Morgunblaðið - 21.06.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.06.1961, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 21. júní 1961 MORGVNBLAÐIÐ 5 FYRIR nokkrum dögum komu á ritstjórnarskrifstofu blaðs- ins tvær stúlkur frá Ástralíu. — Okkur lék hugur á að vita hvað hefði laðað þessar tvær blómarósir til fslands og tók- um við þær því tali. önnur þeirra heitir Pat Cowell og er hjúkrunarkona búsett í Tas- maníu, en hin heitir Marie Milne, kennari við smábarna- skóla í borginni Adelaide á Suður-Ástralíu. — Okkur langar til að sjá okkur um í heiminum og kynn ast öðrum lön<kim og þjóðum,| sagði Pat. Marie bætti við: — I Ástralíu hefur maður það á tilfynningunni, að maður sé úr sambandi við aðra hluta heimsins og fær löngun til að komast í samband við þá. — Hvað hat'ið þið verið lengi á ferðalagi? — Við lögðum af stað í febrúar í vetur og fórum þá með skipi til ftalíu, en þar ferðuðumst við í nokkrar vik ur á þumalfingrinum og sáum mikið af landinu. —■ Hvernig líkaði ykkur? — Mjög vel, Ítalía er dásam Iega fallegt land og fólkið mjög elskulegt. Frá Ítalíu íór- um við svo til Englands og þaðan komum við hingað með Gullfossi. Okkur fannst ferð in með skipiniu alveg dásam- leg. — Hvað gerðuð þið í Eng- landi? — Eg vann á skrifstofu í Eondon í 3 mánuði, sagði Pat, en Marie var við smábarna- kennslu á Norður-Englandi. Síðan ferðuðumst við á þum- alfingrinum um allt England og Skotland og nú erum við komnar hingað. — Hve lengi verðið þið á íslandi? — Við fáum ekki skipsferð héðan fyrr en eftir þrja mán- Marie (t. h.) og Pat (t. v.) uði, en ég held að okkur muni ekki leiðast, sagði Pat. — Okk ur langar til að sjá eins mikið af landinu og mögulegt er. Einnig höfum við mikinn á- huga á að komast til Græn- lands. Einhverju af tímanum, sem við dveljum hér verðum við að verja til að vinna upp í kostnaðinn. Við höfum ekki fengið neina vinnu ennþá, en við vonum að úr því rætist. — Héðan farið þið svo heim til Ástralíu? — Já, við ætlum fyrst til Englands og dvelja þar í nokkra mánuði og svo til Ástraliu á þumalfingrinum yf- ir meginland Evrópu til Asiu og frá Indlandi ætlum við með skipi til Ástralíu. — Hvenær ætlið þið að vera komnar heim? — Á miðju ári 1963, er áætl unin. — Eruð þið fæddar í Ástra- Iíu? — Nei, báðar í Englandi, en við fluttumst til Ástralíu, sem smábörn og höfum átt heima þar síðan. — Hafið þið ferðazt um Ástralíu? — Við höfum ferðazt mikið þar, Marie þó meira en ég, sagði Pat. — Já, ég hef ferðast um svo til alla álfuna, bætti Marie I við. — Hafið þið áætlanír urn fleiri ferðalög á prjónuuum, þegar þessari er lokið? — Já, við munum dvelja um tíma heima, en síðan lang ar okkur til að fara til Kína og Japan og þaðan til Suður- Ameríku. — Það endar sjálfsagt með því að þið hafið ferðazt um allan heiminn! — Við vonum það svo sann arlega, segja stúlkurnar og brosa hvor til annarrar. MENN 06 = MALEFN!= I DAG kenvur hingað til lands frú Mauriel C. Heath, mun hún lialda hér fyrirlestur á föstudagskvöldið í KFUM-hús inu á vegum Hvítabandsins og áfengisvarnarnefndar kvenna. Allt frá unglingsárum hefur frú Heath haft mikinn áhuga á öllum málum, sem varða siðferði og þjóðfélagsleg vel- ferðarstörf. Hún hefur verið fram- kvæmdastjóri Uandsambands einkennisklæddra sunnudaga- skólastúlkna G.L.B. (Girls Life Brlgade) alþjóðabæna- dags kvenna og verið starfs maður til reynslu í yfirrétti Söfnin T.lstasafn íslands er opið daglega frá kl. 13.30—16. Listasafn Einari Jónssonar er opið og þannig hlotið náin kynni af vandamálum, sem varða á- fengisneyzlu. Langur starfsferill í N.B.W. T.A.V., sem er brezka greinin af alþjóðlegum bindindissam tökum kvenna, hefur veitt henni góða þekkingu á ýmis konar fræðslustarfsemi bind- indishreyfinganna. Verkefni hennar hafa verið margvísleg, æskulýðsstarf, skyldur og ”étt indi borgara, útgáfustarfsemi og hvers konar bindindisstarf semi. Á árunum 1953—1956 var hún formaður landssam- bands N.B.W.T.A.V. Er frú Agnes Slack-Saunder, sem ver ið hafði aðalritari alþjóðasam takanna síðan 1895, lézt 1946, var frú Heath beðin að taka við stöðú hennar. Henni fannst það sem köllun og tók að sér starfann. Hið nýja verkefni kom í hlut hennar á þeim ár- um, sem heimurinn tók að gera sér betri grein fyrir hin um líkamlegu og andlegu hörmungum, sem tortímandi styrjöld hafði fært mankyn- inu. Sem aðalritari heimssam- takanna hefur frú Heath ferð azt mjög mikið til þess að efla og auka starfsemina í mörgum löndum. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra í út- varp og sjónvarp á þingum og fundum bæði í Asíu, Ameriku og Evrópu. Hún hefur á’tt rík an þátt í að skipuleggja þing heimssambandsins í Englandi, Vancouver, Þýzkalandi og Mexico og mun brátt snúa sér að áætlun um þing á Ind- landi 1963. daglega M. 1:30 tll 3:30. Asgrlmssafn, Bergstaðastrætl 74 er oplð þriðjud., flmmtud. og sunnudaga frá kl. 1,30—4 e.h. Bæjarþókasafn Reykjavikur: — Aðal safnið, Pingholtsstræi 29A: Utlán: 2—10 alla virka daga, nema laugardaga 1:4. Lokað á sunnudögum. Lesstofa: 10—10 alla virka daga, nema laugardaga 10 —4. Lokað á sunnudögum. — Utibú Hólmgarði 34: 5—7 alla virka daga, nama laugardaga. — Utibú Hofsvalla- götu 16: 5,30—7,30 alla virka daga, nema laugardaga. Tæknibókasafn IMSf í Iðnskólahús- ínu Skólavörðutorgi er opið virka daea frá kl. 13—19. nema laugardaga Bókasafn Dagsbrúnar, Freyjugötu 27, opið föstud. 8—10 e.h., laugard. og sunnud. 4—7 eh. SKÚH SKÚLASON ritstjóri, skrifaði fyrir skömmu mjög ítarlega grein um skógræktar mál íslendinga, í stórblaðið Bergens Tidende, og sagði í greininni frá hinum ómetan- lega stuðningi Norðmanna við skógræktina. Skýrir hann t.d. frá gagnkvæmum heimsókn- utn norskra og íslenzkra skóg ræktarmanna. 1 niðurlagsorð um greinarinnar segir Skúli að þær stórstígu framfarir er orðið hafi á sviði skógræktar- mála á íslandi á liðnum 30 ár um, sé ekki hvað minnst Norð mönnum að þakka. Smurt brauð Snittur, brauðtertur. Af- greiðum með litlum fyrir- vara. Smurbrauðstofa Vesturbæjar Hjarðarhaga 47 Sími 16311 Sængur Endurnýjum gömulu sæng urnar. Eigum dún og fiður helt ver. Seljum æðardúns- og gæsadúns-sængur. Fiðurhreinsunin, Kirkju- teig 29. — Símí 33301. Bílskúr til leigu fyrir iðnað eða geymslu. — Stærð 40 ferm. Hitalögn. T-ilb. sendist afgr. blaðsins fyrir sunnudag merkt „Bíl skúr — 1447“. Skúr Vandaður skúr til sölu heppilegur som lítill sum- arbústaður. Uppl. í Skip- holti 46 kjallara. — Sími 24693 milli 5—8 síðd. ísskápur Philco til sölu á tækifæris verði. Uppl. í síma 15457. Mjólkurísvél Til sölu er Sveeden Speed freeser. — Uppl. i síma 92—2154. Kaupakonu vantar upp í Borgarfjörð, má hafa með sér 6—8 ára gamalt barn. Uppl. í síma 11650. Hilmann til sölu Tilb. óskast —í Hilmann ’46 til niðuirrifs. Uppl. í síma 23141. Til leigu 4ra herb. risíbúð. Laus 1. júli. Tilb. sendist Mbl. merkrt ,,Laugarás — 1448“ fyrir laugardaig Sumarbústaður eða land óskast helzt við vatn. Uppl. í síma 19260. Stúlka óskast sem kann að smyrja brauð og eitthvað í matargerð. — Uppl. ekki í síma. Smurabrauðstofan BJÖRNINN Karlmannsarmbandsúr tapaðist við eða á Laugar- dalsleikvanginum s.l. mánu dag. Skilvís finnandi vin- samlegast hringið í síma 10869. Lítið verzlunarpláss í Hafnarfirði á góðum stað til leigu. Vær hentugt fyrir rakarastofu eða smáiðnað. UppL í dag í síma 50301. HERBERGI TIL LEIGU í Hafnarfirði. Uppl. í síma 50233. Reifarakaup Dodge sendiferðabíll ógang fær og Complet hásing með fljótandi öxlum í Chevro- let Pocket til sölu. Uppl. í síma 50301. OKKUR VANTAR íbúð innanbæjar 2ja—4ra herb. Örugg greiðsla og reglusemi. — Uppl. í síma 14085 eftir kl. 5. VlNRAUÐAR postulínsflísar til sölu 4 ferm.. — Uppl. í síma 24696. Daglegar X Sjostangaveiðiferðit J j Sjóstangaveiðin hi. 11®X Sími 16676 y Kappreiðar hestamannafélagsins Faxa verða haldnar á skeið- velli félagsins við Faxaborg sunnudaginn 9. júlí n.k. og hefjast kl. 2. Þátttaka tilkynnist ekki síðar en fimmtudaginn 6. júlí til Símonar Teitssonar eða Sigursteins Þórð- arsonar Borgarnesi. Gæðingar mæti til dóma laugardag 8. júlí að Faxa- borg kl. 4. STJÓRNIN. Lokað vegna sumarleyfa til 10. júl. Smiðjubúðin annast afgreiðslu á meðan. KOFNASMIÐJAN CINNOWTI lO - MUIAVll - ÍHANSI Síldarsfúlkur vantar mig nú þegar til: SIGLUFJARÐAR RAUFARHAFNAR * VOPNAFJARÐAR Söltun byrjuð. GUNNAR HALLDÓRSSON Sími 34580.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.