Morgunblaðið - 05.07.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.07.1961, Blaðsíða 3
Miðvik'udagur 5. júlí 1961 MORGUTSBLAÐIÐ 3 U M fyrri helgi héldu Rotaryklúbbar á íslandi umdæmisþing á Siglufirði, og lauk því með för á Drang til Grímseyjar. Ná- lcga 70 manns tóku þátt í þessari för, og nálega 70 voru sjóveikir báðar leið- ir, en töldu þó flestir að Grímseyjarför lokinni, að ferðin hefði verið ógleym- anleg. Fréttamanni blaðsins gafst kostur á að fara með Rotary- mönnum til Grímseyjar. Lagt var af stað frá Siglufirði kl. tvö síðdegis á sunnudag í glampandi sól og . blíðskapar- veðri. 'Fararkosturinn var hinn nýi áætlunarbátur Drangur, sem tók við af fyrir- rennara sínum í hitteðfyrra. Þau urðu hinsvegar örlög gamla Drangs að honum var sökkt við Höephnersbryggju á Akureyri, og er þar notaður í bryggju stað. Reynt að kveða burt sjóveikina Ekki hafði lengi verið siglt, er bera tók á því að skipið ylti óþægilega, og gerðust þá Kórinn, sem reyndi að syngja af sér sjóveikina. Á myndinni má m.a. sjá Unndór Jónsson (lengst tii vinstri), Iæknana Ólaf Þ. Þorsteinsson (með sólgleraugu) og Guðmund Karl Pétursson (með hatt). Lengst til hægri er Eðvarð Sigurgeirsson, ljósmyndari. Næstur hon- um stendur séra Pétur Sigurgeirsson, sóknarprestur Grímseyinga (með svartan hatt), og Bjarni Jónsson, úrsmiður (með myndavél). — Svo fór þó að lokum að sjóveiki herjaði á kórinn, og tvístraðist þá hópurinn. Grímseyjaríör Þetta hús, sem stendur skammt fyrir ofan höfnina í Grímsey, mun vera eitt elzta húsið á eynni, frá dögum einokunarverzlunarinnar. ýmsir fölir í andliti. Sumir tóku það ráð, að safnast sam- an úti á þilfari, og myndaðist þar brátt álitlegur kór, sem greinilega reyndi að syngja af sér sjóveikina undir forystu þeirra séra Péturs Sigurgeirs- sonar, sem er sóknarprestur af og til á Esier, sem sigldi á Eyjafirðinum áður en gamli Drangur kom til sögunnar, og loks á Drang. — Nokkuð um svaðilfarir? — Nei, ekki get ég sagt það, hér hefur alltaf verið rólegt. Það lá að vísu við einu sinni að kona ætti barn • um borð, en það varð ekki af því. Lögfræðingur og lyfsali við stýrið Á þessari þriggja tíma sigl- ingu til Grímseyjar gripu tveir fyrrverandi sjósóknarar, Árni Þorbjörnsson lögfræðing ur á Sauðárkróki og Snæbjörn Kaldalóns, lyfsali á Siglufirði, í stýrið. Árni var átta ár á síld, og eitt og hálft ár á trolli, á Snorra goða og gamla Geir. Snæbjörn var á togar- anum Agli Skallagrímssyni í Grímseyinga búsettur á Akur- eyri, og Guðmundar Karls Péturssonar yfirlæknis. En svo fór að lokum, að raddirnar tíndust ein af ann- arri út að borðstokknum, og færðu Ægi miklar fornir. Kom þar brátt að enginn mað ur var uppi standandi, og voru sumir svo veikir, að þeir lágu fyrir á bátadekkinu og máttu sig ekki hræra, enda valt skip ið mikið, eftir að komið var út fyrir mynni Siglufjarðar. Verst var þó ástandið í far- þegasal, og m. a. var þjónninn svo óheppinn að fá á sig væna gusu á bakhlutann! Sigurbjörn Sæmundsson — elzti Grímseyingurinn Lá við fæðingu í brúnni hittum við skip- stjórann, Guðbjart Snæbjörns son, sem stígur ölduna við stýrið, og lætur sér fátt um finnast, þó skipið velti. — Þetta er greinilega ekki fyrsta ferðin á þessari leið Guðbjartur. — Nei, ekki aldeilis. Ég hefi siglt hér um slóðir í 22 ár, fyrst mótoristi á Mjölni, og síðan stýrimaður, og skipstjóri Guðbjartur Snæbjörnsson skipstjóri — Allt rólegt í 22 ar. Ymsir voru svo illa haldn- ir af sjóveikinni, að þeir lágu úti á bátadekki og máttu sig ekki hræra. fjögur ár, Og var á skipinu 1930, er það setti síldarmet, sem ekki hefur verið slegið til þessa. Þá fékk Egill Skalla- grímsson 34 þúsund mál á sjö vikum. — I þá daga voru engin löndunartæki til, segir Snæ- Framh. á bls. 18. STAKSTEIiVAR Öllu snúið öfugt í því er fólgin fáheyrð blekk- ing, þegar niðurrifsbandalagið, Framsóknarmenn og kommúnist ar, halda því nú fram, að ríkis- stjórnin beri fyrst og fremst á- byrgð á því að verðlag hlýtur nú að hækka vegna kauphækkana þeirra, sem orðið hafa. Það er einmitt rikisstjórnin, flokkur hennar og málgögn, sem varað hafa eindregið við því að nýtt kapphlaup væri hafið milli kanp gjalds og verðlags. Af því hlyti að leiða aukna verðbólgu. Launþeg- um myndi því ekki verða sú kjarabót að kauphækkuninni, sem þeir vildu fá. Þetta er sannleikurinn í mál- inu. Framsóknarmenn og komm- únistar hafa barizt eins og ljón fyrir því að hleypa verðbólgu- hjólinu af stað að nýjiu. Ef ekki verður að gert með nýjum varn arráðstöfunum, hlýtur það sem nú hefur gerzt að leiða til stór- aukins hallareksturs flestra greina athafnalífsins. Það kemur í hlut ríkisstjórnarinnar að koma í veg fyrir að slík ógæfa dynji yfir þjóðina. En almenningur hlýtur að gera sér það Ijóst, að það er hið ábyrgðarlausa atferli stjóranrandstöðunnar sem hefur leitt yfir hana þá hættu á nýju verðbólguflóði, sem hér hefur ver ið lýst. Hanzkinn tekinn upp fyrir sjávarútveginn Halldór Jónsson, ritstjóri Sjó- mannablaðsins Víkings, ritar í síðasta tölublað blað síns forystu grein, þar sem hann tekur upp hanzkann fyrir sjávarútveginn, sem hann telur hafa orðið fyrir ómaklegum árásum. Telur hann að of mikið sé gert af því að benda á það, sem miður fari hjá útveginum en síður vakin at- hygli á hinu að við eigum afkasta mestu og ötulustu fiskimanna- stétt á heimsmælikvarða. Lýkur hann grein sinni með þessum orðum: „Heiðarleg og rökstudd gagn- rýni á því sem miður fer er lífs- nauðsyn hverju þjóðfélagi. En það er andlegur geldneytisháttur að fjasa sífellt um misferli ann- arra en finna hvorki sjálfur, né vilja styðja aðra við raunhæfa lausn til þess að leysa vandann“. Sjálfum sér samkvæmir! í fyrrahaust héldu kommúnist ar og Framsóknarmenn því fram, að sjávarútvegurinn, vélbáfaút- gerð, togarar og hraðfrystihús væru á heljarþröm. Þeir hvöttu þessa aðila af alefli ti! þess að krefjast stuðnings af hálfu ríkis valdsins og útmáluðu erfiðleika þeirra á alla lund. Nú koma þessir sömu Fram- sóknarmenn og kommúnistar og segja að útflutningsframleiðslan geti hæglega borgað 18% kaup- hækkun á einu ári. Þjóðviljinn grípur jafnvel til gamalla fullyrð inga um „ofsagróða“ einstakra freimleiðenda. Svona er samræmið í orðum og athöfnum þessara manna. Tíminn hefur líka birt um það fjölda greina, hversu hörmulegur hagiur SÍS og kaupfélaganna sé vegna efnahagsráðstana við- reisnarstjórnarinnar. Þrátt fyrir þessar fullyrðingar eru það SÍS- herrarnir sem taka sig út úr sam tökum vinnuveitenda og semja um stórfelldar kaupphækkanir. Þá var afkoma SÍS ekki slæm!!! Annars eru Framsóknarmenn mjög framlágir um þessar mund ir. Þeir höfðu gert sér von um að kauphækkanirnar myndu knýja rikisstjórnina til að segja af sér. En slíkt kemur auðvitað ekki til mála. Þvert á móti er nú meiri nauðsyn á því en nokkru sinni fyrr að hún haldi viðreisn arstarfi sínu áfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.