Morgunblaðið - 21.06.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.06.1961, Blaðsíða 2
MOKGUiyBLAÐIÐ Miðvik'udagur 21. Júní 1961 SlS skuldar bændum um 220 millj. króna SAMKVÆMT efnahags- Þetta er auðvitað mesta reikningi SÍS um síðustu fjarstæða að því er allan áramót skuldar fyrirtækið venjulegan rekstur varðar, bændum 220 millj. kr. fyr- en til sanns vegar má e.t.v. ir ógreiddar innlendar af- færa, að vaxtalækkunin urðir. Athyglisvert er, að gæti bætt hag samvinnufél um næstu áramót á undan var skuld þessi 63 millj. kr. og 31. 12. 1958 28 millj. kr. aganna, sem hafa undir höndum himinháar upp- hæðir af sparifé landsins. Eftir reikningum Sam- Morgunblaðið hefur áð- bandsins að dæma virðast ur upplýst, að vextir af af- skuldir þess hafa vaxið um urðavíxlum eru aðeins 7% nær 200 millj. kr. á síðasta og greiðir SÍS þá vexti af ári, og voru þær þó ærnar fé því, sem á að renna til fyrir. Gera má ráð fyrir, landbúnaðarins, en notað að skuldabyrði hinna ein- er í verzlunarrekstri Sam- stöku kaupfélaga hafi ekki bandsins. minnkað fremur en SÍS Eins og kunnugt er, halda sjálfs. Verður þá skiljan- framsóknarmenn því fram legt ofurkapp það, sem að 2% vaxtalækkun gæti framsóknarmenn leggja nú mjög bætt hag atvinnuveg á að hleypa af stáð verð- anna og telja sjálfsagt, að bólguskriðu, sem velta hagur sparifjáreigenda sé myndi skuldabagganum yf skertur sem því nemur. ir á almenning. Samið í Keflavik EINS og skýrt var frá í blaðinu í gær, náðist í fyrrakvöld sam- komulag milli vinnuveitenda og verkamanna um 11% kauphækk- un, sem greiddist verkamönnum beint. f gærkveldi var samkomu- lagið samþykkt á fundum í við- komandi félögum. í Útvegsbænda félagi Keflavíkur Og Vinnuveit- endafélagi Suðurnesja var sam- komulagið samþykkt einróma, en í Verkalýðs- og sjómannafélagi Kellavíkur var það samþykkt gegn fcinu mótatkvæði. i Kartöfluflutning- ar KEA stöðvaðir A LAUGARDAG fór Vörubíl- stjórafélagið Þróttur í verkfall. Vikuna á undan hafði KEA sent frá Akureyri kartöflur til Græn metisverzlunar ríkisins í Rvík, Og hugðist fyrirtækið halda því áfram. Fyrirtækinu mun þá hafa verið tilkynnt af verkfallsmönn um, að komið yrði í veg fyrir kartöfluflutninga til Reykvík- inga. Norðmennirnir farnir O M mið ja siðustu viku hélt norski skógræktarflokkurinn, sem hingað kom til gróðursetn- ingarstarfa, heimleiðis. Gróður- setti flokkurinn yfir 100.000 trjáplöntur, þ. e. 50.555 i Hauka dal, 32.100 í Þjórsárdal og af- ganginn fyrir norðan. Blaðamönnum gafst kostur á aS spjalla við nokkra af þátt- takendunum, skömmu fyrir brottförina. Létu þeir mjög vel af dvöl sinni hér og þeim kynn- um, sem hún hefði stofnað við land og þjóð. Hákon Bjarnason, skógræktar- stjóri, lét í ljós mikla ánægju með heimsókn flokksins og þá norsk-íslenzku samvinnu, sem komizt hefði á í skógræktarmál- um og borið ríkulegan ávöxt. Þá afhenti Sveinbjörn Jónsson, forstjóri Ofnasmiðjunnar h.f., nokkrum þátttakendum gjafir, til minningar um komuna. Nýi . hershöfðinginn 1 FYRRINÓTT kom til Keflavík ur Robert B. Moore, aðmíráll, sem taka mun . við yfirstjórn varnarliðsins af Col. Willis. Jafn framt mannaskiptum þessum tek- ur sjóherinn við starfrækslu varn arstöðvarinnar á Keflavíkurflug velli af flughernum frá og með 1. júlí n.k- Forráðamenn KEA munu ekki hafa búizt við því, að af þessu yrði, þar eð þessir flutn- ingar hafa jafnan farið fram með norðanbílum. Það fór þó svo, að þegar KEA-bílarnir voru á leið suður til Reykjavík- ur með kartöflur, sem selja átti á mánudag og þriðjudag, voru þeir stöðvaðir í Hvalfirði. Eitthvað af kartöflunum mun hafa verið sent upp á Akranes, en sumir bílarnir komust næst Reykjavík í Mosfellssveitina. — Þaðan munu þeir hafa ekið austur á Selfoss. Ekki er enn vitað, hvorfr KEA sem hér á hlut að máli mun kæra þessar aðgerðir. Róstur við Ölgerðina VF.RKFALLSVERÐIR Dagsbrún ar hindruðu í gærkvöldi ölflutn- inga frá Ölgerð Egils Skalla- grímssonar. Hafði verzlun ein hér í bænum sent bifreið sína eftir öli og gosdrykkjum og einn af eigendum fyrir- tækisins afgreitt hana. En í þann mund, sem afgreiðslu henn ar var að ljúka, bar þar að verkfallsverði Dagsbrúnar, sem lögðu 2 bifreiðum íyrir inn- keyrslu Ölgerðarinnar. Að venju var blaðamaður frá Þjóðviljan- um í fylgd með þeim. Hringdu stjómendur fyrirtækisins þá í lögfræðing sinn og lögregluna, þar sem þeir töldu hér vera um lögbrot að ræða, og kom lög fræðingurinn ásamt nokkrum lögreglumönnum á vettvang. — Reyndu þeir að koma á sáttum með stjómend- um fyrirtækisins og verkfalls- vörðum, en það reyndist árang- urslaust. Lyktaði ágreiningum svo, að verzlunin ákvað að fresta ölkaupum sínum og fór bifreið hennar á braut. Tómas A. Tómasson, fulltrúi í Ölgerðinni, tjáði Mbl. í gær- kvöldi, að fyrirtækið hefði ákveðið að stefna Dagsbrún þeg ar í dag vegna máls þessa og til skaðabóta vegna annars tjóns, sem verkfallsverðir félags ins hefðu bakað fyrirtækinu. — Einnig tók hann sérstaklega fram, að fyrirtækið mundi alls ekki láta mál þetta niður falla í sambandi við væntanlega samninga. Háskólonum berast merkar bókagjafir HINN 30. maí s.l. afhenti sendi herra Kanada á íslandi, dr. Robert Mac Kay, Háskóla fslands bókagjöf frá ríkisstjórn Canada. Bækur þessar varða einkum at- vinnu- og menningarsögu svo og stjórnskipun Canada. Hinn 16. júni s.l. bárust Há- skóla íslands tvær bókagjafir á- samt afmælisóskum gefenda. Frá utanríkisráðherra fsraels, frú Golda Meir, var afhent ritsafn frá söguslóðum biblíunnar, en ut anríkisráðherrann sýndi háskól- anum þá sæmd að heimsækja hann, er hún dvaldist hér á landi fyrir skömmu. Þá færði sendifulltrúi Karl Rowold, staðgengill þýzka sendi- herrans, háskólanum 80 bindi af merkum vísindaritum þýzkum, einkum í tæknifræðum og læknis fræði. Fyrr á árinu bárust há- skólabókasafni um 50 bindi af þýzkum vísindaritum um hend ur þýzka sendiráðsins. Bókagjaf ir þessar eru frá „Deutsche Forschungsgemeinschaft". Háskóli íslands flytur gefend um þakkir fyrir þessar ágætu bókagjafir. NA /S hnútar SV 50 hnútar X Snjófcomo 9 úa mrn V Stvrir_ K Þrumur ws Kutíaski/ ZS4 Hitaski/ HíHaat f LéiatQÍ I í GÆR var hæg vestlæg átt á miðin: SV gola og víða skúrir í nótt en víðast þurrt á morg- un. Norðurland til Austfjarða og miðin: Hægviðri, skýjað en víðast úrkomulaust. SA-laind og miðin: Vestan kaldi, bjartviðri. landinu, smáskúrir vestan- lands, en víðast þurrt á Aust- urlandi. Kl. 12 var 13° hiti á Fagurhólsmýri og Egilsstöð- um, en kaldast á Galtarvita 7". Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi: SV-land til Vestfjarða og hinnfiT --------*---- **- — “■ * — Preslastefnan hefst í dag BLAÐINU hefur borizt dagskrá Prestastefnunnar 1961 til birting- ar, og fer hún hér á eftir: D a g s k r á : Miðvikudaginn 21. júní: Kl. 10.30. Messa í Dómkirkj- unni. Dr. Bjarni Jónsson, vígslu- biskup, prédikar. Altarisganga. Umf erðarslys í gær Á ÞRIÐJA tímanum í gærdag varð umferðarslys á mótum Miklubrautar og Rauðarárstígs. 11 ára drengur Gunnar Þorsteins son, til heimilis í Bólstaðarhlíð 39, var þar á reiðhjóli og lenti fyrir bifreið. Drengurinn var fluttur í Slysavarðstofuna, en ekki reyndust meiðsli hans alvar leg. Úlfljótur kominn út l. TBL XIV. árg. Úlfljóts, rits laganema er komið út. Það er 55 bls. að stærð og vandað að öllum frágangi. í ritið skrifa: Próf. Símon Jóh. Ágústsson um framburð vitna, Friðjón Sigurðs son, skrifstofustj., _um skrifstofu Alþingis og Gisli ísleifsson, hdl., um réttarfar í landhelgismálum. Margt fleira efni er í ritinu og verður það sent út á næstunni, ásamt 4. tbl. XIII. árg., sem kom út fyrir nokkru. f það hefti rita m. a. Ármann Snævarr, háskóla rektor og Benedikt Sigurjónsson hrl. Laganemar geta vitjað ritsins á ritstjórn Morgunblaðsins til Jóns E. Ragnarssonar, Harðar Einarssonar eða Ólafs Egilssonar. VerkfalIsverðir stofna tii átaka við Sláturfélagið TIL smáátaka kom í gær við Sláturfélag Suðurlands. Hafði einn deildarstjóri félagsins í Vest urbænum komið í bíl til þess að sækja lítið eitt af tólg, fáeina pakka. Hefur það ávallt tíðkazt, að sölustjórar félagsins sæki sjálfir birgðir, ef það þykir henta, ekki sízt, þegar um smáhluti er að ræða. Þegar hann ætlaði að aka Jeiðar sinnar, réðust tveir menn að bilnum, og reif annar sviss- lykilinn úr honum. Starfsmaður Sláturfélagsins bar ekki kennsl á mennina, enda kynntu þeir sig ekki. Rauk hann út og náði lykl- inum af mönnunum eftir lítils háttar átök. Hrökkluðust þeir undan Og ætlaði sölustjórinn að aka burtu, en er lögregla kom á vettvang kölluðu árásarmennirn- ir til hennar, kváðu sig verkfalls- verði, og að hér ætti að fremja verkfallsbrot. Varð það úr, vegna tilmæla lög reglunnar, ’ að deildarstjórinn skildi bifreið sína eftir læsta á staðnum, en Dagsbrúnarjeppinn var sóttur og honum lagt hjá henni. Eftir því, sem blaðið hefur fregnað, munu „verkfallsverð- irnir“ verða kærðir fyrir líkams- árás. KI. 2. Prestastefnan sett með bænagjörð i kapellu Háskólans, Ávarp biskups. Lagðar fram skýrslur. Kl. 4. Veiting préstsembættaj afgreiðsla Kirkjuþings. Fram- saga, umræður. Kosnar nefndir. Um kvöldið flytur dr. Róbert A. Ottósson, söngmálastjóri, er- indi í útvarp. Fimmtudaginn 22. júní: Kló 9.30. Morgunbæn í kapellu Háskólans, Dr. Þórir Kr. Þórðar- son, prófessor. Kl. 10. Nýjar leiðir í kirkju- legu starfi. Framsögumenn: séra Kristján Búason og séra Ólafur Skúlason. Umræður. Kl. 2. Framhald umræðna. Kl. 3.30. Sameiginleg kaffi- drykkja á Garði í boði biskups. Kl. 4.30. Framhald umræðna. Kl. 6. Guðfræðilegt erindi. Um kvöldið flytur séra örn Friðriksson erindi í útvarp. Föstudaginn 23. júní. Kl. 9.30. Morgunbæn. Séra Garðar Þorsteinsson, prófastur. Kl. 10. Dr. Róbert A. Ottósson, söngmálastjóri, ávarpar presta- stefnuna. Umræður um kirkju- söng. Kl. 2. Fundur með próföstum. Kl. 3.30. Framhald umræðna. Nefndarálit. önnur mál. Kl. 6. Synodusslit. Kl. 9. Heima hjá biskupi. Steinker dregið til Grímseyjar Húsavík, 20. júní. í VOR var flotsett hérna stein- ker, sem steypt var fyrir hafnar- gerðina í Grímsey, og fullbúið til þess að sökkva því til leng- ingar á bryggjunni í Grímsey, Ker þetta er mikið mannvirki og má t. d. nefna að áður en lagt var af stað, var ekið í það 60 tonnum af grjóti til „kjölfestu“. Þilfar var smíðað ofan á kerið, áður en siglingin hófst. Hingað kom í nótt báturinn Mánatindur á vegum Vita- og hafnamálaskrifstofunnar og lagði upp í morgun kl. 6 með kerið í eftirdragi, en drátturinn reynd- ist þungur og ferðin sóttist seint, því að um níu-leytið í morgun var skipið aðeins komið út að Lundey. Mun þá hafa staðið til, að annað skip varðskip, kæmi til að hjálpa því við dráttinn. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.