Morgunblaðið - 23.06.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.06.1961, Blaðsíða 20
Caravelle hækkaði flugið mjög ört og yfir Miðbænum var hún að hverfa í skýin. Þessi mynd er tekin á Austurvelli, eins og sjá má. (Ljósm. Mbl.: Yig.) „Undirskrifíamenn“ og handritamafið Islenzk handrit verða enn til sýnis í PÁIX Jónsson, fréttaritari Mbl. í Kaupmannahöfn, reyndi í gær að hitta íhalds- þingmanninn Poul Möller, sem hafði forustu um undir- skriftasöfnunina, er varð til þess, að staðfestingu hand- ritalaganna var frestað, og hugðist spyrja hann, hvort andstæðingar frumvarps rik- isstjómarinnar hefðu nokkr- ar sérstakar aðgerðir á prjón unum í málinu á næstunni. Fréttaritaranum tókst ekki að ná tali af Möller, en hins vegar hitti hann vinstri- manninn Thyregod, sem var hinn sextugasti, er undirrit- aði frestunarbeiðnina. Kvað Thyregod ekki unnt að segja um það enn, hvort „undir- skriftamennirnir“ kunni að hafa forgöngu um nýjar samningaumleitanir í hand- ritamálinu. Líklegt sé þó, að þeir íhugi möguleika á að leggja fram nýtt frumvarp, er gangi lengra til móts við óskir Hafnarháskóla og Árnastofnunar en hin óstað- festu Iög. Á Útbreiðslustarfsemi Árnastofnunin mun nota tímann þangað til frumvarp ríkisstjórnarinnar kemur fyrir nýtt þing til ýmiss konar upp- lýsinga- og útbreiðslustarfsemi, í því skyni að laða almenning til fylgis við sjónarmið og rök- semdir fræðimannanna, segir í skeyti fréttaritarans. Þá segir þar og, að ríkis- stjórnin hafi á fundi með ut- anríkismálanefnd í gær skýrt þær aðstæður og vandamálj sem skapazt hafi við það, að stað- festingu handritalaganna var frestað. Annars er ekki gert ráð fyrir, að ríkisstjómin að- STJÓEN Síldarverksmiðja rik- isins hefur lagt til við sjávarút- vegsmálaráðuneytið, að bræðslu- síldarverð í sumar verði 126 kr. fyrir hvert mál og hefur ráðu- neytið á það fallizt. Vegna þessa vill ráðuneytið taka fram, að hin gífurlega lækkun á söluverði síldarmjöls og síldarlýsis á síðastliðnu ári, olli því, að ekki náðist sú hækkun á bræðslusíldarverði þá sem eðlileg hefði verið vegna gengislækkunarinnar, heldur lækkaði verðið þá um 10 kr. málið frá 1959. Þar sem söluverð á síldar- mjöli hefur hækkað verulega á þessu ári hefur stjórn síldar- Höín um helgina hafist neitt í málinu á yfir- standandi kjörtímabili, þar sem staðfestingu laganna er frestað þar til eftir að nýjar kosningar hafa farið fram. Loks skýrir Páll Jónsson frá því í skeyti sínu, að Kon- ungsbókhlaða í Kaupmannahöfn gangist nú á laugardaginn (þ.e. á morgun) fyrir nýrri sýningu á fornum, íslenzkum handritum, og verði þar á meðal Flateyj- arbók og Sæmundar Edda. verksmiðjanna talið fært að hækka hrásíldarverðið. Kemur þannig fram hluti þeirrar verð- hækkunar, sem hefði átt að fást á síðastliðnu ári vegna gengislækkunarinnar, ef verð- fall hefði þá ekki komið til. (Frá sjávarútvegsmálaráðu- neytinu) Castro of gírugur DETROIT. — Bandaríska nefndin, sem gengizt hefir fyrir söfnun til þess að kaupa 500 dráttarvélar sem lausnar gjald fyrir um 1200 fanga, er sitja í haldi á Kúbu síðan hin misheppnaða innrás á eyjuna var gerð, hefir nú tjáð Fidel Castro, að hann verði að svara því afdráttarlaust föstudaginn 23. júní (í dag), hvort hann ætli sér að standa við þessi skipti, samkvæmt upphaflegu tilboði sínu, eða ekki. Það var sem sé Castro sjálf ur, sem bauðst til að skila um ræddum föngum, ef hann fengi í staðinn 500 dráttar- vélar — en nýlega breytti hann tilboðinu og krafðist þá 28 millj. dollara í reiðufé eða tilsvarandi verðmæta. — • — Bandaríska nefndin hefir nú tjáð Castro, að fái hún ekki svar frá honum fyrir tilskilinn frest um það, að upphaflegu skilmálarnir skuli gilda, muni i nefndin hætta afskiptum af málinu og sk'ila aftur fé þvi, í sem safnazt hefir. AKRANESI. 22. júní: Humar- báturinn Fram kom hingað í dag fyrir hádegi með 2y2 tonn af bol fiski og kola. — Oddur. Alþýðusambandið kaupir hæð í Rúblunni Fær iy2 millj. kr. lán úr atvinnuleysis- Verð á bræðslusíld Fyrsta farþegai.oian í Reykjavík tryggingarsjóði FYRSTA farþegaþotan lenti á Reykjavíkurflugvelli síð- degis í gær. Þetta var hin franska Caravelle, rennileg- ur tveggja hreyfla farkost- ur, sem flýgur með 800 km hraða og færi á milli Reykja víkur og Glasgow á tæpum tveimur klukkustundum. — ★ — Hingað kom þotan frá Shann- on, hafði seinkað nokkuð vegna truflana á fjarskiptum. Veður- fregnir héðan bárust ekki fyrr en skömmu fyrir hádegið. Þotan var 2 klst. og 20 mín. hingað og all- mikill mannfjöldi hafði safnazt saman úti á flugvelli, þegar til hennar heyrðist, ofar skýjum, yfir bænum. — ★ — Þessi þota er í eigu General Electric, sem sett hefur eigin hreyfla á hana — í stað Rolls Royce hreyflanna, sem eru á öðr- um Caravelle-þotum. Nýju hreyflarnir eru stærri en hinir og eru aflmeiri. Þeir hafa líka hemla — og var skemmtilegt að sjá hvernig þeir voru notaðir í lendingunni í gær. Það er eins konar hlemmur, sem fellur að útblástursopi hreyflanna og bein ir loftstraumnum fram á við. Þotan nam staðar, þegar hún hafði runnið liðlega hálfa braut- ina, og huldist moldarryki, sem hún þyrlaði upp af brautinni. — ★ — Hingað var ferðinni heitið til þess að gefa Flugfélagsmönnum kost á að sjá þotuna á Reykja- vikurflugvelli. Flugmálaráð., for- ystumenn beggja flugfélaganna og fleiri gestir fóru með Cara- velle í stutta flugferð. Notaði hún brautina, sem liggur út í Vatnsmýrina, að Hringbrautinni, og var að heyra á ýmsum, að sennilega yrði hún í lítilli hæð yfir Miðbænum. Flugmálastjórn- in gerði út menn til að mæla hávaðann í bænum til saman- burðar við íslenzku flugvélarnar. — ★ — En þetta fór öðru vísi. Á móts við flugturninn var Caravelle komin á loft — með allmiklum hávaða. Hún stefndi til himins, það fór ekki milli mála, og yfir miðbænum var hún að hverfa upp í skýin. Innan 12 mínútna var hún í 25 þús. feta hæð og flugstjórar hjá Loftleiðum sögðu, að DC-6b þyrfti „meira en hálf- tíma til þess að klifra þetta“. Þotan hefur um 2.500 km flug- þol og flýgur að jafnaði í 20.000— 35.000 féta hæð. Hún gæti flogið í einum áfanga til allra ákvörð- unarstaða Flugfélagsins erlendis, væri tæpar 2 klst. til Glasgow, (Viscount er um 3 klst), 2 klst. og 30 mín. til Oslo og 2 klst. og 50 mín. til Hamborgar. — ★ — Caravelle getur flutt 89 far- þega með „ferðamanna-innrétt- ingu“ og óhætt er að segja, að vel fari um farþegana. Hávaðinn er sáralítill, örlítill niður, sem menn verða ekki varir við, þegar til lengdar lætur. Eins og myndir sýna er hreyflunum komið fyrir utan á búknum, aftan við væng- ina, og hefur það m. a. sitt að segja. — ★ — . Þegar kemur að verðinu breyt- Framh. á bls. 19 FYRIR skömmu keypti Alþýðu- samband íslands efstu hæð í stórhýsi því, sem kommúnistar eru að byggja við Laugaveg og almennt er nefnt Rúbla. Er þarna um að ræða mikla og verðmæta fasteign. I síðustu Kaupsýslutíðindum er frá því skýrt, að Alþýðusam- Hlaupið í Súlu þorrið KIRKJUBÆJ ARKL AUSTRI, 2. júní: — Hlaupið í Súlu er nú þorrið og vatnið í ánni eðlilegt eins og er. Hlaup sem þessi koma svo til árlega 1 Súlu, vegna þess hve jökullinn við Grænalón er orðinn lágur og lítið getur safn ast þar fyrir af vatni. Þetta var ekki nema lítið vatnshlaup úr Grænalóni. bandið hafi fengið iy2 mlllj. kr, lán úr Atvinnuleysistryggingar- sjóði til kaupa á þessari fast- eign. Hefur sjóðurinn þannig hlaupið undir bagga með stjórn Alþýðusambandsins. Heimdallarferð HEIMDALLUR, F.U.S., efnir til ferðalags um helgina og verður lagt af stað frá Valhöll kl. 2 e. h. á laugardag. Ekið verður að Gullfossi og Geysi, en síðan til Laugarvatns og gist þar í tjöldum. Á sunnu- dag verður síðan ekið í Raufar- hólshelli og hann skoðaður. Nánari upplýsingar um ferð- ina eru gefnar á skrifstofu Heimdallar (sími 17102). Þátt- takendur skrái sig í dag til kl. 7. — & Caravelle var fljót á Ioft, aðeins 22 sekúndur. Flugturninn sést til vinstri. (Ljósm. Mbl.: Markúsi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.