Morgunblaðið - 21.06.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.06.1961, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIh Miðvikudagur 21. júní 1961 Ungur og reglusamur maður óskar eftir átvinnu ,við útkeyrslu á vörum hjá heildsala eða þ. u. L Afleysing vegna sumarleyfa kemur til mála. Tilboð merkt: ,,G. í>. — 1450“ sendist afgreiðslu blaðsins. • — Ungur reglusamur maður óskast við léttan iðnað. Uppl. í dag og á morgun í síma 22453. Vélbátur óskast Til leigu óskast 40—50 tonna vélbátur næstu mánuði helzt með dieselvél. SVEINBJÖRN EINARSSON Sími 32573. Vanur matsveinn óskar eftir starfi í landi — í Rvík eða nágrenni. Getur tekið til starfa strax. Upplýsingar í síma 24294. Stúlkur óskast helzt vanar saumaskap. Verksmiðjan E Y G L Ó Skipholti 27 3. hæð. Gunnar Þórðarson Minning Það kom mér mjög á óvart er ég las í einu dagblaðanna and- látsfregn Gunnars Þórðarsonar, en hann lézt aðfaranótt sunnu- dagsins 4. þ. m. Ég hafði lesið fregnina að morgni dags en það var ekki fyr en að áliðnum degi að ég gerði mér fulla grein fyrir að Gunnar væri ekki lengur í lifenda tölu. Leituðu þá á mig minningar frá þeim árum, sem ég kynntist Gunnari fyrst og leiðir okkar lágu saman. Gunnar var fæddur í Hafnar- frði 27. janúar 1914 og var því aðeins 47 ára. Foreldrar hans voru þau góðkunnu hjón Þórður Edilonsson héraðslæknir í Hafn- arfirði og kona hans Helga Grön- dal. Haustið 1927 byrjaði ég nám í 1. bekk í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði og var fyrsta vetur- inn í heimavist. Kynntist ég Gunnari nokkuð um veturinn en hann var í sama bekk. Um vorið kom Gunnar skyndilegia á minn fund og ’kvaðst hafa mikinn á- huga á því að við læsum saman næsta vetur í 2. bekk, og bauð mér að koma um haustið og búa hjá sér að öllu leyti, þ. e. fá ókeypis fæði og húsnæði. Þetta kom svo óvænt að ég vissi varla hverju ég ætti að svara, en vit- anlega varð það ekki nema á einn veg, og var um talað að ég kæmi til hans næsta haust. Var ég siðan á heimili læknishjón- anna báða veturna, sem ég var í 2. og 3. bekk og útskrifuðumst við Gunnar úr Flensborgarskól- anum vorið 1930. Eftir það starfaði Gunnar nokk ur ár í Landsbankanum en síðan hjá Benedikt bróður sínum í Það er sama hvaða tegund bifreiðar hér eigið, ]>að borgar sig að nota CHAMPION Hlamri. Á stríðsárunum og eftir stríðið varð hann framkvæmda- stjóri fyrir nýbyggingum og ýmsum framkvæmdum í Höfða- kaupstað en hvarf siðan aftur að störfum í Hamri. Það segir sig sjálft að ég á hinar ljúfustu endurminningar frá veru minni á hinu glæsilega heimili héraðslæknishjónanna í Hafnarfirði. Þar ríkti glaðværð og gestrisni var við brugðið. Yfir öllu var hinn mesti menningar- og myndarbragur. Hljómlist var í hávegum höfð. Svo vel líkaði mér vistin á þessu heimili, að þótt ég hefði verið sonur í hús- inu held ég að það hefði gert lítinn mun á. Á þessum árum var nýkomin á heimilið Elísabet Magnúsdóttir nú gift Guðmundi Guðmundssyni framkvæmdarstjóra, og var hún í mörg ár á heimili læknishjón- anna. Benedikt Gröndal verk- fræðingur bróðir Gunnars var þá farinn að heiman og búsettur í Reykjavík. Þar sem ég héf sagt frá því, að ég dvaldist í bezta yfirlæti með Gurtnari á heimili foreldra hans í tvo vetur, vil ég bæta því við, að margir aðrir ungir piltar höfðu notið höfðingsskapar, góð- vildar og hjálpsemi þeirra læ'kn- ishjóna og dvalið hjá þeim 1 lengri eða skemmrj tíma og þá vafalaust við svipaðar aðstæður og ég. Mér er minnisstætt frá skó.la* árum okkar Gunnars, hve vin- sæll hann var og átti marga góða kunningja í Hafnarfirði, þó man ég að fjóra eða fimm þeirra bar hæst og mátti segja að þeir væru óaðskiljanlégir árum sam- an. Fannst mér Gunnar ætíð þeirra fræknastur og mestur. Var það að vonum að menn leituðu félagsskapar við hann, því hann var fjörmaður mikill og skemmti legur og um leið góður drengur og tryggur vinum sínum. Gunnar giftist árið 1938 Guð- laugu Þorsteinsdóttur, en hún er látin fyrir nokkrum árum. Börn þeirra eru Helga og Þórður Edi- lonsson. Votta ég nú börnum hans, bróður, fóstursystur og öðr- um ættingjum mína dýpstu samúð. Að lokum vil ég þakka Gunn- ari samveruna og margar ánægju stundir, og þá sérstaklega frá æskuheimilinu í Hiafnarfirði, en þær eru og verða mér ógleym- anlegar. Benedikt E. Árnason. Þing Landssambands fatlaðra á Siglufirði SIGLUFIRÐI, 12. júní. — Þriðja þing Sjálfsbjargar, Landssam- bands fatlaðra, var háð á Siglu- firði dagana 8.—10. júní. Theó- dór Jónsson, forseti sambands- ins, setti fundinn í samkomusaln um að Gránugötu 14. — 23 full- trúar frá félagsdeildum á Siglu- firði, ísafirði, Húsavík, Akur- eyri og Rvík mættu, en fulltrúar frá Bolungarvik, Vestmannaeyj- um og Árnessýslu, gátu ekki sótt þingið. Innan Sjálfsbjargar eru nú 474 fullgildir félagar og nær 300 styrktarfélagar. — Fram- kvæmdastjóri sambandsins er Trausti Sigurlaugsson og hefur Sjálfsbjörg opna skrifstofu í Reykjavík, að Bræðraborgarstíg 9. — Þingforseti var kjörinn Sigur- sveinn^ D. Kristinsson, Siglu- firði. Á fundinum var m. a. rætt um fjármál sambandsins, at- vinnumál öryrkjá, ýmis félags- mál, tryggingamál, farartækja- mál og lagabreytingar og voru nokkrar samþykktir gerðar. — Samþykkt var að Sjálfsbjörg gerðist aðili að öryrkjabandalagi íslands, og einnig að öryrkja- bandalagi Norðurlanda. Kosin var nefnd til að fylgjast með fyrirhugaðri endurskoðun al- mannatryggingarlaganna og gera tillögur fyrir hönd Sjálfsbjargar. Einnig benti þingið á atriði í löggjöfinni, sem það telur mesta nauðsyn á að breyta, sérstaklega að 50% öryrkjar og meira og þeir sem sérstakrar umönunnar þurfa GRASFRÆ TtJIMÞÖKIJR VÉLSKORNAR Símar 22822 og 19775. EGGERT CLAESSUN og GtJSTAV A. SVElNSbON hæstaréttarlögmen, j . nutig — oi TðúAegne’j rneBuiSoj jrjsæ q Nossaaaois n kqc BJOJ SJJJ5JSS3 U7 Ujn I J| p JV fái hærri bætur en aðrir. Skorað var á ríkisstjórnina að leggja til* lögur í öryrkjamálum og frum- varp um tekjustofn fyrir Sjálfs- björg fyrir næsta þing. Þá var skorað á löggjafarvaldið að ákveða eftirgefin aðflutnings- gjöld af bifreiðum öryrkja yrðti afskrifuð á 5 árum og fleira varð- andi farartæki öryrkja. Og þeirri skoðun lýst að stefna bæri að því að koma upp vinnuheim- ilum fyrir öryrkja. Forseti sambandsstjórnar var endurkjörinn, Theodór Jónsson, varaforseti Zophonías Benedikts- son, ritari Ólöf Ríkharðsdóttir og gjaldkeri Eiríkur Einarsson. — Meðstjórnendur eru Ríkharð Þor geirsson, Adólf Ingimarsson, Ingibjörg Magnúsdóttir, Jón Þ, Buch og Hulda Steindórsdóttir, Síðdegis á laugardag sátu full- trúar boð bæjarstjórnar Siglu- fjarðar og um kvöldið kaffiboð Sjálfsbjargar á Siglufirði — Stefán, Margrét Guðnadóttir Eftirfarandi kvæði er birt aftuc vegna slæmra prentvillna. Kveðja frá barnabörnum. Nú vor að völdum situr og vorsins óma flytur í hugi marga hér. Þó sumum sorgin mætir og sárast börnin grætir, er burtu amma borin er. Ó, amma elsku góða: við auðmjúk viljum bjóða það hjartans helga mál, sem engin talar tunga er tregans lýsir þunga — það túlkar barnsins bljúgi. .ál. Þú áttir ei þinn líkla, en ást og mildi ríka í göfgum barrni barst; hjá þér var bezt að búa — að börnum vildir hlúa og fyrirmyndin fögur varst. Á Laugateiginn lengur nú lítil stúlka og drengur ei hlaupa heim til þín, og sumarsælan þráða við Svanavatnið dáða í minninganna skarti skín. Við lífsins lög ei skiljum, en ljóðið barnslegt viljum svo fegin flytja þér. Um nafn þitt leikur ljómi — í lífsins helgidómi þér verðug búin vistin er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.