Morgunblaðið - 23.06.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.06.1961, Blaðsíða 11
Föstudagur 23. júní 196t MORGUNBLAÐIÐ 11 : NÚ er í vændum mikil bylt- ing í símamálum okkar. Þeg- ar hefur verið gerð áætlun um að útrýma gamla hand- virka smanum og koma á sjalf virka símanum og koma á sjálfvirku samtengdu kerfi fyrir allt landið fyrir árslok 1968. Önnur bylting er þó skemmra undan, því þegar nýi sæsíminn, er lagður verð- ur í haust, verður tekinn í notkun, mun ísland komast í símasamband við umheiminn, allan sólarhringinn. Og þess verður e. t. v. ekki langt að bíða, að símnotendur í Reykja vík, á Akureyri, eða annars staðar á landinu, geti hringt beint í símanúmer kunningja í London eða Kaupmanna- höfn. Þetta segir póst- og síma- málastj., Gurmlaugur Briem, okkur. Hann hefur á undan- Gunnlaugur Briem Siálfvirkt asamband við útlönd kemur næst og símamálastjóra, að sæsím- inn verður nú lagður. For- stjóri Stóra norræna símafé- lagsins kom hingað í heimsókn á afmæli símans og þá færði Gunnlaugur þessa hugmynd í tal við hann. Var þegar farið að athuga hvort grundvöllur væri fyrir rekstrinum. Fyrst Var ráðgert að koma upp þráð iausu troposferisku sambandi, því stofnkostnaður við upp- setningu slíkra stöðva er miklu minni en við lagningu sæsímastrengs. Hins vegar er sæsíminn ódýrari í rekstri og ábyggilegri, þ. e. a. s. ef hann liggur ekki um fiskimið tog- aranna. Hugmynd póst- og símamállastjóra varð því ofan á og það er fyrir stórhug hans, að við fáum nú þetta lang- þráða símasamband. Og við þurfum ekki að bera kostnað af öðru en sambandinu milli Reykjavíkur og Vestmanna- eyja, þar sem strengurinn verður tekinn á iand. * * * — Og næsta skrefið verður að koma á sjálfvirku sam- bandi milli ísLands og útlanda, heldur Gunnlaugur áfram. Það er bana hætt við að sima- reikninguripn verði þá hár hjá suimum. Ég hef ofit séð þess getið í erlendum blöðurn, að fól'k hefur ekki varað sig á þessu sjálfvirka langlíniu- sambandi, t. d. maðurinn í New York, sem alltaf var að furða sig á því hve símareikn r ingurinn var hár. Það kom loks á daginn, að heimasætan hringdi á hverju kvöldi í unn. ustann í Kalifomiu, því það var jafnauðvelt að hringja þangað og í næsta hús. * * ' * förnum árum lagt grundvöll að þeim stórstígu fraimförum, sem í vændum eru. Gunnlaug ur Briem hefur unnið að síma málum okkar um liðlega 30 ára skeið. Og tengsl hans við símann eru í rauninni miklu meiri, því hann fæddist í gamla pósthúsinu, sem nú er Lögreglustöðin, og ólst í raun inni upp með símianum hér á landi. Gunn.augur Briem átti sextugsafmæli ekki alls fyrir löngu og okkur fannst þess vegna vel til fallið að reyná að ná tali af honum til þess að ræða það, sem áunnizt hef- ur og það, sem framundian er í símamálum. * * * — Fyrsta verkefni mitt hjá símanum’ var að sækja ráð- stefnu eina í Prag árið 1929, til þess að fá langbylgju fyrir íslenzka útvarpið. Áður hafði lítil einkaútvarpsstöð verið starfrækt hér, en var þá hætt störfum. — Viðtaékin voru ekki fleiri en 400 hér — að mig minnir — er ríkisútvarp- ið hóf starfsemi sína. Breýt- ingin hefur því orðið æði mikil á þessum 30 árum og sama er að segja um símann, segir Gunnlaugur. Nú höfum við á prjónunum að láta sjálf virkan símia í alla kaupstaði, kauptún, þorp og margar sveit ir fyrir árslok 1966, en 1968 eiga allar sveitir og allir lands hlutar að verða komnir í sjálf- virka símakerfið. Um síðustu Vibfal vib Gunn- laug Briem, póst- ag simamálastj. um Jbað, sem nú er efst á aagskrá áramót voru símnotendur á landinu orðnir liðlega 32,300 og nærri 4000 á biðlista og þar af voru tæplega 10 þús- und sem höfðu gamla hand- virka símann. Á næstu árum er reiknað með að tala simnot enda aukizt ört, en handvirku súnunum á samt sem áður að fækka jafnt og þétt — þannig, að árið 1968 verði símnotend- ur 57,700 — og enginn hand- virkur sími í notkun. — Þá geta menn hringt um allar trissur án þess að hringja fyrst í landsímann og breytir þetta vitanlega miklu hjá fólki. Áætlað er að koma upp margs konar þjónustu, sem. öll landsbyggðin getur notið sameiginlega, t. d. síma klukku, eða „Fröken klukku“, eins og hún er víst kölluð. Allir eiga þá að geta hringt í sjálfvirka upplýsingaþjón- ustu veðurstofunnar og það er nú komið á umræðustig, hvort hægt yrði að stofnsetja sams konar fréttaþjónustu, þá í samvinnu við fréttastofu ríkisútvarpsins. — Áætlað er, að sjálfvirfca símakerfið og það, sem því fylgir, kosti okkur 500 milljónir króna, eða sem svar ar 20 þúsund krónum á hvert símanúmer. Þetta verður því æði kostnaðarsamt, en þar með bætum við líka þjónust- una og reiknum með stóraukn um tekjum. Ég geri ráð fyrir að upp úr því verði hægt að íara að lækkia simtalagjöld stig af stigi, því kostnaður mun minnka, en viðskiptin aukast. — Ég get nefnt Keflavík sem dæmi. Eftir að sjálfvirkt samband var komið milli Keflavíkur og Reykjavíkur gátum við fækbað starfsfólki um 25, en á sama tíma þre- faldaðist símanotkunin. Þann- ig verður þetta víða. Afnota- gjöldin hér munu nú vera lægri en alls staðar annars staðar — þar sem ég þekki til. Á hinum Norðurlöndunum eru þau t. d. töluvert hærri. Á Islandi talia menn gjarnan um að þeir hafi ekki efni á að hafa síma, þegar reikning- urinn kemur. En ég spyr nú bara, hver hefur efni á að vera án síma? — Og þá er það sæsíminn. Ha.nn mun breyta miklu hér. Hingað til hefur allt talsam- band við útlönd verið þráð- laust og því mjög háð skilyrð um í loftinu. Þegar sæsíminn nýi kemst í samband í vetur fáum við til að byrja með 3 talsímarásir til London og tvær til Kaupmannahafnar, allan sólarhringinn. Þar að aufci verða margar skeytarás ir, því í strengnum eru 24 tal- rásir og hverri er hægt að skipta í 20 skeytarásir, ef svo mætti að orði komast. — Þetta verður fyrst og fremst til hagsbóta fyrir ýmis fyrirtæki og einstaklinga, sem þurfa að standa í stöðugu sam- bandi við útlönd. Við munum þá takia upp sama kerfi og tíðkast erlendis, leigja út fjar rita, (teleprinter) og svo geta þessir aðilar leigt eina skeyta- rás áfcveðinn minútufjölda og sent sin skeyti um símainn, beina leið til viðtakanda er- lendis. Þetta flýtir auðvitað mjög fyrir viðskiptum, því þá þarf ekki á milligöngu sím- stöðvanna að halda, sagði Gunnlaugur Briem. Fjarskiptin við N-Amerífcu breytast á sama hátt á næsta ári, þegar sæsíminn verður lagður áfram til Nýfundna- lands. Því má skjóta hér inn í, að það var fyrir forgöngu póst- — Annað er það, sem ég hef mikinn áhuga á. Þar er um að ræða ultrastuttbylgjustöðvar, sem ég vænti að við getum sett upp á ströndinni umhverf is Xandið. Tilgangurinn er að tengja skipin við sjálfvirka kerfið í landi. Farþegar á strandferðaskipum gætu þá hringt heim til þess að til- kynna líðan sína, þegar illt er í sjóinn — og sjómenn á ná- lægurn miðum ættu þá að geta hringt heim þegar þeir eru búnir á vaktinni. Svo fer sí- fjölgandi þeim bifreiðum, sem hafa sendi- og móttökutæki og geri ég ráð fyrir því, að við reynum að koma okkur upp aillvítæku kerfi endur- varpsstöðva fyrir þessi tæki um allt land, þegar fram líða stundir. * * * — Þetta er það, sem við munum glima við á næstu ár- um. Hins vegar má ætla, að þess sé mjög skammt að bíða, að stórveldin komi upp full- komnu endurvarpskerfi með gervihnöttum. Við munum þá að sjálfsögðu njóta góðs af því. Við færumst þá enn nær umheiminum, bæði hvað venjuleg fjarskipti snertir — og þá ekki sízt hvað sjón- varpinu viðkemur. Þetta eru í fáum orðum sagt mjög skemmtilegar framfarir, sem munu gerbreyta sambandi okk ar við umheiminn fyrir lok þessa áratugs. Bandarík|aferð Evrðpubúum ódýrusi með Loftleiðum STÓRBLAÐIÐ Life birtir í maí- hefti sínu almennar upplýsingar fyrir ferðamenn, sem ætla að heimsækja Bandaríkin í sumar. Er þar m. a. fjallað um verð á flugfargjöldum milli Evrópu og Ameríku, sem eru þau sömu með öllum flugfélögum innan Alþjóða flugmálastofnunarinnar eða París —- New York fram og aftur 450 doliarar. Þó er til undantekning, sem blaðið nefnir: hið íslenzka flug- félag Loftleiðir. Blaðið segir: Tökum t. d. Loftleiðir, eina flug- félagið með áætlun í farþega- flutningum yfir Atlantshafið, sem ekki er í Alþjóðaflugmála- stofnuninni. Það hefur nýlega komið fram kostaboð, 15 daga ferð, þar sem lægra fargjald borgar í rauninni fyrir dvölina í Bandaríkjunum. í samvinnu við Greyhounds — áætlunar- vagnanna í Bandarikjunum, býð- ur Loftleiðir upp á 15 daga ferð frá Luxemburg til New York Og síðan um Montreal, Niagarafoss- ana, Chicago og Washington og til baka aftur fyrir 538 dollara, sem er aðeins 50 dollurum meira en verðið eitt á flugfarmiðum annarra fram og aftur frá París til New York. Mbl. leitaði nánari fregna af þessu hjá Loftleiðaskrifstofunni hér, og var sagt, að Loftleiðir hefðu lengi haft þannig sam- vinnu við Greyhound-áætlunar- vagnana í Bandarikjunum, að skrifstofur félagsins gætu selt áframhaldandi far með áætlun- arbílunum um Bandaríkin frá endastöð flugvélanna. Að sjálf- sögðu gætu íslendingar tekið Loftleiðaflugvélarnar hér, og far ið hinar skipulögðu ferðir Grey- houndbilanna um Bandaríkin og kostnaður væri þá minni sem svarar flugfargjaldinu frá megin landinu til fslands. Þarna væri um fjölmargar ferðir Greyhound- bílanna að ræða um Bandaríkin. Og mundi vera innifalinn hótel- kostnaður en ekki fæði í 15 daga íerðinni, sem Life talar um. Gagarín heim- sækir Castro HAVANA, Kúbu, 21. júní. ( — (Reuter) — Kúbustjórn gaf í dag út tilkynningu um það, að sov- ézki geimsiglingamaðurinn, Júrí Gagarín majór, muni koma í heimsókn til Kúbu hinn 26. júlí n.k. — en þá teljast átta ár síðan Fidel Castro stofnaði byltingar- hreyfingu sína. — Er afmælisdag urinn miðaður við það, er Castro stjórnaði misheppnaðri árás á Mencada-virkið við Santiago hinn 26. júlí 1953.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.