Morgunblaðið - 20.06.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.06.1961, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 20. júní 1961 MORGUNBLAÐIÐ 17 Þessi mynd var tekin er Eichhorn hafði undirritað samninginn við Últíma. Xalið frá vinstri: Bobert Eichhorn, Kristján Friðriksson, forstjóri, og Þorkell Valdemarsson. íslenzkum skipum til Banda- ríkjanna væru óeðlilega há miðað við það sem erlend skipafélög settu upp. Væri þannig miklu ódýrara að flytja eitt tonn frá Hamborg vestur um haf en héðan. Þess skal og getið, að heim- ild er til í tollskrárlögum varð andi endurgreiðslu á öllum að flutningsgjöldum af hráefn- um, sem notuð eru í iðnaðar- vörur, sem framleiddar eru til útflutnings. Eru fordæmi að slíkum endurgreiðslum fyr ir hendi, og m. a. fékk súkku- laðiverksmiðjan Linda á Ak- ureyri endurgreiðsluheimild, en verksmiðjan hefur flutt út Stórútflutníngur að hef’ast? Sýnisíiornapöntun íslenzkra húsgagna fyrir á jjriöju milljdn DAGANA 15. og 17. júní gerði bandarískur kaupsýslumaður, Robert A. Eichhorn, frá fyrir- tækinu Manor House í Minneapolis, pöntun á hús- gögnum og gluggatjöldum frá fjórum íslerrzkum iðnfyrir- tækjum, Húsgagnaverksmiðj- unni Valbjörk á Akureyri, Últíma, Sindra og Húsgagna- vinnustofu Hafnarfjarðar. Nema vörupantanir þessar tæplega þremur milljónum króna og er hér aðeins um sýnishorn að ræða, svo nærri má geta um vörumagn það, sem í framtíðinni kann aö verða pantað. Forsaga þessa máls er sú, að ungur Reykvíkingur, Þor- kell Valdemarsson, sem dval ið hefur við nám í Minnea- polis, kom hingað heim um páskana, og hafði með sér út sýnishorn af húsgögnum, sem hann kom á framfæri á hús- gagnasýningum í Minneapolis og St. Paul. Vinnan á þessum húsgögnum líkaði afbragðs vel og verðið virtist ekki fjarri lagi, en talið var, að sniðið þyrfti ýmisskonar breytinga við samkvæmt þarlendum kröfum. Er Eichhorn hafði séð ís- lenzku húsgögnin á sýningu vestra, ákvað hann að koma hingað til lands og ræða við framleiðendur um þær breyt- ingar, sem hann taldi nauð- synlegt að gera. Á fundi með blaðamönnum s. 1. föstudag skýrði Eichom frá því að daginn áður hefði hann undirritað pöntun á húsgögnum frá Valbjörk á Akureyri fyrir tæpar tvær milljónir. Ragnar Þórðarson, umboðs- maður Valbjarkar 1 Reykja- vík, skýrði frá því, að er Hí- býlladeild Markaðsins hefði tekið til starfa á sl. hausti, hefði mikið af Bandaríkja- mönnum komið til þess að skoða húsgögn. I framhaldi af því fóru forráðamenn á Kefla víkurflugvelli fram á, að Markaðurinn kæmi upp hús- gagnadeild við hina banda- rísku verzlun á vellinum, en skömmu siðar voru sett lög til verndar dollarnum, þannig a"ð ekki mátti selja aðrar vör- ur en bandarískar í verzlun- um hersins. Hefur því ekki orðið af þessum ráðagerðum ennþá, en hins vegar gaf þetta til kynna að íslenzk húsgögn féllu Bandaríkjamönnum vel í geð. Þeir Þorkell og Ragnar skýrðu blaðamönnum frá því, að verðið á íslenzkum húsgögn um væri rétt á mörkum þess að vera samkeppnisfært á Bandarikjamarkaðinum. — Nefndu þeir að farmgjöld með nokkuð af framleiðslu sinni. Fyllilega samkeppnisfær. „íslenzk húsgögn eru fylli- lega samkeppnisfær við dönsk og sænsk húsgögn varðandi útlit og gæði“, sagði Eich- horn. „En það þarf ýmsu að breyta, og það er hægt án mikillar fyrirhafnar. Hér virð ist ekki vera neinn „standard“ varðandi t. d. stærðir á rúm- um, en á okkar markaði er aðaliatriði að rúmin séu af við urkenndum alþjóða stærðum. En það, sem mestu máli skipt ir, er að verðið sé samkeppn- isfært.“ Sýnishorn á sýningu. Eichhorn sagði að hann hefði í hyggju að setja þessi húsgagnasýnishorn á sýningu á lykilstöðum í Bandaríkjun- um, svo sem New York, Chi- cago, Los Angeles og San Francisco. Ætlunin væri síðan að koma upp dreifingarkerfi, sem spennti yfir öll Bandarík- in. Auglýsingaherferð mikla þyrfti að gera, og yrði þar lögð sérstök áherzla á að hús- gögnin væru íslenzk. Eichhorn sagði, að í fram- tíðinni yrði málum sennilega svo hagað, að allar teikningar af húsgögnum sem framleiða ætti hér fyrir Bandaríkjamark að, yrðu sendar sér vestur um haf, og yrði þeim breytt ef með þyrfti, þannig að tryggt sé að húsgögnin mæti kröfum markaðsins. Hér yrði komið upp einskonar nefnd, sem kannaði framleiðslu þeirra fyrirtækja, sem fram- leiða húsgögn, og yrðu öll hús gögn héðan seld undir sama nafni og vörumerki. Um flughafnir og sendiráð. Eichhorn sagði, að sér kæmi það einkennilega fyrir sjónir, hversu lítið væri af því gert að kynna íslenzkan húsgagna iðnað fyrir útlendingum. Nefndi hann sem dæmi að rétt væri að sendiráð íslands er- lendis ættu að vera búin is- lenzkum húsgögnum. Þá mætti einnig nefna Reykja- víkurflugvöll, þar sem þúsund ir útlendinga færu um á ári hverju. Þar ætti að setja upp sýningardeild eða sal til þess að kynna þeim, sem um faxa, framleiðslu þjóðarinniar. Að lofeum gat Eichhorn þess, að hann hefði áhuga á því að kaupa hér allt sem varðar innanhússkreytingar, svo sem teppi, gluggatjöld o. fl. Á laugardaginn keypti hann síðan gluggatjöld af Última fyrir á fimmta hundrað þús- und krónur, stóla og bókahill- ur frá Sindra fyrir á annað hundrað þúsund, og sófaborð af Húsgagnavinnustofu Hafn- arfjarðar fyrir rösklega tvö hundruð þúsund krónur. Eins og fyrr getur, er hér eingöngu um sýnishom að ræða, og má marka stærð markaðsins af þvi. Má minnast á, að teppasölur vestra á einu ári nema tólfföldum útflutn- ingsverðmætum íslendinga. Sjötug í dag Sigurjón Sigurðsson og Gíslína Sigurðardóttir Sigurjón Sigurðsson verzlunar-| stj. í klæðaverksmiðjunni Ála. fossi er fæddur í Ánanaustum 20. júní 1891 — og telji menn þar; af. Þá voru Ánanaust og lengi síðan sjálfstæð persóna á sínum stað, Reykjavík önnur. Sigurður Jónsson frá Hofi á Kjalarnesi, sjómaður, og Sigríður Jónsdóttir kona hans, ættuð úr Þykkvabæ, gott fólk og dugandi, líka af góðu fólki, voru foreldrar Sigur- góns. Húsfreyjan í Ánanaustum ól tvíbura, pilt og stúlku, og urðu þau einu börn þeirra hjóna. Meyj- an er frú Gislína, nú ekkja eftir Sigurð Guðmundsson skipstjóra. En ævilangt varð innilega kært með þeim tvíburum, sem segin er paga, er svo ber til og fólkið er gott. Pilturinn ólst upp sem aðrir hans jafnaldrar og jafningjar í vesturbænum. Hann gekk í barnaskólann, sem nú heitir Mið- bæjarskólinn, hvergi skemur en tæpa þrjá vetur samfleytt, kom Jæs að heiman, en fór efalaust fram, lærði reikning hjá Sigurði Jónssyni, skrift með nálmjóum Iklassíkalpenna hjá fröken Ara- eon; þeim samdi vel, því að hann vandaði skriftina og fór vel með pennann sinn. Seinni veturna kom Laufey frá Rauðará og kenndi honum eitthvað; hún var góð og elskuleg, ímynd einhvers | sem ekki var áður hvern dag í ■ skólanum. Með þetta nesti af æðri menntun lagði drengurinn I út í lífið, fór 14 ára beint að tré. smíðavélunum í Völundi. Aldrei urðu honum mistök við þessi háskalegu verkfæri, aldrei komst hann í klandur við klukkuna né reglusemina. En 16 ára hafði hann vélaskifti og fór í „Iðunni“ gömlu og óf á hennar vélar. Hann skifti um af því hann fékk heldur betra kaup og naut þess að hafa umgengizt vélar, án þess að vinna sér né öðrum skaða. Stundum komu upp í huga pilts- ins ilmurinn af tréspónum og löngunin til að læra meira við | þann ilm. En foreldrarnir gerð- ust þreyttir og sveitin beið þeirra, ef sonurinn slakaði á við sjálfa vinnuna. Yfir tvítugt girnt- ist hann tilbreytilegri verk og frjálsari og sótti undir bert loft. Komst hann þá einnig í störf hjá Th. Thorsteinsson í Liverpool og vann með Sigurjóni Péturssyni, og meir en það: hann synti með honum margt nýárssund, sem karlmannlegust íþrótt var í þann tíð. Og garpurinn mikli tók hinn yngri nafna sinn með sér að Ála- fossi. Síðan hefur Sigurjón Sig- urðsson ekki skift um verk, hátt í hálfa öld; aðeins aukið verkin. Hann tók allt bókhald fyrir- tækisins frá upphafi, varð að láta sér duga reikningsbók Eiriks Briem, reikningskennslu Sigurð- ar Jónssonar og klassíkalpenna Guðlaugar Arason. Ritvél fékk hann snemma, og enn er frá leið samlagningarvél. Hann gekk á námskeið hjá sjálfum sér í öllu þessu fína bókhaldi, sem seinna kom, hann hefur gefið sjálfum sér sífellt hærri einkunn í bók- haldinu, ár frá ári. En enginn vefengir prófið. Barnaskóla kennsla Sigurðar Jónssonar og fröken Arason hefur staðist allar nýjar kúnstir, fjölgandi dálka og fjölgandi miljónir. Hann varð frá upphafi ,,allt í öllu“ í erilsömu og sívaxandi fyrirtæki, sá sem vissi um hvaðeina, hafði vitneskj- una í taugum sér, liðkaði hvern þráð áður en í hnútinn hljóp, lempaði allt til hins betra vegar með bjargföstu jafnaðargeði. Sú kona, sem bezt má til slíks þekkja, segir um Sigurjón Sig- urðsson, að hann sé aðalsmaður, svo fremi nokkur maður sé það af kostum sínum; ekki til harð- ræða, ekki stríðsmaður, hógvær og stilltur, óhrekjandi frá réttu, trúr í öllu; alt líferni hans af aðli. Hér við kann enginn að auka. Kona Sigurjóns Sigurðssonar er Rannveig Guðmundsdóttir, reykvízk ágætiskona; þau eiga fagurt rausnarheimili, fimm upp- komin böm og meira en 20 barnaböin Helgi Hjörvar. — Njósnir Framhald af bls. 12. Singapore um helgina eftir að upp komst um fyrirætlanir um að ráða forsætisráðherra Singa- pore af dögum. Þrír hinna hand teknu fundust í elliheimili í kín verska hverfinu í Singapore og í fórum þeirra poki með þrem handspr eng j um. I Grikklandi hefur komizt upp um njósnafélag, sem starf- aði fyrir Sovétríkin, og segja grísku blöðin að fjöldi manns hafi verið handtekinn í því sam bandi. Einn af riturum rúss- neska sendiráðsins var meðal hinna handteknu, en vegna diplómatsstöðu sinnar var hann látinn laus. Segja blöðin að hann hafi tekið á móti umslagi með hernaðarupplýsingum frá grískum kommúnista. í ALGERSBORG var skýrt frá því í dag að tíu manns hafi verið drepnir í Alsír nótt, þeirra á meðal tvær konur. Önnur kon- an var gift frönskum herforingja. Maður hennar var skotinn til bana ásamt öðrum hermanni, en konan skorin á háls. Hin konan var Serki. Hún var á ferð bifreið með fjórum Serkjum öðrum þeg- ar uppreisnarmenn nófu vélbyssu skothríð á bifreiðina. Létu allir Serkirnir lífið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.