Morgunblaðið - 02.07.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.07.1961, Blaðsíða 1
24 síður 0MHI$lIbfaW|í 48. árgangur 145. tbl. — Sunnudagur 2. júlí 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsina Iðnaðar- i gær NOKKRU eftir hádegi í gær dag undirrituðu sveinafélög járniðnaðarhópsins annars vegar og meistarafélög járn- iðnaðarhópsins hins vegar n.v.jan kjarasamning sín á milli. Er hér um að ræða fé- lög blikksmiða, bifvélavirkja, járniðnaðarmanna og skipa- smiða. Þegar blaðið fór í prentun í gær voru vinnu- veitendur enn á fundi með félögum byggingariðnaðar- manna og rafvirkjum. Munu allar horfur hafa verið á að ekki væri langt í samkomu- lag hjá þessum aðilum, svo að reikna má með, að öll iðnaðarmanafélögin taki upp vinnu eftir helgina. Sátta- fundir höfðu staðið nær sam- fellt allt frá því kl. 4 á föstu- dag. Samkomulagið er undir- ritað með fyrirvara um sam- Frh. á bls. 2 Moore, aðmíráll, og Willis, hershöfðingi, könnuðu liðið á Keflavíkurflugvelli í gær. (Ljósm. Mbl.: Markús) jóherinn tek við vörnum BANDARÍSKI flotinn tók við yfirstjórn varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli í gær. — Breyting þessi hefur verið í undirbúningi um skeið og mun brottflutningi banda- ríska flughersins, sem annazt hefur varnir landsins á und- anförnum árum, verða lokið innan tveggja mánaða. Það var Robert B. Moore, að- míráll, sem tók við yfirherstjórn varnarliðsins af Benjamin G. Willis við hátíðlega athöfn á Keflavíkurflugvelli skömmu fyr- ir hádegi í gær. Willis hefur gengt starfinu um tveggja ára skeið, ofursti að tign. Héðan fór hann hershöfðingi, því um leið Og hann fékk Moore aðmírál stjórnina í hendur var honum veitt hershöfðingjatign. Heri tveggja þjóöa til Kuwait — (Ivissa ríkjandi i§m áform Iraks - stjórnar KUWAIT og LONDON, 1. júlí. — (Reuter) —. TIL Kuwait komu f dag brezkar orrustuþotur, herlið og skriðdrekar, samkvæmt beiðni Abdullah al Salim as Sabbah, fursta, sem í gær óskaði eftir vernd Breta og fleiri aðila gegn ógnunum traks um að innlima fursta- dæmið. Brezka herliðið komið Um 850 manna heríliið var flutt í land úr 22,000 lesta flugvéla- móðurskipinu Bullwark, sem á- samt öðru brezku herskdpi hefur varpað aikkeruím úti fyrir Kuw- ait. Fhitti skipið einnig skrið- dreka, sem skipað hefur verið á land. Loks er lent í'Kuwait sveit af Hawker Hunter orrustuþotuim. Uggvænlegt við landamærin í Kiairo vair haft eftix kuwaitsk Frh. á bls. 23 ¦?"*¦¦:'';:.......------------------—¦————¦— Gaitskell, leiðtogi brezku stjórnarandstöðunnar gerði á opinberum fundi í Bristol í dag tillögu um, að Samein- uðu þjóðirnar sendi öryggis sveit til Kuwait, til þess að draga úr viðsjám þar. Lýsti Gaitskell að öðru leyti fylgi við aðgerðir brezku stjórn- arinnar í málinu. Seint í gær bárust fyrstú fregnir' um að herlið frá Saudi-Arabíu væri einnig komið til Kuwait. ------------------? ? Veður var sæmilegt á flugvell- inum við athöfnina í gær. Dálítill kaldi, en þurrt veður. Margt manna var viðstatt m. a. ráðherr- ar og fulltrúar NATO-ríkjanna hér. Athöfnin hófst með því að sveit ir flughers Og flota gengu fylktu liði inn á opið svæði framan við flugvallarhótelið. Fór mikill lúðraflokkur fyrir og lék her- göngulög. Síðan birtust þeir Moore að- míráll og Willis hershöfðingi og könnuðu liðið. Willis hershöfð- ingi, flutti ræðu og þakkaði mönn um sínum fyrir góða þjónustu Og framkomu. Minnti hann á til- gang varnarsamtaka vestrænna þjóða og sagði það væri trúa sín, að einungis með því að vera vel á verði yrði komizt hjá átökum: „Við erum alltaf reiðubúnir og þess vegna vonum við, að ekki komi til átaka, að við þurfum ekki að berjast. Á þessum grund- velli eru varnarsamtök lýðræðis- þjóðanna byggð", sagði hann. Moore, aðmíráll, tók því næst til máls og- sagði, að varðstöðin á íslandi væri „einstaklega" mik- ilvæg varnarkerfi NATO-þjóð- anna, lífsnauðsynleg vörnum þeirra. Og þar eð bandaríski sjóherinn væri ábyrgur fyrir hinu „fljúgandi" ratsjárkerfi yfir þessum hluta N.-.Atlantshafs ins, hefði það fallið í skaut hans að taka við yfirstjórn varnarliðs- ins hér. Hann sagði, að sáttmáli Atlants hafsbandalagsins væri einn sá styttsti og ljósasti af öllum al- þjóðasáttmálum og þar lýstu öll aðildarríkin það sitt höfuðmark- mið að vernda frelsi, sameigin- legar erfðir og menningu þjóða sinna, sem grundvölluð væri á lýðræði, frelsi einstaklingsins, lögum og rétti. Síðasta hluta ræðunnar flutti hann á íslenzku Frh. á bls. 23 C/;n 30 farast í flugslysi BUENOS AIRES, 1. júlí (Reut- er). — Talið er að um 30 manns hafi látið lífið, þegar argentinsk farþegaflugvél fórst hér í dag. Ellefu var bjargað úr flaki henn ---------——„—.-------^------_— ;'! aw«!í<V^'«?'1^Í^V*rti«w>W»^^ Brezka 32,000 lesta herskipið Bulwark, liggur nú við akkeri fyrir utan Kuwait, en bangað flutti það lið brezkra hermanna, ar og farið með þá í sjúkrahús. Flugvélinni hlekktist á skaimmit frá fluigvelliinium í hvössu veðri í gærkvöldi og ko<m upp eldur i hencná. — Samkvæmt upplýsing- im eigenda flugvéiarininair, Com- painia Transcontinental, var hún að kotmia fflá Oordoba í Mið- Argeaiitínai með um 35 fairþega og fkrum manna áhöfin. I desem'ber mánuði síðastliðn- um fáriust 34 fiairþegar með argentínskri flugvél uim 60 mikir norðvestur af Buenos Aires. Lesbók Morgunblaðsins fylgir blaðinu ekki í dag né um næstu helgar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.