Morgunblaðið - 21.06.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.06.1961, Blaðsíða 9
Miðvilcudagur 21. júní 1961 MORGVTSBL AÐIÐ 9 Saltfiskur og Sívali- turn í dönskum blöðum Rætt um einokunarverzlunina i Danmorku SAMBAND Dana og Islendinga að íornu og nýju er mjög ofar- lega á baugi í Danmörku um þessar mundir vegna handrita- málsins. Fjöldigreina hafa verið skrifaðar í dagblöð og málið rætt frá ýmsum hliðum. Eink- um er það einokunarverzlunin og fjárhagssamband Dana og ís- lendinga, sem borið hefur á góma. Nýlega ritaði Halldór Kiljan Laxness grein í danska stór- blaðið Politiken, þar sem hann lýsti nokkuð einokunarverzlun Dana á íslandi og hélt því m.a. fram, að Sívaliturn í Kaup mannahöfn hefði verið reistur fyrir tekjunrar af Islandsverzl- uninni. Astrid Friis, prófessor í sögu við háskólann í Kaup- manahöfn, brá hart við og ritar hinn 13. þ.m. grein í Politiken, sem hún nefnir „Saltfiskur og Sívalitum“, þar sem hún leitast við að hrekja röksemdir nóbel- skáldsins, um leið og rakin er efnahagsþróun íslands frá upp- hafi frá hennar bæjardyrum séð. Greinin fylgir hér á eftir í laus- legri þýðingu örlítið stytt. SALTFISKUR OG SÍVALITURN eftir Astrid Friis, prófessor. Halldór Laxness heldur því fram í fyrradag í gamansamri grein, að Islendingar geti einnig gert eignarkröfur varðandi Sí- valaturn. Sagnfræðingurinn próf. Astrið Friis hefur kannað málið nákvæmlega og liggja niðurstöð ur hennar fyrir í grein þessari, þ. e.: engir islenzkir peningar í Sívalaturni. „Það stakk nokkuð aðdáanda Laxness að lesa hina lystilega rituðu söguskýringu hans um kjör Islendinga undir danskri stjóm. Vitaskuld rituð í góðri trú. Síðan er mér tjáð, að marg- ir íslendingar séu sama sinnis, það er ef til vill skiljanlegt. í>að þurfti að skýra hin rýru kjör íslendinga fyrr á öldum, og hvaða skýring var einfald- ari, en kenna dönsku stjórninni um allt saman. Ég vil minna S það, að und- anhald íslendinga í efnahags- málum hófst mjög snemma. Ár- ið 1262 urðu Islendingar að segja sig undir norska konungsveldið. í>etta þunga spor er ekki hægt að skýra á annan veg, en að íslendingar hafi ekki lengur get að annað sjálfir samgöngum við landið. íslendingar tryggðu sér, að minnst sex skip sigldu til Jslands ár hvert. Hinum norsku höfðingjum og vílcingum, sem settust að á ís- Jandi, virtist landið í fyrstu lofa góðum kjörum. Hægt var að stunda kvikfjárrækt og fisk- veiðar með hagnaði. Þá var landið og skógi vaxið, eins og faðir íslenzkrar sagnaritunar, Ari fróði, getur um í riti sínu. En skógurinn gekk til þurrðar, og það leiddi af sér skort á timbri og eldivið. Eyðing fylgdi f kjölfarið. Þó að kvikfjárrækt haldi áfram að vera aðalatvinnu vegur Islendinga, þá er kúgildið lagt niður sem mælieining um 1420, en saltfiskurinn látinn leysa það af hólmi. Hann var nú orðinn mikilvægasta útflutn- ingsvara íslendinga og nokkru áður orðinn tákn í skjaldar- merki Islands. Síðan rekur próf. Friis mikil- vægi fiskútflutningsins fyrir ís- land á 14.—17. öld. Greinir frá auknum fiskveiðum annarra þjóða og áhrifum þeirra á verð- lagið, sem sifellt hafi farið lækk andi. Prófessorinn vill gera mjög mikið úr hlut Hansakaupmanna í íslandsverzluninni og sök þeirra eða a.m.k. samsekt á ó- fremdarástandinu í verzlunar- málum Islendinga. Síðan er þess getið, að íslendingar hafi sífellt fengið minni og verri vörur fyr- ir fiskinn og nefnd dæmi úr þýzkum og enskum plöggum um útflutning á ruddaöli og beizku brennivíni til Islands. Að sama skapi hafi innflutningur nauð- synja dregizt saman. Nefnd eru dæmi um góðan vilja Kristjáns fjórða til þess að bæta úr vand- ræðum Mörlandans. Prófessor- inn lýkur grein sinni með þess- um orðum: „Halldór Laxness frá Sivala- turni — sem hann greinilega hefur mjög í hávegum — talar mjög um framlag Islands til Kristjáns fjórða og bygginga- framkvæmda hans, og því vil ég mótmæla. í yfirliti yfir tekj- ur og gjöld ríkisins frá 1608 eru tekjur konungs af íslandi taldar 3200 dalir, að viðbættum óviss- um tekjum að upphæð lauslega 3—400 dalir. Á sama ári voru tekjurnar af Færeyjum 2200 dalir. Um tekjur af varningi og í fríðu, sem kom til Kaupmanna- hafnar þarf ég ekki að fjöl- yrða. Á hinn bóginn vil ég geta tekna Kristjáns fjórða af Eyr- arsundstollinum, sem var 142.000 dalir. Þetta var reiðufé, sem hann og aðrir konungar vörðu til byggingaframkvæmda og annars. Þarna og eingöngu þama er skýringin á höllum og byggingum, sem reistar voru í Danmörku í lok 17. aldarinnar." Hér skal enginn dómur lagður á sagnfræði prófess- Skjaldarmerki íslands eins og það lítur út á Hóla-sálmabók- inni 589. orsins, hins vegar er rétt að geta þess, að furðulegrar fá- fræði gætir í löngum og þýð- ingarmiklum kafla greinar- innar, þar sem fjallað er um skjaldarmerki íslands, og þeirri fræði beitt sem rök- semdafærslu. Sagt er, að skjaldarmerki íslands á ofan- verðri fimmtándu öld hafi verið blár, flattur fiskur á rauðum feldi. Fiskur þessi var silfraður, enda er það talið höfuðsök í skjaldar- merkjafræðum (heraldik) að setja saman blátt og rautt. Enn fremur segir orðrétt í greininni: „Hið frjálsa lýð- veldi Island notar einnig hvíta, íslenzka fálkann sem merki sitt. Þessi stolti, fagri fugl, sem mun hafa verið beztur veiðifálka, er afbragðs tákn stoltrar þjóðar.“ Fálk- inn var hins vegar skjaldar- merki Islands 1903—1919, en aldrei lýðveldisins. BLABINU SNÚIÖ VI» 13. júní sl. birtist svo önnur grein í Politiken um sama efni, og kveður þar við nokkuð ann- an tón. Greinin er eftir Merete Bonnesen og heitir fullu nafni: Kvartanir Islendinga í ljósi sög- unnar. Líf og eymd, vegna tvö hundruð ára einokunarverzlun- ar danskra kaupmanna. Neyðar- óp íslendinga til konungs: „Það Sívaliturn beykja, skóara, tóbakskaup- manna, sútara, bakara og síðast en ekki sízt brennivínssala. — Jafnvel bændumir högnuðust á íslandsverzluninni. Þeir seldu til Islands 8—10000 tunnur af rúgmjöli árlega, sem var óselj- um væri máttarstólpi undir velmegun höfuðborgarinnar. 100 árun\ síðar ritaði forstjóri kon- imglegu verzlunarskrifstofunn- ar, Beeh dómari, í riti sínu „Um verzlunina á íslandi", að ís- landsverzlunin hefði lagt grund- völlinn að verzlun og sigling- um Kaupmannahafnar. Niður- stöðuna dró Ove Höegh Guld- berg saman í pjesa, sem hann ritaði undir dulnefninu „Philo- damus“, og sendi nefndinni, sem fjallaði um afnám einok- unarverzlunarinnar 1787. Þar kallar hann verzlunina svívirðu fyrir landið. Að síðustu segir í greininni: „I Danmörku virtu menn fá- tæka ættingjann á fjarlægju eynni nákvæmlega jafn lítils og meðferðin gaf til kynna. Því er ekki að undra, þótt Islendingar yrðu beizkir í garð Dana, vegna móðgana og auðmýk- inga. Það er því skiljanlegt, að þakklæti íslendinga gagnvart Dönum sé takmarkað. Þegar Is- land tók sér sjálfstæði á neyð- arstund Dctnmerkur, þá hefur það sinar sögulegu ástæður. íe- lendingar hafa ekki lengur ástæðu til þess að óttast Ðani, þegar þeir færa þeim gjafir. En gjafirnar koma of seint“. íslandsför frá tímum einokunarverzlunarinnar. blasir fyrir mennskum augum vorum, að landið muni leggjast í auðn innan skamms.“ Greinin hefst með eftirfarandi inngangs- orðum: „Hinar löngu og hörmulegu deilur Dana og Islendinga eiga rætur sínar að rekja til tíma einokunarverzlunarinnar. Hún hófst þegar Kristján fjórði seldi Kaupmannah., Málmhaugum og Helsingjaeyri einokun á Islands- verzluninni 1602, gegn árlegu gjaldi, og varaði til 1787, þegar verzlunin var gefin frjáls fyrir alla þegna Danakonungs, en bönnuð öðrum. Fyrir Islendinga eru þessi 200 ár hin lengstu og mest auðmýkjandi á þyrnum stráðum vegi frá útlendu valdi til sjálfstæðis. Orði maður þessi mál við Dani, þá svara þeir, eins og Halldór Laxness getur um: Við vitum ekkert um þetta. Við höfum aldrei heyrt um þetta. Bonnesen rekur síðan mjTSg ýtarlega ástandið á íslandi á !*.mum einokunarverzlunarinnar og leggur höfuðsökina á Dani, en dregur þó ekki úr þeim þætti, sem rýrt land, plágur og eldgos áttu í niðurlægingu ís- lendinga. Síðan segir: „Hvað sem finna má af töl- fræði og skýrslum, þá var það dönskum kaupmönnum þess tíma full-ljóst, að íslandsverzl- unin var stórgróðafyrirtæki og urðu skelfingu lostnir, þegar einokun þeirra komst í hættu. Þegar Altóna ógnaði einokun þeirra 1720, þá báru þeir það fyrir sig, að einokunarverzlun- in væri ekki aðeins lifibrauð þeirra, heldur alls þorra Kaup- mannahafnarbúa — snikkara, skipasmiða, smiða, reipslagara, anlegt alls staðar annars stað- ar. Og vörurnar frá íslandi voru ódýrar og komu sér vel fyrir herinn og flotann; menn kölluðu jafnvel Island „hina is- lenzku borðstofu Kaupmanna- hafnar“. 1 konunglegu bréfi frá T687 var svo komizt að orði, að verzlunin á Islandi og Færeyj- Kaus frelsi París, 16. júní. (Reuter) RUDOLF Noureev, aðal- dansari Kirov-ballettsins rússneska, leitaði í dag hælis sem pólitískur flóttamaður í Frakklandi. Noureev var staddur á flugvellinum Le Bourget og var ballettflokkurinn að leggja af stað frá París til London. Þá komu tveir Rússar til dansar- ans og sögðu honum að hann ætti ekki að fara með flokknum, heldur snúa heim til Sovétríkj- anna. Noureev bað leyfis til að fá að kveðja félaga sína og fékk það. Notaði hann tæki- færið og hljóp á brott hróp- andi á vernd frönsku lög- reglunnar. Var hann fluttur til lögreglustöðvar flugvall- arins, þar sem hann endur- tók í sífellu á ensku: Ég óska þess að verða frjáls. Til sölu 3 herbergja íbúð á Seltjarnarnesi rétt við bæjar- takmörkin. Bílskúrsréttindi. Fallegt útsýni. Verð kr. 300 þús. Útborgun kr. 150 þús. á árinu. Upplýsingar í síma 13206 eftir kl. 5 í dag og næstu daga. Íullk cminn dianqui! Það má œtíð treusta Royal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.