Morgunblaðið - 23.06.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.06.1961, Blaðsíða 8
8 r MORGUN'tLAÐIÐ Fösiudagur 23. júní 1961 ★ SKURÐLÆKNIR við Johns Hopkinsháskóla og sjúkra- hús hans og tveir rafmagns- verkfræðingar, sem einnig eru fyrirlesarar í skurðlækn ingum, hafa náð undraverð- um árangri með nýrri aðferð til þess að fá mannshjartað til að slá aftur, eftir að það hefur stöðvazt, I>egar hjartað hættir að slá, og blóðrásin stöðvast, bíður mannsins ekkert nema dauð- Ný lífgunaraðferð við hjartastöðvun i inn. Algeng og hættuleg teg- und hjartabiiunar er svoköll- uð „hjartastöðvun", þ.e. skyndileg stöðvun hjartslátt- arins. Slík hjartabilun getur orsakazt af kransæðastíflu, raflosti, drukknun, og enn- fremiur alls konar svæfingum og deyfingum. Fyrir nokkrum árum átti sjúfelingur sér enga lífsvon, ef hjartað yrði ekki farið að slá aftur iinnan 3ja eða 4ra mín- útna frá þvi, að það stöðvað- ist. Sú lífugnaraðferð, sem hingað til hefur verið al- mennt viðhöfð í slíkum til- fellum, er hjartanudd. Sfeurð læknirinn opnar þá brjósthol ið, en það tekur hann hálfa aðra mínútu, og nuddar hjartavöðvann með fingrun- um. Þessi aðferð hefur efcki borið árangur nema í fá<um til fellum af hundraði, en eigi að síður hefur hún bjargað mörgum mannslífum. Möguleikar sjúklmga til þess að lifa af hjartastöðvun hafa þó stóraukizt síðan í júlí í fyrrasumar, er nokkrir vísindamenn við Johns Hop- kinsháskóla skýrðu frá því, að þeir hefðu gert vel heppn- aðar tilraunir til að endur- lífga hj'artastarfsemina með nýrri aðferð, sem myndi valda gjörbreytingu á þessu sviði. Menn þessir eru William B. Kouwenhoven, prófessor í rafmagnsverkfræði og Guy Knickerbocker, rafmagnsverk fræðingur, sem báðir eru fyr irlesarar við háskólann í skurðlækningum, og James Jude, prófessor í skurðlækn- ingum við skólann. Með hinni nýju aðferð — svo kallaðri Hopkinsaðferð —kváðust þeir geta viðhaldið um óákveðinn tímma starffsemi hjarta, sem slær óreglulega eða hefur algjörlega stöðvast, Aðferðin : er svo einföld, að hver sem hefur tvær hend- ur, getur framkvæmt hana, engu síður en lífgunartilraun ir með öndunaræfingum við drukknun. Hún er þannig_ að sjúklingurinn er látinn liggja á bakinu, og læknirinn legg- ur höndina á neðanvert brjóst bein hans og hina ofan á. Síð an ýtir hann fast á brjóstbein ið með sveigjanlegu brjóski, sem veldur því, að hægt er að ýta brjóskassanum saman, þannig að hjartað klemmist á milli hryggs og brjóst'beins, og blóðið þrýstist út úr hjarta hólfunum. Þessu er haldið á- fram, þar til hjartað er farið að slá eðlilega, eða þar til öll von er úti. Stundum er nóg að nudda í tvær mínútur, stundum þarf allt að því tvær klukkustundir. Á tímabilinu frá maí 1959 til febrúar 1960 var þessi nýja hjartanuddaðferð reynd á tuttugu sjúklingum með hjartastöðvun á aldrinum 2ja mánaða til 80 ára. Þrettán af sjúklingunum fengu samtím- is munn við munn öndun, All ir sjúklingarnir lifnuðu við, og fjórtán þeirra eru enn á lífi. Frá því að tilkynningin um aðferðina birtist í Journal of American Medical Associ- ation, riti bandaríska lækna- félagsins í júlí sl., hefur henni verið beitt við þrjátíu og fimm sjúklinga í viðbót, og þrír af hverjum fjórum þeirra lifðu, án þess að mið- taugakerfi þeirra yrði fyrir neinum skemmdum. Þegar að ferðin hefur verið notuð í skurðstofum, þar sem starfs- fólk er við öllu búið og beztu skilyrði fyrir hendi, hefur hún verið óbrigðul. Fregnin um hina nýju að- ferð við hjartanudd vakti þegar áhuga um heim allan, en einnig tortryggni, vegna þess hve einföld aðferðin er. Prófessor Kouwenhoven og félagar hans voru beðnir að 'kenna aðferðina. Þeir hafa m. a. kennt hana brunaliðsmönn um í Baltimore og mönnum, er starfa að sjúkraflutning- um, og hafa þeir notað hana með góðum árangri. Ennfrem ur hefur hún verið kennd og hers og mörgum öðrum. Félag sérfræðinga í hjarta- sjúkdómum hefur tekið að sér að fræða almenning um þessa nýjung og vinnur nú að útbreiðslustarfsemi í því sam bandi. Rannsóknarstofunar Smith, Kline og Frenoh hafa lagt fram fé til þess að láta gera kennslukvikmynd um efnið, sem svo verður send til heilsuverndarstöðvia víðsveg- ar um Bandaríkin. Gamla aðferðin, hjartanudd framkvæmt eftir að brjósthol ið hefur verið opnað, er enn viðhöfð. En erfiðleikar eru á því að koma sjúkling til skurð læknis innan þriggja mínútna eftir að hjarta hans stöðvast. Nýja aðferðin hefur þann kost, að hana er hægt að fram kvæma hvar sem er og hve- nær sem er, og auk þess er hún auðlærð. Sumarbúðir fyrir drengi í KR-skálanum í BYRJUN næsta mánaðar hefja Skátafélag Reykjavíkur og í- þróttabandalag Reykjavíkur starfrækslu sumarbúða fyrir drengi í Skíðaskála KR í Skála- felli. Verða sumarbúðirnar fyrir drengi á aldrinum 9—12 ára Og hefjast þær mánudaginn 3. júlí. Verður skipt um flokka á hverj um mánudegi. Ef óskað er, geta drengirnir dvalizt áfram aðra viku. Forstöðumenn verða Hannes Ingibergsson, íþróttakennari, og Páll Zophoniasson, skátaforingi. Munu beir fara með drengjunum í gönguferðir um nágrennið, stjórna leikjum, íþróttúm og vinnu og annast kvöldvöku á kvöldin. Vikudvöl kostar kr. 500,00 og eru ferðir innifaldar. Allar upp- lýsingar eru gefnar í Skátabúð- inni, sími 12045 og hjá Í.B.R., — sími 10655 (kl. 1—6). >> Akærður vegna Frejus-slyssins DRAGUIGNAN, Frakklandi, 21. júní. (Reuter) — Einn af mönnum þeim, er skipuðu nefnd, sem rannsakaði tildrög slyssins mikla í Frejus árið 1959, þegar stíflugarður brast og vatnsflóðið varð yfir 400 manns að bana, hefir ákært verkfræðing að nafni Jean Dargeou fyrir manndráp — en verkfræðingur þessi hafði yfirumsjón með smíði um- ræddrar stíflu. Malpaset-stíflugarðurinn við Frejus brast aðfaranótt 3. des. 1959. Um 400 manns fórust í flóðinu, svo vitað væri með vissu, en 50 annarra var sakn- að — og hafa þeir aldrei kom- ið fram. mönnum og öðrum ráðuneytum, sagði hann. Hvert sem þér farió Þurfið þér á I er öasly satrygg i ng u að halda en hana fáið þér hjá ALMENNUM Pósthússtræti 7 — Sími 17770 Eichmarm kveðst saklaus sem lamb Bendlar embœttismann í stjórn Gyðingaofsóknir Adenauers við Jerúsalem, 21. júní. (Reuter). — Adolf Eichmann hélt áfram að tala máli sínu fyrir réttin um hér í dag. Neitaði hann því afdráttarlaust að hann hefði átt nokkurn þátt í því að svipta Gyðinga lífi og eign um á styrjaldarárunum — og endurtók, að hann hefði að- eins séð um þá flutninga á Gyðingum, sem yfirmenn hans hefðu fyrirskipað. — Þá bendlaði hann háttsettan em bættismann í ríkisstjórn Aden auers kanslara, Hans Globke ráðuneytisstjóra, við aðgerð ir gegn Gyðingum á styrjald arárunum. Aðeins „flutninga- sérfræðingur“ Það heyrðust fyrirlitningar- hljóð í réttarsalnum, þegar Eichmann neitaði allri ábyrgð á Gyðingamorðunum og sagðist aðeins hafa verið „flutningasér- fræðingur", sem einungis hefði „fjallað um áætlanir járnbraut- anna og framkvæmdaatriði varð andi flutningana“, sem forstöðu- maður Gyðingadeildarinnar svo- nefndu. — Allar ákvarðanir voru teknar af öðrum embættis- TÖLUVERT á annað þúsund Grænlandsfara ferðast með flugvélum Flugfélags íslands í vor. Flugfélagið hefur þegar flutt um 500 og á næstu 3—4 vikum verða Grænlandsfarþeg- arnir 5—600. ★ Fólk þetta fer til Grænlands til ýmissa starfa á vegum Kon- unglegu Grænlandsverzlunarinn ar og verktaka, sem annast ýmsar framkvæmdir fyrir dönsk stjórnarvöld. Kemur fólkið með áætlunarvélum Flugfélagsins frá Kaupmannahöfn til Reykjavík- ur, en hingað kemur vikulega önnur Skymaster-vélin, sem Flugfélagið hefur leigt til Er Eichmann var spurður um stækkun þá og víkkað starfssvið Gyðingadeildarinnar, sem átti sér stað á sínum tíma, svaraði hann: — Það var óbein afleiðing frumkvæðis deildar 1-A í innanríkisráðuneytinu —. þeirra Herings og Globkes —. og aðgerða þeirra í þá átt að svipta Gyðinga borgararétti og gera eigur þeirra upptækar. Globke hefur haldið því fram, að hann hafi starfað í stjórn Hitlers einungis til þesa að fylgjast með gerðum nasist- anna — og reyna að standa gegn þeim eftir mætti, og Ad- enauer kanslari hefur lýst fullu trausti á honum. Grænlandsflugs, og sækir þessa farþega. Mestur hluti þeirra hefur farið til Narssarssuak á vesturströndinni. ★ Mikill hluti þeirra Grænlands fara, sem kemur hingað með Flugfélaginu næstu vikurnar, fer hins vegar til starfa á-aust- urströndinni — þar sem flug- vellir eru fáir. Verða þeir þá sóttir á skipi hingað og mun Kista Dan annast að mestu þá flutninga. Er skipið væntanlegt hingað eftir nokkra daga. Ef að líkum lætur mun Flug- félagið flytja allt þetta fólk heim að hausti. Þannig hefur það verið undanfarin ár. Yiir 1,000 Grœnlands- farar með Flugfélaginu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.