Morgunblaðið - 25.06.1961, Síða 9

Morgunblaðið - 25.06.1961, Síða 9
Sunnudagur 25. júní 196i MORGVNBLAÐIÐ 9 á ferðum, og það sagði okk- ur Gonidec að þeir hefðu haldið fyrst þegar þeir lentu á skerinu og sáu brotin ^llt í kringum skipið að ströndin væri skammt undan og ótt- uðust að þeir mundu lenda í hamrabeltum og brjóta skipið í spón. Af þeim sök- um fundizt öruggara að halda aftur af því með akkerinu. Þegar við sáum skipið fró Höllubjargi, sneri stefni þess upp í vindinn, svo akkerið hefúr staðið fast í botni, að öðrum kosti hefði það rekið flatt fyrir vindi upp á land og þá hefði kannski farið öðru- vísi en raun varð á. „Og þú hefur séð allt skip- ið, þaðan sem þú stóðst?“ „Já, það var alveg upp úr sjó og fyrst í stað mjakaðist það í átt til lands eða með- an akkerisfestin hrökk til, en þá stöðvaðist það og tók að sökkva. Áttu þeir þá ekki eftir nema svo sem tvær míl- ur í land og ég tel, að skipið hefði komizt þennan spöl, ef akkerið hefði losnað.“ „Heldurðu ekki, að Frakk- arnir hafi flestir farizt, þeg- ar skipið tók niðri á Hnokka?“ „Nei, eftir því sem Goni- dec sagði okkur voru þá enn margir menn um borð og átta eða níu höfðu komizt á fleka en hann liðaðist sundur og þá tókst sex mönnum að skríða upp á landgöngubrúna Og héldu sér þar. Hana rak til lands með þá félaga en þeir urðu aðframkomnir á leiðinni og týndust allir í hroðann nema einn. Sá síð- asti hvarf þegar landgangur- inn var skammt undan Höllu bjargi. Þó er ég þess full- viss að Gonidec var einn eft- ir, þegar ég sá hann fyrst um 400 metrum suður af bjarginu. Þá hafði hann að mestu misst meðvitund, lá hálfur undir stiganum, hélt með hægri hendi í hann, en með þeirri vinstri úndir hnakka sér. Hann mundi lít- ið eftir sér fyrr en hann vakn aði i rúminu heima. En þó var hann með einhverri rænu, þegar hann kom á móts við Höllubjargið. Hann sleppti landganginum, þegar hann eá mig á klettanefinu og lét sig reka á bjorgunar- beltinu og öldunum inn í þrönga klettavík eða glufu, sem kölluð er Hölluvör og er í klettaklungrinu norðvest an í bjarginu. Það var eins og undirmeðvitund hans segði honum, að þarna væri von um björgun. Ef hann hefði rekið að landi eins og 10 metrum austar, hefði hann rotazt I klettunum. Fósturfaðir minn og ég sá- um ekkert markvert, þegar við leituðum að skipbrots- mönnum í særokinu, enda var kíkirinn ekki upp á marga fiska. Við höfðum komið auga á landganginn og fylgzt með honum nokkra stund, en kom fyrir ekki. Þar var ekkert lífsmark að sjá. Héldum að þetta væri ekki annað en hvert annað rek- ald úr skipinu. „Það er ekk- ert að sjá hér,“ sagði fóst- urfaðir minn, „bezt ég fari upp í varir og setji niður bát að hafa til taks.“ Ég sam- sinnti því og hann gekk upp í varir að gera bátinn klár- an, þvf þama er útfiri mik- ið og afarillt að setja bát á Sjó í fjöru." „Og hvað ætluðu þið með bátinn?" „Við ætluðum að nota hann ef með þyrfti, t. d. ef við sæjum lík á reki eða menn gem hægt væri að bjarga." „Og svo stóðstu þarna einn á bjarginu?" „Já, og eftir því sem tím- inn leið þóttist ég þess full- viss, að skipverjar hefðu all- ir farizt, því það er ekki heiglum hent að komast í land í öðru eins aftakaveðri í jafnþröngum skerjagarði og þarna er. En hvað var þetta? Ég kipptist við. Víst var eitthvert lífsmark á landgang inum. Ég athugaði hann bet- ur með kíkinum og þó sá ég Gonidec veltast í sjónum. Ég missti áhuga á öllu öðru en þessum eina manni, ég varð að bjarga honum hvað sem það kostaði. Landganginn rak upp í Hölluvör og þangað hljóp ég í hendingskasti. Þá datt mér í hug að betra væri að fá hjálp að heiman, svo. ég gekk upp á hólinn að at- huga, hvort ég sæi ekki til mannaferða heima og var þá svo heppinn, að í sama mund gekk kvenmaður milli húsa og gat ég gert henni viðvart að koma og það stóð í mörk- um að ég var að draga Frakk ann í land, þegar hún kom til mín og spurði: „Hvað er að? Hvað á ég að gera?“ „Náðu í fóstra," kallaði ég á móti eins hátt og ég gat, „náðu strax í fóstra og biddu hann að hjálpa mér að koma aði hún mér í sjóinn, og svo kom önnur alda og skall aft- an á mig og færði mig í kaf, enda var ég ekki að hugsa um hana heldur mann- inn sem þarna lá milli heims og helju og átti líf sitt undir snarræði mínu. Þegar ég var kominn í sjóinn héldumst við í hendur og bárumst með öldunni inn í víkurbotninn. Þar var mikið spýtnarusl fyr- ir og tel ég það hafi bjarg- að lífi okkar beggja, því brak ið tók af okkur versta högg- ið, annars hefði vel getað farið svo, að við rotuðumst þarna báðir. Ég náði góðri handfestu á klettanibbu og áður en næsta alda kom á okkur eins og rándýr, hafði ég dregið hann upp á þurrt og þar lágum við. Þó gat ég aðeins borið hann á þurrt með mestu harmkvælum, því hann var þrekvaxinn og nokk uð þungur þó lítill væri, og auk þess sjóblautur. Skömmu eftir að ég hafði náð Gonidec á land kom fósturfaðir minn og þá lá ég á hnjánum við hlið hans og reyndi að skilja það sem hann umlaði en auðvitað án koníak og þá raknaði hann úr rotinu, faðmaði okkur og kyssti og ætlaði aldrei að sleppa okkur. Síðan hef ég haft tröllatrú á koníaki. En ég gat ekki sinnt honum frekar, því ég fór strax út með fóstra mínum að bjarga því, sem brimið skol- aði á land. Fyrstu líkin fund- um við skömmu síðar, þau voru af skipsiækninum, list- málara sem var með skipinu, og hið þriðja var lík dr. Charcots. Hann kom upp í svo nefndri Ólafsvík. Þegar hætt var að reka á okkar fjörur, fórum við á bátum suður fyrir fjörðinn og tíndum upp þau lik, sem við fundum á leið- inni. Mest höfðum við 8 lík í bátnum í einu og hafði þau öll rekið sunnan fjarðar“. „Leið þér ekki illa, Krist- ján?“ „Mér leið ekki vel, mér þótti óhugnanlegt að horfa á þessi fölu sjóbörðu andlit og mér rann til rifja að sjá ungl ingspilta hljóta þessi örlög. „En hvað varstu sjálfur gamall?" „Ég var 18 ára“. „Vargtu nokkuð myrkfæl- inn? “ að lifa mikið eftir þetta líf, þó ekki séu allir sammála um það. Þó vil ég taka fram, að ég sá engan af þeim sem fórust með Pourquoi Pas? og hef aldrei séð“. „Finnst þér ekki að 'pessi at burður hafi þroskað þig?“ „Auðvitað hefur hann gert það. Fyrir slysið þorði ég ekki að sjá lík, en þegar örlögin höfðu svo umsvifalaust neytt mig til þess, var mér sama. Þessi ógleymanlega ró, þessi birta yfir svip þeirra allra hafði góð áhrif á mig. Mér fannst eins og þeir hefðu tek- ið dauðastríði sínu með fögn- uði“. „En hvernig leið Gonidec þegar hann vaknaði?" „Vel held ég fyrst í stað. En svo féll hann saman og grét eihs og barn, þegar hann sá félaga sína borna í land. Þegar við vorum að bera einn þeirra upp í grasið, kom hann og bað okkur reyna lífgunar- tilraunir við hann. Það gerð- um við, en án árangurs. Síðan sagði Ingólfur Gísla- son læknir í Borgarfirði, sem túlkaði fyrir okkur, að sá mað ur hefði verxð náskyldur hon- um“. Höllubjarg. Landganginn rak inn í vörina lengst til vinstri. manninum heim. Ég er orð- inn svo dasaður. En þarna sérðu Hnokka, það brýtur alls staðar í kring um hann og þarna er Græn- hólmi, ekki væri gott að lenda þar í þessum súgi. En brimið er tignarlegt, finnst þér ekki.“ „Jæja, þá eigum við ekki eftir nema 20 mínútna ferð í land,“ sagði Andri kafari og settist hjá okkur. „Það er ágætt“, sagði ég og var að hugsa um ölduna. „Einhvern tíma hefur hann nú verið ljótari hér,“ sagði Kristján. „Og svo kom fóstri þinn að hjálpa þér“, sagði ég. „Já, konan hljóp heim og lét hann vita og hann kom að vörmu spori og hjálpaði mér með hann heim.“ „Þetta hefur verið erfið björgun?" „Já, brimið óskaplegt og klettavíkin djúp og hættuleg og erfitt að ná Gonidec upp á þurrt. En aldan gerði mér í senn óleik og hjálpaði mér við björgunina. Þegar ég hafði náð í hönd hans skol- árangurs því franska er mér ofviða, hvað þá franskt uml. Á heimleiðinni sagði hann nokkur orð og við skildum, að hann vildi ekki láta fóst- urföður minn bera sig á bakinu, svo við. urðum að bera hann á milli okkar. Þegar húsið kom í Ijós Og Gonidec sá það, rak hann upp gleðióp og þá fyrst reyndi hann að ganga sjálfur. Nokkru síðar vorum við komn ir heim í eldhús. Þar beið okkar fósturmóðir mín, Þór- dís Jónasdóttir, og hjúkraði Gonidec eftir beztu getu. Við færðum hann úr fötunum en hann streittist á móti þegar við ætluðum að klæða hann úr skyrtunni, ekki veit ég á- stæðuna. En þá voru hituð ullarföt í bakarofni og lögð við vanga hans, og þegar hann fann hlýjuna hætti hann að stimpast við og fór sjálfur úr skyrtunni. Svo var hann hátt- aður ofan í dívan í eldhúsinu. Koníak var sjaldséð í Straum- firði á þeim árum, en þó átt um við dálitla lögg, sem hjálp aði upp á sakirnar. Við gáfum honum lútsterkt kaffi og Leið ekki illa fyrr en „Nei, ég hef aldrei verið myrkfælinn. Við björguðum 22 líkum á land og lögðum þau í brekku eða flöt, sem heit ir Borgarlækur og er skammt sunnan við bæinn, og þar lágu þau þangað til þau voru flutt til Reykjavíkur tveimur dög- um síðar. Ég gat auðveldlega gengið innan um líkin, jafn- vel aleinn í myrkri, án þess að verða hræddur, enda þurfti ég að gera það bæði kvöldin sem þau lágu þarna, því við áttum nátthaga ; Höllubjargi, og þegar ég fór þangað á kvöldin að reka féð í hagann gekk ég fram hjá líkum frönsku vina minna. Það nafði engin áhrif á mig. Það var ekki fyrr en búið var að flytja þau í burtu að ég fann einhvern beyg, þegar ég gekk þarna um, og vildi helzt ekki vera einn á ferð. Það gteip mig einhver tómleiki, sami tómleikinn og þegar ég sá síðasta mastrið hverfa í sjóinn tómleiki eða óhugnað- ur, sem við kunnum ekki skil á, ég held ekki það sé hægt að kalla það hræðslu, veit það þó ekki. Mér hefur dottið í hug að skýringin á þessu sé sú, að hundurinn minn, sá góði Og fylgispaki vinur, hræddi mig dálítið kvöldið eftir að þeir höfðu verið fluttir suður. Við áttum leið um Borgarlækinn og þá byrjaði hundurinn allt í einu að urra, en ég sá ekkert. Hann vissi hvað hann söng. En þú verður að spyrja annan en mig hvort hundurinn hafi séð eitthvað þarna á flötinni". „Er hann ekki dauður, bless aður?“ „Jú, en skiptir það nokkru máli eins og tæknin er orðin? ‘ „Heldurðu það hafi verið reimt þarna?“ „Nei, ekki mundi ég nefna það því nafni, þó ég hafi séð smáslæðing heima við húsið. Og það var kannski ekkert undarlegt, þó þar væri eitt- hvað á kreiki eins og ströndin dró að sér bein og líkams- parta, sem voru jarðaðir í einni kös“. „Það hefur eitthv^ð fylgt þeim?“ „Ég tel það ekki fjarri lagi“. „En hvað sástu?“ „Ósköp lítið. Framliðna menn, það var allt og sumt. En ég vil ekkert um það tala, því þá fara þeir að segja að þetta sé allt saman kjafthátt- ur úr mér“. „Þú hefur meiri trú á framhaldslífinu en Fúrtseva?" „Já, það hef ég. Ég er sann færður um að við eigum eftir III Frakkarnir ánægðir KfOBnnHMBBHBBBaBaN Við vorum komnir í xand og feðgarnir Magnús og Guð- bjarni Helgason bóndi í Straumfirði, tóku móti okkur. Ég undraðist, hve fagurt og vinalegt er í Straumfirði, hafði hugsað mér þessa slysaströnd eins og helgrindahjarn. Krist- ján gekk með okkur um eyjuna og alla leið upp á Höllubjarg. Fuglalífið yndislegt þennan morg- un. Þúfutitlingar og márierlur í móanum, tveir ófleygir hrafnsungar í hreiðri í bjarg- inu. Blikinn hópaði sig í skerj um, eins Og hvít strik i mál- verki til að sjá, kolla lá á fjór um eggjurn í Gvendarbrekku og datt ekki í hug að flýja frá hreiðrinu sínu, þegar okkur bar að. „Eggin hljóta að vera mikið unguð“ sagði Viggó „fyrst hún gætir þeirra svo vel“. „Já, bráðum skríður nýtt líf úr þeim og brýtur af sér skurmið“, sagði Kristján. Dauður útselsbrimill í einni víkinni. Kristján benti okkur á græna flöt í norðurslakka Borgarlæks. „Hérna var þeim raðað“, sagði hann, „þar sem sóleyjarnar eru hvað fallegast ar“. Svo stóð hann hugsi um stund og bætti við: „En hvað þetta er allt oðrið breytt". Höllubjarg dregur nafn af Straumfjarðar Höllu, sem sögð er hafa átt fiskiskúr á bjarg- inu. Elín hét systir hennar og átti heima í Elínarhöfða skammt fyrir innan Akranes. Sagt er að þær systur hafi kallazt á yfir þveran Borgar- fjörð. Halla Remur við sögu í fjölmörgum örnefnum á þess- um slóðum eins og Hölluvík, Hölluvör, Höllúhóll, Höllu- gróf, Höllubrunnur. Við vorurn lagstir í grasið með nestið okkar og Andri Heiðberg sagði frá því, þegar þeir fundu flakið af Pourquoi Pas? „Við komum fyrst niður á ketilinn", sagði hann. „Hann er nærri því eins stór og ket- ill í togara. Fyrst hélt. ég þetta væri bara klettur, því harm var f jórir metrar á hæð og allur þangi vaxinn. En þá var þetta sá frægi ketill, sem slysinu olli eða var það ekki hann sem átti sök á því, að Pourquoi Pas? tafðist í Reykja vík vegna viðgerðar, og lenti í ofviðrinu undan Garð- skaga?“ „Og hvað sástu meira úr skipinu?“ líkin voru farin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.