Morgunblaðið - 21.06.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.06.1961, Blaðsíða 3
Míðvikudagur 21. júní 1961 MORGVNBLADIÐ 3 IiIImimihII.m.ii.w.w^Ii.^'I| umjwMi1! í G Æ R brá fréttaritari blaðsins sér upp að Korp- úlfsstöðum og tók þar fyrstu heyskaparmyndirn- ar, sem blaðinu áskotnast á þessu sumri. Ekki er hægt að segja að sláttur sé almennt byrjaður, en þó eru nokkrir þegar byrj- aðir og má þar nefna auk Einn af strákunum rakar heyinu saman. Þar sem strákarnir vinna mest að heyskap 5-6 þús. hestburða búsins á Korpúlfsstöðum, Vífilsstaði og Keldur, svo og nokkra einstaklinga. Við hittum Aðalstein Þor- geirsson bústj óra að móli, en hann hefir nú Verið bústjóri á Korpúlfsstöðum í rúmt ár, var áður í Nesi á Seltjamar- nesi og er þekktastur undir nafninu Alli í Nesi. 170 hausar í fjósi Korpúlfsstaðabúið er ekkert smábú, eins og öllum Reyk- víkingum er kunnugt. Þar voru 170 hausar í fjósi í vetur og verða væntanlega nokkru fleiri nsesta vetur. Þetta stór- bú var byggt af svo einstakri framsýni fyrir rúmum 30 ár- um síðan að furðu gegnir. Allt er þar óbreytt að mestu frá fyrstu tíð og má segja að vart geti fullkomnari útbún- að til allrar hirðingar naut- gripa en þar, þótt á nýtýzku. búi sé. Nú eru á Korpúlfsstöð- um 120 mjólkandi kýr og mjólkurinnlegg, sem nú er 11—12 þús. lítrar á dag, fer dagvaxandi, því um þessar mundir eru margar kýr komn ar að burði, en þser eru júní- og júlí-bærar, ef svo má að orði komast. 5—6 þús. hestburðir Heyskapurinn á Korjpúlfs- stöðum var í fyrra milli 5 og 6 þúsund hestburðir og eru til hlöður fyrir það allt og þótt meira væri. Er það enn eitt dæmið um forsjálni þeirra er byggðu þetta stórbýli á sín- um tíma. Þar eru nú 5 heimil- isdráttarvélar og ein jarðýta ásamt öllum nýjustu heyverk ynartækjum og heyvögnum. Alls vinna nú við búið auk Aðalsteins 13 menn, 3 fullorðn ir í fjósi og 1 unglingur og 3 fullorðnÍL.- við utanhússverk og 6 strákar. Búið hefir sitt eigið verkstæði með bæði log- suðu- og rafsuðutækjum svo og smíðaverkstæði, enda veit- ir ekki af þar sem búið þarf margs " við með allan sinn tæknibúnað. Strákamir á vélunum. Strákarnir eru flestir rétt yfir fermingaraldri og geta unnið öll vélaverk og eru ágæt ir til þess. — En það verður að fylgj- ast vel með verki þeirra, svo þeir skili fullum árangri og verkið fari ekki út í of mikinn leikaraskap, eins og verða kann hjá unglingunum, segir Aðalsteinn og hlær við. — En þetta er beztu strákar, flest ir hafa þeir verið hjá mér áður. Fréttamaðurinn tekur eftir því að strákarnir eru mjög frjálslegir. Þeir eru að leika sér með fótbolta á hlöðuloft- inu á meðan verið er að sækja nýtt hlass á heyvagninn. Þeir nota hvíldarstundina á milli þess sem þeir afferma vagn- ana til að „sparka bolta“. Aðalsteinn Þorgeirsson, bústjóri, fylgist með vinnubrögðum. AHir í reiðtúr á sunnudögum — Á sunnud'aginn var fór- um við hjónin með srákana í feiðtúr. Já þeir þiggja að koma á hestbak, þessir strák- ar og er ekkert nema gott um það. Sumir fóru meira að segja berbakt, því ekki voru til hnakkar handa öllum. Klár arnir hafa líka gott af þessu. Þeir eru ekki svo mikið brúk. aðir, bætir Aðalsteinn við. Kunnugt er að Aðalsteinn er mikill hestamaður og njóta margir bæjiarbúa góðs af, fá hjá honum hey á haustin og nokkrir hagagöngu á sumrin. Það er ánægjlegt til þess að vita að það er hver hestavin- urinn eftir annan ráðsmaður á Korpúlsstöðum. Úti á túni. Við göngum nú út á tún og fylgjumst með strákunum þar sem þeir eru að rakia saman heyinu og hlaða því með hey- hleðsluvél á vagna. Sláttuvél- artraktorinn hefir bilað og er 1 viðgerð inni á verkstæði. Þar er einn strákanna á kafi í véladótinu, en aðalviðgerðar- maðurinn hefir brugðið sér í bæinn eftir varastykki í grip- inn. Við fylgjumst því ekki með slættinum að þessu sinni. Þanig fá þessir unglingar að taka virkan þátt í öllum störf um á hinu mikla búi og mér virðist þeir ekki hafa neinn þrælsótta af ráðsmanni sínum, en kátir og fjörugir þeysa þeir á dráttarvélunum við heyskapinn. Við óskuðum okk ur að vera orðnir strákar á ný, keyrandi dráttarvélar á rúmselgum dögum og ríðandi gæðingum á sunnudögum. Hátíðleg minning Hákonar góða A SUNNUDAGINN afhjúp aði Ólafur Noregskonungur að Fitjum á Storð mynda- styttu af Hákoni góða kon- ungi. Styttan er gerð í til- efni þess að 1000 ár eru lið- in frá hinni frægu Fitja-or- ustu, þar sem Hákon sigraði þá Gunnhildarsyni, en lét síðan lífið af sárum. Norski myndhöggvarinn Anne Grimdalen hafði gert myndastyttuna af Hákoni, sem talinn er einn hezti og göfuglyndasti fornkonungur Norðmanna, sonur Haraldar hárfagra, en fóstraður upp hjá Aðalsteini Englakonungi, vini Egils Skallagrímssonar. Hóf kristniboð Er Hákonar góða sérstaklega minnzt fyrir það að hann var fyrsti kristni konungur Noregs, þótt eigi færi hann jafna harka- lega fram með trúboði sem eftirmenn hans. En það er eins með Hákon góða og aðra forn- konunga Norðmanna, að hér um bil allt, sem menn vita um hann, er komið úr fornsögum íslendinga, Heimskringlu, Flat- eyjarbók og öðrum sögum. Um 10 þúsund manns höfðu safnazt saman í Fitjum á sunnu daginn til að vera viðstaddir af- hjúpunina. Sérstaklega höfðu Harðangursbúar fjölmennt til staðarins, en Fitjar eru á eynni Storð í mynni Harðsæs. Hrífandi fjöldasöngur Ólafur konungur sigldi að eynni á konungsskipinu Norge, en freigátan Garm fylgdi því til hafnar. Kirkjulegar athafnir settu mjög svip sinn á hátíða- höldin, var fyrst haldin guðs- þjónusta, en við hana söng allur mannfjöldinn norska þjóð- sönginn og var svo vel tekið undir, að það var mjög hríf- andi. Þá afhjúpaði konungur stytt- una og flutti ræðu. Hann ræddi um það þegar Hákon konungur hefði siglt heim til Noregs eftir lát Haraldar hárfagra og hefði ætlað að boða þjóðinni kristna trú, en þjóðin ekki verið nógu þroskuð til að taka trú. Síðan lýsti hann hinum mörgu von- brigðum og erfiðleikum, sem Há kon góði hafði orðið að þola, hann hefði stöðugt orðið að vera á verði gegn fjandmönnum inn- anlands og utan ,ekki sízt á verði gegn erlendum árásar- mönnum. Hákonarmál Iesin I Heimskringlu segir að lík Hákonar konungs hafi verið flutt norður á Sæheim á Norður Framh. á bls. 19 STAKSTEINAR Framsókn hefur forystuna Það er eins og fyrri daginn, að Framsóknarmenn eru i foryst- unrni í hinni sameiginlegu baráttu þeirra og kommúnista. Og 1%, sem Þjóðviljinn þakkaði sérstak lega fyrir og sagði að styrkti hina þjóðfélagslegu aðstöðu kommúnista, er sérstakt hjartans mál þeirra Xímamanna. í gær segir Timinn á þessa leið: „En hvers vegna er þó enn haldið áfram víðtækum verkföll- um hér í Reykjavík og Hafnar- firði? Hvers vegna er nú þannig valdið milljónatuga tjóni dag hvem? Svarið er einfalt. Klíkan, sem ræður Virmuveitendasambandi íslands, vill ekki fallast á það að 1% af greiddu dagvinnukaupi verkamanna fari í styrktarsjóði félaganna, er veita aðstoð þeim félagsmönnum, er forfallast frá vinnu vegna veikinda eða slys- fara.“ Öllum er nú ljóst að vinnuveit- endur bjóða hærri laun en Dags- brún og Hlíf fara fram á. Ef verkamenn raunverulega vilja þennan styrktarsjóð, er þeim auð vitað i lófa lagið að greiða þá upphæð, sem krafizt er í sjóð- inn, en halda samt eftir meirl Iaumim en verkalýðsfélögin fara fram á.. Þetta varast Tíminn hins vegar að geta um. Fréttafölsun er aðalsmerki þess blaðs. Þjóðviljinn þakkar enn Og hið löggilta málsgagn heims kommúnismans þakkar þeim enn, Framsóknarmönnum, fyrir stuðn inginn. í gær segir blaðið: „Við felum öðrum stjórn lands og þjóðar. Fáum fólkinu sjálfu og samvinnufélögunum atvinnu tækin og verzlunina og léttum öllum áhyggjum af einkafram- takinu.“ Það er ekki lengur farið neitf dult með leynisamninga Fram- sóknar og kommúnista. Þjóðvilj- inn skýrir nú blákalt frá þeim dag hvern og Tíminn telur á- stæðulaust að leiðrétta nokkuð í þeim frásögnum. Samningamir eru sem sagt á þann veg, að í fyrsta áfanga á að fá samvirmu- félögunum atvinnutækin og verzl unina um leið og allt einkafram- tak verður gert útlægt. Um þessa baráttu hafði Þjóð- viljinn áður sagt: „Þessi samvinna er ekki aðeins úrslitaatriði til lausnar á kjara- deilunum nú, heldur getur hún haft afdrifaríkustu áhrif á þróunina framvegis.“ Já, það fer því miður ekki á milli mála, að stuðningur Fram- sóknarflokksins við kommúnista gæti haft hin „afdrifaríkustu áhrif á þróunina framvegis“, ef þessir herrar næðu takmarki sínu og fengju að ráða framvindu þróunar Iandsmála. Hvað seffja bændur? Bændur hafa löngum verið taldir íhugulir menn og rólegir við yfirvegun mála. Er því engin furða, þótt menn spyrji nú, hvað þeir bændur hugsi, sem fylgt hafa Framsóknarflokknum að málum, þegar sá flokkur er að renna saman við kommúnista- flokkinn. Var tilgangur sam- vinnuhreyfingarinnar sá, að kommúnistar fengju þar ráðið máluin, að hún tæki höndum saman við þá stefnu, sem van- virðir einstaklinga og hlekkjar og kúgar þjóðir? Er ekki tími til þess kominn að lýðræðissinn- aðir Framsóknarmenn fari að taka í taumana? Það ætti a. m. k. að vera óhætt fyrir þá að spyrja Eystein Jónsson og Þórarinn Þórarinsson, hvort tilgangur stefnu þeirrar sé í raun og veru sá, sem Þjóðviljinn lýsir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.