Morgunblaðið - 25.06.1961, Síða 17

Morgunblaðið - 25.06.1961, Síða 17
r Sunnudagur 25. júní 1961 M O RGU N B L AÐIÐ 17 — Ástin y Framh. af bls. 15. Síðari hluta dags var fremur kalt, skýjað Og sterkkingur, enda snemma sumars, seinni hluti maí mánaðar. Inniskemmtanir voru nógar: Kvimyndasýningar tvisv- ar á dag, hljómleikar, sam- ikomur ýmiss konar og dans- leikir hvert kvöld, ásamt sam- kvæmisleikjum, og alls kyns gamni, auk happdrætta og veð- mála að enskum sið. Á milli var borðað Og drukkið, svo segja má, að allur dagurinn hafi verið skipulagður af kostgæfni. Skipstjórinn bauð farþegum upp á hanastél fyrsta daginn. Þetta var stórvaxinn og feitlag- inn maður, dálítið kauðalegur, en góðlegur og stillilegur. Seinna upplýstist, að skipstjórar á skip- inu væru tveir, og sá hinn um raunverulega skipstjórn, en þessi skyldi vera eins konar tákn í augum farþega fyrir hönd útgerð arinnar Og skips. Hann bauð alla velkomna um borð og óskaði þeim ánægjulegra daga. Lengri var ræðan ekki, vegna ónógrar enskukunnáttu. Svo til öll áhöfn skipsins átti sammerkt í því, að íhún talaði og skildi takmarkað enska tungu, utan fyrsta stýri- manns. Þjónar til borðs og sæng- ur þóttust yfirleitt skilja meira en efni stóðu til, svo erfitt var að átta sig á, hvað þeir skildu og hvað ekki, og olli það nokk- urri ringlureið, stundum spaugi- legri: t. d. þegar ensk hefðarfrú með sjósótt bað þjón um að rétta sér vatnsglas, en hann færði Ihenni næturgagn. En þetta var alúðlegt lið og kurteist, enda greitt fyrir það. Ungar stúlkur litu ítalina hýru auga, einkum fyrsta stýrimann, sem var óvenjulega glæsilegur ungur maður og sameinaði í per- sónu sinni þunglyndisleg ein- íkenni gamallar, rómanskrar menningar og leiftur suðræns blóðs. Hann og skipstjórinn og nokkrir aðrir yfirmenn á skipinu dönsuðu til skiptis við konur þær, sem voru svo heppnar að eiga afmæli um borð; ein a. m. k. tvisvar sinnum. Fátt ungra karl- manna var meðal farþega, en tals vert ungra ltvenna, flest mið- aldra fólk, hjón og fjölskyldulið. Englendingur gaf þá skýringu á fjarveru ungra manna, að þeir færu með mest allt fé sitt á bjór- stofum, og eru það ekki meðmæíi með bjórnum, enda þarf hann ekki meðmæli, svo góður sem hann er. Aðeins þrír karlmenn úr hópi farþega munu hafa verið milli tvítugs og þrítugs: Englend ingur í starfsliði ferðaskrifstofu Th. Cooks, amerískur playboy (stælgæi) og fararstjóri fslend- inga. Englendingurinn sat mest og drakk bjór, playboy snaraði sér út á dansgólfið með tígu- legum hreyfingum, þegar helzt engir aðrir voru á gólfinu, en sat þess á milli í fýlu, og farar- stjóri íslendinga gerði grín að náunganum og sjálfum sér, milli hátíðlegra vangaveltna um lífið og tilveruna . fslendingar tóku lítt virkan þátt í skemmtunum hinna, enda sumt þess eðlis, að þátttaka krafð ist góðrar enskukunnáttu, en sennilega hefur algeng íslenzk vanmáttarkennd og hekhóttar- háttur valdið því, að þeir tóku naumast héldur þátt í alþjóð- legri skemmtan, svo sem dans- leikjum (þ. e. a. s. þeir sem kunna Og hafa gaman af slíku heima) og fegurðarsamkeppni. Aðalfararstjórinn, sem var Sköti, gerði nokkrar tilraunir til að fá fslendinga með í hópinn, en án árangurs, og ítalskir yfirmenn á skipinu reyndu að fá föngulegar íslenzkar stúlkur til að taka þátt í fegurðarsamkeppni, sem haldin var um borð, en fengu blákalda synjun, sem er kannski ekki láandi, þar sem engin Sigríður Geirs var í hópnum. Þá var gerð hríð að íslenzka fararstjóranum, sem kvaðst ekki mundi gera upp á milli sinna kvenna, og var því tekið af brezkri kurteisi og skiln- ingi, en endaði þó með því, að hann stikaði út á gólfið í þrígang. Það vakti mikinn fögnuð meðal skemmtikraftanna um borð, Og lét aðalfararstjórinn syngja „Happy birthday for Iceland" að afrekinu loknu, en því miður náði afmælisbarnið ekki þroska og kafnaði í fæðingu, því flestir þeir, sem buðu íslenzku stúlkun- um upp á eftir, höfðu ekki erindi sem erfiði, og lagðist blóminn af hinni íslenzku kvenþjóð í rúmið upp úr þessu og átti þaðan sjaldn ast afturkvæmt, fyrr en sá til landa. í fyrstu var sjóveiki kennt um, síðan leti og loks karlmanns- leysi, en sú tilgáta átti að vonum litlu fylgi að fagna, þar sem kvenréttindamálin komu þá til sögunnar, en samkvæmt þeim er það metnaðarmál kvenna að vera svo sjálfstæðar, að þær eigi ekkert undir karlmenn að sækja. Þegar líða tók á ferðina kom- ust þó nokkrar íslenzkar stúlk- ur, sem helzt voru sjálfbjarga í kynni við karla og konur meðal farþega, auk ítalskra skipsmanna, og höfðu hina beztu skemmtun. Sennilega hefðu íslendingar í heild samlagazt öðrum farþegum, ef ferðin hefði tekið helmingi fleiri daga, tuttugu í stað tíu. Margir íslendingar eru fremur seinir til kynningar, en opna síð- an hjarta sitt hverjum sem er. Englendingar t. d. eru aftur á móti fljótir til kynningar, en gefa seint hlutdeild í persónulegu lífi. Kannski er þetta munur á ein staklingum stórra og smárra þjóða. Engu að síður naut land- inn sjóferðarinnar í ríkum mæli, því hvert skynfæri var opið, þótt tungan væri meira og minna bundin. Talsvert var þjórað um borð, einkum á dansleikjum og eftir þá. Einn bar var opinn allan sólarhringinn. Þar dvöldu sjó- og vínhraustir karlar og konur tíð- um, þar til dagur lifnaði í austri. Ég skrapp þangað eina nótt, leið- ur á fararstjórahlutverkinu, og tók þátt í glasaglaumnum. Tungl óð í skýjum, svo ýmist dró fyrir eða frá, eins Og stendur í ís- lenzkri þjóðsögu. Það var eins Og hellt væri í bikar í hvert sinn, sem tunglið birtist, en drukkið til botns í hvert sinn, sem það hvarf sjónum. — Það hlýtur einhver að vera Orðinn kenndur þarna uppi, sagði ég við búlduleitan sessunaut minn. — Já, máninn er orðinn blind- fullur, svaraði hann. Þessi var of raUnsær fyrir mig, enda hvarf hann fljótlega bak við ský og birtist ekki aftur. Fyrsti stýrimaður gekk fram og aftur um þilfarið fyrir utan barinn og ung kona fylgdi hon- um stöðugt eftir með augunum. — Ert þú konan hans? spurði ég. — Nei, svaraði hún og and- varpaði, en ég vildi að ég væri það. — En hann? t— Uss, hann er ástsjúkur. — Ástsjúkur? — Já, hann hugsar bara um konuna sína á Ítalíu? — Er hann að því núna? — Já, það geturðu verið viss um. — Ert þú gift? — Love is a complicated thing (ástin er margslunginn) svaraði hún og lyngdi augunum. Skrækir tónar djassmússíkur- innar dönsuðu á augnalokum hennar. Hún opnaði augun aftur og tónarnir stukku fyrir borð. — Biddu hann, sagði hún, að velja fallegasta lagið, sem hann kann. — Það er ekki víst, að það sé til í sjálfspilaranum. — Segðu honum að velja eitt- hvað ítalskt, something like a sad dream oeitthvað sem minn á dapran draum). Ég flutti stýrimanninum Orð stúlkunnar, Og hann hneigði sig tígulega fyrir henni, gekk að glymskrattanum Og stakk mynt í gapandi gin hans, stóð síðan tein- réttur við hlið hans og hofði tinnusvörtum augum út á hafið. Þetta augnaráð hlaut að ná langt; kannski alla leið heim til Genúa. Þunglyndislegir ástarsöngvar stigu til himins Og andvarp frá Norrænir veitinga- og húsaeigendur hittast gisti- hér AÐALFUNDUR Sambands veit- inga- og gistihúsaeigenda var haldinn í Reykjavík fyrir Skömmu. Aðalfundur þessi var sá fjöl- mennasti, sem haldinn hefur ver ið innan sambandsins síðan það var stofnað fyrir rúmum 15 ár- mn, enda hefur meðlimatalan aukizt mjög seinustu árin. Formaður SVG. LudvigHjálm ♦ýsson flutti skýrSlu stjórnar- Jnnar og gat þeirra helztu verk- efna, sem stjórnin og skrifstofa Bambandsins hafði við að glíma é starfsárinu. Er formaðurinn hafði flutt Bkýrslu stjórnarinnar voru end- urskoðaðir reikningar SVG fyrir érið 1960 lesnir upp og skýrðir RÍ framkvæmdastjóra þess, Jóni Jdagnússyni, hdl. Fjárhagsafkoma sambandsins Var góð á sl. ári og hefur hún íeinustu árin sífellt farið batn- andi. Skýrsla formanns og reikning arnir voru síðan samþykktir at- hugasemdalaust. Allmiklar umræður urðu á aðalfundinum um ýmis hags- munamál meðlimanna. Sérstaklega kom fram mikil óánægja meðal fundarmanna með það ófremdarástand, sem nú ríkir fyrst og fremst í Reykja- vík, í sambandi við útleigu á ólöggildum salarkynnum til skemmtanahalds. Ýmis félög, verksmiðjur og jafnvel opinberar ríkisstofnanir hafa í æ ríkari mæli gert að leigja salarkynni sín út til skemmtanahalds til óviðkomandi aðila. Skemmtanir þessar eru eftir- litslausar bæði að því er varð- ar lögreglu-, heilbrigðis- og skattaeftirlit, en hins vegar er hinum faglærða veitingamanni hvergi hlíft í þessum efnum. Framhald á bls. 23. Lúðvík Hjálmtýsson. l*að er ÓTRÚLEGT að þeir peningar, sem þér greiðið fyrir einn pakka af flestum öðrum tegundum af ,,instant“ búðingum, nægja til að kaupa TVO PAKKA af Brown & Polson ,,instant“ búðingum, en þér þurfið að bæta sykrinum í Brown & Polson búðinginn (2-3 matsk.). Brown & Polson „instant“ búðingar fást í flestum mat- vöruverzlunum. Heildsölubirgðir: O.JOHNSON & KAABER 7f stöku hjarta. Ég forðaðist að líta framan í konuna ástsjúku og gekk að barnum. Stórvaxinn Bandaríkjamaður breiddi þar úr sér Og talaði hárri röddu um kaup og sölur á last- eignum Og hlutabréfum og við- staddir kinkuðu kolli, án sýnilegs áhuga. Langa stund komst ég ekki að barnum fyrir breiðu baki þessa kaupahéðins og varpaði því á hann orðum: — Þetta bak er eins og heims- veldi. Hann leit um öxl og glotti. — Hvaða smáríki er þetta? — ísland, herra heimsveldi. — Má ekki þjóða þér sjúss, herra smáríki? — Hann er fullt eins langur og þú, sagði einn viðstaddra. — Hvar er ísland aftur?, spurði hann. — Þú ættir að vita það, sagði ég. — Hvers vegna? — Þú hefur herstöð á litlu tánni á mér. — Steig ég ofan á þig? — Nei, ég meina á íslandi. — Á, Keflavíkurflugvöllur, nú man ég það. — Já. — Fáðu þér sjúss. — Takk. — Eins Og ég sagði áðan, þá gengur kaup og sala betur, ef . . . — Við skulum tala um eitt- hvað annað, greip ung kona fram í. — Geta Bandaríkjamenn talað um nokkuð annað en peninga, kaup og sölur? sagði ég stríðnis- lega. — Ykkur Evrópumönnum þyk ir nógu gott að fá peningana okk- ar, svaraði Kaninn, dálítið sár. — Þið virðist halda, að þið get- ið keypt allt fyrir peninga, hélt ég áfram. — Ég gefst upp, sagði Kaninn, þetta smáríki er að gera út af við mig. — Kannski hefur sjússinn, sem þú gafst mér svifið of mikið á mig. — Nei, drekktu í öllum guð- anum bænum, drekktu, þú ert skemmtilegur. — Hvað eigum við þá að tala um? — Veit það ekki. — Allt nema peninga, greip konan fram í aftur. — Hvað talið þið um á íslandi? sagði Kaninn. — Til dæmis ástina, sem hvorki er hægt að kaupa né selja. — Það er hægt að kaupa allt og selja, sagði Kaninn og hækk- aði röddina, líka ástina. — Líka guð almáttugan? — Ekkert guðlast hér, sagði rödd úti í horni. — Nei, við skulum halda okk- ur við dæmið um ástina, sagði Kaninn. Upphófust nú miklar umræð- ur um ástina, sem stóðu lengi nætur. Fransmaður einn varð svo hræður að lokum, að hann kyssti hönd mína í nafni Frakklands, lands ástarinnar, og ítalski stýri- maðurinn tók báðum höndum um hönd mína, áður en hann kvaddi hópinn, en Kaninn hélt sig við kaup og sölur til hins síðasta og tókst að lokum að snúa á mig, en þá voru flestir farnir, nema ástsjúka konan, sem tautaði enn fyrir munni sér: Love is á complicated thing, my boys. Frá þessari nóttu átti ég hvert bein í þessum Bandaríkjamanni, og hann í mér. Og beinin eru jafnmörg, þótt hans — heims- veldisins — væri stærri en mín — smáríkisins. (Framhald) i. e. s.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.