Morgunblaðið - 29.06.1961, Page 1

Morgunblaðið - 29.06.1961, Page 1
20 síður origMttMtó iSi> 48. árgangur 142. tbl. — Fimmtudagur 29. júní 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sátfafundur fram á nótt sAttasemjarar boð- uðu fund með samninga- nefndum Dagsbrúnar og vinnuveitenda kl. 4 í gær- dag. Stóð sá' fundur fram að kvöldmat, en hófst að nýju kl. 9 í gærkvöldi. — Stóð fundurinn enn yfir, þegar blaðið fór í prentun í nótt. Laust eftir miðnætti átti Morgunblaðið tal við Eð- varð Sigurðsson, form. Dagsbrúnar og Kjartan Thors, form. Vinnuveit- endasambands tslands í því skyni að fá fréttir af gangi samningaviðræðna og samkomulagshorfum. Báðir sögðu, að verið væri að reyna að ná samkomu- lagi, en á þessu stigi væri ómögulegt að segja, hvort það tækist. : _ . ' ** . Lömunarveiki eykst í - Donmörku Kaupmannahöfn, 28. júní ýNTB) Á SÍÐUSTU tveim — þrem mánuðum hafa verið skráð fleiri lömunarveikitilfelli í Danmörku en á síðustu tveim árum 1959—’60 samtals — Hafa heilbrigðisyfirvöld kvatt 4>1 o A lóto foolu- almenning til að láta setja sig hið snarasta. Fimmtán tilfelli hafa verið skráð sl. tvo mánuði. Tveir hafa látið lífið en einn er sagður mjög þungt haldinn. Ummæli de Oaulle við fiéttamenn: Alsírmálið liKiega Seyst fyrir áramót Verður lausnin skipting landsins? Parls, 28. júní (NTB-Reuter) CHAIiL.ES de Gaulle, Frakk- landsforseti, skýrði frá því í gærkveldi, að hann hefði gefið skipun um að fækkað yrði í Forsætisráðh. Finn- lands dæmdur fyrir embættisafglöp Hetslngfors, 28. júní (NTB) — í DAG kvað finnskur stjórn arfarsdómstóll í Helsing- fors upp dóm yfir nokkrum forstjórum lífeyrissjóðs finnska ríkisins, þeirra á með al forsætisráðherra Finn- lands, dr. Veino Johannes Stikker og Adenauer sammála Bonn, 28. júní (NTM-Reuter) FRAMKVÆMDASTJÓRI Atl- anthafsbandalagsins, Dirk Stikk er, hélt í dag fund með frétta- rnönnum í Bonn og skýrði frá því að í athugun væri hjá NATO til bverrar ráðstafana skyldi grip- ið, ef til átaka drægi í Berlínar- málinu. Stikker og Adenauer hafa rætt þetta mál og eru sammála. Sukselainen. Menn þessir voru allir dæmdir fyrir að hafa misfarið með fé sjóðs- ins og sumir í háar fésektir. Mennirnir höfðu lánað þrem byggingarfélögum fé gegn lægri vöxtum en tíðkast í Finnlandi. Eiga margir þeirra hluta í fyrir tækjunum. Sukselainen, fórsætisráðherra, hlaut sektardóm, auk þess sem honum var gert að víkja úr stöðu sinni sem aðalförstjóri sjóðsins. Aðrir ákærðu fengu svipaða dóma og fésektir sem nema 20— 450 þús. finnskum mörkum. Fyr- irtækjunum, sem lánin fengu, var gert að greiða ríkinu aftur 343 milljónir marka í skaðabætur. Dómnum er hægt að áfrýja til hæstaréttar og mun hann væntan lega ekki koma til framkvæmda fyrr en hæstiréttur hefur fellt úr skurð sinn. Ekki þykir enn ljóst hver áhrif þetta getur haft í finnskum stjórnmálum. her Frakka í Alsír. Fyrst yrði ein herdeild franskra hermanna kölluð heim, en síðar fleiri. — Ennfremur sagði de Gaulle, að lausnin á Alsírvandamálinu kynni ef til vill að verða skipt- ing landsins. De Gaulle skýrði fréttamönn- um frá þessu í gærkvöldi í sam- kvæmi, sem hann hélt frönsk- um þingmönnum. Hann sagði Stórflóð í Japan TÓKÍÓ, 28. júní — (NTB — Reuter) — Þegar er vitað, að 82 menn hafa farizt í flóðun- um miklu á Japan og 147 er saknað. Áfram heldur að streyma úr loftinu og var í dag gefin út af stjórn- inni aðvörun um að enn fleiri fljót kynnu að flæða yf ir bakka sína. Hafa þúsundir manna verið fluttar frá bökk- um Kant-fljótsins suðvestan við Tókíó. Flóðin hafa þe-gar valdið miklu tjóni í bæjum og þorp- um og stór svæði ræktaðs lands liggja undir vatni. Samgöngur með járnbraut- um hafa lagzt niður með öllu og flugvélar SAS og KI.M geta ekki lent í Tokíó vegna úrkomunnar. þar, að franska stjórnin og al- sírska útlagastjórnin myndu hefja á ný samningaviðræðurnar í Evian, en taldi litlar líkur til þess, að hann og Ferhat Abbas, forsætisráðherra útlagastjórnar- innar, ræddust við persónulega. Hins vegar kvað de Gaulle lík- legt að Alsírmálið yrði leyst fyr ir árslok. De Gaulle sagði, að kæmust fulltrúamir í Evian ekki að samkomulagi, yrði lausn Alsírs- málsins sennilega sú, að landinu yrði skipt. Ef sú yrði raunin mætti búast við, að Frakkar héldu borginni Oran í Vestur- Alsír, vegna hinnar mikilvægu flotastöðvar Mers-El-Kebir. SVO sem sagt hefur verið frál í Morgunblaðinu hefur Kass-j em, hershöfðingi í Irak, gert kröfu til hins smáa en auð- uga ríkis Kuwait. Kassem virðist þó ekki eiga von mik- ils liðsinnis við þá kröfu, þvi að fjöldi ríkja, þeirra á með- al Arabíska sambandslýðveld- ið, hafa lýst yfir stuðningi við Kuwait og segjast munu virða sjálfstæði landsins. Meðfylgjandi mynd var tek- in fyrir tveim árum. Hún er af Abdullah A1 Salim A1 Sabah fursta af Kuwait og Kassem, hershöfðingja, og var tekin, þegar furstinn kom til írak til þess að leita ráða og stuðnings. Furstinn bar þá í brjósti mikinn ugg um, að Nasser, forseti Arabíska Sam- bandslýðveldisins liti olíulind- ir Kuwaits full miklum girnd- araugum. Hann virðist eftir síðustu fregnum að dæma hafa reiknað dæmið eitthvað skakkt. HULU LTFT Samkv. Reutersfregn lýsti franska stjórnin síðan yfir í dag, að yrði lokað fyrir allar sann- gjarnar leiðir til samninga við Framh. á bls. 19. Tillaga um aö víkja Portúgai úr NATO felld Liðsflutningum til Angola heldur áfram Londón Og Lissabon, 28. júní (NTB-Reuter) BREZKA ríkisstjórnin hafnaði í dag tillögu sem komið hefur fram í neðri málstofunni um, að lagt verði til, að Portúgal verði vikið úr Atlantshafsbandalaginu vegna stefnu stjórnar landsins í Angola. Edward Heath, aðstoðarutan- ríkisráðherra, svaraði fyrir hönd stjórnarinnar og kvað ekki þjóna neinum tilgangi að taka slíka af- stöðu til Portúgals. Tillagan var borin fram af ein- um þingmanni vinstri arms verkamannaflokksins, William Warby, sem hélt því fram, að stefna Portúgala bryti í bága við grundvallarhugmyndir lýð- ræðisins og einstaklingsfrelsis- ins. • „Til verndar þjóðarsóma“ Frá Lissabon berast þær fregn- ir að herdeild 2.480 hermanna hafi í dag farið með gufuskipinu „Vera Cruz“ á leið til Angola. Herdeild þessi hefur markmið — að sögn Mario Silva, herráðs- foringja — „að vernda þjóðar- sóma Portúgals“. Jafnframt var send 2000 manna herdeild til portúgölsku Guineu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.