Morgunblaðið - 20.06.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.06.1961, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 20. júní 1961 Leysurn deilumal með rökum og stillingu, en ekki vopnum eða æsingu Ræða Geirs Hallgrímssonar borgarstjóra 17. júní GoJTir áheyrendur! ÞRÍR menn geta talizt feður Reykjavíkur. Ingólfur Arnarson tók sér hér fyrst bólstað, Skúli fógeti Magnússon reisti hér kaup- stað, en Jón Sigurðsson, forseti, gerði Reykjavík að höfuðstað. Heldur þótti samt lítið til Reykjavíkur koma, þegar Jón Sigurðsson kom hér fyrst fyrir um það bil 130 árum: „lítill og ó- snotur bær ... Niður við malar- kambinn stóð húsaröðin kolsvört frá austri til vesturs, og önnur húsaröð, eða réttara sagt, nokkur hús frá norðri til suðurs, þar sem nú heitir Aðalstræti. Um önnur stræti var ekki að ræða.“ Vinur Jóns Sigurðssonar sagði þá um bæinn: ,,í>að var eins og allar góðar vættir fældust Reykja vík.“ Og ekki mjög löngu áður hafði málfræðingurinn mikli Rasmus Rask látið þessi orð falla: „Annars þér einlæglega að segja, held ég, að íslenzkan muni bráðlega út af deyja, reikna ég varla, að nokkur muni skilja hana í Reykjavík að hundrað ár- um liðnum,.......ef allt fer eins og hingað til." Þegar höfð er í huga þessi mynd af Reykjavík er barátta Jóns Sigurðssonar fyrir því, að Alþingi skyldi endurreist hér en ekki á Þingvöllum, vissulega merkileg, en Jón forseti sagði: „Þótt hugur og tilfinningar mæli fram með Þingvelli, þá mælir að minni hyggju skynsemi og for- sjálni með Reykjavík" og enn fremur: „Menn hafa lengi hatazt við Reykjavík, af því að hún væri danskt óræsti og mótsnúin öllu þjóðemi íslendinga, en mér finnst það standa í voru valdi að gera hana íslenzka, ef vér viljum.“ Og fslendingum rann blóðið til skyldunnar. Reykjavík varð ís- lenzk. Háskóli íslands heldur hér hálfrar aldar afmæli. Og nú er það álit fræðimanna, að fimmtíu árum eftir að íslenzkan átti að vera útdauð í Reykjavík, muni hér ritað og tal.að jafngott mál og bezt hefur áður tíðkast á þessu lóuidi. Við Reykvíkingar gerum okk- ur grein fyrir því, að til þess varð Reykjavík höfuðstaður landsins, að framför bæjarins mætti efla framför landsins, og fylgjum af heilum hug þeirri stefnu Jóns forseta. Þegar við því í senn undrumst framsýni Jóns Sigurðssonar um framtíð Reykjavíkur og gleðj- umst yfir, að orð hans og hvatn- ing varð að veruleika, þá dáumst við þó mest að þeirri bjartsýni, sem hann bar í brjósti um sjálf- stætt og fullvalda ísland á þeim tíma, þegar langvarandi hungur og harðrétti höfðu dregið nær allan mátt og kjark úr lands- rnönnum. Sú staðreynd, að við getum nú Geir Hallgrímsson. haldið hátíðlegt 17 ára afmæli lýðveldis á fslandi, að við höfum hingað til leyst þau mál, er varða skipti okkar við aðrar þjóðir, eða eygjum lausn þeirra innan til- tölulega skamms tíma, byggist á þeim grundvelli, sem Jón Sig- urðsson llagði, þeim baráttuaðferð um að vinna með rökum og still ingu, en ekki vopnum eða æs- ingu. Við fslendingar ætlumst til þess af öðrum þjóðum og leið- togum, að þeir leysi deilumál sín friðsamlega. Við kunnum ekki að meta þá ættjarðarást, sem er fólgin í því að hata aðrar þjóðir. Hin raunverulega ættjarð arást er fólgin í óeigingjörnu starfi í þágu eigin þjóðar, starfi, sem m. a. miðar að því að efla skilning og samúð með öðrum þjóðum. Á innlendum vettvangi viljum við fslendingar viðurkenna og virða fjölskyldubönd, átthagaást, flokkstengsl og stéttarkennd og álítum þessa þætti alla geta verið aflgjafa til auðugra og hamingju ríkara lífs fyrir einstaklinga og þjóðarheildina. Við höfum að vísu dæmi um það úr þjóðar- sögu, að þessir þættir hafa hver um sig og allir saman leitt ís- lendinga í öfgar og gert mikinn skaða. Knginn þessara þátta má því vera ættjarðarástinni yfir- sterkari og enginn þessara þátta má byggjast á hatri eða lítilsvirð- ingu gagnv.art öðrum, þótt hann búi annars staðar á landinu, sé í öðrum flokki, annarrar ættar eða stéttar. Vissulega ætti það ekki að vera erfiðara fyrir okkur innanlands að virða sjónarmið hvers annars, setja okkur í spor hvers annars og halda frið og efla farsæld, heldur en það er fyrir ólíkiar þjóðir og leiðtoga þeirra. Það kann að vera hald sumra, að það dragi úr stefnufestu og harðfylgi til átaka, að málin séu skoðuð frá öllum hliðum, en aft- ur á móti sé það styrkur að bjóða öllu og öllum byrginn. Slík ein- sýni er oftast sprottin af vantrú á eigin málstað, af vanmeta- og minnimáttarkennd. Til lengdar stendur sá einstakl ingur og sú þjóð sterkiast að vígi, sem getuir kynnt sér hvert ágrein- ingsmál með rólegri yfirvegun og tekið síðan afstöðu og framfylgt henni. Áhuga- og ágreiningsmál á ís- landi eru oft talin varða sjálf- stæði landsins og mörg minni háttar mál þar nefnd. Það slævir meðvitund þjóðarinnar, þannig að hættara er við, að hún verði ekki á verði, þegar sjálfstæði hennair er í raun og veru í veði. Bn víst er, að það, sem sker úr um, hvort íslendingar halda sjálf stæði sínu út á við og vernda lýð- ræði sitt inn á við, er, að þeir gefi sér tíma til að kynna sér deilumál í öðru ljósi en sínu eigin, yfirvegi þau með skynsemi, efli með sér skilning og góðvild og þroski með sér tilfinningu fyrir réttu og röngu. Með þessu er engan veginn slagt, að allir íslendingar eigi eða geti ávalt verið sammála. Jón Sigurðsson komst svo að orði: „Það er enginn skaði þó meining. armunur sé, heldur getur orðið skaði að hversu meiningunum er fylgt. Fullkomin samhljóðan meininga hjá mörgum mönnum getur aðeins verið, þar sem er fullkomin harðstjóm, og enginn þorir að láfa uppi það, sem hann meinar“........ „Þegar menn hafa einungis fyrir augum að koma fram sinu máli með hverjum þeim brögð- um, sem verða má, og níða alla, sem móti mæla, bæði leynt og ijóst, þá er málinu komið í illt horf, því þá má verða að sá hafi sitt mál, sem verr gegnir, og hrekkvísastur er eða illorðastur, einkum þegar við einfaldan al- múga er að tefla. En þegar hver mótmælir öðrum með greind og góðum rökum og stillingu, og hvor ugir vilja ráða meiru en sannleik urinn sjálfur ryður til rúms, og auðsénn er hvoru tveggja tilgang ur, að verða allri þjóðinni til svo mikils gagns, sem auðið má verða, enda leggi hvorugur öðr- um það til að raunarlausu, sem ekki sómir ráðvöndum manni, þá má slík keppni aldrei verða til annars en góðs fyrir fósturjörðina og hinar komandi kynslóðir" .... Megi okkur íslendingum lán- ast að láta þessi orð forsetans verða okkur leiðarljós, og í þeirri von óska ég öllum áheyrendum fjær og nær gleðilegrar þjóð- hátíðar. í MBL. í dag (14. júni) birtir þú bréf frá Einari Magnússyni menntaskólakennara, þar sem hann tekur til umræðu flutn- ing óperettunnar „Sígaunabar óninn“, — sönginn sem ekki heyrist þar og hljós^eitarleik- inn sem allt kæfir. Ég vil taka það strax fram, að það er ekki af neinni ill- kvittni í okkur hljómsveitar- mönnum að sýningargestir verði ekki söngsins aðnjótandi sem skyldi, og ástæðan fyrir því að heyrzt hafi til hinnar ágætu söngkonu von Wid- mann er af öðrum toga spunn- inn en greiðvikpi af okkar hálfu. Svo öllu gamni sé sleppt, þá er vandamál það, sem Einar ræðir, meira og erf- iðara viðfangf en margan grunar. H'ær einasti hljómsveitar- stjóri, sem annast hefur stjórn á söngleikjum í Þjóðleikhús- inu, hefur orðið að glíma við þennan vanda og neyðst til að grípa til örþrifaráða eins og t. d. og breyta raddsetningu tónskáldanna á hljómsveitar- leiknum, fella úr mörg hljóð- færi þar sem þess er nokkur kostur Og skera undirleikinn niður í iapþunnia undanrennu til þess að freista þess að söng urinn heyrðist betur eða heyrðist yfirleitt. Það er óþarft að geta þess, að allar styrkleikamerkingar í nótunum verðum við hljóm- listarmenn að færa niður um margar gráður, þannig að þegar gefið er til kynna að leikið skuli sterkt, þýðir það í flestum tilfellum að við get- um fært okkur úr hinu gegn- um gangandi píanissimói upp í mezzo forte, en ekki hærra. Ástæðurnar fyrir þessu eru margar og munu seint fást lag færðar til fullnustu, þótt margt hafi verið bætt að nökkru. Hljómsveitargryfjan sjálf er einn aðal „factorinn" í vandanum. í upphafi var gryfjan ekkert annað en ca. þriggja metra djúp renna, sem virtist helst hafa því hlutverki »ð gegna að safna ryki og alls kyns drasli sem kynni að falla af leiksviðinu. Síðan hafa ver- ið gerðar lagfæringar, renn- unni breytt í gryfju, sem rúm ar um 20 hljóðfæraleikara, gólfið hækkað eins mikið Og mögulegt er og til viðbótar því hlutverki, sem hin upp- runalega renna gegndi og áður er getið, er gryfjunni nú ætlað að rúma 30—35 hljóð- færaleikara, enda eru þrengsl in í gryfjunni einna líkust og gerist í strætisvagni um há- degisbil. Hljómburður frá gryfjunni FERDIIMAIMP ☆ I I 73CS. I (sem eftir síðustu ifegfæringu hefur hlotið heitið ,,stúka“) er svipaður og gerizt í leikhús- um yfirleitt, hvorki meiri né minni, svo til þess að finna ástæðuna fyrir misræmingu verðum við að snúa okkur að næsta „factor“, sem er leik- sviðið sjálft. Leiksviðið, sem slíkt, er án efa gott, tæknilegur útbúnað- ur er eflaust góður en um þessar hliðar sviðsins er ég ekki maður til að dæma eða ræða, en yfir þessu ágæta leiksviði er ca. 2000 rúmmetra geimur. Þangað leitar hljóm- urinn frá leiksviðinu, þar fyll- ir þrumurödd Guðmundar öll skot Og þeir sem hefðu löng- un til að sitja þar á priki mundu fá að heyra okkar ágæta Þjóðleikhúskór með dempuðum undirleik Sinfóníu hl j ómsveitarinnar. Dr. Róbert A. Ottósson hef- ur komið með athyglisverðar uppástungur til lagfæringa, eins og t. a. m. 20 cm. hlíf, sem fest yrði á brún þá, sem aðskilur áhorfendasalinn frá hljómsveitarstúkunni. Hífin hallaðist yfir hljómsveitina í 30° horni og væri klædd „pluss“ áklæði, sem gerði það að verkum að hljómurinn kast aðist meira upp á leiksvið og minna fram í sal. Einnig hefur hann bent á, að æskilegt væri að geimnum fyrir ofian leik- sviðið yrði lokað með hvefld- um timbur „himni", sem kæmi í veg fyrir að hljómurinn af sviðinu leitaði upp, veitti hon- um „resonans" og beindi hon- um fram í sal. Ef þessum sjálf sögðu ráðleggingum yrði fram fylgt, yrðu sennilega allir ánægðir, áheyrendur, söngvar ar og hljómsveitarmenn og tónskáldin gætu þá „hætt að hringsnúast í gröfinni", svo notuð séu orð Zsupans svína- kóngs. Gunnar Egilsson, /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.