Morgunblaðið - 23.06.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.06.1961, Blaðsíða 16
16 MORGVNBLAÐIÐ Fðstudagur 23. jóní 1961 Skyndibrúðkaup Renée Shann: 7 i I í I í i í a Ung stúlka kom skondrandi og stanzaði skammt frá henni og horfði á mjóu vatnsræmuna, sem nú skildi þær frá landi. — f>að er gaman að eiga bráð- um von á að vera í sólskini, sagði hún. — Það er það sannarlega. — Hvað ætlar þú langt? — Til Port Said. En þú? ■— Til Colombo. Ég ætla að fara að gifta mig. — Ég líka. Unnusti minn er í hernum. •— Minn er við terækt. Stúlkan brosti. — Finnst þér þetta ekki spennandi? — Jú, sannarlega. Þær horfðu svo á þegar síðustu landgöngubrýrnar voru teknar upp og skipið tók að hreyfast. Fólkið þyrptist fram á hafnar- bakkann eftir því sem skipið mjakaðist frá honum. Það voru óp og köll og höndum var veifað. Júlía horfði á mannþröngina, sem tók brátt að óskýrast, og henni varð órótt er hún hugsaði til þess, að þetta væri það síð- asta, sem hún sæi af Englandi, svo að hún sneri sér frá og tók að athuga skipið ásamt þessari nýfundnu stallsystur sinni, sem hafði, eins og hún sjálf, aldrei farið neina langa sjóferð áður. — Þetta er alveg eins og stórt hótel, sagði stúlkan sem hafði sagzt 'heita Mary Marshwood. — Já, og fínt hóteL Ekki eins og þau, sem ég er vönust að gista í. — Sama segi ég. Þær gengu nú saman um far- þegaþilfarið — einn yfirmaður- inn hafði sagt þeim, að sex hring- ir væri ein míla — síðan fóru þær upp á íþróttaþilíarið og skoð uðu sundlaugina. Loks gægðust þær inn 1 matsalinn og sömdu við þjóninn um að vera saman við borð. Þær fóru og inn í bóka safnið *g framhjá bókhaldsskrif- stofunni, og út á þilfarið aftur og horfðu upp í brúna og hugsuðu um það með sjálfum sér, hvort þeim yrði nokkurntima boðið inn inn í það allrahelgasta. Þær fengu sér svo te og athuguðu meðfarþega sína. Júlía reyndi að finna út, hverjar kvennanna ætl uðu til sömu hafnar og hún sjálf. Þær mundu vera einar síns liðs, og þær sem voru á leið til að giftast mundu vera með eftir- væntingarsvip eins og hún var sjálfsagt sjálf. Og þær mundu vera í nýjum fötum — eins og hún sjálf. — Ég er viss um, að þessi þarna yfirfrá ætlar að fara að gifta sig, sagði Mary Marsh- wood. — Hún lítur þannig út. Þær töluðu svo um hana seinna, er þær sátu í setustof- unni, eftir kvöldverð. Hún var ein síns liðs og þær stungu upp á, að hún drykki kaffið sitt með þeim. Jú, það stóð heima, hún ætlaði að fara að gifta sig, og unnustinn hennar var líka í hern um. Hún sagðist þegar vera búin að tala við tvær, sem eins var ástatt fyrir. Þær báru nú saman bækur sín ar, og sögðu hver annari það, sem þær vissu um lífsskilyrðin á staðnum þar sem þær áttu að eiga heima. Sú nýkomna — sem hét Joan Ingram — sagði, að þær mundu verða í eilífum sam- kvæmum, eða svo hafði unnusti hennar sagt henni. Þarna yrðu samkvæmi og dansleikir og allir væru í yfirmannaklúbbnum. — Við ættum að geta skemmt ókkur vel! — Þetta lítur nógu vel út, svona á pappírnum, sagði Mary Marshwood. En ég auminginn verð að fara til Colombo og eiga þar heima á teræktarstöð. Júlía fékk sér í bollann aftur og bros lék um varir hennar. — Ég hef nú ekki áhuga á öðru en að komast leiðar minnar. Mér finnst þessir tíu dagar heil eilífð. En tíu dagarnir liðu dásamlega fljótt. Þarna var svo mikið um að vera á skipinu. Leikir uppi á þilfari á daginn og dansleikir á kvöldin. Loksins kom síðasti dag urinn og þá voru ræður haldnar og fólk lofaði hvort öðru að hitt- ast, þegar tækifæri gæfist. Marg ir farþegar höfðu stofnað til vin- áttu innbyrðis, og svo var piskur og leynifundir á kvöldin og Júlíu fannst sumar brúðirnar tilvon- andi ekki vera orðnar neitt sér- lega æstar í að komast á áfanga stað, móts við það, sem þær voru þegar lagt var af stað frá Eng- landi. En Júlíu var ekki þannig far- ið. Ungu mennirnir sem höfðu látið í ljós óskir að kynnast henni betur, höfðu ekki fengið neina uppörvun af hennar hendi, því að hún hafði strax sagt þeim, að hún væri trúlofuð og á leið- inni til að giftast, og hún hafði með augnaráði sínu gefið þeim ótvírætt í skyn, að það væri ekki nema tímatöf fyrir þá að vera neitt að draga sig eftir henni, og það fannst þeim leiðinlegt, því að hún var án alls vafa lagleg- asta stúlkan, sem þarna var á skipinu. En þeir urðu að gera sér það að góðu, að hún var ekki til í nein ástarævintýri. Og svo kom morguninn, þegar hún vssi, að nú var sjóferðn brátt á enda. Hún þaut fram úr rúm- inu og leit út um gluggann, og sá þá rofa fyrir ströndinni. Hjart að í henni tók viðbragð. Hvernig skyldi nú Robin líða? Var hann eins óþreyjufullur og hún? Hafði hann lika verið að telja dagana —• klukkustundirnar? Fundist tíminn vera lengi að líða? Sex mánuðir, þrjár vkur og fjórir dagar voru liðnir síðan hún hafði kvatt hann. Hún minntist síðasta kvöldsins, sem þau voru saman. Þau höfðu borðað kvöld- verð í Soho og reynt að leyna kvíðanum og söknuðinum, sem þau báru bæði í brjósti vegna komandi skilnaðar. — Ég verð að kynna mér, verði ekki mjög lengi, Júlía. — Þú þarft ekki annað en gera mér orð. Ég kem undir eins og þú segir til. — Ég vergð að kynna mér, hvernig lífsskilyrðin eru þarna. Ég vil að konunni minni geti lið ið sæmilega. Og ég verð að finna okkur húsnæði, svo að ég þurfi ekki að búa í hermanna- skálum. Þernan kom inn með morgun- te. — Við lendum eftir klukku- stund, ungfrú, sagði hún. — Dásamlegt! Þernan leit á hana með sam- úðarfullum áhuga. Henni hafði geðjazt vel að Júlíu jafnskjótt sem hún sá hana. Og hún hafði alltaf samúð með ungum stúlk- um, sem voru á leiðinni til að gifta sig. Voru þær ekki flestar órólegar. Ef út í það var farið, fóru svo mörg hjónabönd út um þúfur. En það skyldi ekki verða núna. Hjónaband þeirra Robins skyldi verða fullkomið. Hún hafði aldrei verið jafnviss um nokkurn hlut. Mary var líka komin upp á þilfar og kom nú til þeirra. — Halló, þið tvær! Klukkan hvað á hjónavígslan að fara fram? — Ég held, að mín eigi að verða klukkan tólf, svaraði Júl- ía. — Auðvitað varð Robin að sjá um allan undirbúning. Ég býst við hanii sæki mig hingað og fari svo með mig í eitthvert gistihús, þar sem enhverjir kunningjar hans búa, og þar eigi ég að búa mig, og svo höfum við eitthvert smá-samkvæmi á eftir. — Og svo? — Svo verður hálfsmánaðar brúðkaupsferð á Níl. Joan hló. — Hver veit nema við rekumst þá hvor á aðra. Hjá mér er dagskráin hér um bil eins, nema hvað við höfum ekk- ert boð. Við John ætlum að gifta okkur strax þegar ég kem í land, og það verða ekki aðrir við en tveir kunningjar sem svaramenn. — Jæja, ég skal hugsa til þín, sagði Mary. Skipið var nú alveg að lenda. Júlía hallaði sér út á borðstokk- inn og leitaði í mannþyrping- unni, sem var komin til að taka móti vinum og kunningjum. Hún heyrði, að Joan rak upp óp og tók síðan að veifa í mesta ákafa. Júlíu varð órótt. Hvar var Rob- in? Gat nokkuð hafa orðið að, svo að hann gæti ekki komið og tekið á móti henni? Nei.. það gat ekki verið.. En þá kom hún auga á hann. a r L ú ó — Ég væri reiðubúinn að taka árhættuna af nýrri auglýsingaher- ferð vegna Jessie Woodall, en við yrðum að firaia eitthvert óvenju legt nafn á sælgætið .... Eitt- hvað sem vekti athygli þeirra, sem stunda erfiða útivinnu! — Þegar ég var drengur var amma mín vön að vinna bragð- efni úr birkitrjám til eð búa úr sæigæti! THAT MIGHT DO THE TRICK/... AND \NE COULD NAME IT CHERRY BIRCH BAR/ — Það er ef til vill lausni ---- Og við gætum kallað þ Birkibita! Hjartað í henni hoppaði og hún rak upp samskonar óp og Joan áður og tók að veifa. Og þá kom hann auga á hana og veifaði á móti. Mary sagði: — Jæja, nú er mér Verið þið báðar blessaðar og sæl ofaukið og ég ætla að hverfa. ar og gangi ykkur vel. Ég vona að við eigum einhverntíma eftir að hittast. — Það verðum við að gera, sagði Júlía. Við skulum hafa sam band hvor við aðra og skrifa. Joan greip í handlegginn á Júlíu og þær ruddust að næstu landgöngubrúnni. — Ég vildi, að mér væri ekki svona órótt! — O, það eru bara taugamar. — Þú ert nú alltaf svo róleg. — Já, mig munar ekkert um að gifta mig, sagði Júlía. — Það er eins og hvert annað verk, sem maður vinnur.. En hún var bara alls ekki eins róleg og hún lét. Hún var ekki viss um ,að hún fyndi ekki til nokkurs óróa. En það var hjá henni eins og Joan, líklega bara taugarnar. Hún óskaði þess, að næstu mínúturnar væm þegar liðnar. Hún vildi finna arma Rob ins um sig. Og heyra hann segja Júlía ..Júlía.. Og svo skeði það, eins og hvert annað kraftaverk. Já, og það með alla þessa mannþröng krigg um þau, en enginn virtist veita þeim nokkra eftirtekt. Hún var ekki annað en ein stúlkan í viðbót. sem var komin til að ganga i hjónaband með sínum útvalda. Slikt skeði hvert einasta sinn sem skipið kom. Þetta var höfn þar sem fólk var sífellt að heils- ast og kveðjast. Því að hér var SHÍItvarpiö Föstudagur 23. júní 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfr.) 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 „Við vinnuna: Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilkynningar. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfregnir). 18:30 Tónleikar: Harmonikulög. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Einsöngur: Walter Anton Dotzer syngur óperettulög eftir Johann Strauss og Franz Lehár. 20:15 Efst á baugi (Björgvin Guð« mundsson og Tómas Karlsson). 20:45 Tónleikar: Spænskir dansar eftir Granados (Hljómsveit tónlistar háskólans í París leikur; Enriqu# Jorda stjórnar). 21:00 Upplestur: — Björn Danlelsson skólastjóri á Sauðárkróki le« frumort kvæði. 21:10 íslenzkir píanóleikarar kynn* sónötur Mozarts; XIII: Guðmund ur Jónsson leikur sónötu í B-dúr (K333). 21:30 Utvarpssagan: „Vítahringur'* efl ir Sigurd Hoel; XIII. (Arnheiður Sigurðardóttir). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „I>ríhyrndi hattur* inn“ eftir Antonio de Alarcón; VIII. (Eyvindur Erlendsson). 22:30 I léttum tón: Islenzk dægurlög leikin og sungin. 23:00 Dagskrárlok. Laugardagur 24. Júní. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tónleikar. — 8:30 Fréttlr. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfr.) 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 Öskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin. (Fréttir kl. • 15:00 og 16:00). 16:30 Veðurfregnir. 18:30 Tómstundaþáttur barna og ungl inga (Jón Pálsson). 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Bændavaka á Jónsmessu: Dr. Broddi Jóhannesson safnar efni til dagskrárinnar. 21:00 Frá þremur tónlistarhátíðum vestanhafs: a) Forleikur að óperunni „Brúð kaup á laun“ eftir Cimarosa (Aspen hátíðarhljómsveitin leikur; Izler Solomon stj.). b) „Söngur fuglanna'* eftir Casals (Höf. íeikur á selló og Rudolf Serkin á píanó). c) Aría úr óperunni „Oberon'* eftir Weber (Eileen Ferrell syngur). d) „Borg sólarinnar*' eftir Alan Hovhaness (Sinfóníuhljómsv. Utah-ríkis leikur; Maurice Abravanel stjórnar). 21:30 Leikrit: „í torfmýrinni" eftir Bjama Benediktsson frá Hofteigi Leikstjóri: Lórus Pálsson. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Jénsmessudans útvarpsins, þ.á.m. leikur hljómsveit Björns R. Ein arssonar. 01:00 DaískrárloV \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.