Morgunblaðið - 21.06.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.06.1961, Blaðsíða 11
MíðviKUdagur 21. júní 1961 í._____át-------------------- MORGVNBLAÐIÐ 11 Ávarp fjalikonunnar eftir sr. Sigurð Einarsson, fSutt af frú Sigríði Hagalín Þér, fslands börn, á helgri heillastund, hingað ég yður kveð á ijósum degi, sem lengi var mér dagur djarfra vona, þá viðreisnar og síðan dýrsta sigurs. Fagnið og minnizt meðan björkin ilmar og blómið grær um búandmannsins völl og skip vor bruna sólstafaðan sæinn, vorblærinn heilsar iðjuversins önn og athöfn frjálsra manna um torg og búðir. Fagna og sjá, hvað vannst og enn skal vinnast vaxið af starfi hans, er nú skal minnast. Hann gróðursetti á hrjóstrum vorra hjartna tvö heilög blóm, sem nefnast trú og von. I skjóli þeirra innst í allra brjóstum áttu þinn varða og gröf JÓN SIGURÐSSON. n. Fagnið í dag, því stórar, stoltar vonir stíga til himna, eins og hvítir svanir á frjálsum væng við fjallariðin blá og fylla víddir fslands söng og ljósi. — Þær leggja brátt í yðar ungu hendur vorn óskastein og fjöregg vorrar þjóðar: Bókfellin öldnu, blöðin gul og máð, sem bera á þöglum fjaðurleturs síðum mál þitt og sögu, örlög alls þíns kyns, eldfornar rætur þess og dýpstu vizku, fá athvarf þitt við arin þinn á ný. Við ást þíns hjarta skal hinn fomi meiður blómgvast og rísa, bera máli laufgað fagurlim yfir fremd og þjóðardáð. í trú og rækt við það, sem þar var sáð og þreyttum höndum forðum daga skráð, er bundin yðar hamingja og heiður. m. Blessa þú sól þess árs, sem aftur gaf þér óðalsrétt á feðra þinna hafi! — Við bláum tindum breiðar vastir skína, þar byltist auðlegð þin í hyljum rasta. Sjá, hafnáms kynslóð unga, allt er þitt, sem óralendur sævardjúpsins fæða í frjóu rökkri svifs og saltra strauma, ef sótt er til með drengskap, viti og trú. En minnstu þess, að fjölmörg ógnarár lá íssins fjötur stálblár fyrir Iandi og fólkið svalt, en lotalágur kuggur i fenntu nausti fjarlægs sumars beið. MÞnnstu þess og, að annar fjötur verri herti sinn dróma upp að vík og vörum, batt þínar hendur — bak við hann sem múr stóð yfirgangsins ásýnd grimulaus. Sigriður Hagalín, sem flutti ávarp „fjallkonunnar" í Ijóðum á svölum Alþingishússins 17. júni, ræðir við höfund þess, síra Sigurð Einarsson í HoltL (Ljóm.: Sveinn Þormóðsson) Hvað brast svo hátt, að bergmál þess mun óma með þungum niði næstu hundrað ár? Bláfjötur Ægis brast — og víðan faðm breiðir hann yður nú í dag sem forðum, er frjálsir garpar áttu hér sín óðul, því Alþing færði af sjálfs sín valdi og tign íslenzkan rétt í lög á bláum legi og laust hinn þunga dróma af höndum þér. Sá réttur lýsir hverju frjálsu fleyi, sem fána vorn um höfin ber. IV. Eg, Fjallkonan, er foldar vorrar sál, borin af hennar barna dýpsta skyni. — Sú djúpa ást, sem óspillt hjörtu leggja við ættargarð og feðra sinna vé, land sitt og þjóð, er lífs mins andardráttur, því lifi ég í brjósti sérhvers manns veik eða máttug — myndin, sem ég ber þar er mynd af sonardyggð og kostum hans. \ Þér óskabörn, sem undir bláum himni á óskastundu mætizt hér og fagnið, blessið þá hönd, er bókfell yðar fáði, blessið þá hönd, er Ietrið auðmjúk skráði. Blessið þann hug, sem hörpu ljóða sló, heiðrið þann dug, sem bát á miðin dró. Blessið þann þegn, sem bús og hjarðar gætti, þá brúði, er spann og óf og granna sætti. Blessið þann fót, sem brauzt um fjöll og heiðar, blessið þann kjark, er aldrei missti leiðar. Blessið þá trú, sem bar i dauðans húmi birtu af ljósi Guðs að hverju rúmi. Vikur- útflutningurinn HAFNARFIRÐI. — Eins og áður hefir verið getið hér í blaðinu samdi bærinn um vikurútflutn- ing við þýzkt fyrirtæki á sínum tíma og verður nú hafizt handa strax að verkfalli loknu. Vikurinn verður tekinn úr Óbrynnishólum, sem eru skammt frá Krísuvíkurveginum, en hing- að verður honum ekið út á hafn- argarð, og þar á uppfyllt svæði. í ráði var að Tröllafoss yrði til að flytja vikurinn út, en nú er óráðið hvort af því verður. — Að verkfallinu loknu verður byrjað fyrst á því að flytja út 1000 tonn. BæjarreiknJngar 1960 Reksturshalli á strætis- vögnunum 1,7 rrtiflj. kr. Fargjöld bæbi fullorðinna og barna lægri mun hér en á hinum NorðurlÖnd unum A FUNDI bæjarstjórnar fyr- ir helgina, þar sem Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, gerði grein fyrir reikningum síðastliðins árs, vék hann m. a. að afkomu Strætisvagna Reykjavíkur. 1 þessum kafla ræðu sinnar komst borgarstjóri svo að orði: Skuldaaukning vegna vagnakaupa Strætisvagnar Reykjavíkur Juku skuld sina við bæjarsjóð- inn um kr. 2.4 millj. og skulda nú kr. 10.4 millj. Þessi skulda- aukning fyrirtækisins stafar að mestu af kaupum nýrra vagna. Höfuðstólsrýrnun fyrirtækisins nam 1.3 millj. kr. á árinu, eins og áður segir. Seint á árinu var fyrirtækið með dómi Hæsta- réttar skyldað til^’að greiða vagnstjórum 6% áhættuþóknun á kaup frá 1. jan. 1956 að telja. Nam áhættuþóknunin frá þeim tíma til ársloka 1960 alls kr. 1.8 millj., sem færðist á rekstur fyrirtækisins á sl. ári, og var þá rekstrarhalli kr. 1.715.711.29. Bætt þjónusta — aukinn kostnaður Ef gera á þessu fyrirtæki kleift að auka áfram og bæta þjónustu sína við bæjarbúa, virðist nauðsynlegt annað tveggja eða hvort tveggja, að auka framlag bæjarsjóðs til þess eða hækka fargjöldin. Nú eru fargjöld hjá Strætis- vögnum Reykjavíkur þessi: Hvert einstakt fullorðinsgjald er kr. 2.10, en kr. 1.47 ef keypt- ir eru afsláttarmiðar. A. m. k. % farþeganna greiða lægra far- gjaldið. Til samanburðar má geta þess að fargjöld með strætisvögnum á Norðurlöndum er sem hér segir: Finnland, kr. 4.15. Danmörk, kr. 8.85. Svíþjóð, kr. 3.30. (Fargjöld í einni borg í hverju landi) Noregur, kr. 3.20. Þá má geta þess, að á Norð- urlöndum greiðir barn að 12 ára aldri hálft fargjald. Hér greiðir það Mi af fullorðinsfar- gjaldi. Slæm tíð í S. Þing. ÁRNESI, S. Þing. 18. júní — Á þjóðhátíðardaginn, í gær, var hér norðan foráttu illviðri, eitt allra mesta vatnsveður, sem hér getur komið á þessum árstíma. Mældist úrkoma hér 34 mm og 12mm dag inn áður. Kalt var í veðri og snjó aði niður í miðjar hlíðar. Á Vaðla heiði snjóaði svo mikið, að fólks- bílar sneru við á heiðinni í gær- kvöldi og fóru Dalsmynnisveg. Sprettuhorfur eru ekki góðar, vegna langvarandi vorkulda og mikils kals í túnum. Eru sum tún svo illa farin af kali, að þau eru grá svo hekturum skiftir. Má því búast við, að sláttur hefjist með seinna móti og sennilega ekki fyrr en um næstu mánaðar- mót. — Fréttaritari. Tíu ára rit Þjóðleikhússins NÝLEGA er komið út 10 ára af- mælisrit Þjóðleikhússins. Ritið er mjög vandað að öllum frá- gangi og er prýtt fjölda af mynd- um frá ýmsum helztu sýningum Þjóðleikhússins. Vigdís Finn- bogadóttir hefur séð um útgáf- v.na og Prentsmiðjan Hólar hefur annazt prentunina. í ritinu er að finna ýmsan fróð leik um starfsemi Þjóðleikhússins á síðastliðnum árum. Þar birtist m. a. ávörp menntamálaráðherra og þjóðleikhússtjóra, er þeir héldu á 10 ára afmælinu, greinar eftir Ásgeir Hjartarson, Vil- hjálms Þ. Gíslason og HörS Bjarnason um verkefni og starf- semi Þjóðleikhússins. Ritið verður til sölu í öllum helztu bókabúðum bæjarins og kostar 100 krónur. Dómsmólaráðherrar Ijalla um al- brot ungmenna og umlerðabrot DÓMSMÁLARÁÐHERRAR 17 ríkja í Vestur-Evrópu héldu með sér ráðstefnu í París snemma í þessum mánuði. f forsæti var Edmond Michelet, dómsmála- ráðherra Frakka. Bjarni Bene- diktsson sat ráðstefnuna af ís- lands hálfu og með honum Bald- ur Möller deildarstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Ráðherrarnir skiptust á skoð- unum um afbrot ungmenna og mæltu með því, að Evrópuráðið héldi áfram athugunum á þessu sviði. Á ráðsins vegum hafa verið undirbúnar ýmsar skýrslur hér að iútandi, og það hefur gefið út yfirlitsrit, sem nefnist „Afbrot ungmenna í Evrópu“. Er þess að vænta, að enn meiri árangur ná- ist með auknum skiptum á upp- lýsingum um rannsóknir í hinum ýmsu Evrópuríkjum og að sak- fræðanefnd Evrópuráðsins geti síðan samræmt rannsóknirnar. Með því móti gæti hún enn aukið árangurinn af starfi sínu, sem roiðar að því að tryggja þjóð- félaginu veTnd og einstaklingun- um frelsi. Þá var ákveðið á ráðstefnunni að halda áfram undirbúningi samnings um refsingar fyrir um- ferðarbrot, sem á að tryggja, að viðurlögum verði komið fram, þó að hinn brotlegi komist úr landi eftir afbrotið. Á ráðstefnunni varð enn- fremur samkomulag um að tryggja þyrfti föngum viss lág- marksréttindi. Varða þau þátt- töku í kosningum, aðstöðu til að fara með ýmiss einkamálefni svo og félagsleg kjör fanga, svo sem rétt þeirra til greiðslna frá al- mannatryggingum. (Frá Evrópuráðinu).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.