Morgunblaðið - 25.06.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.06.1961, Blaðsíða 22
22 MORGVISBLAÐIÐ Sunnudagur 25. j'úní 1965 Hljómleikar fyrir utanför POLYFÓNKÓRINN er nú senn á íörum utan þar sem hann mun taka þátt í alþjóðlegu söng móti í Englandi, International Eisteddfod í Wales, eins og áður hefur verið skýrt frá. Til þess að afla fjár til fararinnar, sem er dýrt fyrirtæki, hyggst kórinn halda tvenna tónleika í Gamla bíói, % á mánudag og þriðjudag kl. 7,15 báða dagana. Efnisskráin verður hin fjöl- breyttasta. Söngfólkið er alls 46 í kórn- um, og mun hann syngja mörg lög eftir íslenzk tónskáld. Kór- ar frá um 40 þjóðum sækja ár- lega mótið, sem Polyfónkórinn tekur þátt í, en gestir hafa sam- tals verið um 200 þúsund ár hvert. Auk þátttöku söngmótsins mun Pólýfónkórinn halda 5 sjálfstæða tónleika í þessari ut- anför. Fyrir nokkru barst kórn um boð um að syngja á Cam- bridge Festival og verða það sjálfstæðir tónleikar, sunnud. 9. júlí. Aðrir kórar koma ekki fram á hátíð þessari, en ýmsir þekktir listamenn og m. a. Lond on Symphony Orchestra. I>á er og afráðið, að kórinn haldi 4 tónleika til ágóða fyrir hina alþjóðlegu barnahjálp, og er það á vegum félagsskapar, sem nefn ist Children’s Relief Internation al. Tvennir þessara tónleika verða í London, aðrir í St. Paul’s dómkirkjunni. Matthíasarsafn opnað á Akureyri AKUREYRI, 23. júní. — Á laug lardfag verður Matthíasarsaifnið opnað í húsi Matthíasar, Sigur- hæðum, á Akureyri, kl. 2 s.d. Safn þetta er„ eins og alþjóð veit, munir úr eigu séra Matthí- asar Jorhumssonar, og eru í húsi því, sem hann dvaldist lengst af í á Akureyri. Frá því að safnið var síðast opið hafa nokkrir gripir bæzt við Menntamálaráðherra, Gylfi í>. Gíslason, mun verða viðstaddur opnunina að þessu sinni, og Da- víð Stefánsson skáld frá Fagra- skógi mun flytja ræðu. Safnið verður opið almenningi til sýnis í sumar. Breytingar á leikj um 1. deildar V E G N A heimsóknar Randers Freija til Akureyringa 22. júní hafa verið gerðar svofelldar breytingar á niðurröðun leikja í 1. deild: Akureyri—Akranes fer fram 13. ágúst kl. 17.00 en ekki 25. júni. KR—Hafnarfjörður fer fram 26. júlí kl. 20.30 en ekki 29. júní. Akranes—Akureyri fér fram 28. júlí kl. 20.30 en ekki 20. ágúst. Vegna utanfarar Fram hinn 17. ágúst og þátttöku lánsmanna frá KR og Akranesi í þeirri för, haf a verið gerðar svofelldar breytingar á niðurröðun 1. deild ar: Fram—Akranes fer fram 19. júlí kl. 20.30 (í stað 13. 8.) KR—Valur fer fram 2. ágúst kl. 20.30 (en ekki 20. 8.) Akureyri—Valur fer fram 20. ágúst kl. 17.00 (en ekki 13. 8.) KR—Akranes fer fram 10. sept. kl. 16.00 (en ekki 27. 8.) Leiðarbók strætis- vagnanna komin út STRÆTISVAGNAR Reykjavíkur hafa nú gefið út leiðabók um ferðir strætisvagnanna í bæn- um. Áður hefur verið hægt að fá prentaða leiðarvisa, en þessi bókinni og við hverja götu núm aðri. Er t.d. götuskrá aftast í bókinni o gvið hverja götu núm er á þeim vögnum, sem aka um bana eða í næsta nágrenni, svo hver og ein getur fundið þá vagna sem til greina koma. í bókinni eru uppdrættir of öll um 23 strætisvagnaleiðunum og leiðarlýsing á hverri, brottfarar tími hvers vaghs úr miðbæ og heiti viðkomustaða á leiðinni, og ' Það var súrt fyrir Akurnes- inga að sjá 11 sinnum á eftir knettinum í mark sitt í leikn- um við Hollendinga. Hér birtast myndir af tveimur mörkunum. Það, sem sést á stærri myndinni, var þó ekki löglega skorað, Hol- lendingurlnn sló boltann með hendinni, en gerði það laglega svo dómarinn sá það ekki. — Ljósm.: 3v. Þorm. skrá yfir nætur- og helgidaga- akstur vagnanna. Utain á bókinni er svo einfalt kort yfir strætis- vagnaleiðir um bæinn. Leiðarbók strætisvagnanna verður til í skrifstofu strætis- vagnanna og afgreiðslu á Lækj artorgi, og einnig verður hún til í söluturnum á viðkomustöðum strætisvagnannia. ÖTGERÐARMENN - SKiPSTJÚRAR Hafið þér kylint yður hvað ROLLS-ROYCE diesel- vélaverksmiðjurnar bjóða yður í sambandi við kaup á diesel- vél í bát yðar? 1. Heimsþekkt vörumerki fyrir gæði. 2. Fullkomnar varahlutabirgðir hjá umboðsmönnum. 3. Tæknilega þjónustu viðvíkjandi niðursetningu og frá- gangi vélar í bátnum. 4. Sérmenntaða fagmenn sem annast viðhald og þjónustu vélanna. 5. Allt að 9000 klst. endingu á öllum helztu slithlutum vélanna. 6. Samkeppnisfært verð miðað við aðrar vélategundir. Tæknilega þjónustu, viðhald og viðgerðir annast BJÖRN & HALLDÓR H.F., Vélaverkstæði Síðumúla 9 — Sími 36030. Einkaumboð á íslandi fyrir Fyrstu ROLLS-ROYCE dieselvélarnar eru nú að koma til landsins, og verða settar í fiskibáta í Ölafs- vík, Vestmannaeyjum og Njarðvík. R R OLLS OYCE YÐUR SÉR TIL RÚMS EYNIÐ OLLS OYCE St einctvor Norðurstíg 7. — Sími 24123. /,/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.