Morgunblaðið - 25.06.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.06.1961, Blaðsíða 13
r Sunnudagur 25. júní 1961 MORGVISBLAÐIÐ 13 REYKJAVÍKURBRÉF Jekaterína Furtseva \oldu<íasta kona í heimi T AS fróðra manna sögn var það meðal annars snarræði Fúrtsevu, sem forðaði Krúsjeff frá valdamissi og niðurlægingu í júni 1957. Þá höfðu Molotov og bandamenn hans notað sér fjarveru Krúsjeffs í opinberri heimsókn til Helsingfors og undirbúið að svipta hann völd- um, er hann kæmi heim aftur. Fúrtseva er þá talin hafa átt hlut að því, að Zukov, þáver- andi yfirhershöfðingi Rússa, sendi herflugvélar til að smala saman flokksráðsmönnum víðs- vegar að. Sá liðssafriaður varð til þess að hrinda áhlaupi þeirra Molotovs. Hann og bandamenn hans voru reknir frá völdum en Krúsjeff síðan notið þeirra af því meiri ákefð. Fúrtseva var talin atkvæðamikil þegar fyrir þessa atburði og veg ur hennar óx mjög við þá. Hún er nú tvímælalaust í hópi vold- ugustu manna Rúsálands og er sennilegt, að engin kona í heimi sé henni valdameiri. Það sætir því vissulega nokkrum tíðindum, að slíkur höfuðskörungur skuli hafa gefið sér tíma til að dveljast hér á landi vikutíma í opinberri heim- sókn. Ekki skal hér um það sagt, hvernig frúnni hefur þótt um að litast í þessu litla lýð- ræðislandi. Hitt er víst, að allir þeir, sem hana hittu, eru sam- mála um að þar hafi verið gerðarleg skörungskona á ferð. Hún var vingjarnleg í fram- komu, kryddaði tal sitt með sögum og málsháttum og talaði auðsjáanlega eins og sá, er vald- ið hefur, endia til með „að kreppa hnefana eða eitthvað svoleiðis", eins og hún sagðist hafa gert í Kaupmannahöfn, þegar piltur fór að tala um dr. Zivago. „Tók fólkið henni ekki velu? Ein af þeim hættum, er steðja að valdamönnum, er sú, að þeir rugli saman sínum eigin kenj- um og hagsmunum við skoðan- ir og hag almennings. — Ef marka má viðtal það, sem Fúrtseva átti við Morgunblaðið, er hún engin undantekning í þessum efnum. 1 viðtalinu segir frúin: „Dr. Zivago er slæm bók og margt í henni móðgandi fyrir Sovétþjóðirnar. í Vesturlöndum var sagt, að bókin væri skrifuð gegn kommúnismanum, en það er ekki rétt. Hún er árás á fólk ið í Sovétríkjunum og þess vegna tók það henni ekki vel, heldur gagnrýndi hana af öll- um mætti“. En skömmu síðar er frúin *purð um þessa sömu bók: „Hefur hún verið gefin ut í bókarformi í Sovétríkjunum?“ Þá svarar frúin: „Nei, það er enginn áhugi á henni þar“. Af þessu tilefni hljóta menn að velta fyrir sér, hvernig það megi vera, að „fólkið í Sovét- ríkjunum taki ekki vel heldur gagnrýni af öllum mætti“ bók, sem því hefur alls ekki verið gefinn kostur á að lesa eða kynnast af eigin sjón. Hætt er við, að flestir telji að hér setji menntamálaráðherrann sínar eig in skoðanir í stað skoðana fólks ins. í lýðfrjálsu landi þykir þetta einkennilegt, í einræðis- ríki er það sjálfsagt. . Laugaid, 24. júní „Maður verður annað hvort að velja“ Ekki er á þetta drepið Fúrt- sevu til lasts, heldur til að sýna, að jafnvel hinir mikil- hæfustu menn eru lokaðir inni í sínum eigin hugarheimi og háðir þeim takmörkunum, sem starfshættir þeirra skapa þeim. Einmitt vegna þess að Fúrtseva svaraði hreint og beint, eru um- mæli hennar harla athyglisverð, svo sem er hún sagði: „----trú á lif eftir dauðann getur alls ekki farið saman við hugsjónir kommúnismans. Mað- ur verður annað hvort að velja trúna, og þá kristna trú í þessu tilfelli, eða hugsjónir kommúnismans. Og líf eftir dauðann er í algerri andstöðu við kenningar kommúnismans Þar getur ekki orðið nein mála- rniðlun". Ekki fara sagnir af því, hvernig hinum nytsömu sakleys ingjum í prestastétt, sem nú ganga erinda kommúnista hér á landi, hafi orðið við þessi um- mæli frúarinnar. En þótt Bryn- jólfi Bjarnasyni sé ekki annt um kristna trú, er líklegt, að honum hafi brugðið við að vera sviptur voninni um að fá að sitja við fótskör Stalins í öðru lífi. Ekki mun þó þurfa að ótt- ast neina upplausn í söfnuði kommúnista hér af þessum sök- um. Til þess er hann of fast samanreirður. Prófessor Jóhann Hannesson líkti réttilega áhrif- um heimsóknar Fúrsevu á komm únista hér við heimsóknir Páls postula til hinna kristnu frum- safnaða fyrir 1900 árum. Efndir Moskvu- yfirlýsingar Meðal meginatriða ályktunar flokksþings kommúnista í Moskvu í nóvember og desem- ber sl., þess, er Einar Olgeirs- son og Kristinn Andrésson voru kvaddir til, var, að magna skyldi stéttabaráttu og niðurrif innan allra þjóðfélaga annarra en kommúniskra. — Islenzkir kommúnistar hafa ekki þurft sérstakrar hvatningar í þessa átt. Störf þeirra hafa látlaust miðað að þessu. Þeir hafa t. d. aldrei farið dult með, að ætlun þeirra væri að hindra viðreisn- arráðstafanir núverandi ríkis- stjórnar. Hinsvegar létu þeir ekki til skarar skríða í þeim efnum fyrr en um sl. mánaða- mót, þ. e. örfáum dögum áður en hinn postullegi erindreki frá Moskvu skyldi koma til ís- lands. Fyrir kommúnistasöfnuð- inum hér hefur það verið ánægjuleg „tilviljun“ að geta einmitt um þær mundir sýnt mátt sinn til að láta hjól fram- leiðslunnar stöðvast. Þar með var á bersýnilegan hátt sannað að einnig hér á norðurhjara ver aldar er dyggilega unnið að framkvæmd boðskaparins frá Moskvu. Þeir, sem svo hressi- lega standa sig, eru óneitanlega sérstakrar umbunar verðir. — Þannig horfir málið við ^rá kommúnistum. Við hinu er bú- ið, að öðrum þyki minna koma til vinmæla sovézkra valda- manna meðan sá háttur er hafð- ur, að þeir láta erindreka sína og skjólstæðinga hvarvetna grafa undan frjálsu stjórnskipu- lagi og reyna að spilla þeim ráðstöfunum, sem gerðar eru í samræmi .við vilja meirihluta þjóðar í hennar eigin landL Vcrkföll gegn % hagsmnnum almennings En er það rétt, að verkföllin nú séu af stjórnmálalegum rót- um runnin? Eru þau ekki gerð til að knýja fram bráðnauðsyn- legar kjarabætur almenningi til handa? Auðvitað óska allir eftir betri lífskjörum. Viðfangsefnið er hvernig þeim verði náð. Kaup- gjaldssamningar, sem leggja þyngri byrðar á atvinnuvegina en þeir geta staðið undir, stefna þar ekki til framdráttar heldur afturfarar. Forystumenn kommúnista í verkalýðsfélögum vita þetta eins vel og aðrir. Ef þeir 'væru raunverulega að reyna að bæta kjörin, þá mundu þeir viðurkenna stað- reyndir og vinna í samræmi við þær. Þá mundu þeir viðurkenna það, sem skýrslur óhagganlega sanna, að til dæmis hér í Reykjavík voru meðaltekjur verkamanna á árinu 1960 yfir 75 þúsund krónur. Því til við- bótar komu á meðalfjölskyldu fjölskyldubætur nær 6000,00 kr. Þar með eru tekjurnar orðnar rúmar 80 þúsundir. Er þá þess einnig að gæta, að slík fjöl- skylda hefur á sl. ári fengið bættan hag sinn með stórlækk- un á tekjuskatti og útsvari. 1 stað þess að viðurkenna þessar staðreyndir og starfa í samræmi við þær, er látlaust hamrað á lágmarkstaxta, sem ekki segir rétt frá um hinar raunverulegu tekjur og talað eins og fjöl- skyldubætur skipti engu máli fyrir afkomu almennings. Með slíkum blekkingum eru menn ginntir til þess að gerast sinir eigin böðlar, að knýja fram ð- raunhæfar kröfur, sem því mið- ur verður ómögulegt að full- nægja á þann veg að lífskjör batni í samræmi við kauphækk anir. Ranp;fenp;imi trúnaður Með völdum sínum í Dagsbrún hafa kommúnistar fengið lykil- stöðu í verkalýðshreyfingunni og eru þess vegna skyldugir til að sýpa henni trúnað. önnur félöig telja, að óþolandi misrétti skapisit, ef Dagsbrún fær meira en þau. Þar með ræður Dags- brún stefnunni, jafnvel þó að allur þorri manna skilji að út í ófæru sé haldið. Völd kommúnista innan Dags- brúnar byggjast á þrennu: Fé- lagsstjómin ræður því hverjum hún hleypir inn í félagið, held- ur því miklu fámennara en efni standa til og greinir að eig- in vild milli fullgildra félags- manna og aukafélaga. Stjórnin lagar kjörskrá félagsins í hendi sér og neitar lýðræðissinnum um að fylgjast með og hafa það eftirlit, sem frumreglur lýðræðis ins segja til um. Á félagsfund- um og við atkvæðagreiðslur er beitt „terror", svo að friðsamir ménn skirrast við að láta skoð- anir sínar uppi og koma á kjör- stað til að greiða atkvæði. Styrhtarsjóðir Glöggt dæmi þessara aðfara bjrtist nú í sambandi við hina svokölluðu styrktarsjóði verka- lýíísfélaganna. 1 sjálfu sér lætur vel í eyrum að verkalýðsfélög komi sér upp styrktarsjóðum. Víst veitir tímakaupsmönnum eikki aif utanaflkomandi hjálp, ef veikindi eða önnur óhöpp ber að. Um hitt má deila, hvort hyggilegra sé að koma slíkri hjálp við fyrir milligöngu hvers einstaks félags með allri þeirri skriffinnsku og tilkostnaði sem slíku er samfara, eða með efl- ingu almannatrygginga. En látum það vera. Ef hvert einstakt félag óskar eftir sínum eigin styrktarsjóði, þá hefur það rétt til þess og getur komið honum upp. Eins og nú stendur hafa atvinnurekendur boðizt til að hækka kaup sem nemur fyrirhuguðu framlagi í styrktar- sjóð og raunar vel það. — Um fjárhæðina er þess vegna ekki deilt. heldur fyrirkomulag. Þeg- ar svo til háttar, getur verka- lýðsfélag kveðið á um að leggja tilskilið gjald á félaga sína og verða atvinnurekendur þá skyld ir til að innheimta gjaldið ásamt öðrum félagsgjöldum. Sviftino mannréttinda Hvor hátturinn, sem á er hafður, þessi eða hinn, að at- vinnurekendur greiði beint í styrktarsjóðinn, er um raun- veruleg laun að ræða og kostn- að, sem leggst á atvinnurekstur- inn. Hvorttveggja mundi dregið frá skattskyldum tekjum. — Heyrzt hefur að komimúnistar haldi því fram að einungis í fyrra tilfellinu mundi greiðslan beinlínis talin til kaupgjalds og þar með hafa áhrif á verðlag landbúnaðarafurða, en í hinu til fellinu ekki. Fullvíst er, að af bænda hálfu verður sá munur ekki viðurkenndur. Hjá kommúnistum ræður úr- slitum að þeir vilja fá í sjóðinn gjald, bæði af þeim, sem þeir viðurkenna alls ekki sem fé- laga og geta því ekki heimt fé- lagsgjöld af og hinum, sem þeir halda á aukaskrá utan eigin- legra félagsréttinda. Þeir vilja láta menn vera gjaldskylda án þess að njóta þeirra mann- réttinda, sem slíkri skyldu hljóta að sjálfsögðu að ver-a samfara. Ef fullgildir félags- menn taka löglega ákvörðun um að láta kommúnista valsa með fé þeirra, þá er það sök sér. Hitt er fyrir neðan allar hellur að fela þeim öll ráð yfir fjármunum manna, sem þeir neita um einföld mannréttindL Liðsauki kommúnista Við öllu þessu mátti búast af kommúnistum. Allt er þetta í samræmi við þeirra venjulegu starfsaðferðir. í þessum átökum hefur þeim hinsvegar bætzt liðs auki. — Framsóknarbroddarnir hafla beitt völdum sínum innan SÍS og kaupfélaganna til að opna rásir fyrir verðbólguskrið- unni að nýju. Þeir gera sér full- ljóst hvað af þeim aðförum muni leiða. Það er gamall hátt- ur Tímans að ásaka andstæð- inga sína fyrir það, sem Fram- sóknarbroddarnir þá og þá keppa að, en þykir henta^ að kenna öðrum um. Vegna skulda súpu SlS vilja þeir nú knýja fram verðbólgu og gengisfall. — Það er einmitt af því að þeir vita, að slíkt hlýtur að fylgja f fótspor þeirra nú, sem þeir saka ríkisstjómina um, að hún vilji það, sem þeir sjálfir berjast fyr- ir, en hún reynir að hamla á móti. Við þetta bætist, að brodd arnir hafa talið sér trú um að með þessu geti þeir ruðzt til valda á ný. Ekki skiptir miklu máli hver af Framsóknarbroddunum ber ábyrgð á glæfraspili þeirra nú. Meðan enginn þeirra skerst úr leik, eru þeir allir samábyrgir. Þess vegna stoðar þá lítið, þó að þeir beri það nú út sér til afsökunar, að þetta sé allt að kenna Eysteini Jónssyni og Hirti Hjartar. Það séu þeir, sem hafi tekið ráðin og aðrir hafi ekki fengið að gert. Sjálfir segj- ast þeir ekki þekkja Eystein lengur fyrir sama mann, því að hann geri nú allt það, sem hann í fyrri verkföllum hafi mest varað við. Þetta ' er rétt. Ey- steinn Jónsson var á móti verk- fallinu mikla 1955, þá var það Hermann Jónasson sem réði ó- farnaðinum. Eysteinn reynir nú að sanna, að rangt sé, að Her- mann standi sér framar í slíkum bellibrögðum fremur en öðru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.