Morgunblaðið - 05.07.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.07.1961, Blaðsíða 10
10 MORGlJTSBLAÐlb Miðvik'udagur 5. júlí 1961 ftfttMofrifr Utg.: H.f. Arvakur Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. HÆKKANIRNAR SICLA í KJÖl Ij' IN S og vitað var fyrir- fram, hljótast víðtækar hækkanir af þeirri kaup- gjaldshækkun, sem knúin var fram í vefkföllunum. Því miður er líklegt að hin mikla kauphækkun verði til þess að litlar eða engar raunhæfar kjarabætur náist í ár. Hins vegar hefði örugglega mátt ná nú þegar raunhæfum kjarabótum, ef kröfunum hefði verið stillt í hóf. Sjálfsagt hefði atvinnuveg- unum, mörgum hverjum, reynzt erfitt að standa sjálf- ir undir 6% kauphækkunum eins og sáttasemjari lagði til í miðlunartillögu sinni. Þó var nokkur von um að það hefði getað tekizt og sú kauphækkun að verulegu leyti orðið raunhæf, því að ekki hefðu þá aðrar vörur og þjónusta þurft að hækka að ráði en landbúnaðarafurð- ir. Hitt var fyrirfram vitað að meiri kauphækkun hlaut óhjákvæmilega að leiða til almennra hækkana og ein- hverra gagnráðstafana. Ríki og bæjarfélög verða að sjálfsögðu að auka álög- ur á borgarana til að standa undir hinum auknu útgjöld- um. Á Akureyri stóð verk- fall skemur en hér í Reykja- vík, en þegar í lok þess end- urskoðaði bæjarstjórnin fjár- hagsáætlun og hækkaði út- svör. Var" engra annarra kosta völ, því að auðvitað verða bæjaryfirvöld að sjá svo um að endarnir nái sam- an í fjármálunum. Öll önnur bæjarfélög verða að sjálf- sögðu að fara eins að og bæjarstjórn Akureyrar og afla fjár vegna hinna auknu útgjalda. Hér í blaðinu hefur verið greint frá því, að útgjöld ríkissjóðs aukist um hvorki meira né minna en 10 millj. króna við hvert 1%, sem laun hækka um. Vegna vinnu deiínanna má því búast við nokkuð á 2. hundrað milljóna kr. útgjaldaaukningu ríkis- sjóðs. Tekna til að standa undir þeim útgjöldum er á engan annan hátt hægt að afla en með álögum á borg- arana sjálfa. Þannig hverfur aftur verulegur hluti kaup- hækkananna. ÞAÐ, SEM MEST RÍÐUR Á TI/FEÐAL hinna heillavæn- legu áhrifa af efnahags- ráðstöfunum á síðasta ári má FARIÐ nefna það, að samkeppnis- aðstaða fjölmargra íslenzkra fyrirtækja á erlendum mörk- uðum gjörbreyttist til batn- aðar. Þannig hafa íslending- ar þegar hafið útflutning á húsgögnum, vefnaði og ull- arvörum margs konar. Allt var þetta að sjálfsögðu geysi- mikilvægt, því að alkunnug er sú nauðsyn að auka fjöl- breytni atvinnuveganna. Rétt gengisskráning mun tryggja það að íslendingar geti orð'ið iðnaðarþjóð í sí- vaxandi mæli. En það voru fleiri atvinnugreinar, sem styrktust við gengisbreyting- una. Þannig hefur hún gert íslenzkum skipafélögum kleift að keppa á alþjóða- siglingaleiðum, og hefur Eim skipafélagið þegar tekið upp slíkar siglingar. Á sama hátt vænkaðist mjög hagur flug- félaganna og er útlit fyrir mikinn vöxt þeirra, ef áfram verður hér traustur fjárhag- ur. — Allir eru sammála um það að íslendingar hafi síðasta hálfan annan áratuginn dreg izt aftur úr nágrannaþjóðun- um í kjaramálum. Stafaði það af rangri stj órnarstefnu og sífelldum verkföllum, sem háð voru andstætt hagsmun- um launþega. Lengur verð- ur því ekki unað að íslend- ingar standi í stað meðan aðrar þjóðir sækja ört fram. Þess vegna mun það verða krafa íslenzku þjóðarinnar til þeirrar ríkisstjórnar, sem nú situr og hverrar þeirrar, sem með völd fer í framtíðinni, að hún sjái til þess að hér ríki svipuð stjórnarstefna og í nágrannalöndunum. Þann grundvöll, sem búið var að treysta hefur nú tek- izt að veikja á ný. Við þeim vanda verða stjórnarvöldin að bregðast skjótt og tryggja efnahaginn að nýju, svo að íslenzka þjóðin geti sótt fram til stórafreka eins og aðrar þjóðir. LAUN TÆKNI- MENNTAÐRA MANNA ¥ GÆR birtist athyglisverð ritstjórnargrein í Tíman- um. Bendir blaðið réttilega á þá hættu, að sérmenntaðir menn leiti starfa erlendis, ef þeim séu ekki búin nægilega góð launakjör hér á landi. Vill blaðið að laun þeirra verði stórhækkuð. i Gervitunglin þrjú Greb (efst), Injun (í miðju) og Transit 4-A MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ 28. júní v-ar 50 smálesta eldflaug af Launajöfnuður er líklega orðinn meiri á íslandi en í nokkru öðru landi í veröld- inni, og er það tilefni þess- arar ritstjórnargreinar Tím- ans. Við íslendingar erum hreyknir af því að hafa jafn- að kjör landsmanna, en það er samt rétt athugað að of langt er hægt að ganga, og ekki má halda þannig á mál- um að launajöfnuðurinn verði niður á við, það er að segja að kjör allra versni vegna þess eins að ofurkapp sé lagt á að jafna þau. Á mörgum sviðum skortir hér tæknimenntun, meiri hagsýni í rekstri og hvers kyns rannsóknarstarfsemi. Þess vegna er vissulega rétt- mætt að benda á þá hættu, sem Tíminn ræðir sérstak- lega um. Sjálfsagt verður að bæta kjör hámenntaðra manna eitthvað, svo að þeir verði fúsir til að starfa hér, enda treystir Morgunblaðið því að svo mundi fara, jafn- vel þótt einhver munur yrði á þeim kjörum, sem við byð>- um, og þeim, sem bezt væru boðin erlendis. gerðinni Thor-Abl-e-Star sko-tið á loft frá Kanaveral-höfða í Plor- idta. f»að var sögul-egt við þetta geimskot að eldflaugin flu-tti þrjú gervitungl, sem komust öll á braut um-hverfis jörðu og var eitt tungl-a-nna búið kjarn-orku- rafhlöðu. Gervitu-nglin þrjú áttu að fara hvort á sína braut umhverfis jörðu, en tvö minni tunglin los-n- uðu ek-ki sund-ur eins og til .va-r ætl-azt og þjóta nú samföst um g-ei-minn. Stærsta tunglið nefnist Transit 4-A og vegur um 80 kíló. Er það fynsta tunglið af þessari gerð, sem sent er á I-oft, en seinna er ætl- unin að s-enda fl-eiri. Þessari gerð tun-gla er ætl-að -að auðveld-a skip um og flugvél-um staðarákvarð- anir. Tunglin sen-da frá sér merki og með sérstökium tækjuan er hægt að 1-esa úr merkj-unum stöðu skipsins eða flugvélari-nnar, -sv-o ekki á að geta sk-eik-að meiru en 1/10 úr míllu. f Tran-sit 4-A er smá kjam- orkuhlaða og er þetta fyrsta til- raunin, sem gerð er með kja-rn- ork-u s-em aflgj-afa í gervitungl- um. Notað etr Plutonium-238 ti-1 að knýj-a rafal, sem vegur aðeins rúm 2 kíló. Rafallinn framleiðir nægilegt rafmagn fy-rir tvö af fjórum senditæikjum tunglsins. Hin tunglin tvö eru ætl-uð tiil ýmiskon-ar mælinga í geim-num. A-nn-að þeirra nefnist GREB og vegur um 23 kíló. Hlutver-k þes-s er -að mæla áhrif geislunar frá sólinni o. fl. Hi-tt tunglið nefnis-t INJUN og vegur 18 kíló. Það á að kanna Vam Allen geislabeltin og útvega upplýsin-g-ar um norður ljósin. Gervitunglin þ-rjú fara um* hverfis jörðu í nærri 1000 km hæð. Áætl-að er að Tramsit 4-A verði í um 5 ár á lofti. Þá reidd- ist Eich- mann Jerúsalem, 30. júní L (Reuter) 1 í FYRSTA sinn í réttarhöld-1 unum yfir Eichmann mátti J sjá, að hann reiddist, er fjall- að var í dag um réttarskjöl, setn gáfu til lcynna, að hann hefði skipað að láta skjóta 1,200 serbneska Gyðinga. Eish mann hrukkaði ennið og hleypti brúnum, og það fóru viprur um munnvik hans, er liann stóð upp og neitaði af- dráttarlaust, að þetta ætti við rök að styðjast. Eichmann var þaulspurður um hlut sinn í aðgerðum naz- ista í Hollandi og Danmörku eftir að Þjóðverjar náðu þeim löndum á sitt vald. — Dómar- inn spurði hann m. a. í þessu sambandi, hvort ánægja eða óánægja hefði ríkt í herbúð- um nazista vegna þess, að Dönum tókst að bjarga nær öllum Gyðingum landsins úr klóm þeirra — yfir til Sví- þjóðar. — Það ríkti vissulega óánægja, svaraði Eichmann eftir stundarþögn, — annars hefði ég ekki verið sendur sérstaklega til Danmerkur til þess að reyna að lægja öld- urnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.