Morgunblaðið - 21.06.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.06.1961, Blaðsíða 20
IÞROTTIR Sjá bls. 18. QwpmMaMíí 135. tbl. — Miðvikudagur 21. júní 1961 Ávarp Fjallkonunnar Sjá bls. 11. íkil síld berst á land FRÁ því kl. 7 á mánudags- morgun fram til kl. 7 á þriðjudagsmorgun bárust alls um 23 þúsund tunnur síldar á land af 50 skipum. Feit og góð síld veiðist á miðunum umhverfis Kolbeinsey, en öllu lakari og fituminni vestur í Reykjafjarðarál út af Húnaflóa. Lítið gerðist á miðunum í gær og gær- kvöldi. Talsverð síld mæld- ist að vísu, en hún stóð djúpt. Vonir stóðu til, að hún lyfti sér í nótt. Veður er gott á miðunum. Hér fara á eftir fréttir úr síldveiðistöðunum. Saltað af kappi á Siglufirði SIGLUFIRÐI, 20. júní. — Síld- arskipin koma jafnt og þétt til hafnar í Siglufirði, og virðist vera allgóð veiði á vestursvæð- inu. Síldin er stór og feit; fitu- magn hefur mælzt að 19 prósent um. Klukkan tólf í gærkvöldi höfðu verið saltaðar tæpar sex þúsund tunnur hér í Siglufirði. Söltunarstöð Hafliða hafði þá saltað mest; alls í 770 tunnur. í nótt og morgun hefur verið nær stanzlaus söltun á flestum stöðvum. KI. 2 í dag hafði trú- lega verið saltað í 8—9 þúsund tunnur. Vinnan á söltunarstöðv- unum gengur hægt sökum manneklu, einkum vantar síld- arsöltunarstúlkur, og í gær þurfti að senda verzlunar- og skrifstofustúlkur í síldina. Engir samningar hafa enn tek Izt milli Síldarverksmiðja ríkis- ins og Verkamannafélagsins Þróttar, og taka SR því ekki við neinni síld. Hins vegar hef- ur Rauðkuverksmiðjan fengið undanþágu til síldarvinnslu, og hafði hún tekið á móti 4.500 málum síldar og úrgangs um hádegið í dag. Hefði Rauðka ekki fengið slíka undanþágu, væri síldarsöltunin illfram- kvæmanleg, þar eð stöðvarnar hefðu ekki losnað við úrgang, og stærsta síldarplássið þar með lamað. — Stefán. Þessir bátar komu með afla til Siglufjarðar í gærmorgun (Töl- urnar tákna tunnufjölda): — Mummi (800). Jón Guðmunds- son, Keflavík (7-800), Manni (550), Rán (500) Sigurfari BA (500), Sunnutindur (500), Stein- unn SH (4-500), Gnýfari (450), Mímir (400), Reynir, Akranesi (400), Safari (400), Heiðrún (350), Dofri (300), Eldey, Kefla- vík (300), Hafþór Guðjónsson (300), Freyja SK (200), Stígandi VE (200) og Arnkell (150). — Tálknfirðingur kom með 3-400 tunnur til Hríseyjar. 900 tunnur til Skagastrandar SKAGASTÖND, 20. júní. — Hingað kom í morgun Guð- björg, Isafirði með 600 tunnur síldar, og síðdegis í dag kom Sigurður, Siglufirði, með 300 tunnur. Síldin er nokkuð stór, Framh. á bls. 19. Fullirúum yfir 40 húskólu boðið 50 ÁRA afmælis Háskóla fslands verður minnzt í byrjun næsta skólaárs, 6. og 7. okt. Rösklega 40 háskólum hefir verið boðið að senda fulltrúa á háskólahátíðina. Einstakar deildir háskólans hafa ákveðið að sæma nokkra menn doktorsnafnbót honoris causa í tilefni afmælisins og hefir þeim verið skýrt frá því. Síðar verður skýrt frá dagskrá hátíðahald- anna. Háskóla íslands bárust kveðj- ur og árnaðaróskir frá ýmsum aðilum hinn 17. júní, þ.á.m. frá menntamálaráðherra Danmerk- ur, Jörgen Jörgensen, og frá nokkrum erlendum háskólum og einstökum vísindamönnum. ■ Hér eru brotin úr skipsklukk- unni á franska rannsókna- skipinu „Pourquoi Pas?“, sem fórst uppi við Mýrar 1936. Sigurður L. Magnússon kaf- ari hefur ásamt Andra Heiðberg kafara unnið að því að athuga flakið að undan- förnu ,eins og skýrt var frá hér í blaðinu fyrir skömmu. Flakið er að mestu liðað í sundur. Nú hafa franskir sjónvarps menn, sem hér eru á ferð, fengið áhuga á að mynda skipsleifarnar á hafsbotni, og mun jafnvel í ráði, að heims- þekktur froskmaður komi hingað til þess að aðstoða þá. Þá mun franskur maður, sem hér er staddur á skipamæl- ingaráðstefnunni, eitt sinn hafa verið yfirmaður um borð í skipinu, og mun hann ætla vestur að kynna sér flakið. Borizt hefur beiðni frá franska flotanum um að fá ná kvæma staðarákvörðun flaks- ins. Stórfelld verkfa llsbrot ráðamanna Trésmiðafélagsíns Selur spillir lax- veiði í Hvítá BORGARNESI, 20. júní. — Lítil laxveiði er nú hjá bændum við Hvítá neðanverða. f fyrsta lagi hefur lítið komið í net bænda, og í öðru lagi hefur selur stórspillt því litla, sem í þau hefur komið. Rífur hann netin og étur laxinn. Miklu meira er nú um sel á þess um slóðum, en verið hefur um langan tíma. Jón bóndi Guð- mundsson í Bóndhól sá eitt kvöldið þrjá seli í einu skammt frá netum sínum. Undanfarið hafa verið skotnir þarna 5—10 selir. — H.J. TRÉSMIÐAFÉLAG Reykjavíkur fór í verkfall 5. júní s.l. eftir að hafa fellt miðlunartillögu sátta- semjara. Síðan hefur öil vinna trésmiða hér í bænum legið niðri. Síðan verkfallið hófst hefur komið í ljós, að forustumenn í félaginu, sem nú um tveggja ára skeið hefur lotið stjórn Kommún- Samningafundir AKRANESI, 20. júní. — f gær var haldinn samningafundur milli stjórnar Sementsverksmdðjunnar annarsvegar og 3ja fulltrúa Verka mannafélags Akraness hins veg ar um kaup og kjör verksmiðju fólksins. Annar fundur hófst í dag kl. 2 og stóð fram eftir degi, sá þriðji hófst kl. 9 og stóð enn á tólfta tímanum. — Oddur Úrskurður í lög- bannsmálinu í dag BÚIZT HAFÐI verið við, að úr skurður yrði kveðinn upp í gær í lögbannsmáli Kassagerðar Reykjavíkur h.f. gegn stjórn Dags brúnar, en af því varð þó ekki. Mun úrskurðurinn verða kveðinn upp í dag. ista, hafa gerzt sekir um að virða að vettungi sínar eigin samþykkt ir í félaginu, og að því er Mbl. hefur fregnað, verið í vinnu alit frá því að verkfall trésmiða hófst. Uppi í Borgarnesi hefur nýtt bankahús verið í smíðum. Þar hafa unnið daglega í húsinu við trésmíðar fyrsti varam. komm- únista í stjórn Trésmiðafélags- ins, Ásmundur .Guðlaugsson. — Einnig er þar með honum einn helzti stuðningsmaður félags- stjórnarinnar, Björn Kristjáns- son. Var Björn kominn með verk færi sín upp í Borgarnes daginn sem félagar hans hér í Reykja- vík urðu að leggja niður vmnu. Annar maður úr varastjórn fél agsins, Elí Jóhannesson, fetaði í fótspor Björns og var strax eftir að verkfallið hófst kominn í tré- smiðavinnu uppi í Mosfellssveit. Þar er hann nú og tók hann með sér þangað í vinnu annan ein- dreginn stuðningsmann sinn og stjórnar félagsins, Björn Sigurðs son. Fimmti verkfallsbrjóturinn er kjörstjórnarmaður kommúnista í Trésmiðafélagi Reykjavíkur, Sig urður Sigurðsson að naíni. Hann er við trésmíðar suður í Garða- hreppi og vinnur þar við báta- smíði í bátasmíðastöð þar. Þessi verkfallsbrot kommún- istaforsprakkanna í Trésmiða- félagi Reykjavíkur hafa vakið mikla undrun meðal félagsmanna sem þó vissu flestir áður að þeir væru allra manna ólíkleg- astir til að sýna á einn eða annan hátt stéttvísi. Andrl Heiðberg kafarl Dagsbrún stöðvar vega- vinnu í Árnessýslu Árnngurslaus súttafundur SÁTTASEMJARI ríkisins Torfi Hjartarson tollstjóri, hélt fund í gær með fulltrú- um Vinnuveitendasambands íslands, Vinnumálasambands samvinnufélaganna, Verka- mannafélagsins Hlífar í Hafn arfirði og Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar í Reykjavík. Fundurinn hófst kl. 4 og lauk kl. rúmlega 7, án þess að sátta umleitanir bæru nokkurn ár angur. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. ÞAU tíðindi gerðust í fyrradag, að hópur manna frá Dagsbrún stöðvaði vinnu hjá vegavinnu« mönnum austur í Amessýslu, nánar tiltekið á Þingvöllum og á Uxahryggjum, langt utan endimarka félagssvæðis Dags» brúnar. Voru þar við vinnu sína verkamenn úr Kjós og Ámes- sýslu, auk nokkurra félaga I Dagsbrún. Vildu verkfallsmenn láta aka vinnutækjum Vegagerð ar rikisins til Reykjavíkur, bif- reiðum, heflum o. s. frv. Verk- stjórinn, Jónas Magnússon I Stardal, vildi ekki láta færa vél- arnar af staðnum. Var það ekkl gert, nema tveimur vélum var ekið til bæjarins. Vinnuvélar þessar eru að sjálfsögðu í urnsjá ríkisins og hafa verið notaðar í Arnessýslu síðan í apríL Máli þessu mun hafa verið vísað til sýslumanns- ins í Árnessýslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.