Morgunblaðið - 23.06.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.06.1961, Blaðsíða 3
OR GVTSBLAÐlb 3 Föstudagur 23. júní 1961 peningagjöf úr sjóði Páls Sveinssonar fyrir frábæra prúðmennsku og stundvísi í skólanum og lét móðir þeirra í ljósi að sér þætti langmest varið í að þær skyldu fá þau verðlaun. ★ Fyrst við erum farin að rabba um skóla og skóla- göngu spyrjum við um hin börnin og skólagöngu þeirra. Hermann, sem er 17 ára lauk samvinnuskólaprófi í vor. Guðni og Högni, sem eru 15 og 16 ára, luku báðir lands- prófi í vor og Sigurður Örn 13 ára annarsbekkjar prófi í ynglingaskóla sveitarinnar. Helga 12 ára, Erlingur 11 ára og Vigdís 9 ára voru öll í barnaskóla í vetur. Sem fyrr segir stóðu öll þessi börn sig með ágætum hvert í sínu námi. Við ljúkum þessari heim- sókn með því að smella mynd af fjölskyldunni og setjumst síðan að veizluborði og skortir þár ekki kræsingar þótt tugir manns hafi verið gestir á Hjalla þennan dag. — vig, Þ A R kom að því að við gátum notað máltækið „Nú er glatt á Hjalla“, þar sem það átti bæði við staðar- nafn og það andrúmsloft er ríkti á hinu snotra heimili að Hjalla í Kjós. Við höfðum haft af því spurnir að tvær heima- sæturnar þar hefðu tekið stúdentspróf frá Mennta- skólanum í Reykjavík á þessu vori og öll hefðu hin 9 hörn Hjallahjónanna verið í skóla í vetur og staðið sig með prýði. Við brugðum okkur því upp eftir s.l. sunnudag og heilsuð- um upp á þessa hamingju- sömu fjölskyldu. Rétt áður Séð heim að Hjalla. Glatt á Hjalla höfðu 30 stúdínur verið í heim sókn hjá Hjallasystrum og hafði þá verið sungið dátt og sannarlega glatt á Hjalla. Við setjumst inn í stgfu og spjöllum við hjónin Hans Guðnason Og Unni Hermanns dóttur, sem eiga þarna fallegt nýbýli Og 9 mannvænleg börn. Hjalli er aðeins 8 ára gamalt býli byggt úr landi Eyja í Kjós. Það er á hlýlegum stað, girt fjöllum á þrjá vegu. Búið er að rækta 30 dagsláttur, sem. komið er í tún og 25 dagslátt- ur til viðbótar hafa verið ræst ar fram. Þau Hjallahjón eiga 20 nautgripi í fjósi og 90 vetr- arfóðraðar kindur. Þannig er bústofninn orðinn allsæmi- legur, þótt býlið sé ekki gam- alt. Hans á Hjalla er orðlagður dugnaðarmaður, vinnur nú mikið utan heimilis einkum haust og vor sem vélamaður á skurðgröfum og jarðýtum. Enda mun þetta barnmarga heimili hafa þurft nokkuð til sín, ekki sízt þegar verið er að koma öllum unglingunum til mennta. Þær stúdínurnar Guðrún og Ragnheiður koma nú inn í stofuna og við heilsum þeim. — Og ætlið þið nú að fara að vinna við búskapinn? —Ætli það, segja þær báð- ar í einu. Við skjótum því að, að það sé fjarri því að vera þýðingar laust fyrir sveitirnar að eiga vel menntaðar húsfreyjur t. d. til forystu í félagsstörf- um þeirra. Er fúslega fallizt á það. — Eruð þið lofaðar? — Nei langt frá því að vera lófaðar, segja systurnar í kór og hlæja dátt. — Og hvað ætlið þið svo að fara að gera? — Við förum aó' vinna á skrifstofum. Því er skötið að okkur að Ragnheiður sé þegar ráðin hjá bændasamtökunum. — Ætlið þið svo að láta inn rita ykkur í Háskólann? — Já. — Og setjist svo kannske í B.A.-deild, eða biðsal hjóna- bandsins eins Og hún er stund um kölluð í gamni þegar stúlk ur eiga í hlut. Síðan fræðumst við um ald- ur stúlknanna, sem tilkynna það hátíðlega að þegar þær . séu orðnar 25 ára, steinhætti þær að segja til aldurs síns. Guðrún er tvítug en Ragn- heiður 18 ára, en þeim hefir fundizt viðeigandi að fylgjast að gegnum skólann. Þær hafa báðar staðið sig með ágætum í skólanum. Ragnheiður var sú þriðja hæsta í máladeild og hlaut verðlaun bæði í frönsku og þýzku. Bfiðar hlutu þær skrautritað heiðursskjal og Hin hamlngjusama fjöiskylda á Hjalla í Kjós. / STAKSTEINAR „Eðvarð 1%“ í miðju verkfalli er verka- mönnum auðvitað ekki hlátur efst í huga, en samt sem áður gera þeir nú að gamni sínu ann- að veifið. Þannig hringdi verka- maður í Morgunblaðið í gær- morgun og sagði því þá sögu, að hann hefði litið til kunningja sinna, sem voru á verkfallsvakt og þar að ræða um Hlífarsamn- ingana. Einn verkfallsmanna hefði lagt mikla áherzlu á ágæti Eðvarðs, formanns Dagsbrúnar, sumir hefðu tekið undir en flestir þó verið á því, að ekki væri hægt að halda úti verkfalli í Dagsbrún einni vegna eina prósentsins. Sá sem mest hældi Eðvarð æstist upp og hugðist halda tölu. Hóf hann mál sitt á þessum orðum: „Eðvarð 1% . . .“ Þá gátu menn ekki stillt sig og skellihlógu. Sjáirsogð lausn Lausnin í Hafnarfirði á sjálf- heldunni sem deilan um 1% var komið í, var eðlileg og sjálfsögð. Verkamenn hafa haldið því fram að tilgangurinn með styrktar- sjóðnum væri eingöngu sá að hjálpa þeim, sem við erfiðar að- stæður byggju vegna sjúkleika eða af öðrum ástæðum. Vinnu- veitendur óttuðust aftur á móti, að sjóðurinn kynni að verða not- aður í pólitískum tilgangi og kröfðust tryggingar fyrir því, að það yrði ekki gert. Hin sjálf- sagða málamiðlun var því, að hvor aðili um sig fengi jafnmarga menn í sjóðsstjórn og síðan yrði hlutlaus oddamaður. Þannig gæti sjóðurinn auðvitað sirnt því markmiði, sem honum er ætlað, i en jafnframt var girt fyrir mis- notkun hans. Ef Dagsbrún heldur ( vinnudeilu áfram til að knma í veg fyrir slíka lausn í Reykjavík, þá viðurkennir hún um leið að tilgangurinn með sjóðnum sé ekki sá, sem hún hefur haldið fram, heldur að nota hann póli- tískt. Það hefur raunar óvart ver- ið játað í Þjóðviljanum og siðast í fyrradag segir ritari Dagsbrún- ar, er hann ræðir um 1%: „En þau fræði hefur reynslan kennt að aöeiys með því að efla okkur félagslega er okkur stætt gegn þeipi, sem með auðnum ríkja. Barátta okkar nú fyrir því að koma á fót öflugum styrktar- sjóði er því vissulega tvíþætt". Þjóðviljinn tekur upp í sig Aldrei hefur mikið þótt fara fyrir virðingu kommúnista fyrir landslögum. Þjóðviljinn í gær ræðir dóm borgarfógeta í lög- bannsmáli Kassagerðarinnar og Dagsbrúnar af miklu offorsi og fer svofelldum orðum um lands- lög í því sambandi: „Landslög eru einfaldlega vilji ráðandi stéttar í þjóðfélaginu á hverjum tíma, sett til þess að vernda hagsmuni hennar“. í framhaldi af þessu segir blað- ið um dóm borgarfógeta, að með honum sé „ríkisvaldinu“ beitt í þjónustu atyinnurekenda gegn verkamönnum“ og að „ríkisvald- ið grípi til örþrifaráða“ til þókn- unar „ofstækisklíku Vinnuveit- endasambandsins“. Menn geta að sjálfsögðu vart vænzt þess, að kommúnistar sýni landslögum mikla virðingu, þar sem þeir hafa þetta álit á þeim, en þá vaknar sú spurning, hvort þeir muni telja sér sérstaklega skylt að fara eftir þeim til þess að ná völdum í þjóðfélaginu, ef svo byði við að horfa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.