ekki rönd við reist. Stein- grímur er fljótari jafnvel Rún ari að skalla í þessari pressu. Myndir. Sveinn Þormóðss. Landsliöiö valið í gær LANDSLIÐ íslands í knattspyrnu, sem mæta á áhugamönnum Hollands n. k. mánudagskvöld, var valið í gær. Liðið er þann- ig skipað: Steingr. Björnsson (Akureyri) Ellert Schram (KR) Þórólfur Beck Ingvar Elísson <KR) (ÍA) Gunnar Felixson (KR) Sveinn Teitsson Rúnar Guðmannsson Garðar Árnason (ÍA) (Fram) (KR) Helgi Jónsson Árni Njálsson (KR) (Val) Heimir Guðjónsson (KR) Varamenn liðsins eru valdir Helgi Daníelsson Akranesi, Jón Stefánsson Akureyri, Ormar Skeggjason Val, Kári Árnason Akureyri og Þórður ; Jónsson Akranesi. Landsliðsnefndinni var veru- legur vandi á höndum, vegna þess hve vel en óvænt pressu- liðið stóð sig í fyrrakvöld. Víst hefði hún getað gert fleiri breyt ingar og það margar. En það kann að vera erfitt að dæma eftir einum leik. Með því vill landsnefndin — og fleiri, m.a. liðsmenn — afsaka sig. En eftir hverju dæmir nefnd- in? Það er það sem fáir skilja. Eftir hverju, svo dæmi sé tekið, er Ellert Schram valinn í liðið. Hann var löglega forfallaður á þessari síðustu prufu. En hann hefur heldur ekki í sumar átt nema miður góða leiki miðað við sína fyrri getu. Hinn ungi Akureyringur, Kóri Árnason, stóð sig með afbrigðum vel í pressuliðinu. Hann hafði áður átt mjög góðan leik með liði sínu. Sem sagt landsliðsnefnd- in sá aldrei nema gott eitt tii hans. En hver eru laun hans? Landsliðsnefndin vill kannskl rökstyðja val þetta með því að miðjutríóið sé vant að leika saman? Ekki taldi form. lands- liðsnefndar það slæmt fyrir til- raunina með Akureyringana þrjá í pressuliðinu þó einum þeirra yrði kippt yfir í lands- liðið á síðustu stundu. Um þetta gildir kannski annað? ISLAND Landsleikurínn K.S.Í. - HOLLAND fer fram á íþróttaleikvanginum í Laugardal, mánudaginn 19. júní kl. 8,30 s.d. tlómari: W. \. O’NEILL frá Irlandi Sala aðgöngumiða hefst laugardaginn 17. júní í aðgöngumiðasölu við Útvegsbankann kaupið miða tímanlega Móttökunefndin Hann fór á völlinn og biður að hellss

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.