Morgunblaðið - 21.06.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.06.1961, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐ1Ð Miðvik'udagur 21. juní 1961 jntettðfstlrifafrifr Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannesser. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjóild kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. BARÁTTAN UM SJÓÐINN t LÝÐFRJÁLSUM löndum er verkfallsrétturinn með al þeirra lýðréttinda, sem sjálfsagt er talið, að borgur- unum séu tryggð. Enda þótt þeim rétti sé freklega misbeitt og jafnvel stund- tun hagnýttur andstætt hags munum verkalýðs, þá reyna menn í lengstu lög að vera umburðarlyndir. Að vísu er það svo víða í hinum þróuðustu lýðræðis- ríkjum, að fyllri skorður eru settar við misbeitingu verk- fallsréttar en hér er gert, og er það vissulega mál, sem þarf að taka til íhugunar. Því er ekki að leyna að uppi hafa verið um það há- værar raddir, ekki sízt með- al verkamanna, sem verst hafa orðið fyrir barðinu á verkfallinu, að ríkisvaldið ’áefði átt að hafa af því bein Bfskipti. Viðreisnarstjórnin hafði fyrirfram lýst því yfir, að hún teldi það mál launþega og vinnuveitenda að semja um kjörin. Eftir að SÍS brást hlutverki sínu sem ábyrgur vinnuveitandi í lýðræðisþjóð félagi má að vísu segja að ekki sé lengur um vinnu- deilu að ræða heldur póli- tíska baráttu. Samt sem áður hefur stjórnin sýnt umburð- arlyndi, sem réttmætt er, þótt sumir áfellist hana fyrir að taka ekki í taumana. Nú stendur vinnudeilan þannig, að virinuveitendur bjóða betri kjör en verka- menn fara fram á. Barizt er um það, hvort 1% skuli renna í svonefndan styrktar- sjóð verkalýðsfélaganna. Ef verkfallið væri ekki mjög alvarlegt fyrir þjóðarheild- ina og sérstaklega efnalitla verkamenn, þá væri þessi aðstaða beinlínis brosleg. Meginatriði málsins erþað, að enginn meinar verka- mönnum að leggja 1%, 2% eða 3% í slíkan styrktarsjóð. Þeir geta auðvitað ráðstafað tekjum sínum á hvern þann veg, sem þeir æskja. Ef verka menn raunverulega óska þess að hluti tekna þeirra renni í sjóðínn, þá liggur beint við að semja á grund- velli tillögu vinnuveitenda, greiða síðan 1% í einhvern slíkan sjóð með frjálsri á- kvörðun og halda samt eftir nokkurri kauphækkun af eft- ir- og næturvinnuálagi fram yfir það, sem Dagsbrún og Hlíf nú krefjast. Þetta er svo augljóst mál, að um það ætti engin orð að þurfa að hafa. Ef forystumenn verka- lýðsfélaganna vilja ekki skilja þessa einföldu stað- reynd, þá verða verkamenn sjálfir að tryggja hag sinn með því að taka af þeim ráðin. VIÐ ÁFELLUMST ENGAN T HINNI ágætu ræðu, sem Ólafur Thors, forsætisráð- herra, flutti af svölum Al- þingis 17. júní sagði hann m.a., er hann ræddi um handritamálið: „Engan skal undra að á- greiningi hafi valdið, hvort svo stórmannlega skyldi fram komið. Andstæðingar máls- ins eru margir og sjónarmið þeirra ólík. Þetta ber okkur að skilja og engan að áfell- ast, heldur láta þessa and- stöðu verða til þess eins að auka aðdáun okkar og þakk- ir til þeirra, sem fyrir því hafa barizt að orðið yrði að óskum íslendinga í þessu máli..... Við sendum dönsku þjóð- inni kveðjur okkar yfir hafið, þökkum skilning henn ar á heitustu óskum okkar og göfuglega og bróðurlega framkomu í okkar garð.“ Undir þessi orð tekur ís- lenzka þjóðin. Hún vísar á bug fullyrðingum um að frestun afhendingarinnar hafi vakið reiði eða hatur í garð dönsku þjóðarinnar. Þvert á móti metum við afstöðu mik- ils meirihluta hennar og er- um óhræddir að eiga endan- lega lausn málsins undir vel- vild hennar og samvizku; einnig þeirra mannr, sem talið hafa eðlilegt að fresta afhendingunni. FRAMKVÆMD RAUNHÆFRA KJARABÓTA ¥ VIÐTALI, sem birtist hér í blaðinu fyrir nokkr- um dögum, var rætt um nýtt fyrirkomulag við ákvæðis- vinnu í Vefaranum. Hef- ur þar verið tekið upp svip- að skipulag og Morgunblaðið hefur margbent á, að sem víðast þyrfti að viðhafa til að auka afköst og launatekj- ur, samhliða því að hagur fyrirtækja væri bættur. í Vefaranum vinna menn saman í afkastahóp- um. Þeir hafa hver sín á- kveðnu vinnulaun, en fá auk þess framleiðsluuppbót fyrir aukin afköst. Þessi háttur hefur gefizt svo vel, að raun- verulegar kjarabætur hafa ATTí/Ai Serkir sitja við dómínó í veitingahúsi í París. Þeir lifa í dtta a3 ríkisstjórnin reki serkneska verkamenn úr Frakklandi. Þetta er eitt umræðuefnið á ráðstefnunni í Evian. SKAXTHEIMTA Hundruð ef ekki þúsundir manna hafa verið drepnir, að- allega í hinni blóðugu „borg- arastyrjöld" milli tveggja helztu þjóðemishreyfinga Serkja, FLN, sem stendur að útlagastjórninni, og MNA, sem er undir forustu Messali Hadj, en hann situr nú í stofufangelsi í Chantilly í ná- grenni Parísar. Ein ástæðan fyrir bardögunum er barátt- an um rétt til að innheimta „skatta" hjá serkneskum verkamönnum, og rennur fé þetta til þjóðemishreyfing- anna. Til að spara fé búa Serk- irnir þrír, fjórir og jafnvel fimm í herbergi á ódýrum gistihúsum, sem sum útvega jafnvel ekki dýnur í rúmin. Oftast sofa þeir til skiptis, einn eða tveir sofa meðan hin ir vinna eða fara í veitinga- hús. Þeir framreiða sjálflr ódýran mat á herbergjum sín- um. FYRIR ykkur er þetta óverulegt vandamál, sem varðar söguna og er stjórn málalegs eðlis. Fyrir okk- ur er það ótti, ofsi, of- beldi, líf og dauði. Maðurinn, sem mælti þessi orð var Serki frá Alsír og var hann að tala um styrjöldina þar í landi. Sérstaklega var hann að ræða um aðstæður þeirra rúmlega 400.000 Serkja, sem búsettir eru í stór- borgum Frakklands og vita ekki hvað morgundag urinn — eða dagurinn í dag — ber með sér. VÉLBYSSUSKRÖLT Ég hef, í miðri Parísorborg, svo oft heyrt hvellina af vél- Skothvellirnir, sem hann talaði um — eins og þér, sem orsökuðu dauða ellefu manna fyrir rúmri viku — eru nú orðið svo til daglegir viðburð ir í hverfum þeim í norðaust urhluta Parisar, þar sem flest ir Serkjanna búa og í Serkja- hverfum annarra stórborga Frakklands. Á þessum „vígvalla“ svæð- um ríkir sífelld spenna. PENINGAR HEIM Serkirnir eru óvissir um framtíðina. Flestir eru þeir verkamenn og senda allt að helming launa sinna til að- standenda í Alsír. Án þeirrar yfirfærslu gætu fæstar fjöl. skyldurnar lifað. En de Gaulle Frakklands- forseti hefur hótað að ef Alsír slítur sambandi við Frakkland og vísar Evrópumönnum, sem þar búa á brott, geti svo farið SVIKNAR VONIR Flestir höfðu Serkirnir gert sér háar hugmyndir um Frakk land er þeir fóru þangað. Þeir hugsuðu um Frakkland líkt og margir innflytjendanna til Ameríku, að þar væru götur gulli lagðar og hunang drypi af trjám. Þess í stað var þeim staflað inn i þessi gistihús þar sem staðinn óþefur af mat- reiðslu og vælandi Arabatón- list smjúga inní hvern krók og kima. Til að afla aukatekna, sinna þeir margvíslegum tóm stundastörfum, selja gólfá- breiður eða grænmeti og á- vexti. Ef þeir eignast frístund, standa þeir saman á götuhom um eða fá sér kaffibolla á dapurlegum veitingahúsum þar sem þeir geta leikið dómínó eða kúluspil. Þeim finnst Frakkar vera þeim fjandsamlegir, sum-part vegna styrjaldarinnar í Alsír. f aðalatriðum endurgjalda þeir þennan fjandskap. (W. Gardner Smith í New York Herald Tribune). byssuskothríð, að við liggur að ég sé ekki lengur hræddur, sagði hann. Ég hef orðið vitni jið skyndiárásum lögreglunn- ar. Ég hef horft á bardaga deiluaðila, bardaga við vara lögregluna (sem skipuð er Serkjum). Ég hef séð fátækt. iKynnisferð með Castro í%^W<M^%ffWHAVANA, 16. júní (Reuter). —sprengjuflugvél, sem hafði verið fengizt, sem verulega munar um, án þess að fyrirtækið væri verr sett. Forráðamenn Vefarans telja einnig að fólk sé ánægðara við störf sín og samstilltara, enda mundi það ekki vilja hverfa aftur að gömlu tilhöguninni. Hér er um svo merkilegt nýmæli að ræða, að vissu- lega verður að skora á aðra vinnuveitendur og starfsfólk hjá öðrum fyrirtækjum að sameinast um að koma því á hjá sér, að svo miklu leyti sem við verður komið. Þá er von um að hagur beggja, vinnuveitenda og launþega, batni. Tuttugu útlendir blaðamenn eru nú á ferðalagi um svæði það á suðurhluta Kúbu, þar sem inn- rásarheriim gekk á land í apríl sl., en var sigraður. Fararstjóri blaða mannanna er enginn annar en Fidel Castro. Hefur hann unað sér hið bezta í hópi þeirra og flutt langar tölur yfir þeim um innrásina og lífið á Kúbu, milli þess sem hann keðjureykir Havanavindla. — ★ — í hópi blaðamannanna eru fjórir bandarískir blaðamenn, og hefur CastrO gert sér sérstakt far um að fræða þá um atburði inn- rásarinnar. CastrO kom með blaðamennina til bæjarins Playa Ciron, sem harðir bardagar urðu um. Hann sýndi þeim hús, sem lögð höfðu verið í rúst í sprengju árásum innrásarhersins. Einnig sýndi hann þeim fiakið £if B-26 skotin niður. — ★ — Castro stýrði bílalest blaða- mannanna, tuttugu bílum af amerískri gerð, heim á alþýðubú og ræddi lengi við unglinga, sem voru að uinna akuryrkjustörf, og við stúlkur, sem önnuðust lestr- arkennslu. Þá bauð hann blaða- mönnunum upp á „ekta“ kú- banskan mat, steik með soya- baunum og hrísgrónum. Loka .kom hann inn á torg í smábaa einum, fór upp á svalir veitinga húss Og ræddi þar góða stund við bæjarbúa, bað þá að gagn- rýna stjórnarstörfin ef þeir vildu og gefa sér góð ráð, hvernig úr mætti bæta. Þótti Castro hinn alþýðlegasti og mjög skrafhreyf- inn í allri ferðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.