Morgunblaðið - 23.06.1961, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.06.1961, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 23. júní 1961 Vel heppnað sumarbúða- sfarf ISÍ í Reykholti Hvert námskeid fullskipað — aukanámskeiðum bætt við ANNAÐ námskeið drengja í sumarbúðum ÍSÍ í Reykholti er nú hafið. ►að fyrsta stóð frá 4.—14. júní sl. Veður var hið fegursta flesta dagana og heppnaðist námskeiðið ágæt- lega. Drengirnir voru mikinn hluta hvers dags úti við íþróttir og leiki, en auk þess var daglega farið í sund. — Hver dagur endaði með kvöldvöku sem aðallega fólst í sýningu íþróttakvikmynda. Vegna hinna fjölmörgu um- sækjenda, sem orðið hafa frá að hverfa, hefur verið ákveðið að halda eitt námskeið fyrir drengi til viðbótar í Reykholti og verð- ur þar um vikunámskeið að ræða og stendur það frá 24.— 30. júlí. Eins og á fyrri nám- skeiðunum mun skrifstofa ÍSÍ, Grundarstíg 2, Rvík, gefa allar nánari upplýsingar, taka á móti umsóknum og veita greiðslum móttöku. Sími 14955. Stúlknanámskeiðið 15.—21. júlí Vegna ítrekaðra eftirspurna hefur verið ákveðið að efna til námskeiðs fyrir stúlkur og verð ur dagskráin sérstaklega sniðin við þeirra hæfi. Á þessu nám- skeiði hefur verið ráðin Asdís Karlsdóttir, íþróttakennslukona, til sérstakrar leiðsagnar og kennslu fyrir stúlkurnar. Þess er að vænta, að foreldrar noti þetta tækifæri og sendi dætur sínar til starfs og leiks við þessi ákjósanlegu skilyrði. Allar nánari upplýsingar veitir skrif- stofan á Grundarstíg 2, Rvík, sími 14955. Helgarnámskeiðin 30. júní T til 2. júlí og 21.—23. júli Enn er veitt móttaka umsókn um um þessi námskeið, sem ætluð eru sérstaklega íþrótta- mönnum til æfinga og þjálfun- ar. Þeir, sem þess óska, geta helgað sig einni íþrótt en fyrir aðra eru alhliða æfingar. Einstakl ingum og félagshópum skal sér- staklega bent á þetta tækifæri til undirbúnings undir keppni. Skrifstofa íþróttasambandsins, Grundarstíg 2, sími 14955. c' ' ( '. ^ Keppt í judo og blaki í Tokíó — ekki minnzt á handknattleik 1 WiRSvfttfí® Félagslíf Valur, handknattleiksdeild. Meistara og 2. fl. kvenna æfing í kvöld kl. 8. Meistara, 1. og 2. fl. karla æfing í kvöld kl. 9. Fjöl- mennið JStjómin Þórsmerkurferðir laugardaga kl. 2 frá Bifreiða- stöð íslands — Sími 18911. ALÞJÓÐA Ólympíunefndin hefur setið á fundi í Aþenu undanfarna daga. Mest hef- ur verið rætt um Ólympíu- leikana í Tókíó, sem fara fram eftir ákvörðun nefnd- arinnar frá 9.—25. október 1964. Keppnisgreinar hafa og verið ákveðnar og er nú í fyrsta sinn keppt í tveimur greinum, júdó og blaki. Keppnisgreinar leikanna verða þessar: hnefaleikar, körfuknatt- leikur, knattspyrna, hjólreiðar, hokkí, frjálsíþróttir, kajakróður, nútíma fimmtarþraut, júdó, róð- ur, glíma, lyftingar, skotfimi, skylmingar, sund og dýfingar, sundknattleikur, siglingar, reið- mennska, fimleikar og blak. ic Mikið talað Miklar umræður urðu um greinavalið. Japanir vildu sjálf- ir m. a. losna við nútíma fimmtarþraut, en því fengu þeir ekki framgengt. Japanir eiga enga hesta en verða nú að kaupa þá frá Evrópu ásamt því að fá kunnáttumenn til að ann- ast þá. Þá var aðeins með fárra atkv. meirihluta ákveðið að knatt- spyrna skyldi vera á dagskrá leikanna. Áður hafði mikið verið um það rætt og ritað fram og aftur, hvort knatt- spyrna ætti heima þar. ★ Áhugamennska Þá var mikið rætt - um áhugamannareglurnar. Var sam- þykkt ný skilgreining á hug- takinu áhugamaður. Er hún þannig: „Áhugamaður er sá sem tekur þátt í íþróttakeppni og hefur alltaf tekið þátt í keppni án þess að hagnast á því fjárhagslega séð“. Fyrri skilgreiningin á hugtak- inu hljóðaði svo: „Áhugamaður er sá sem tekur þátt í íþrótta- keppni og hefur ætíð gert að- eins vegna ánægjunnar af íþróttum og vegna hins líkam- lega, andlega og félagslega á- vinnings sem slík þátttaka veit- ir". — Danskt knattspyrnu- liö til Akureyrar TIL landslns eru komnir danskir knattspyrnumenn í boði Akureyringa. Eru það liðsmenn frá félaginu Freyja í Randers á Jótlandi. Leika eir tvo leiki á Akureyri nú um helgina og þriðji leikur- inn verður svo í Reykjavík Óskum eftir að kaupa Jafnstraumsrafal 110 volt 17—25 kw, 1500—1800 snún á mín. Heildverzlunin Hekla hf. — Sími 11275 — Molar Italski spretthlauparinn Livio Berutti jafnaði sl. sunnudag heimsmetið í 200 m hlaupi. Hljóp hann á 2Q.5 sek. Það heimsmet á Berutti ásamt fleirum, en á þessum tíma sigraði hann í 200 m hlaupinu á Róm- arleikjunum í fyrra. ★ Rússneski langstökkvar- inn Igor Ter-Ovensyan setti Evrópumet í lang- stökki sl. sunnudag á móti í Moskvu. Stökk hann 8.18 m. Sjálfur átti hann fyrra metið. Hann nálgast nú óðum heimsmet Bost- ons, 8.24. ★ Danir eru mjög hrifnir af nýrri stjörnu í frjáls- íþróttum, sem þeir hafa eignazt. Sá heitir Jörgen Bötker og býr í Árósum. Hann náði á dögunum bezta ársafreki Dana í þrístökki, 14.46 m. nk. f immtudagskvöld og mætir liðið þá KR-ingum. ★ GOTT LH> Lið Freyja er gott lið. Það stendur framarlega í röðum józkra knattspyrnuliða, en hvar- vetna á Jótlandi er knattspyrna í hávegum höfð og megum við í því sambandi minnast góðra heimsókna józkra knattspyrnu- manna, sem m. a. hafa sótt KR heim og sýnt hér ágæta leiki. ★ LYFTISTÖNG Það er kraftur og dugn- Mynd þessa tók Sveinn Þormóðsson í leik Hollend- inga og KR. Það er fast sótt að marki KR og fast staðið á móti. Hörður fær óbliða meðferð — en Heimir slær knöttinn frá. — Með myndinni frá landsleiknum sem birtist á síðunni í gær varð mein leg prentvilla, svo að mein ing snerist alveg við. Þar átti að standa svo: „Ekki verður sagt að Heimir hafi ekki reynt það til varnar sem hann gat“ o. s. frv. Er velvirðingar beðið á mistökunum. aður í Akureyringum að fá liðið hingað í hcimsókn. Það verður án efa til að lyfta undir knattspyrnuíþróttina þar nyrðra, en hún stendur þar með blóma — býr við góð vallarskilyrði og iðkend- ur eru margir ungir og efni- legir menn. Stúdenfaför í Þjórsárdal FERÐAÞJÓNUSTA stúd- enta, sem starfrækt er á vegum Stúdentaráðs Háskóla íslands, mun í sumar líkt og undanfarin ár greiða fyrir ferðalögum stúdenta innan- lands sem utan. Fyrsta innanlandsferðin Fyrsta innanlandsferðin er tveggja daga för í Þjórsárdal um næstu helgi. Lagt verður af stað kl. 1,30 á laugardag, gist í tjöldum og komið heim síðla sunnudags. Til leiðsögu hefur Ferðaþjónustan fengið Gísla Gestsson safnvörð á Þjóðminja- safninu, en hann er gjörkunnug- ur staðháttum og sögu Þjórsár- dals. Rejmt mun að efna til slíkra ferða á hálfsmánaðarfresti, og munu þær auglýstar jafnskjótt og skipulagningu þeirra er lok- ið. — Um Evrópu og til nálægari Austurlanda Ferðaþjónusta stúdenta veitir einnig fyrirgreiðslu við utan- ferðir stúdenta. Háskólanemar hér á . landi hafa átt gott sam- starf við S.S.T.S. (Scandinavian Student Travel Service), en þau samtök skipuleggja stúdenta- ferðir um Evrópu þvera og endilanga og eigi allsjaldan til hinna nálægari Austurlanda. — Verði er mjög stillt í hóf, t. d. er hægt að fara 14 daga ferð til Rómar-Capri-Napolí (ferð hafin og enduð í Kaupmanna- höfn), fyrir 3.300 ísl. kr. (Ferð- ir, húsnæði og hálft fæði inni- falið). Upplýsingar í háskólanun? Ferðaþjónusta stúdenta hefur opna skrifstofu í Háskólanum á miðvikudögum, fimmtudögum, og föstudögum frá kl. 17,30—í 18,30. — Sími: 15959.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.