Morgunblaðið - 05.07.1961, Síða 1

Morgunblaðið - 05.07.1961, Síða 1
20 síður tflæstiréttur Svíþjóðar úrskurðar: Helanders tekiö upp að nýju Hann var dæmdur fyrir níðbréfa- skrif í árslok 1953 Stokkhólmi, 4. júlí (Reuter) — HELANDER, fyrrum biskup lútersku kirkjunnar í Sví- þjóð, sem sviptur var kjóli og kalli árið 1954, vegna níð- bréfaskrifa, hefur fengið staðfesta fyrir hæstarétti Sví- þjóð, sem sviptur var kjóli urupptöku máls síns. Ný sönnunargögn Gaf hæstiréttur í dag út úr- skurð um, að málið skyldi tek- Helander blskup gengur í réttarsalinn 1953 ið fyrir að nýju, þar sem hinn dæmdi hefði lagt fram ný sönn- unargögn, er gæfu tilefni til að aftur yrði fjallað um sök þá, er hann var talinn sannur að í desember 1953, er dómur var kveðinn upp. Helander, sem nú er 64 ára gamall, var dæmdur fyrir að hafa skrifað 190 nafnlaus bréf til presta með rógi um keppi- naut sinn í biskupskosningu, prófessor Hjalmar Lindroth, og prest einn í Uppsölum, Erik Segelberg. I kosningunni hlaut Helander flest atkvæði. „Mesta hneyksli sænsku kirkjunnar“ Yfir 50 vitni komu fyrir rétt í málinu á sínum tíma, en rétt- arhöldin stóðu í 17 daga og vöktu feikna-athygii. Var þetta Frh. á bls. 2 E1111 óeirðir A1 s 1 r ALSÍR, 4. júlí (Reuter-NTB) — Mikill viðbúnaður er nú hjá frönsku öryggislögregliunni hér í Alsír til þess að afstýra óeirð- um, sem búizt er við á miðviku- dag, þegar uppreisnarmenn munu efna til mótmælaaðgerða gegn skiptingu Alsír. Síðasta sólarhring hefur verið fluttur hingað liðstyrkur m. a. frá Fraikk landi, auk margskonar varúðar ráðstafana annarra. Hitabylgja varð yíir 60 manns a§ bana í Frakklandi og Hollandi Paris, 3. júlí (Reuter) YFIR 60 manns í Frakklandi og Hollandi létu lífið í hita- bylgjunni, sem gekk yfir V.- Evrópu um síðustu helgi. í Frakklandi dóu 43 af sól- stungu eða drukknuðu, og í Hollandi drukiknaði tuttugu og einn. Samkvæmt upplýsingum veðurstofu hér, va'r á sunnu- daginn heitást í París af öllum höfuðborgum álfunnar — og heitara þar en á Sahara eyði- mörkinni. Vélbyssuskyttur og skriMrekar al æÍmgunHl' úljaðri Kuwait. í Kuwait er nií tii reiöu 20 þús. manna herliö Home lávarður telur sjálfstæði landsins borgið um sinn London, Kuwait, New York, 4. júlí. — (Reuter-NTB-AFP) Y FIR 20.000 hermenn, helmingurinn brezkir en hinir arabiskir sjálfboðaliðar, voru á þriðjudag í Kuwait reiðu- búnir til að mæta hugsanlegri innrás frá írak. Liðsflutn- ingum brezka hersins frá Austur-Afríku og herbúðum við Miðjarðarhaf var haldið áfram, en þeim mun væntanlega verða lokið á morgun eða fimmtudag. Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna mun taka málið til meðferðar að nýju á miðvikudag. — Brezki utanríkisráðherrann, Home lávarður, skýrði frá því í London í dag, að liðsflutningun- um yrði bráðlega hætt Og þá ein- ungis haldið áfram nauðsynleg- um birgðaflutningum. Við landamærin f morgunsárið á þriðjudag höfðu fjölmennir hópar arabiskra sjálfboðaliða safnast saman um- hverfis Fort Multa, sem þjóðveg- urinn liggur um skammt frá landamærum Kuwait og íraks. Voru þeir allir búnir gljáfægðum vopnum og virtust ótruflaðir af hinum gífurlegu hitum, sem þjáð hafa brezka hermenn á þessum slóðum. Skip á leiðinni Skip þau, sem í gær var sagt frá, að lögð væru af stað frá Möltu, eru væntanleg til Port Said á miðvikudag. Skýrði tals- maður utanríkisráðuneytisins í London frá því, að brezka stjórn- in hefði tilkynnt stjórn Arabiska sambandslýðveldisins, að flota- deild þessi mundi fara um Suez- skurðinn. Eru þetta 4 tundur- tuflaslæðarar Og eitt birgðaskip. — Þá er von á til Kuwait flug- vélamóðurskipinu „Centaur“ sem er um 20 þús. lestir að stærð, og a. m. k. 3 tundurskeytabátum frá Gíbraltar. Moskvu-útvarpið hélt þvi fram í dag, að 5 bandarísk herskip væru kominn inn í landhelgi Kuwait. Þeirri staðhæfingu var þegar vísað á bug af utanríkis- ráðuneytinu í Washington. Liðsflutningum brátt hætt Home, utanríkisráðherra Breta komst svo að orði á fundi með erlendum fréttamönnum í Lund- únum í dag, að brezka stjórnin hyggðist flytja til Kuwait nægi- lega öflugt herlið, til þess að geta með vissu tryggt sjálfstæði furstadæmisins. Lét hann í ljós Framh. á bls. 19 Moore nauðlenti ÞYRILVÆNGJA frá varnar liðinu nauðlenti í gærmorgun í hrauninu sunnan við Hafn arfjörð. Engin slys urðu á mönnum. I þyrilvængjunni var Moore, aðmíráll, er tók við yfirstjórn varnarliðsins á laugardaginn. Var hann á leið frá Keflavík til Reykjavíkur til þess að taka þátt í fagnaði bandarískra sendimanna hér í bænum, en í gær var þjóð- hátíðardagur Bandaríkjanna. — Yfir hrauninu bilaði hreyf- ill þyrilvængjunnar og lenti flugmaðurinn heilu og höldnu ’ um 5 km. sunnan Hafnarfjarð ar, á troðningi skammt frá veginum. Gekk lendingin vel. Fulltrúar bandaríska sendi- ráðsins munu hafa verið komn ir út á Reykjavíkurflugvöíl til þess að taka á móti aðmír- álnum, en þeir óku strax suð- ur í liraun til þess að ná í aðmírálinn, er fregnin um nauðlendinguna barst. Skipt verður um hreyfil á þyril- vængjunni í hrauninu (þar sem myndin var tekin), að því er Mbl. fregnaði í gær. (Ljósm. Mbl. Markús)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.