Morgunblaðið - 02.07.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.07.1961, Blaðsíða 13
f Sunnudagur 2. júlí 1961 MORGVNBLAÐIÐ 13 (Ljósm. Mbl. Markús) Vinna hafin að loknu verkfalli. REYKJAVÍKURBRÉF Fimm vikna verkfall AÐ SJALFSÖGDU eru allir góðviljaðir menn því fegnir, að nær fimm vikna verkfalli Dags- brúnar skuli nú vera lokið. Ekki þarf að eyða orðum að því, hví- líkt tjón er af slíkri vinnu- Stöðvun, jafnt fyrir þjóðina í heild sem verkamenn og vinnu- veitendur. Sýnt er, að verka- menn hafa nú þegar tapað meira í missi vinnlauna en hinni samn ingsbundnu kauphækkun nemur miðað við eins árs tímabil. Svo mundi vera, jafnvel þó að kaup- hækkunin kæmi verkamönnum að fullum notum, en því er ekki að heilsa. Hækkkunin hef- ur óumflýjanlega í för með sér margs konar verðhækkanir, sem hljóta að verulegu leyti að éta upp hina formlegu kauphækkun. Bein lagafyrirmæli segja fyrir um, að þannig skuli fara um innlendar landbúnaðarvörur. — Dreifingarkostnaður þeirra hækk ar þegar í stað og sjálft vöru- verðið eftir 2—3 mánuði. Ofan á þetta bætist ótal margur ann- ar kostnaður, sem ógerningur er að halda niðri. Álagning á venju legar verzlunarvörur er svo lág, að óhugsandi er annað en að hækka hana þegar kostnaðurinn hækkar. Flest innlend þjónusta er að mestu fólgin í launum og verður gjald fyrir hana þess vegna að fylgja laununum, hvort sem mönnum er það ljúft eða ieitt. Á Akureyri er búið að ákveða útsvarshækkun beinlín- is vegna kauphækkunarinnar. r 1 Utflutniiigurinn má ekki stöðvast Enn alvarlegra er, að útflutn- ingsframleiðslan þolir yfirleitt ekki neinar kauphækkanir. Tog- araútgerðin hefur mjög átt í vök að verjast og sýna t. d. reikningar bæjarútgerðanna fyr- ir sl. ár stórfellt tap. Bátaút- vegsmenn hafa og flestir átt fullt í fangi með að bjarga sér. Er þess skemmst að minnast, þegar kommúnistar og Fram- eóknarmenn vildu fá þá á aðal- fundi L.Í.U. fyrir síðustu ára- mót til að lýsa yfir veiðibanni, ef ríkisstjórnin tryggði þeim ekki stórfelldar hagsbætur. Slík- um bótum varð ekki náð nema Laugard. 1. júlí , með almennri kauplækkun, op- inberum styrkjum eða gengis- fellingu. Jafnframt því, sem stjórnarandstæðingar kröfðust þess arna í hópi útgerðarmanna, egndu þeir verkamenn til kröfu- gerðar um stórhækkað kaup. — Skemmdarverkamennirnir hafa nú uppskorið ávöxt þeirrar iðju á þann veg, að engum dylst, að þörf er nýrra stórfelldra ráð- stafana til að forða útgerðar- stöðvun. Ýms félög innan SÍS hafa þegar dregið þá ályktun af kauphækkununum að lækka fiskverðið. Þau láta sem sé sjó- menn og útgerðarmenn borga brúsann. Telja tilganginn helga meðalið Hvernig stendur á því að skynibornir menn skuli misbeita trúnaði sínum innan verkalýðs- félaganna til að leiða þvílíka ógæfu yfir þau og þjóðarheild- ina? Ástæðan er sú, sem einn verkfallsvarða sagði, þegar hann var spurður um, hvort hann sæi ekki tjónið, sem hann og aðrir verkamenn væru að baka sjálf- um sér. Hann svaraði: „Það gerir ekkert til um pen- ingana, bara að við komum hel- vítis ríkisstjórninni frá.“ Þetta er hinn eiginlegi kjarni baráttunnar. Forsprakkarnir vita að eins og nú hagar til í íslenzku efnahagslífi geta al- mennar kauphækkanir ekki leitt til þvílíkra kjarabóta, að bar- áttan svari kostnaði. Hér eru annars vegar á ferð- um menn, sem vinna markvisst að því að sundra lýðræðisþjóð- félagi. Þéir vita ofurvel hvað þeir eru að gera. Afsökun þeirra er sú, að þeir telja sig fyrst þurfa að rífa niður til þess síð- an að byggja upp annað betra í stað þess gamla. Þessum mönn- um skjátlast hrapallega, en þeir eru þó að vissu leyti í góðri trú. Á hinn bóginn eru hreinir pólitískir ævintýramenn, Fram- sóknarbroddar, sem telja sig borna til þess að vera við völd og halda, að ráðherradómurinn sé þeim áskapaður eins og læri- meistari þeirra komst forðum að orði. Þessir menn una því ekki að hafa orðið undir við kosn- ingar og fá ekki að sitja ótrufl- aðir að kjötkötlum ríkissjóðs. Þess vegna misnota þeir bæði vald sitt sem atvinnurekendur og ráðamenn í einstaka verka- lýðsfélagi til að reyna að hindra viðreisn efnahagslífsins og þar með knýja ríkisstjórnina frá völdum. Þrástagl Tímans Þrástagl Tímans undanfarnar vikur á móti gengislækkun eða öðrum ráðstöfunum til bjargar útflutningsatvinnuvegunum frá afleiðingum kauphækkana, sem þeir geta með engu móti borið, sannar þeim, er þekkja starfs- hætti Framsóknar, að broddar hennar ekki aðeins telja, að slík ar ráðstafanir séu óumflýjanleg- ar heldur beint sækjast eftir þeim. Þegar Framsóknarbrodd- arnir stefna að einhverju, sem þeir halda óvinsælt, er það föst regla þeirra að kenna öðrum um, og hamra endalaust á slík- um ásökunum, svo að þær fest- ist í því liði, sem ekkert blað les annað en Tímann. í öðru orðinu lætur Tíminn svo sem „samdráttarstefna" rík- isstjórnarinnar sé búin að koma hér öllu í kalda kol. Allur sá málflutningur er næfurþunn upp suða úr hinni alræmdu móðu- harðindaræðu Karls Kristjáns- sonar. Staðreyndin er hins veg- ar sú, að árið 1960 var einkar hagstætt fyrir allan þorra bænda stéttarinnar. Geiigislækkunin bjargaði SÍS Sú skýring á hjálpsemi SlS við kommúnista, að það geti tekið á sig kauphækkanir án hækkunar vöruverðs hlýtur að byggjast á því, að viðreisnarráð stafanirnar hafi bjargað SÍS af heljarþröm. Árið 1959 var erfitt fyrir SlS, enda voru miklir kveinstafir yfir erfiðu ástandi bornir fram í ársskýrslu, sem gefin var á aðalfundinum 1960. Reikningslega var hagurinn 1960 svipaður og 1959, en nú voru kvartanir yfir þröngum álagn- ingarreglum horfnar úr skýrsl- unni. Raunverulega bætti SlS hag sinn 1960 að tvennu leyti frá 1959. í fyrsta lagi varð hag- ur skipadeildarinnar mun betri, í öðru lagi reyndist rekstur iðn- aðarfyrirtækja SÍÍS miklu hag- kvæmari en fyrr. Haft er eftir forstjóra SÍS, að hann hafi sagt, að gróðinn á þeim fyrirtækjum hafi orðið svo mikill, að eðli- legt hafi verið að láta verka- fólkið njóta góðs af. Hitt gleymd ist að lækka vöruna, jafnskjótt og batnandi hagur kom í ljós. Ómerkja eigin ásakanir Bættur hagur skipadeildarinn- ar á að vísu að nokkru leyti rætur sínar að rekja til þess, að rússneska stjórnin létti af SÍS hallanum á útgerð Hamrafells, a.m.k. nokkurn hluta árs, með því að greiða hærri skipaleigu en heimsmarkaði svaraði. Eins munu Rússar hafa keypt veru- legt magn af iðnaðarvörum af fyrirtækjum SÍS fyrir hag- kvæmt verð. Gæfumuninn gerði samt gengisfellingin 1960 og efna hagsráðstafanir ríkisstjórnarinn- ar. Ef þær hefðu ekki komið til, myndi hagur þessara fyrir- tækja SÍS sízt hafa batnað að öðru leyti en vegna Rússavið- skiptanna frá því, sem áður var. Þessi fyrirtæki SÍS sanna þess vegna í verki, að því fer svo fjarri að stefna ríkisstjórnarinn- ar miði til samdráttar og at- vinnustöðvunar, að hún sam- kvæmt afsökunum SÍS-herranna sjálfra hefur gert þeim fært að greiða stórhækkað kaup!! Raunverulegar tekjur Almenningur á að vonum erfitt með að átta sig á öllum hinum mismunandi tölum um lífskjör og samanburð þeirra undanfarin ár. Hækkanir á ýms um neyzluvörum, sem kaupa þarf daglega, hafa gert það að verkum, að fólki hefur fundizt verðlagshækkunin í heild miklu meiri en hún raunverulega varð. 1 skjóli þessa hafa stjómarand- stæðingar endurtekið æ ofan i æ, að ómöuglegt væri fyrir hina lægstlaunuðu að lifa á umsömdu kaupi. Þeir hafa þá gjaman spurt, hvernig fjölskylda ætti að lifa á rúmum 4000 krónum á mánuði. Að vísu er rétt að þetta var lægsta kaup samkvæmt Dagsbrúnartaxta. En þess ber að gæta að fáir vinna sam- kvæmt þeim taxta, svo að hið almenna kaup var mun hærra, flestir hafa einhverja eftirvinnu eða aðrar aukatekjur og barna- fólk fær fjölskyldubætur. Batnandi kjör Meðaltekjur verkamanna í Rvík voru árið 1960 ekki um 50 þúsund krónur, eins og ætla hefði mátt af tali Tímans og Þjóðviljans, heldur rúmar 75 þúsund krónur. Þar við bættust fjölskyldubætur, sem gerðu að verkum, að hjón með 3—4 börn fengu viðbót, sem hækkaði tekj- urnar upp í yfir 80 þúsundir króna. Enn er þess að gæta, að skattar höfðu stórlækkað, á slíkri fjölskyldu um 6—7 þús. kr. frá árinu áður. Sannleikur- inn er þess vegna sá, að hagur meðalfjölskyldu var mun betri á árinu 1960 heldur en hann hafði verið 1959, og þá var hann betri en 1958, svo að ekki sé talað um 1957, eina heila valda- ár V-stjórnarinar. En það er einnig eina árið, sem hag verka- manna beinlínis hrakaði hin síð ari ár. Fyrir einhleypa men er útkom an vafalaust óhagstæðari. En með fjölskyldubótum og skatta- lækkun var einmitt að þvi stefnt að jafna metin milli fjöl- skyldumanna og þeirra, sem úr meira fé hafa að spila vegna þess að þeir þurfa ekki að sjá fyrir öðrum en sjálfum sér. Launajöfnuður En því ekki að láta launa- hækkanir einungis verða hjá hinum lægstlaunuðu? Hvort sem hin lægstu laun eru 50 þús- undir, 70 eða 80 þúsundir, þá er það vissulega minna en skyldi. Af hverju ekki láta sér nægja hækkanir til hinna verst settu en hindra hækkanir til annarra? En hver á að hindra hækkanirnar? Hin minni stéttar félög hafa sum ekki síður sterk tök á þjóðélaginu heldur en hin fjölmennari, og þau eru alls ekki á því að hagga þeim mun á tekjum stéttanna, sem á hefur komizt. Iðnaðarmenn munu þvert á móti halda því farm, að á sig hafi verið hall- að í þessum efnum að undan- förnu. Aðalatriðið er þó það, að launamunur á íslandi er minni en nokkurs staðar annars stað- ar þekkist. Vegna mismunandi tilkostnaðar, menntunar og af- kasta, hefur hvergi tekizt að hafa algeran launajöfnuð. í kommúnistaríkjum, sem segjast stefna að launajöfnuði, er launa- munur miklu meiri en á ís- landi og í öðrum lýðræðislönd- um. Vilja ekki vandasamari stöður Hér hefur stundum reynzt erfitt að fá menn til áð taka að sér hinar vandasamari stöður, áf því að launin fyrir þær eru minni, þegar allt kemur til alls, en undirmenn með miklu minni ábyrgð hljóta. Óheilindi stjórn- arandstæðinga, þegar þeir tala um hækkun til hinna lægstlaun- uðu verða og augljós, þegar þeir samtímis fárast yfir, að t. d. læknar og verkfræðingar beri allt of lítið úr býtum. Fáar eða engar stéttir hér munu hafa betri kjör en þessar. Með þvi er ekki sagt að of vel sé við þær gert. En það er ekki hægt að halda því samtímis fram, að einungis eigi að bæta kjör hinna verst settu og býsnast yfir því, að þessir hálaunamenn á íslenzk an mælikvarða hafi svo litlar tekjur, að þeir verði landflótta þess vegna. Tvcggja vikna töf E. t. v. segja sumir, að þýð- ingarlítið sé að tala um þessi efni nú eftir verkfallið. En allt þarf þetta jafnt úrlausnar eftir verkfallið sem áður. Verkfallið sjálft leysti engan vanda, held- ur skapaði einunngis nýja erfið leika. Erfiðleika, sem verður að leysa áður en varir og for- sprakkarnir beinlínis vildu magna með aðförum sínum. Hvað fyrir þeim vakti sást glögg lega á því, þegar þeir héldu verkfallinu áfram a.m.k. tvær vikur einungis út af yfirráðum yfir hinum svokölluðu styrktar- sjóðum. Að lokum féllust þeir þar á fyrirkomulag, sem veittu Dagsbrún í raun og veru minni yfirráð yfir sjóðnum en hún hefði getað fengið frá fyrstu. Hér eru því bersýnilega ann- arlegar ástæður að verki. Hrein skemmdarstarfsemi, sem bitnar harðast á verkalýðnum, er hinir ótrúu foringjar þykjast vera að vinna fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.