Morgunblaðið - 20.06.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.06.1961, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 20. júní 1961 Skyndibmökaup Renée Shann: Clive dokaði með svarið. Sann- ast að segja gat hann ekki svar- að spurningunni með neinni vissu. Þegar hann leit á hjóna- band þeirra, gat hann varla trúað því, að þau hefðu eiginlega nokkurn tíma verið hamingju- söm. En líklega hefði það nú samt verið í fyrstunni, fannst honum. -— Æ, ég veit það bara ekki. — Þetta er ljótt að segja. Hugs um okkur nú, að þú hefðir verið giftur mér, og svona hefði farið fyrir okkur. — Það hefði það aldri getað. Ég hef aldrei elskað Margot neitt líkt því, sem ég elska þig. Sandra fór að hugleiða, hvort þetta væri nú satt. Auðvitað vildi hún óska. að svo væri. Hún var svo ástfangin af Clive, að hún gat varla þolað tilhugsunina um það, að hann hefði nokkurn- tíma elskað nokkra aðra konu. En sjálfsagt hafði hann elskað margar. auk sinnar eigin konu. Clive var eitthvað fimmtán árum eldri en hún, óneitanlega aðlað- andi, laglegur útlits velefnaður og með mikínn smekk fyrir kon- um. Hann hlaut að hafa lent í mörgum ástarævintýrum. Og hvað skyldi hann hafa verið búinn að vera lengi giftur, þegar þau ævintýri hófust? Hún hafði séð konuna hans einu sinni eða tvisvar, þegar hún var að byrja að vinna þarna, og fundizt hún vera fríð- leikskona en heldur kuldaleg í fasi. Það hafði verið meðan Clive og Margot bjuggu enn saman í íbúðinni sinni og áður en hún fór til Ástralíu Og nú var von á henni þaðan aftur eftir fáar vik ur. Þetta frí hjá Margot hafði svipt hana manninum, vissi Sandra. Þegar hún væri komin heim og farin að búa með manni sínum aftur, myndi hún sjálf —Sandra — vonandi verða ðirim 1 kæliskópsins +lvmu ojl ýpífslei}) etliS bér abkaupa litelisiidpjf * 1 • þa<5 bcr aS vanda vaí W; I ^ - Austurstræh 14 Sjmi 11687$$®$ *§>;,. ^jiirÍpC-isV'... jRfeS&i -jSíSRíS ■ É* Kelyinator — Eigum við að veðja um að ég slái ekki á þumalfing- urinn núna? svo skynsöm að slíta öllu sam- bandi við hann og ekki láta á- netjast frekar en orðið var. En sem grasekkjumaður, hafði Clive haft nægan tíma til að skemmta sér og jafnan verið reiðubúin að koma sjálfum sér í einhver vandræði Til að byrja með hafði þetta nú verið ósköp meinlaust — þau höfðu haldizt í hendur og stolið nokkrum koss- um og Sandra hafði sagt við sjálfa sig, að þetta væri kjána- skapur og kannske jafnvel rangt, en því miður fannst henni Clive bara ómótstæðilegur. En svo, áður en hún vissi að nokkur hætta væri á ferðum, hafði hún orðið þess vör, að þetta var annað og meira en flangsið eintómt; það var að verða full alvara Þegar hún fyrst varð þessa vör, reyndi hún að draga sig í hlé. Hún gekk meira að segja svo langt að segja upp stöðunni og segjast vilja komast í aðra vinnu. En einmitt þetta varð til þess, að Clive lét til skar ar skríða og sagði henni að hann væri alvarlega ástfanginn og ósk- aði þess heitast, að konan sín kæmi alls ekki heim aftur, en gæfi honum hinsvegar eftir skiln að. — Mundirðu giftast mér ef ég væri laus og liðugur, Sandra? hafði hann spurt hana. Sandra átti ekki til nema eitt svar við þessu. Hún var ávallt sannsögul, hreinskilin, og auk þess alvarlega ástfangin, og sagði því blátt áfram, að hún gæti einskis óskað sér fremur En það var ekki fyrr en seinna, að henni datt í hug, að kannske færf þetta nú ekki allt eins og þau Clive óskuðu. Clive hafði verið eitt- hvað grunsamlega þögull um það hvort Margot mundi gefa eftir skilnað. En annars hlyti það nú bráðlega að sjást svart á hvítu, þar eð Mangot var að koma heim. Og þá kæmi til kasta Clives að tjá henni, vilja sinn og óskir. Sandra óskað þess heitast, að hún gæti verið viss um, að hann gerði alvöru úr því, þegar til kastanna kæmi. En þangað til yrði þetta stöð- uga stríð milli þeirra, því að Clive var ekki ánægður með framvindu ástarævintýris síns. Hann vildi að þau færu burt um helgar. Hann vildi fá hana heim í íbúðina sína. Hann reyndi að fá hana ofan af því að fara heim til sín, eins og til dæmis núna. Og henni fyrir sitt leyti, fannst það æ erfiðara að standa gegn vilja hans. Eins og hún hafði sagt við Júlíu, var hún komin á fremsta hlunn að láta til skarar skríða. Og eins og hún hafði líka sagt, þótti henni verst að hafa ekki Júlíu lengur til þess að halda aft ur af sér Hún fór nú í kápuna sína og Clive borgaði reikninginn. Þau gengu út í svalt kvöldloftið. Bíll- inn hans stóð úti fyrir veitinga- húsinu og dyravörðurinn opnaði dyrnar fyrir hann. Clive horfði á hana, er hún settist við hlið honum. — Beint heim? — Já, þakka þér fyrir. — Miskunnarlausa kona! — Þú verður að athuga, Clive, að Júlía er rétt að fara. Clive smáskríkti. — Hver veit nema þessi burtför systur þinnar geti orðið mér til gagns. Elskan mín, ég veit alveg, að þú þolir aldrei við heima, þegar hún er farin. Þú hefur að minnsta kosti sagt mér hundrað sinnum, að þú getir ekki þolað hana mömmu þína. — Ég verð nú víst að reyna það samt, þegar Júlía er farin. — Æ, góða mín, ef tveimur manneskjum getur á annað borð ekki komið saman, er ekkert við því að gera. Það er nú einmitt meinið hjá okkur Margot.......... Eins og þú veizt, rífumst við eins og hundur og köttur, ef við er- um ein saman í fimm mínútur. — Hafið þið alltaf gert það? — Nei, kannske höfum við haldið út í tíu mínútur, fyrstu ár in. — Mér er óskiljanlegt, hvers- vegna þú fórst að giftast henni. — Nei, það er vel skiljanegt. Þar var um líkamlegt aðdráttar- afl að ræða, en það nægir ekki til þess að fólki geti komi vel saman. Sandra kreppti hnefana í kjöltu sinni Hún vissi, að það var ekki nema vitleysa að láta þetta særa sig. Þetta var löngu liðið.. eld- gamalt. En setjum nú svo, að þeg ar Margot kæmi heim, fyndi Clive þetta sama aðdráttarafl aft ur? Annað eins gat nú skeð. Hann sleppti annarri hendi af stýrinu og tók í hennar hönd. — Má ég ekki segja þetta? — Jú. En er það ekki vitleysa? — Jú, í hæsta máta. En þetta er nú svo langt um liðið. — Ó, Clive.. þú og ég.. gæti það ekki farið eins? — Nei, þáð er allt annað með okkur. Sandra horfði beint fram fyrir sig og á stóru ijóskeilurnar frá bílnum, sem kviknuðu, þegar þau sveigðu inn í Regents Park. Af því það var „allt annað“. Var það ekki það sem allir elskendur héldu áður en blákaldur raun- veruleikinn kom til sögunnar? Hún óskaði þess heitast, að þessi örvænting væri ekki alveg svona alisráðandi hjá henni í kvöld. Það var svo heimskulegt. Nóg var hún viss um, að allt færi vel hjá Júlíu og að hún yrði hamingju- söm, enda mætti það vera auma sálarástandið hjá Júlíu, ef henni liði núna eins og Söndru sjálfri leið. Clive sagði: — Geymdu því ekki, að auk þess sem við erum elskendur, erum við líka vinir. — Við erum nú ekki elskendur enn. 5 eða 6 herb. íbúð á hitaveitusvæðinu óskast til leigu nú þegar, helzt nálægt Vesturgötu. Sími 15808. a r L LÍ — Hverjum er það að kenna? — Ég get það ekki, Clive. Það er svo mikill ábyrgðarhluti.. — Þáð á það líka að vera. — .Það er nú fyrst og fremst hún mamma.... — Góða Sandra mín, þú ætlar þó ekki að fara að fórna öllu lífí. þínu fyrir hana mömmu þína. . — Það er heldur ekki ætlun min — Nei en ég á við það, að þeg ar þú ert orðin laus og liðug get um við gifzt. — Já,.. þegar ég er laus.... Sandra fékk fyrir hjartað. —• Heldurðu kannske, að Margot verði eitthvað erfið? — Nei, vitanlega held ég það ekki. Meira segja yrði ég hissa, ef hún hefur ekki þegar augastað á einhverjum öðrum. — Hvað er þá í veginum? — Hjónaskiinaður tekur lang* an tíma. —Þá skulum við bara vera þol inmóð. — Til hvers skollans ættum við að vera það. Eins og við elskurn hvort annað! Sandra andvarpaðí. Nú voru þau komin í stælur aftur, eins og hún þó hafði hugsað sér að forðast þær í kvöld. — Það getur nú sennilega ver ið álitamál sagði hún. — Að minnsta kosti er nokkuð til, sem heitir sjöunda boðorðið. Clive sveigði bílnum út úr garð inum. — Þú ert einkennilega sam sett, verð ég að segja. — Vissulega. Ég narta alltaf í hnetur eða sælgæti mér til hress ingar eftir að hafa þrammað um gangstéttimar í heila nótt!! — Og er það hressandi? — Sannarlega .... Ég þekki fjölmarga náunga, er vinna erfið- isvinnu, sem gera þetta einnig! Kl. 10 næsta morgun. —Colter, þetta er Markús .... Mig langar til að koma yfir til þín og ræða við þig .... Það er áríðandi .... Allt í lagi, ég kem strax! ailltvarpiö I»riðjudagur 20. júnf 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:03 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfr.) 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. ^ 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilkynningar. — 16:05 Tónleikar, — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýmsum löndum. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: „Furutrén í Róm“, sin fóniskt ljóð eftir Respighi (NBC sinfóníuhljómsveitin leikur; Arturo Toscanini stjórnar). 20:20 Erindi: Kennslu- og félagsmál (Bjarni Bjarnason á Laugar* vatni). 20:55 Píanótónleikar: Artur Rubinstein leikur tvö skersí eftir Chopin, nr. 3 í cis-moll op. 39 og nr, 4 í E-dúr op. 54. 21:10 XJr ýmsum áttum (Ævar R. Kvar an leikari). 21:30 Júgóslavnesk þjóðlög: Slóvenskl oktettinn syngur. 21:45 íþróttir (Sigurður Sigurðsson). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Lög unga fólksins (Jakob Möller> 23:00 Dagskrárlok. 9 f Miðvikudagur 21. Júní. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:W Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfr.) 10:30 Synodusmessa I Dómkirkjunnl (Dr. theol Bjarni Jónsson vígslu biskup messar; með honum þjóu ar fyrir altari biskup íslands. Organleikari: Dr. Páll isólfsson). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —■ 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 „Við vinnuna**: Tónleikar. 14:00 Útvarp frá kapellu og hátíðasal Háskólans: Biskup islands setur prestastefnuna, flytur ávarp og yfirlitsskýrslu um störf og hag íslenzku þjóðkirkjunnar á syn- odusárinu. 15:30 Miðdegisútvarp. — (Fréttir kl, 16:00) — 16:30 Veðurfr.. 18:30 Tónleikar: Óperettulög. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr, 19:30 Fréttir. 20:00 islenzk tónlist: a) Forleikur í Es-dúr eftlr Sig- urð Þórðarson (Sinfóníuhljóm sveit islands leikur. Stjórn- andi: Þórarinn Guðmunds# son). b) Þrjú sálmalög eftir Karl O. Runólfsson (Hljómsveit Ríkia útvarpsins leikur; Hans* Joachim Wunderlich stj.). 20:20 Synoduserindi: Þáttur söngsing í kirkju Lúthers (Dr. Robert A. Ottóson söngmálastjóri þjóð- kirkjunnar). 20:50 Tónleeikar: Sinfónía nr. 6 fyrir i blásarasveit eftir Vincent Persi- chetti (Eastmann-blásarasveitin leikur; Frederick Fennell stj.), 21:10 Af vettvangi dómsmálanna (Há- kon Guðmundsson hæstaréttar- ritari). 21:30 Léttir kvöldtónleikar: a) „Marinella, forleikur op. 215 eftír Julius Mucik (Sinfóníu hljómsveitin I Prag leikur; dr. Vaclav Smetacek stj.). b) Eugene Conley syngur vin- sæl lög. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Þríhyrndi hattur- inn“ eftir Antonio de Alarcón; VI. (Eyvindur Erlendsson). 30 Djassþáttur (Jón Múli Árnason), 23:00 Dagskrárlok. 22:li I 22:3 ^ 23:0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.