Morgunblaðið - 23.06.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.06.1961, Blaðsíða 2
2 M O RCXJ N B L A Ð l Ð Föstudagur 23. júní 1961 Tsjombe frjáls og býður samstarf um að gera Kong'ó að „miklu og voldugu ríki“ Framh. af bls. 1 brúnar hefði verið ófáanleg til þess að fallast á hlutlausa stjórn sjóðsins, en þá lausn hefði hann hins vegar talið að- gengilega. Þegar stjórn Hlífar tók afstöðu til þessa atriðis á fundi sínum í fyxradag, hefðu þeir Hannibal Valdimarsson og Eðvarð Sigurðsson óskað sér- staklega eftir að fá að mæta á þeim fundi og hefði það verið leyft. Þar hefðu þeir lýst sig mótfallna hugmyndinni um hlut lausa stjórn sjóðsins og Hanni- bal meira að segja gengið svo langt að kalla það rýtings- stungu í bak Dagsbrúnar. Sömu leiðis hefðu 3 af 7 stjómar- mönnum mælt á móti þessari lausn og hótað að segja af sér stjórnarstörfum, ef hún yrði samþykkt. Það hefði hins veg- ar verið sitt mat, sagði Her- mann, að skipun stjórnar sjóðs- ins væri ekki svo mikið atriði, að verjandi væri að láta samn- inga stranda á því einu, þegar öllum öðrum helztu kröfum fé- lagsins hefði fengizt framgengt. Meginatriðið væri, að Hlíf hefði fengið sjúkrasjóð til styrktar sjúkum og slösuðum verka- mönnum og skipun stjómar hans tryggði, að hann yrði not- aður með hagsmuni verkamanna fyrir augum. Þá sagði Hermann, að hann harmaði, að upp úr samstarfinu við Dagsbrún skyldi hafa slitnað vegna ágreinings um þetta atriði, en hann hefði hvorki getað varið það gagn- vart eigin samvizku né verka- mönnum að láta Dagsbrún ráða lengur ferðinni. Þá tóku til máls þeir Pétur Kristbergsson og Sigvaldi Andrésson, en þeir sögðu sig ásamt þriðja manni úr stjórn Hlífar vegna samkomulagsins við vinnuveitendur. Lögðu þeir megináherzlu á, að samkomu- lagið væri drengskaparrof við Dagsbrún og að höggvið hefði verið skarð milli Dagsbrúnar og Hlífar, sem erfitt yrði að fylla. Næstur tók til máls Sig- — Krúsjeff Framh. af bls. 1 muni semja sér-frið við A- Þýzkaland fyrir árslok, ef vesturveldin vilji ekki ganga til samninga um Þýzkalands- málið í heild. Rusk talaði um „stríðstóninn" I ræðum Krúsjeffs og annarra sovétleiðtoga í Moskvu í gær og kvað slík ummæli valda þeim vonbrigðum, sem tryggja vildu friðinn í heiminum. — mundur Björnsson og sagði m. a., að síðustu 10 daga verkfalls- ins hefði ekki verið um kjara- baráttu að ræða, heldur pólitísk átök, sem mál væri, að linnti. Þá flutti Sigmundur tillögu um vítur á þremenningana, sem sögðu sig úr stjómirmi og um þakkir til meiri hluta stjórnar Hlífar fyrir góða framgöngu. Hannibal krefst áframhald- andi verkfalls Þá hóf Hannibal Valdimarsison ræðu sína. Rakti hann fyrst í löngu máli gang verkfaJlsins frá upphafi, en kom síðan að skip- un sjúkrasjóðsins og samstarfs- slitum Dagsbrúnar og Hlífar. Reyndi harm að vekja tor- tryggni Hlífarmjanna á stjómair- fulltrúa hæstaréttar og talaði mikið uim „yfirstéttarhjartailag“ hans. Þá reyndi Hannibal mjög til að æsa menn til áframhald- andi verkfalls með því að lofa þeim gulli og grænum skógum, aðeins ef þeir hefðu ofurlítið meiri biðlund. f lok ræðu sinnar flutti Hannibal tililögu, sem mið aði að því að halda verkfallinu áfram. Síðasti ræðuimiaður var Her mann Guðmundsson, og svaraði hann bæði ræðu Hannibals og ræðum þeirra tvímenningannia, sem sögðu sig úr stjórninni. í fundarlok voru borrnar upp tillögur þær, sem fyrir fundin- um lágu. Var fyrst borin upp tillaga Hannibals um áframhald andi verkfail. Fór fram um hana leynileg atkvæðagreiðsla að ósk eins þeirra, sem sagði sig úr stjórninni, en hún var felld með 151 atkvæði gegn 28. Síðan var samikomuLag meiri hiuta stjómar félagsins við vinnuveit- endur borið undir atkvæði og sam þykkt með öllum greiddum at- kvæðum gegn 5. Loks var borin ■upp tillaga um vítur á kommún- istaþrenninguna, sem sagði sig úr stjórninni vegna ósamkomulags- ins um skipun stjórnar sjúkra- sjóðsins, og var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum Áhrifin af slíkum ræðum geta aðeins orðið aukin spenna á alþjóðavettvangi — og það vita sovétleiðtogamir vel, sagði ut- anrikisráðherrann. Dean Rusk sagði, að það bæri að veita Krúsjeff öll möguleg tækifæri til þess að forða hon- um frá því að „reikna skakkt“ í Berlínarmálinu — og því væri rétt að leggja enn einu sinni áherzlu á, að vesturveldin héldu fast við skuldbindingar sínar hvert við annað og við íbúa Vestur-Berlínar. Leopoldville, 22. júní. (Reuter) MOISE Tsjombe, forsætisráð herra Katanga-fylkis í Kongó, kom óvænt fram á blaðamannafundi í dag á heimili Joseph Ileos, forsæt- isráðherra Leopoldvillestjórn arinnar, og lýsti því yfir, að hann væri nú frjáls ferða sinna — og að hann væri reiðubúinn að hafa fulla sam vinnu við Leopoldville- stjórnina og aðra valdaaðila í landinu um það að „gera Kongó að miklu og voldugu ríki“. — Á blaðamanna- fundinum sat Tsjombe við hlið Mobutus, herstjóra í Leopoldville, hrósaði honum á hvert reipi og lýsti honum nánast með mikilmenni, er stæði flestum framar. — Kvaðst Tsjombe hafa samið við Mobutu um að endur- skipuleggja Katangaherinn. — ★ — Eins og kunnugt er, hefir Tsjombe verið fangi Leopold- villestjórnarinnar undanfarna tvo mánuði, en nú vildi hann ekki gera neitt veður út af því —- sagði, að „utanaðkocnandi öflum“ væri um að kenna í því efni. — Virtist Tsjombe vel á sig kominn, lék við hvern sinn fing ur og brosti út undir eyru. ★ Kom á óvart Það kom mjög á ðvart, er Tsjombe birtist skyndilega á göt Tveir sækja um UMSÓKNARFRESTI um stöðu forstöðumanns Listasafns ríkis- ins lauk 15. júní sl. Umsækj- endur eru: Bjöm Th. Björns- son, listfræðingur, og dr. Selma Jónsdóttir, listfræðingur. SIGLUFIRÐI, 22. júní. — Dauft er yfir síldveiðunum, þrátt fyrir ágætt veður á miðunum. Frá því í gærmorgun og þar til um há- degi í dag hafa 9 skip fengið síld, 80—300 tunnur. Þessi síld veidd- ist vestur í Reykjafjarðarál. Engin síld hefur veiðzt við Kol- beinsey. Þessir bátar fengu mest- an afla: Einar Hálfdáns 300 tunn ur, Ólafur Magnússon EA 300, Guðmundur Þórðarson RE 250. Fólki fjölgar nú sem óðast í bænum og vantar nú bara síld, en sjómenn segjast sjá nóg af henni í blöðunum. — Guðjón. Klukkan um 11 í gærkvöldi hafði Mbl. aftur samband við fréttaritara sinn á Siglufirði og sagði hann þá, að nokkrir bátar hefðu þá um kvöldið og væru enn að kasta djúpt í Reykjafjarð arál og hefðu sumir fengið 2—300 mál. Þrír bátar höfðu tilkynnt, að þeir myndu koma til Siglu- fjarðar um nóttina eða morgun- Níu sækja um UMSÓKNARFRESTI um stöðu húsvarðar við Menntaskólann í Reykjavík lauk 16. júní sl. Um- sækjendur eru: Aðalsteinn Gunnarsson, Bjarni Tómasson, Inga Guðmundsdótt- ir, Ingibjartur Jónsson, Lúðvík B. Albertsson, Ólafur Ögmunds- son, Óskar Kristjánsson, Valdi- mar Finnbogason og Þorkell Guðmundsson. (Frá menntamálaráðuneytinu) u-m Leopoldville í dag á leið til heimilis Illeos — ekki sízt vegna þess, að í gær þegar sú saga komsit á kreik, að hann hefði verið látinn laius, var hún jafnharðan borin til baka af tals manini Ileo-stjórnaxinnar. — í gær komu hins vegar 19 embætt- ismenn, sem verið höfðu í haldi ásamt Tsjombe, til Elisabethville — og töldu þeir, að forsætisráð- herrann hefði þá einnig „ferða- frelsi í Leopoldville", eins og einn embættisimannanna tók til orða. — ★ — Á fundinum í dag virtust frétta menn eiga bágt með að trúa því, að Tsjombe hefði raunverulega verið gefið frelsi, því að þeir spurðu, hvort hann mundi aftur hverfa til herbúðanna fyrir utan Leopoldvill*, þar sem hann hefir PRESTASTEFNU íslands var fram haldið í gær. Flutti dr. Þórir Kr. Þórðarson bæn í kap- ellu Háskólans kl. 9:30, en kl. 10 hófst fundur í hátíðasal- Umræðu efni þess fundar var: Nýjar leið ir í kirkjulegu starfi. Framsögu menn voru séra Ólafur Skúla- son og séra Kristján Búason. Kl. 2 e.h. hófust svo frjálsar umræð ur er stóðu fram um kl. 6, að því undanskildu, að prestar sátu kaffiboð biskups að Gamla Garði. Að umræðum loknum flutti sr. Jakob Jónsson guðfræðilegt er- indi um hæðni Og kímni í trúar- brögðum, en i gærkvöldi flutti sér örn Friðriksson synoduser- indi í útvarp. í dag hefjast störf prestastefn unnar með morgunbæn, en sr. inn með afla, en það voru Helga RE, Gjafar og Amfirðingur II. Veður var gott bæði þarna og á austursvæðinu við Kolbeinsey, en þar hafði engin síld veiðzt. Einn bátur hafði lóðað þar á síld, en hún var of djúpt. Sennilegt er að síldin, sem nú veiðist í Reykjarfjarðarál sé misjöfn og smá, eftir síldinni að dæma, sem Guðmundur Þórðarson t. d. land- aði á Siglufirði í gærmorgun. setið í haldi undanfarnar vikur. Það var Mobutu herstjóri, sem svaraði þessari spurningu fyrir Tsjombe — með orðunum: „Því er nú allu lokið“. Vk Enginn þingfundur á sunnudag? Fréttamenn spurðu Tsjombe, hvort hinir 20 þingmenn Kat. anga mundu sækja fund Kongó- þings, sem boðaður hefir verið í Lovanium-hásikólanum í Leo- poldville nk. sunnudag. Hann svaraði því til, að það mundi reynast ófraimkvæmanlegt að halda þennan fund svo fljótt. Þingmenn væru dreifðir um him ymsu fylki landsins og mundu alls ekki líkt þvi allir geta kom- izt til Leopoldvilile fyrir sunr u- Tsjombe kvaðst mundu dveij. ast enn um skeið í Leopoldville. ef óskað yrði eftir því. Anmarsi kysi hann nú að komast heim til Elisabethville sem fyrst og taka til starfa á ný. Einnig kvaðst hann orðinn óþreyjufullur að hitta konu sína, sem hainn hefði ekki séð í tvo mánuði. Garðar Þorsteinsson flytur kl, 9:30. Prestastefnunni verður siitið kl. 6 í dag. — Laos Framh. af bls. 1 saimtökum, ekki viðurkenna eða þiggja vemd neins hemaðar- bandialags eða samtaba og ekki leyfa neinar erlendar herstöðvar í Laos. Þá skal hún krefjast þess, að allir erlendir hermenn, sem nú eru í landinu, hverfi á braut, svo og hemaðairlegir ráðgjafar og sérfræðingar — og hún skal sjá svo um, að engin erlend ihlutun af neinu tagi verði leyfð. Hins végar skal þegin aðstoð erlendra ríkja til iþess að byggjia upp efnahag landsins, ef aðstoðin er veitt án allra skilyrða. — ★ — Ýmis fleiri ákvæði eru í sana- komulaginu ■— m. a. um uppbyggingu atvinnuveganna. Tryggja skal jafnrétti þegnannia. án tilllits til þess, hvaða flokki eða samtökum þeir fylgja að málum. Ölluim pólitískum föng- um skal sleppt úr haldi. Kosn- ingalögin, sem sett voru 1957, skulu taka gildi á ný, og frjálsar, almennar kosningar látnar fram fara sem fyrst ,svo að unnt verði að myndia ríkisstjóm í saimræmi við vilja kjósenda. |! 1 NA /5 hnú/ar V SV 50 hnúfar X Snjóioma » úhimm , Skúrirf fC Þrumur WS& Ku/daaki/ Hitaski/ Mjög eindregin vestanátt er á hafinu suður af íslandi. f norðurjaðri hennar ganga lægðir austur um og lenda því í námunda við fslands. Hinn mikli jökulhryggur Grænlands truflar nokkuð gang lægð- anna austur, svo að hreyfing þeirra verður óreglulegri en ella. Veðurspá kl. 10 í gærkvöldi: SV-land, Faxaflói og miðin: Vestan kaldi eða stinnings kaldi, léttskýjað með köflum. Breiðafjörður til Austfj. og miðin: Hæg norðan og NV-átt víðast úrkomulaust en skýjað. SA-land og miðin: Vestan og NV-kaldi, léttskýjað. gegn sjö. Hannibal gengur af Hlífarfundinum. Dálítil síld í gærkvöldi Prestastefnunni lýkur í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.