Morgunblaðið - 20.06.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.06.1961, Blaðsíða 8
MORGVNRLAÐIÐ Þriðjudagur 20. júní 1961 8 Jón Sigurðsson er ímynd ísiendingsins eins og hann getur verið mestur og beztur Góðir Vestfirðingar! Aðrir gestir! Hér á Rafnseyri við Arnarfjörð er margs að minnast, og hefir þó einn atburður orðið hér mestur. Hér er fæddur fyrir réttum hundrað og fimmtíu árum Jón Sigurðsson, forseti, sem hann var nefndur í lifanda lífi, hinn ævar andi forseti íslands, getum vér nú sagt, því minning hans lifir Og dvínar ekki með árunum. Hér bjuggu þeir faðir hans síra Sig- urður og afi hans, ættaður úr Grímsnesinu. En móðir hans Þór- dís og föðuramma, Ingibjörg, voru báðar vestfirzkar að kyni. Hinn 17. júní rifjum vér upp margt, sem flestir vita, því hann er nokkurskonar jóladagur í ís- lenzku þjóðlífi, með hækkandi hamingjusól. Um það eru glöggar sagnir, að Jón hafði, þegar í æsku, mik ið dálæti foreldra sinna, og ikynnti sig hvarvetna vel. Eitt sinn, er drengurinn var veikur, orti síra Sigurður þetta bænar- vers: Guð hefir þig til gamans mér gefið, og það má segja. Hann, sem öllu lífi lér, láti þig ekki deyja. Á þeim dögum var mikill veiði skapur í Arnarfirði, fiskur, selur Og hvalur, og er það alkunn sögn að Jón vildi snemma enginn ’iálf drættingur vera. Hann hafði framtak föður síns og augu móð- ur sinnar, og það sýnir sig sjáift, að brattar hlíðar og kröpp bára hafa hér veitt honum gott upp- eldi. Hér á Eyri vildi Grelöð búa, landnámskonan, vegna þess hve vel ilmaði úr jörðu, en nú er ljúfastur og sterkastur ilmurinn, sem leggur af minningu Jóns Sig urðssona'r. Ekki eru þó minjarn ar miklar, því vart stendur eftir frá þeim tímum annað en lágur baðstofuveggur, þar sem rúm presthjónanna stóð undir, og Jón Sigurðsson sá fyrst dagsins ljós. Hann átti ekki fyrir höndum að dvelja hér á ættarslóðunum tH langframa. Tuttugu Og tveggja ára gamall er hann kominn til Kaupmannahafnar, og staðfestist þar til æviloka. En til æskustöðv- anna leitaði hann til framboðs, er Alþingi var endurreist, Og var þingmaður ísfirðinga samfellt í þrjátíu og sex ár. „Ef ísfirðing ar kjósa mig“, segir hann „þigg ég það. Mér fannst skylda mín, að bjóða mig fram, og kæri mig ekki, þó sumir kynni að nefna það dramb“. En sá grunur rættist vissulega ekki, því fimm árum síðar er hann orðinn Forseti Al- þingis. Hitt leynir sér ekki, að Jón Sigurðsson var snemma djarf ur, og líkast því, að hann hafi komið fullfleygur á þing, þrjá- tíu og þriggja ára gamall. Það mun fágætt, að maður taki á svo ungum aldri rétta stefnu og forustu, svo að vart þurfti um að breyta, þó stundum þurfi við að auka, á langri æfi fram á graf arbakka. Nokkurn arf, staðgóðan, hefir pilturinn haft með sér frá Rafnseyrarheimilinu og Vestfjörð um, þó ekki væru það fjármunir. Slíkur árangur og afköst, sem urðu af hans æfistarfi í verzlunar málum, fjármálum og stjórnskip unarmálum þjóðar sinnar, sögu og stjórnvísindum, eru með ein- dæmum. Vér þurfum að líta um öxl, aftur til hallæra átjándu aldar- innar, og niðurlægingar og þrótt- leysis þjóðarinnar fram yfir miðja nítjándu öld, til þess að meta slík afrek að verðleikum. „Saga íslands er reyndar ein- föld“, segir Jón Sigurðsson um það leyti, sem hann býður sig fyrst fram. Svo mun það hafa verið fyrir hans fránu sjónum. Hann flutti söguleg rök fyrir stefnu sinni, sem íslendingar teyguðu eins og svaladrvkk. Hann sannaði, að réttur íslend- inga væri lögum samkvæmur. Þjóðin var fátæk og fámenn. Hann sýndi fram á, að hún gæti vel bjargast, ef hún fengi að ráða sér sjálf, og njóta arðs af sínu eigin erfiði. „Farsæld þjóð ann»-er ekki komin undir því, að þær séu mjög fjölmennar", seg- ir Jón Sigurðsson, „sérnverri þjóð vegnar vel, sem hefir iag á að sjá kosti lands síns og nota þá“. Hann varar landsmenn sina eindregið við tímans rás: „Eftir því, sem Danir vakna, eftir því fer okkar hagur versnandi, ef við vöknum ekki líka“. Jón Sig- urðsson er ekki vanur að viína til sinna afreka, né ætlast hann til launa. Þó segir hann í sjálfs- vörn þrjátíu árum síðar. „Ef mín pólitík hefði ekki verið, þá veiztu það sjálfur bezt, að ísland hefði verið innlimað 1851, eins og Færeyjar 1849“. Dómurinn verður á einn veg, hvort sem Jón Sigurðsson er dærodur eftir orðum sínum eða gjörðum. Gáfur og skapgerð skara jafnt fram úr sem og dugn aður og þolgæði. Bardagaáðferð hans er drengileg. „Meiningar- munur er óhjákvæmilegur", segir hann, „en það ber að leitast við, að láta málin sjálf missa einskis*. „Eg óska ekki að krita, og allra sízt við landa mína, við erum ekki svo margir, að við þurfum að leita hver upp á annan“. Og ég held áfram tilvitnunum: „Það er þar að auki skylda þín og hvers, sem þingmaður verður, að styrkja til þess, að gera köllunina til þings sem tignarlegasta til að sýna mönnum, að fyrir þjóðar- gagni verður allt annað gagn að víkja“. „Hver maður með opin augu hlýtur að sjá, að Al- þing er okkar einasta forsvar". Og sama hátt hefir Jón Sigurðs- son á í rökræðum við erlenda andstæðinga. Þar brestur ekki einurð, þó talað sé af kurteisi, Og það kemur ekki á óvart, þeg- ar hann skýtur þessum orðum inn í eitt bréfið: „Það er mannraun, bróðir, að tala svo milt, þegar sýður niðri í manni“. Jón Sig- urðsson sækir sjálfstæðis- mepn ingar- og atvinnumál þjóðar sinn ar fastar og lengur en nokkur annar íslendingur, en varar þó við þeirri staðreynd, ,að hverj um kosti fylgi nokkur tilhneig- ing til einhvers ókostar“. Frelsmu fylgir ábyrgð og skyldur, en ekki sjálfstæði, og að því leyti eru vor sjálfstæðis- og menningar mál aldrei að fullu leyst, hvorki fyrir líðandi, stund né komaodi kynslóðir. „Ef við eigum að fá frelsið" segir Jón Sigurðsson, „þá þarf hendur og vit, eins og karl- inn sagði, að þyrfti til að taka á móti steinbítnum", — og bregð ur þar skýrt fyrir Vestfirðingn- um. Ég hefi við þetta tækifæri látið Jón Sigurðsson sjálfan tala til vor að miklu leyti. Hann gengur ekki úr gildi. Það er vel farið, að nú í sambandi við 150 ára afmælið verður gefið út stórt rita safn hans. Þegar vér hlustum á hann, en orð hans og verk eiga ætíð samleið, þá er það lýðum ljóst, hversvegna afmæli hans er orðið þjóðleg stórhátíð. Ef vér varðveitum ekki sögu og minning Forsetinn flytur ræðu sína á Rafnseyri. vorra beztu mann, þá tr þjóð- réttindum og þjóðerni búin glöt- un. Á aldarafmæli Jóns Sigurðs- I D A G fer fram útför Árna Árnasonar dómkirkjuvarðar, en sjálfur hafði hann starfað að útför flestra Reykvíkinga í nær- fellt 40 ár. Margra ágætra samstarfs- manna minnist ég, lífs og lið- inna, og meðal þeirra er gamli dómkirkjuvörðurinn. Hann hafði starfað við kirkjuna í meira en 30 ár, þegar leiðir okkar lágu saman þar, og við áttum ánægju lega samvinnu, unz hann lét af störfum eftir tæplega 40 ára starf sem kirkjuvörður. Hann var þá að verða áttræður og heilsan mjög á þrotum. Árni kirkjuvörður var ekki mærðarmaður um neitt og yfir- skin guðrækni bar hann ekki. En honum var heilagt það starf, sem hann leysti af hendi í kirkjunni. Hann umgekkst guðshúsið sitt og allt, sem því tilheyrði, með þeirri hljóðlátu virðingu og alúð, sem öllum hlaut að verða auðsæ, er gaum að gáfu. Hann var trúr í sinni þjónustu og hann var gæddur þeirri nákvæmu stundvísi, sem er nauðsynleg flestum öðrum dyggðum fremur í því starfi, sem hann vann. Áratugur leið af áratugi, annir dómkirkju- varðarins voru margvíslegar og miklar, ekki sízt meðan flestar útfarir í Reykjavík fóru fram sonar var Háskóli íslands stofn- aður. Á afmælisdegi Jóns Sig- urðssonar var Lýðveldi endur- reist á íslandi. Nú undir lokin vil ég aftur víkja máli mínu hingað til Rafns eyrar. Hér á hlaðinu stendur bautasteinn Jóns Sigurðssonar. Steinninn stóð lengi upp á holt- inu fyrir ofan túnið og beið síns hlutskiptis. Það eigum vér mest síra Böðvari Bjarnasyni að þakka, sem gerði sér mjög annt um staðinn og minningu Jóns Sigurðssonar, að þetta viðfangs- efni, er svo vel leyst til frambúð- ar. Steinninn er ótilhöggvinn, mótaður af náttúrunni og sómir sér mjög vel með andlitsdrátt- um þjóðhetjunnar, dregnum á skjöld og sverð á bakvið. Vér sjáum hér einnig nýbyggt hús, sem er prestsetur og á að verða barnaskóli fyrir sveitir Arnar- fjarðar, þegar það er fullgert og afhvarf, svo ekki þurfi að úthýsa pílagrímum. Hér er enn ýmislegt ógert til að staðurinn verði það höfuð- ból, sem minningunum er sam- boðið, kapellu þarf að reisa, íbúð vantar fyrir ábúanda — og hvammurinn hér er mjög vel fall inn til skógræktar, utan túns, þegar búið er að friða hann. Ég mun hér engar tölur telja né áætlanir, en það er von vor, að gullpeningur Jóns Sigurðssonar og hátíðarmerkið, sem selt er um land allt, hrökkvi langt til að ljúka þeim umbótum, sem fyrst vöru ráðgerðar hér í sambandi við Lýðveldisstofnunina. Fyrir það þakka ég þingi og stjórn. Það er þjóðin í heild, sem end- urreisir staðinn, nú á hálfrar annarar aldar afmælinu með verður Ámi of seinn! En ég lærði fljótt að sjá, að sá ótti var ástæðulaus. Árni var aldrei of fljótur og hann var aldrei of seinn, svo að ég vissi til. Hann gerði allt á réttri stundu. Hann var nákvæmur eins og klukkan í turninum. Þau voru bæði orðin gömul, en þau gengu samt. Árni dómkirkjuvörður átti samskipti við geysifjölda Reyk- víkinga á langri starfsævi. Ég hugsa, að hann hafi komizt vel frá skiptum sínum við flesta menn. Hann var svo nákvæmur með allt, sem honum var sjálf- rátt um. Og hann var gæddur þeirri höfuðdyggð, að elska starfið, sem hann vann. Og hann átti annan stóran kost, stundum nauðsynlegan, þegar um samskipti við marga menn og ólíka er að ræða. — Hann var gæddur ágætri kímnigáfu og kunni að taka ekki smámuni of hátíðlega. Ég vissi aldrei til þess, að hann notaði kímnigáfu sína illa, en hann notaði hana margsinnis skemmtilega. Árni var prýðilega greindur. Ýms tilsvör hans eru okkur, sem unnum með honum minnis- stæð. Okkur þótti öllum vænt um hann og þeim mun fremur, sem við kynntumst honum bet- ur. Frá samstarfsfólki hans við Dómkirkjuna færi ég honum þakkir. Ég veit að þaðan eigum við öll góðar minningar um hann og margar mjög ánægju- legar. Ræða forseta íslands, Ásgeirs Ásgeirs- sonar, á Rafnseyri 17. júní * Arni Arnason dómkirkjuvorður | frá Dómkirkjunni. En Árni var I á sínum stdð og öllu var borg- [ ið, sem hann átti að sjá um. | í byrjun samstarfs okkar flaug mér stundum í hug: Nú mikilli virðing og stórri þökk. Það getur enginn gert sér grein fyrir því, hvernig nú væri ástatt um hag þjóðar vorrar, ef hún hefði ekki eignazt Jón Sigurðs- son, þegar mest lá við. Það verð- ur ekki stungið svo skóflu í jarð- veg og sögu íslenzkrar viðreisn- ar, að ekki komi niður á ævi- danska amt hefur breytzt í ís- störf Jóns Sigurðssonar. Hið hálf lenzkt ríki. Jón Sigurðsson er ímynd Islendingsins eins og hann getur verið mestur og beztur. slóðum auðnist að varðveita það, Guð gefi, að oss og komandi kyn- sem áunnizt hefir, og halda áfram stefnu hins „gróandi þjóðlífs sem þroskast á guðsríki braut“. Afmælisdagur Jóns Sigurðs- sonar er vor hátíðisdagur, dagur einingar og bróðernis. Ég vil Ijúka máli mínu með því, að fara með upphaf þess kvæðis, sem Hannes Hafstein orti til flutn ings hér á Rafneyrarhátíð fyrir fimmtíu árum: Þangið dægurþras Og rígur! Þokið, meðan til vor flýgur, örninn mær, sem aldrei hnígur íslenzkt meðan lifir blóð. Minning kappans, mest sem vakti manndáð lýðs og sundrung hrakti, fornar slóðir frelsis rakti, fann og ruddi brautir þjóð. Fagna ísland, fremstum hlynl frama þíns á nýrri öld, magna Jóni Sigurðssyni sigurfull og þakkargjöld! Vér tökum öll undir einuro rómi. Lifi minning Jóns Sigurðs- sonar með þjóð vorri! Við hjónin minnumst hans fyrir samstarfið og fölskvalausa vináttu og sendum börnum hans og ástvinum samúðar- kveðju. Jón Auðuns. Illviðri á Siglufirði SIGLUFIRÐI, 19. júní. Á föstu- dag og laugardag var versta veð- ur hér, norðan rok og rigning og fjöll allhvít í miðjar hlíðar. Öllum útihátíðarhöldum var af lýst vegna veðurs. Fjöldi skipa, bæði innlend og útlend, lá hér inni, en í gær fór veður batnandi og orðið gott í gærkvöldi, og fóru þá öll skip á veiðar sem tilbúin voru. — Guðjón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.