Morgunblaðið - 20.06.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.06.1961, Blaðsíða 24
ÍÞROTTIR Sjá bls. 22 nrgsiiitMft 134. tbl. — Þriðjudagur 20. júní 1961 SÁTTASEMJARI haði ekki boð að fundi í vinnudeilunni, þegar Mbl. fór í prentun í gærkvöldi. Á skrið- drekum í gullleit KIRKJUBÆJARKLAUSTRI, 19. júní. — í kyrrð vorkvöldsins geistust tveir skriðdrekar austur sandana fram af Síðubyggðinni. Hvað var að gerast? Var þetta hemaðarinnrás? Því fór fjarri. Friðsemdarmaðurinn Bergur Lár usson, var þarna á ferð með menn sína og farangur á leið austur á Skeiðarársad, tii þess að leita að gullinu í Indíafarinu, sem strandaði þarna haustið 1667, en það á að hafa verið með mikinn gullfarm innanborðs. Var sagt frá þessari fyrirætlan um gullleit sl. haust. Ekki var hægt að hefjast handa fyrr en nú vegna selveiða Fljótshverfinga austur á söndun- um. Hafa þeir farið nokkrar ferð ir á Selfjöru í vor og veitt vel. Á láði og legi I gullleitarleiðangrinum eru 6 menn á tveimur-skriðbílum sem fara bæði láð og lög og hafa með- feirðis tæki til að leita að málm- um í fjöru. Fóru þeir héðan frá Klaustri kl. 10 í gærkvöldi beint af augum austur á Brunasand og síðan eftir söndunum fyrir fram- an Fljótshverfi. Yfir Hverfis- vötnin voru þeir tvo tíma, stöð- ugt í vatni og oft á floti. Sums staðar voru djúpir álar og pyttir, annars staðar sökkvandi sand- bleyta. Mikið vatnsmagn var í ánum enda var byrjað hlaup í Súlu, eins og sagt er frá annars staðar. Þrátt fyrir þennan mikla vatna flaum, gekk ferðin hindrunar- laust. Kl. 3 í nótt talaði Valdem- ar á Klaustri við einn leiðang- ursmanna, Pétur Kristjónsson. Voru þeir þá nýkomnir í sæluhús- ið á Skeiðarársandi. Þar munu þeir hafa bækistöð sína a. m. k. til að byrja með. — S. Br. Mikil ölvun LÖGREGLUVARÐSTOFAN tjáði Mbl. í gærkvöldi, að frem- ur rólegt hefði verið í bænum yfir helgina. Hins vegar hefði ölvun og ólæti verið meiri í Mið bænum sl. föstudag en dæmi væru til um langt skeið. SÍS borgaði 30.000 kr. tU kommúnista um helgina EINS og mönnum er kunn ugt leggja framsóknar- menn nú allt kapp á að kollvarpa efnahagskerfi landsins, og hafa þeir gert hemaðarbandalag við kommúnista í þessu skyni. Hefur hlutverk kommún- ista yfirleitt verið það að stofna til verkfalla víðs vegar um landið, en síðan hafa framsóknarmenn látið StS ganga að kröfum þeirra. Fyrir viðvikið eiga svo kommúnistar að fá sem svarar Yi millj. kr. ár- lega frá StS einu í áróð- urssjóð sinn. En þetta þótti kommún- Þriðja mark tslands í lands IeikAum í gær. Gunnar Felixson skorar í mann- Iaust markið eftir að Þór- ólfur Beck og hann höfðu leikið hollenzku vörnina sundur og saman. Sjá nán- ar á íþróttasíðu. (Ljósm.: Sv. Þormóðss.) Banaslys Hlaup úr Grænalóni flæðir yfir Skeiðarársand AKUREYRI, 19. júní. — Á föstu daginn varð banaslys hér á Akur ■ eyri. Vilhjálmur Sigurðsson, • stjórnandi sorphreinsunarbílsins, • varð undir hleranum á sorp- ] geymslu bílsins með fyrrgreind- um afleiðingum. Þetta var á ösku haugunum, Vilhjálmur var að losa bílinn. Enginn var þarna nærstaddur, en vegfarandi kall- aði í sjúkirabíl og lækni, en kom fyrir ekki. Vilhjálmur var ein- hleypur. — St. E. Sig. istum ekki næg laun og e. t. v. SÍS-herrunum ekki heldur nægileg greiðsla. 17. júní sl. gaf Þjóðviljinn út sérstakt aukablað, sem fyllt var- af auglýsingum frá kaupfélögum víðs veg- ar um landið eða öðrum fyrirtækjum, sem fram- sóknarmenn ráða. Þennan eina dag auglýstu í Þjóð- viljanum 34 framsóknar- fyrirtæki fyrir a. m. k. 30.000 kr. samtals. Það væri synd að segja, að StS-herrarnir ætli að gera það endasleppt við samherjana í Kommúnista- flokknum! f HAUST stýflaðist afrennsli Grænalóns, sem er gríðarmikil kvos sunnan í vestanverðum Vatnajökli, umlukt jökli á þrjár hliðar. Sagði Jón Eyþórsson, for- maður Jöklarannsóknarfélagsins, blaðinu að Björn Fálsson flug- maður hefði tilkynnt sér fyrir þremur dögum áð vatnsborð Grænalóns, þar sem íseyjar sigldu á vatninu væri orðið svo hátt, að nú hlyti það að fara að hlaupa fram. í gær símaði svo fréttaritari blaðsins á Kirkju- bæjarklaustri að hlaup væri kom ið í Súlu, hefði sennilega byrjað í fyrrakvöld og vatnsmagnið auk- izt í gær. Þegar þeir bræðurnir Eyjólfur og Filipus Hannessynir á Núps- stað ætluðu inn á Eystrafjall í refaleit í gærmorgun varð þessi ferlega hindrun á leið þeirra, hlaupið byrjað í Súlu og með öllu ófært inn á fjallið. Frétta- ritarinn hafði óljósar fregnir af þessu, þar sem símasamband var svo slæmt að ekki var hægt að tala við Hannes á Núpsstað. 7 þús. teningsmetrar á sek. Hlaup verða öðru hverju úr Grænalóni og flæðir þá óhemju vatnsmagn niður yfir Skeiðarár- sand. Skömmu fyrir stóra hlaup- ið 1935 mældist Grænalón 18 ferkm. að flatarmáli og þá áætl- að úr því hefði hlaupið á skömm- un tíma 114 teningskm. af vatni og mesta rennsli áætlað 7 þús. teningsm. á sek. Síðan hafa verið nokkur minni hlaup. En Jón Ey- þórsson segir að nú hafi vatnið verið orðið svo mikið þarna, að í þetta sinn hljóti að vera um stórhlaup að ræða. Vatnsflaumur inn flæðir þá yfir sandinn og ber með sér jaka, sem brotna úr jökulröndinni. En engin byggð er þarna og engir bæir 1 hættu. Vatnið í Grænalóni er bræðslu vatn úr jöklinum, og ekki er leng ur neitt frárennsli úr þessari geysimiklu kvos. Áður fyrr rann úr henni yfir fjallbrún í Núpsá, en nú hefur jökulstýflan lækkað svo mikið og vatnsborðið um leið, að 30 m. vantar til að það nái að renna yfir. Þegar svo mik- ið vatn er komið, brýzt það fram og lyftir sennilega jökulbrúninni á Skeiðarárjökli, til að komast undir hana fram á sandinn. Hlaupið stendur venjulega stutt, kemur kröfug hlaupgusa, en stendur stutt. Albert bjargaði Helga Helgasyni AKUREYRI 19. júní — Varff- skipið Albert bjargaði Hciga Helgasyni frá Vestmannaeyjum við Sauðanes á sunnudagiun, á síðustu stundu. Litlu mátti muna, að ekki færi verr. Helgi Helgason VE 343 kalTaði á hjálp kl. 18:10 á sunnudag. Var skipið þá 1,5 sjómílur undan Sauðanesi, rak að landi í norð- austan kalda og allmiklum sjó. Var einhver bilun í skrúfunni, nóg til þess að skrúfan snerist alls ekki. Varðskipið Albert kom á vett vang kl. 21:33 og var Helgi þá 0,7 sjómílu frá landi, á 11 m dýpi. Var hann farinn að nálgast brim garðinn ískyggilega mikið. Greið lega gekk að koma taug milli skipanna og var Helgi Helgason dreginn inn til Siglufjarðar. Kom í ljós, að bilun hafði orðið í legu á skrúfuöxlinum og reyndist nauð synlegt að taka skipið upp 1 siipp. Það var ekki hægt á Siglufirði og kom Albert með Helga inn til Ak ureyrar í dag. — St. E. Sig. Háfíðahöld in felld niður Þjóðhátíðarveðrið var held ur hryssingslegt norðan- og vestanlands. Fólk vakuaði víða við það fyrir norðan á laugardaginn, að tekið var að fenna 1 fjöll — og síður en svo vænlegt til hátíðahalda, undir berum himni. Mikil rigning var samfara sumstað ' ar slydda. Kaldast var á Möðrudal, aðfaranótt sunnu- dags, eins stigs frost. Á Raufar höfn var hitinn í 0 sömu nótt. — Hátíðahöldum var víða frestað til sunnudags, sums staðar felld niður með öllu. Veðrið hafði þannig truflandi áhrif á þjóðhátíðarhöldin á Húsavík, Ólafsfirði, Siglu- firði, Akureyri, ísafirði og víð ar. — Á sunnudaginn hitnaði Ísnögglega Og í gær var 14 stiga hiti á Akureyri. Bruni gær 1 GÆR sekemmdist bílaverk- stæði Árna Gíslasonar vi3 Kleppsveg mikið af eldi. Þetta er braggi og þegar slökkviliðið kom á vettvang skömmu eftir hádegið stóðu eldtungumar út um dyrnar. Nokkrir bílar voru inni í verkstæðinu. Skemmdust tveir mest, hinum tókst að forða úr eldinum. Slökkviliðið réði niðurlögum eldsins fljótlega, en tjón varð mikið. Eldsupptök I eru ókunn. Sömduum11%hækkun f GÆRKVELDI gerðu vinnu- veitendur og verkamenn í Keflavík samkomulag á þá lund, að kaup har/kkar um 11% og greiðist hækkunin beint til verkamanna. Samn- inganefndir Verkalýðs. og sjómannafélags Keflavíkur annars vegar og Útvegsbænda félags Keflavíkur og Vinnu- veitendafélags Suðumesja hins vegar — undirrituðu samkomulagið með þeim fyrir vara, að félagsfundir sam- þykktu einnig. Önnur helztu atriði eru, að eftirvinnta greið- ist með 60% álagi og orlof af öllu kaupi. — Verkalýðs og sjómannafélagið heldur fund um málið í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.