Morgunblaðið - 21.06.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.06.1961, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 21. júní 1961 i í í í i í í Skyndibrúðkaup Renée Sbann: 5 í í í i í í í i Hún hristi höfuðið þreytulega. •— Ég er of þreytt til að rífast í kvöld. Þau óku áfram þegjandi. Skömmu áður en þau voru kom- in að húsinu, stöðvaði hann bíl- inn við stéttarbrúnina, tók hana í faðm sér og kyssti hana. Sandra svaraði kossum hans með ástríðu henni fannst hún þurfa að bæta honum upp tregðu sína við að láta að vilja hans, — Clive, ég vildi, að þú reynd ir að skilja.... sagði hún loks, er hann sleppti takinu á henni. — Það er ekki af því að ég sé ekki eins ástfangin og þú. Stund- um finnst mér meira að segja, að ég sé ennþá ástfangnari . . . — Gott og vel elskan. Gerðu þér ekki rellu út af því. Þú ert bara dálítið gamaldags! — Já, nú hlærðu að mér. Clive kyssti hana aftur. — Nei, ég skal taka þetta gamaldags aft ur. Þú ert líklega bara of góð handa mér. Hún sá tilsýndar, að dyrnar heima hjá henni opnuðust og heyrði mannamál. Það var Júlía að kveðja einhvern kunningja, sem hafði komið í heimsókn, til að kveðja hana. — Ég verð að þjóta, Clive elsk an. Við sjáumst aftur á mánu- dag. — Mánudag? Hversvegna ekki á morgun? — Það er seinasti dagurinn hennar Júlíu heima. Ég verð að vera hjá henni. — Vitanlega. Því var ég alveg búinn að gleyma. Ræktarsöm dóttir og elskandi systir.... Hún gat hatað hann, þegar hann var í þessum ham. Éða rétt ara sagt, eftir því sem hún gat og elskað hann jafnframt. En henni var illa við þetta háð í — Ég vona, að enginn finni það á súpunni, að eldabuskan missi sápustykki í súpupottinn? honum. Rétt eins og hún vaeri einhver heimsk sveitastúlka. Hann snerti kinn hennar létti- lega. —Vertu nú ekki svona móðg- uð. — Þú sérð mig alls ekki í myrkrinu. — Þess þarf ég ekki. Ég finn alltaf í hvaða skapi þú ert.. Hún brosti ofurlítið. — Ég hef nú lesið það í þessum ágætu ráð leggingargreinum í kvennablöð- unum að bezta ráðið fyrir kon- ur til að halda í mann, sé að vera nógu dularfull. — Þú þarft engin sérstök ráð til að halda í xnig. Ég tilheyri þér til eilífðar. Hann kyssti hana og sleppti henni síðan. Sandra flýtti sér til hússins og rnáðf þangað í sama vettfangi og Júlía var að loka dyrunum. — Bíddu andartak, Júlía. Júlía sneri sér snöggt við. — Ég sá þig ekki, Sandra, en ég var að vona, að þú færir bráðum að koma. — Ég tafðist lengur en ég ætl- aði. — Hvar hefurðu verið? — Ég var úti með Clive. Við fórum í bíó og borðuðum svo á eftir. Júlí horfði á hana með athygli og sá fljótt, að eitthvað var að. Hún tók undir arm systur sinn- ar og þær fóru báðar inn. Frú Fairburn sem var á leiðinn í háttinn, kallaði til Júlíu og skip aði henni að læsa almennilega. — Er John kominn heim? spurði Sandra. — Já, hann er háttaður og er að hlusta á útvarpið. Heyrirðu það ekki? Ómur af danstóniist heyrðist úr svefnherberginu uppi á loft- inu. John var ákafur útvarps- hlustandi, ef efnið var af léttara taginu. Þegar hann kom snemma heim, vildi hann heldur hátta og hlusta á útvarp en sitja niðri og tala við fjölskyldu sína. — Ég fékk skeyti í kvöld, sagði Júlía og sýndi Söndru það. — Var það ekki indælt? Sandra las skeytið og tárin komu fram í augu hennar. Tár yfir allri þessari hamingju, sem systur hennar var að hlotnast og hú-n sjálf varð — líklega — að vera án. • „Góða ferð! Þrái að sjá þig elskan! Tek á móti þér við skip- ið. Ástarkveðjur. Robin.“ III. Júlía vaknaði næsta morgun og ló kyrr í rúminu stundarkorn, og naut tilhlökkunar sinnar. Loksins var þessi dagur kominn sem hún hafði beðið eftir allt síðan hún kvaddi Robin seinast. Út um gluggann gat að líta heið- an og bláan himinin. Henni fannst það táknrænt. Jæja, auð- vitað yrðu bæði skin og skúrir verða í öllum hjónaböndum, en hins var hún viss, að hjónaband þeirra Robins yrði að öllu saman lögðu hamingjusamt. — Ertu vöknuð? Sandra var sejtzt upp í rúminu og horfði á úr ið sitf. — Góða mín klukkan er ekkert ennþá. — Ég veit það. En ég er svo óskaplega spennt. Hvemig get- urðu búizt við, að ég geti sofið lengur? Sandra hló. Sjálf hafði hún sof ið illa og hana hafði dreymt, að Margot Brasfed væri komin heim og þverneitaði að skilja við Clive. Hún var fegin að vera vöknuð. Og hvað sem öðru liði skyldi hún ekki láta sínar eigin tlfinningar spilla síðasta degin- um, sem Júlía var heima. Hún seildist eftir sloppnum sínum og stökk fram úr rúminu. — Ég ætla að fara niður og sefja upp ketilinn. Frú Fairburn, sem var í næsta herbergi hugsaði sér, að úr því að önnur systranna væri komin á fætur, gæti hún sjálf lúrt ofur lítið lengur. Hún sneri sér í rúm inu og breiddi ofan á sig aftur og óskaði þess heitast, að þessi komandi dagur væri ekki annað en vondur draumur, sem hún mundi vakna af bráðlega. Hún var lengi búin að kvíða fyrir honum og hafði vonað í vonleysi sínu, að eitthvað það kæmi fyrir, sem gæti hindrað brottför Júlíu og komið því til leiðar að 'hún hætti við að giftast Robin. Ekki svo að skilja, að henni væri neitt > í nöp vð hann, nema þá helzt það, að hann mætti gjarna vera svolítið efnaðri. Og sérstaklega óáEaði hún þess, að hann þyrfti ekki.að leysa af hendi herþjóustu sína erlendis. Það var þetta, sem henni þótti allra verst. Þó að hún hefði aldrei haft orð á því þótti henni það við Júlíu að hún skyldi vilja vera að fara utan og yfirgefa fjölskyldu sína fyriir fullt og allt. Auðvitað kæmi hún einstöku sinnum heim, þegar Robin fengi leyfi, en hvað voru nokkrar vikur móti því að hafa Júlíu stöðugt í land- inu, og þá helzt í London, þar sem hún gæti alltaf hitt hana. Frú Fairbum fann tárin koma fram í augu sín. Henni fannst unga fólkið vera eigingjamt. Jafnvel blessunin hún Júlía hafði enga hugmynd um, hvílíka sorg hún var að gera móður sinni, og hve einmana hún yrði þegar Júlía væri farin. Ekki var hvort sem var líklegt, að Sandra yrð henni til mikillar huggunar eða afþreyingar. Að vísu þótfi h'enni svo sem vænt um eldri dóttur. sína„ en það var nú samt sú yngri, sem var uppáhaldið hennar. I rauninni kom þeim Söndru alls ekki vel saman, enda hafði hún altaf verið frek- ar erfið frá því hún var krakki. Einþykk og sjálfráð var hún og vildi alltaf fara sínu fram, velja sjálf vini sína og láta engan segja sér fyrir verkum. Frú Fairburn varð hálf óróleg, er hún lét hugann dvelja við eldri dóttur sína. Hún hafði meiri áhyggjur af henni nú en hún hafði lengi haft. Hún átti áreiðanlega í einhverju ástar- ævintýri þóttist frú Fairburn al- veg viss um, og reyndi að halda því leyndu fyrir henni. Hún hafði grun um, að Sandra væri ástfangin af húsbónda sínum, og það var nú svo sem ekki óal- gengt, en yrði þá bara nokkuð úr því? Og hversvegna kom hún aldrei heim með Clive Brasted, úr því að hún var alltaf að flandra úti með honum á kvöld-. in? r á ó HE WAS TIEEP AFTER A long night and he said THE CANDV PICKED ~ HIM UP/ J THIS AAORNING BEFORE SUNUP S I WAS WALKING IN CENTRAL PARK AND RAN ACROSS A COP EATING A CANDV BAR... > EVERVBODV KNOWS THAT, TRAIL / t’M NOT AN V. ^ ADVERTISING MAN, COLTER, t’M AN OUTDOOR \ MAN, BUT I THINK l’VE * GOT WHAT VOU CALL A GIMMICK WHICH MAVHELP MR6. WOODALL / _ — Ég var á gangi í morgun fyrir sólarupprás í Central skrúð garðinum og rakst þar á lögreglu þjón sem var að borða sælgæti. — Oe hvað?I — Hann var þreyttur eftir erf- iða nótt og sagði að sælgætið hressti sig! — Það vita allir Markús! | útilíf. En ég held að ég viti um — Ég er enginn auglýsinga- það sem þú nefnir brellu, sem maður Colter, heldur gefinn fyrir ] gæti hjálpað frú Woodall! Hún heyrði, að Sandra kom upp stigann og næsta augnabliki kom hún inn með tebolla handa móður sinni. — Ertu vöknuð? — Já, auðvitað. Er Júlía vökn uð? — Ég hefði nú haldið það. Nóg er hún spennt. — Mér finnst það nú ekki nær gætnislegt af henni að hlakka svona mikið til að yfirgefa okk- ur. — Svona máttu ekki tala, mamma. Hún er nú að fara að heiman til að gifta sig. — Ég veit það. Og ég vildi óska, að hún væri ekki að fara. Ég vildi heldur, að hún væri að giftast einhverjum hérna heima. — Það vildi ég líka, en annað mál er, að ég vil ekki hafa orð á því. Og það vil ég ráðleggja þér að gera ekki heldur. — Ég ætla nú að selja það, sera mér sýnist. — Þú skalt að minnsta kosti ekki angra hana. — Finnst þér ég líkleg til þess? Já, víst var hún líkleg til þess, hugsaði Sandra gremjulega, um leið og hún yfirgaf móður sína og fór inn til Júlíu. gHUtvarpiö Miðvikudagur 21. júní. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. —• 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfr.) 10:30 Synodusmessa í Dómkirkjunni (Dr. theol Bjarni Jónsson vígslu biskup messar; með honum þjón ar fyrir altari biskup Islands. Organleikari: Dr. Páll ísólfsson). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 14:00 Útvarp frá kapellu og hátíðasal Háskólans: Biskup islands setur prestastefnuna, flytur ávarp og yfirlitsskýrslu um störf og hag íslenzku þjóðkirkjunnar á syn- odusárinu. 15:30 Miðdegisútvarp. — (Fréttir kl. 16:00) — 16:30 Veðurfr.. 18:30 Tónleikar: Öperettulög. 18:55 Tilkynningar. ■*— 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 islenzk tónlist: a) Forleikur í Es-dúr eftir Sig- urð Þórðarson (Sinfóníuhljóm sveit islands leikur. Stjórn- andi: Þórarinn Guðmunds- son). b) Þrjú sálmalög eftir Karl O. Runólfsson (Hljómsveit Ríkis útvarpsins leikur; Hans- Joachim Wunderlich stj.). 20:20 Synoduserindi: Þáttur söngsina í kirkju Lúthers (Dr. Robert A. Ottóson söngmálastjóri þjóð- kirkjunnar). 20:50 Tónleeikar: Sinfónía nr. 6 fyrir blásarasveit eftir Vincent Persi- chetti (Eastmann-blásarasveitin leikur; Frederick Fennell stj.K 21:10 Af vettvangi dómsmálanna (Há- kon Guðmundsson hæstaréttar- ritari). 21:30 Léttir kvöldtónleikar: a<) „Marinella, forleikur op. 213 eftir Julius Mucik (Sinfóníu hljómsveitin i Prag leikur; dr. Vaclav Smetacek stj.). b) Eugene Conley syngur vin- sæl lög. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 23:10 Kvöldsagan: „Þríhyrndi hattur- inn“ eftir Antonio de Alarcón; VI. (Eyvindur Erlendsson). 22:30 Djassþáttur (Jón Múli Árnason). 23:00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 22. júní. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfr.) 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. -- 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 „A frívaktinni“, sjómannaþátt- ur (Kristín Anna Þórarinsdóttir) 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilkynningar. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Lög úr óperum. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Samleikur á fiðlu og píanó: — Vaiman og Karandshova leika sónötu í G-dúr feftir Ravel. 20:20 Synoduserindi: „Far þú og gjör slíkt hið sama“ (Séra Örn Friðriksson á Skútustöðum). 20:50 Einsöngur: Mario del Monaco syngur. 21:15 Erlend rödd: — Leikritaskáldið Eugéne Ionesco talar um til- raunaleikhús — (Guðmundur Steinsson rithöfundur). 21:45 Organtónleikur: Dr. Páll ísólfs- son leikur á orgel Kristkirkju í Landakoti. a) Tokkata í a-moll eftir Jan Sweelinck. b) Benediktus eftir Max Reger. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Þríhyrndi hatturw inn“ eftir Antonio de Alarcón; VII. (Eyvindur Erlendsson). 22:30 Sinfónískir tónleikar: Sinfónía nr. 6 í F-dúr op. 68 (Pastoral) eftir Beethoven (Sinfóníuhljóm sveit Vínarborgar leikur; Otto Klemperer stjórnar). 23:10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.